Tíminn - 06.10.1974, Qupperneq 12

Tíminn - 06.10.1974, Qupperneq 12
12 TÍMINN Sunnudagur 6. október 1974. Á VETTVANGI Umsjón Hjólmur W. Hannesson og Jón Sigurðsson Verkalýðshreyfing ó krossgötum Um fátt er nú meira rætt en þær ráöstafanir, sem nú eru I ráöi i efnahagsmálum. Þaö er aö visu vitaö aö hugsanleg vinstristjórn hefði gripiö til mjög álíkra aö- gerða, enda nokkuö seint aö gripa á vandanum þegar svigrúm góð- ærisins er liöið hjá. Þaö er þungur áfellisdómur,sem hinir svonefndu verkalýösflokkar hafa kveöið yfir sjálfum sér, aö hafa drepiö á drei og eyðilagt þær tilraunir sem for- ysta Framsóknarflokksins gerði til að tryggja stöðuga vinstri- stjórn i landinu. Og þaö er mál- efni sem framsóknarmenn um allt land verða að hafa i huga að það er forsenda vinstristjórnar á tslandi aö flokkurinn hafi nægan styrk til aö knýja hina sjálfskip- uöu verkalýðsflokka til ábyrgrar afstöðu. Það er aöeins eðlileg og óhjá- kvæmileg aögerð að verkalýösfé- lögin segja upp samningum þegar slik röskun verður á almanna- kjörum sem nú hefur orðið. Upp- sögn leiöir alls ekki sjálfkrafa til vinnustöðvunár enda þótt horfur verði allar ótryggari á vinnu- markaðnum, en hún er nauðsyn- leg til þess að félögin geti betur vakað yfir kjörum og hagsmun- um umbjóðenda sinna. Uppsögn gamninga segir á sama hátt ekk- ert um réttmæti eða nauðsyn op- inberra aðgerða I efnahagsmál- um. Atök á vinnumarkaðnum eru á hverjum tima mikil raun fyrir allan almenning og reyna mjög á innviðu og styrk verkalýðshreyf- ingarinnar. Það eru orð að sönnu að engir tapa eins á verkföllum og launþegarnir sjálfir. Við núver- andi aðstæöur er þvi timabært aö rætt sé almennt um aðstöðu verkalýðshreyfingarinnar nú á dögum og vikið að ýmsum þeim vandamálum sem hún á við að glíma. Staða verkalýðs- hreyfingarinnar Verkalýöshreyfingin hefur náð slikum árangri að hún er orðin mjög sterk og máttug I þjóðfélag- inu. Hún getur ekki lengur skotið sér á bak við þá samúð sem hún gat höfðað til meöan á brattann var að sækja. Það eru meira að segja áhöld um það hvort verka- lýðshreyfingin er ekki sterkasta þjóöfélagsaflið i hinum iðnvæddu lýðræðisrikjum á Vesturlöndum. En þessum styrk og þessu veldi fylgir mikil áhæt'ta. 1 fyrsta lagi kemur upp sá vandi sem fylgir öllum árangursrikum fjölda- hreyfingum: að hætta að vera lif- andi hreyfing og breytast i stofn- un, að félagslifið lognist út af og forystan slitni úr tengslum við fé- lagsmennina, að lýðræðið verði að engu en I staðinn risi upp stirönað skrifstofuvald. Og þetta er ekkert smáatriði um svo mátt- ugt samfélagsafl og full ástæða til þess að þjóðarheildin og stjórn- völd hafi á þvi gætur. 1 ööru lagi stendur verkalýðshreyfingin og þjóðin frammi fyrir þeim vanda að upp getur komið sú staða að óskir og vilji verkalýðshreyf- ingarinnar og aðgerðir löglegra og lýðræðislegra stjórnvalda rek- ist á. Er það sjálfsagt aö verka- lýðshreyfingin beygi sig umsvifa- laust eöa ber henni beinlinis að láta reyna á krafta sina I einvigi gegn stjórnarvöldunum? Þessi spurning er ekki lengur nein loft- kennd hugleiðing, heldur brýnt umhugsunarefni viða um lönd, pólitisk staðreynd sem verður að taka afstöðu til. Og menn verða að gera sér ljóst að þetta mál snertir sjálfan grundvöll lýð- ræðislegs þjóðfélags: Valið stendur um lýðræðislegt þingræði og frjálsa fjöldahreyfingu sem gegnir viðurkenndu hagsmuna- hlutverki, eða ofurvald fámennr- ar forystusveitar lokaðrar stofn- unar og einokun einstakra smá- hópa á vinnumarkaðnum. Millistétt eða verkalýður Nú er það að visu mótsögn aö tala um verkalýðshreyfingu án nokkurrar frekari skilgreiningar. Hreyfingin er i reynd sundruð milli tveggja meginstétta sem hafa alls ekki að öllu leyti sömu hagsmuni. Allt að þvi helmingur hreyfingarinnar er nú á dögum millistétt sem nýtur betri kjara en verkalýður, hefur aðra þjóöfé- lagsaðstöðu og litur á sjálfa sig öðrum augum. Þetta hefur senni- lega aldrei komiö betur fram en i kjarasamningunum á siðasta vetri. Hér á landi hafa tæpast nokkru sinni verið gerðir ótviræð- ari millistéttarsamningar, og sjaldan mun þaö hafa komið skýrar fram hve aðstaða hins eig- inlega verkalýðs er örðugri en möguleikar millistéttanna. Það er eðlismunur á lifskjara- baráttu verkalýðs og láglauna- fólks og á sérhagsmunabaráttu velstæðra smáhópa sem I krafti starfsþjálfunar og sérþekkingar hafa trygga starfsaðstöðu ef ekki einokunarvald I sinni grein. Þaö er satt að segja ekki fyrirsjáan- legt hvernig takst skal að tryggja samleið svo ólikra afla til lang- frama, eins og þróun velferöar- og tækniþjóðfélags virðist stefna, og það er alveg ótækt og raunar siölaust að krefjast jafnrar sam- úðar með báðum. Þaöer öllum ljóst að verkalýðs- hreyfingin hefur aðstöðu til að tefja mjög framkvæmd opinberr- ar efnahagsstefnu, og eins og áð- ur var sagt eru áhöld um hvort yröi sterkara ef þessum öflum lenti beinlinis saman. I umræðun- um um þessi efni hafa menn oft haft það á orði að lausnin hljóti aö verða sú, að sterkari miðstjórn I verkalýðshreyfingunni tæki að sér gerð heildarsamninga. Hitt mun sönnu nær aö stóraukið miö- stjórnarvald leysir á engan hátt þann almenna vanda sem hér um ræðir og er að auki hættulegt aft- urhaldsspor frá þvi lýðræöi, sem þegar er ófullkomið innan hreyf- ingarinnar en hún hlýtur að stefna að ef vel á að fara. Réttur launþegans til áhrifa Kjarni vandans er sá að það veröur að endurskoða þær aðferð- ir sem tiökazt hafa um gerð kjarasamninga og vinnudeilur. Hjá þvi getur ekki fariö I fyrsta lagi aö nú sé öllum almenningi orðið þaö ljóst að það kerfi visi- tölubóta sem hér tiökazt er ger- samlega ófært um að tryggja launamenn andspænis slikri verðbólgu sem við lifum nú viö. Svo virðist sem verðbólga megi ekki fara yfir tiltölulega lágt mark án þess að visitalan fari að verka sem olia á eld og snúist gegn þeim sem hún átti að hlifa. Þetta á ekki sizt við um efnahags- lif sem svo mjög er háö ytri sveiflum sem hið islenzka. Þá má þess geta að hér hefur aldrei ver- ið gerð nein grein fyrir rétti þriðja aðila i vinnudeilu svo sem þegar litill hópur manna á stórum vinnustað hindrar vinnu annarra. Loks er það með ýmsum hætti hversu lýðræðislega ákvaröanir eru teknar um vinnustöðvanir. Oft tekur tiltölulega fámennur fé- lagsfundur slika ákvörðun fyrir fjölmennt félag án þess að alls- herjaratkvæði gangi,þar sem gert sé ráð fyrir lágmarksþátttöku fé- lagsmanna. Svipuðu máli gegnir um rétt sáttasemjara, sem er fulltrúi þjóðarheildarinnar I slik- um deilum, til að krefjast at- kvæðis um miölunartillögu. í þessum efnum fer bezt á þvi að auka og treysta lýöræðið og rétt launamannsins til áhrifa á eigin kjör. Fullvist má telja að sanngirni hans og jafnframt þekking á eigin kjörum verði þjóðinni farsælli en ráð fárra for- ystumanna, sem auk alls annars verða að taka tillit til hugsan- legra keppinauta I félaginu um hylli, og völd. Um leið er hér um að ræða augljós lýðréttindi. Hlutverk verkalýöshreyfingar- innar er og verður hið sama, en Áfangi Þeir flokkar er stóðu að rikis- stjórn ólafs Jóhannessonar, geröu með sér málefnasamning. hluti úr varnarmálaþætti þess samnings var, svo sem alþjóð'er kunnugt, á þessa lund: „Varnar- samningurinn við Bandarikin skal tekinn til endurskoðunar eða uppsagnar i þvi skyni, að varnar- liðið hverfi frá Islandi I áföngum. Skal aö þvi stefnt, að brottför liðs- ins eigi sér stað á kjörtimabil- inu.” Þetta ákvæði varð siöan eitt helzta ágreiningsatriöi I hinni stjórnmálalegu umræðu lands- manna. Töldu sumir það ótvirætt, að herinn ætti aö fara á kjörtima- bilinu. Aðrir voru jafn vissir um, að hér væri aöeins um minnihátt- ar endurskoðunaryfirlýsingu að ræða. Fór svo að lokum, að „vinstri”-stjórninni entist ekki aldur til þess að úr þessu yrði skorið. Aöur en þingrofið fór fram, hafðiutanrikisráðherra lagt fram ákveönar tillögur fyrir Banda- rikjamenn. Þær tillögur gerðu hlýtur þó að taka mið af breyttum aðstæðum. Hreyfingin hefur þannig i auknum mæli tekið að beita sér fyrir málefnum sem ekki snerta beint kaupgjald. Með- al slikra mála má nefna húsnæði, orlofsmál, öryggi og hollustu- hætti. A siðustu árum hefur og verið æ meira rætt um rétt starfs- fólks til áhrifa á vinnutilhögun, vinnutimaákvarðanir, verk- stjórn, mannaráöningar og annað þvi likt. Hvertum sig eru slik mál ef til vill léttvæg en þau snerta launþegann mjög rækilega I dag- legu starfi og eru honum raunar sizt minna um verö en krónutala eins og allt er I pottinn búið. Hreyfingin verður að skilja hlutverk sitt rétt En þegar rætt er um mál sem þessi, atriði er varöa atvinnulýð- ræöi, verður jafnframt að hafa það I huga að verkalýöshreyfing- in getur ekki litið á það sem hlut- verk sitt að binda launþegana um of böndum ábyrgðar viö fyrirtæk- ið. Þrátt fyrir allt er hreyfingunni ætlað að tryggja frelsi launþeg- anna andspænis fyrirtækjunum, og þaö er forsenda i frjálsu þjóð- félagi að aðilarnir haldi hver sjálfstæði sinu um leið og fylgt er ákveðnum leikreglum til að halda allsherjarfriði og varanlegri vel- megun. Það fer ekki á milli mála að á næstunni mun mjög reyna á styrk verkalýðshreyfingarinnar vegna þeirrar kjaraskerðingar sem ó- hjákvæmileg hefur orðið og veröa mun eins og sakir standa um hag þjóðarbúsins. En þvi fremur munu launþegar og verkalýðssinnar leggja áherzlu á það að hreyfingin verður að þekkja sin takmörk og skilja hlut- verk sitt rétt. Það er ekki hlut- verk hennar að kollvarpa ákvörö- unum löglegra yfirvalda þótt að heröist um sinn og hreyfingin verði að taka á styrk sinum til að treysta kjör launafólks. Og þvi veröurað treysta að ekki verði lagt i tvisýn átök, eins og skamm- sýnir menn viröast hvetja til, enda gætu þau annars vegar leitt af sér raunverulegt stjórnleysi i þjóðfélagsmálum eða hins vegar valdið hreyfingunni meiri örðug- leikum en hún hefur staöiö frammi fyrir um langt skeið. —JS annars vegar ráö fyrir brottför varnarliðsins i áföngum, en hins vegar, m.a. vegna þeirrar stefnu Framsóknarflokksins, að ísland eigi að vera i Atlantshafsbanda- laginu, var gert ráö fyrir, að Is- lendingar stæðu við allar skuld- bindingar sinar við Nato. Þannig áttu bandamenn okkar að fá að halda héðan uppieftirlitsflugi.og I þvi sambandi að hafa nauðsyn- legt viðhaldslið hér. Islendingar áttu slðan smátt og smátt að taka I sinar hendur alla löggæzlu á Keflavikurflugvelli. Þá átti al- gerlega að skilja venjulegt far- þegaflug frá þvi eftirlitsflugi, sem fram færi frá Keflavik. Til- lögur þessar voru svo rangtúlkað- ar af stjórnarandstöðunni, að undrum sætti. Þvi var jafnvel haldið fram, að þær miðuðu að varnarlausu Islandi og úrsögn þess úr Nato. Alþingiskosningarnar Varnarmálin voru ótvirætt eitt helzta kosningamál siðustu al- þingiskosninga. Mikiö var um þau ritað. Voru þau skrif oft litt uppbyggileg eða til þess fallin að fræða um málin. Er enginn vafi á þvi, að minu mati, að fylgisaukn- ing Sjálfstæðisflokksins byggðist að verulegu leyti á þvi hvernig málflutningur þess flokks var I þeim sterku fjölmiðlum, sem hann hefur aðgang að. Hvort sem menn skýra hina miklu þátttöku islenzkra kjósenda i undirskrifta- söfnun „Varins lands” með áhrifamætti fjölmiðla stærsta stjórnmálaflokksins eða með ein- hverju öðru, er þvi ekki að neita, að hún var mjög mikil. Er menn stóðu upp frá alþingis- kosningunum, kom i ljós, að jafn- tefli hafði orðið. Eftir tilraun for- manns Sjálfstæðisflokksins reyndi Ólafur Jóhannesson að mynda nýja ,,vinstri”-stjórn með þátttöku Alþýðuflokks. Athyglis- vert er, að Alþýðubandalagið var að sögn Magnúsar Kjartansson- ar, m.a. búið að sveigja varnar- málastefnu sina töluvert að stefnu hinna flokkanna i ,,vinstri”-viðræðunum. Virðist þvi Alþýðubandalagið vera farið að sjá, að „göngustefna” þess i hermálinu hefur litið raunhæft gildi annað en reglubundið „trimm” þátttakenda i göngun- um. Forkólfum Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokks varð ekki af nýrri „vinstri”-stjórn, og það þrátt fyrir góðan vilja allmargra einstaklinga i forystusveitum þeirra. Óþarft er að rekja aðdraganda núverandi samstjórnar tveggja höfuðandstæðuflokka islenzkra stjórnmála, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Lifsregla • Fr amsóknarflokksins A fundi Framsóknarfélaganna i Reykjavik nýlega lýsti Eysteinn Jónsson yfir þvi i ræðu, að það hefði ávallt verið lifsregla Fram- sóknarflokksins að reyna að starfa með flokkunum til „vinstri”. Væri það reynt til þrautar fyrst. Ef það hins vegar tækist ekki, væri ekki óeðlilegt að flokkurinn reyndi að koma sinum stefnumálum i framkvæmd, þjóð- inni til heilla, þótt slikt kostaði málamiðlun til „hægri” um tima. Með þátttöku sinni i myndun þingræðislegrar rikisstjórnar sýndu forystumenn Framsóknar- flokksins lofsverða ábyrgðartil- finningu. Stjórnarmyndun mátti ekki dragast lengur, vegna að- kallandi aðgerða i efnahagsmál- um rikisins, sem öllum bar sam- an um að gera þyrfti. Aðeins áfangi I stefnuyfirlýsingu núverandi rikisstjórnar um varnarmálin er þvi lýst yfir, að öryggi landsins skuli tryggt með aðild að Atlants- hafsbandalaginu. Um það atriði hefur aldreiverið uppi ágreining ur milli núverandi stjórnarfl., þótt ýmsir hafi viljað koma þvi inn hjá kjósendum. Hins vegar er I mörgum atriðum gengið mun skemur I nýundirskrifuðum samningi Einars Agústssonar og Josephs Sisco en margir fram- sóknarmenn hefðu kosið. Fram hjá úrslitum siöustu kosninga, með varnarmálið sem eitt helzta kosningaatriðiö, varð ekki geng- ið. Nokkur jákvæð atriði má þó altént benda á I nýundirrituðum samningi. Þeir áfangar, svo langt sem þeir ná, hefðu ekki fengizt með ósveigjanlegri „göngu- stefnu.” Þannig má nefna fækkun I varnarliðinu um 400 manns. All- ir varnarliösmenn eiga að flytjast inn fyrir vallargirðinguna, og nú veröur farþegaflug og herflug al- gerlega aðskilið. Fleira mætti til telja, en enn er eftir að ganga endanlega frá ýmsum fram- kvæmdaatriðum, sem skipta máli. Á friðartimum er það fyrst og fremst eftirlit meö siglingum I og á N.-Atlantshafi, sem er hlutverk varnarstöövanna á tslandi. Um það sannfærðist undirritaður end- anlega i höfuðstöðvum Nato nú I sumar. Þaðeftirlit má hafa áner- lendra hersveita hér á landi eins og tillögur Einars Agústssonar i ,,vinstri”-stjórn gerðu ráð fyrir. I alþingiskonsingunum siðustu var grundvellinum kippt undan þvi, að tillögur i svipuðum dúr næðu fram að ganga að sinni. HWH Húsavík Hótel Húsavik óskar að ráða fram- kvæmdastjóra frá og með n.k. áramótum en einnig kemur til greina að hótelið verði leigt ef viðunandi tilboð fæst. Allar frekari upplýsingar eru veittar i simum 4-11-21 og 4-11-37 á Húsavik, en um- sóknarfrestur er til 31. október n.k. Húsavik, 2. október 1974. Framkvæmdaráð Hótels Húsavikur h/f. Hér hleypir Timinn af stokkunum nýrri viku- legri siðu. Um það hefur verið rætt nokkuð upp á siðkastið, að þörf væri á meiri skrifum i blað- ið um stjórnmál, i viðri merkingu þess orðs, umfram daglegar fréttir og timabundnar deil- ur. Á.þessum vettvangi verður reynt að fjalla um þessi efni almennt og gera grein fyrir ýms- um þeim vandamálum og sjónarmiðum, sem gjarna vilja liggja i láginni i dægurmálabar- áttunni. Hér munu birtast greinar, og viðtöl verða tekin við ýmsa þá, sem þessum málum sinna, einkum úr röðum ungs fólks. Blaðstjórn hefur falið þeim Hjálmari W. Hannessyni og Jóni Sigurðssyni að annast þessa siðu i umboði ritstjóra.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.