Tíminn - 06.10.1974, Page 24
24
TÍMÍNN
Sunnudagur 6. október 1974.
skútuna, kallaðtil hennar: „Nú er maðurinn þinn elsku-
legur í Danmörku", og annaðsinn: ,,Nú er „Fríða" kom-
in til Víborgar". Annað hafði hún ekki til hans spurt. En
nú ætlaði hún að láta skrifa honum bréf. Hún hafði enga
hugmynd um, hve mikið hann bar úr býtum á sjónum, en
af því ástandi, sem húsið var í, dró hún þá ályktun, að
hann myndi ekki hafa haldið of vel utan að f járafla sín-
um. Hún óskaði að vísu einskis sjálfri sér til handa, en
það gegndi allt öðru máli um barnið. Hún myndi um
skeið verða ófær til erf iðsvinnu og kornabarn þurfti svo
margs við.
Henni fannst vitaskuld, að Jóhann gæti sagt sér
sjálfur, hve hagur hennar mundi vera blómlegur. En
hann hugsaði sjálfsagt lítið um slíkt, jafn kærulaus og
hann var. En þess voru mýmörg dæmin um karlmenn-
ina, að þeir öðluðust ekki sannan þroska f yrr en heimilis-
skyldurnar komu til sögunnar. Ef til vill tæki Jóhann
stakkaskiptum, þegar hann fengi að vita, að hann yrði
senn faðir.
Katrín kunni ekki að skrifa. Hún hafði aðeins lært að
lesa. Jóhann var ekki heldur sérlega skriftlærður. Én
skipstjórinn á „Fríðu" var vingjarnlegur maður. Hann
myndi áreiðanlega lesa bréfið fyrir hann. En hvern gat
hún fengið til þess að skrifa? Þessu velti hún fyrir sér í
marga daga. Útgerðarmennirnir á eynni og börn þeirra
og margar af konum þeirra kunnu að skrifa, en það var
engin gamanleikur fyrir fátæka stúlku að ganga fyrir
þetta rembiláta fólk og biðja það að gera sér greiða. Það
var sagt, að Engman kapteinn væri greiðviknastur þegar
svona stóð á, en hann var engu að síður einn af fyrir-
mönnunum og var vístil þess að fetta fingur út í sumt og
henda gaman að öðru og krefjast síðan margfaldra
þakka og vinnuhjálpar fyrir ómakið.
En svo var það líka hún Elvíra litla Eiriksdóttir, sem
fólk sagði skrifa betur en sjálfan prestinn. Já, Katrín
ætlaði að biðja hana að skrifa fyrir sig bréfið. Henni
fannst líka, að það hlyti að vera auðveldara að segja
barni hug sinn og tala um leyndarmál sín í eyru þess,
heldur en þylja þau fullorðnu fólki, sem alltaf var
reiðubúiðtil að leggja allt út á versta veg.
Katrín þvoði sér og greiddi sér vandlega og skoðaði sig
lengi í brotnum speglinum. Það var ekki hægt að fara
heim til Erikssons-fólksins með úfið strýið. Húsfreyjan
þar á bæ var jafn nafnkunn vegna guðhræðslu sinnar og
fegurðar, og hún var dómgjörn kona. Katrín lét á sig
hreina svuntu og nýþvegna höfuðskýlu og gætti þess, að
skóreimarnar væru vel hnýttar. Hún átti tvær pappírs-
arkir og eitt umslag, sem hún geymdi í klútdulu í drag-
kistunni. Þessi ritföng tók hún nú upp.
Hún var hálf-hikandi, þrátt f yrir allar þessar varúðar-
ráðstafanir, þegar hún gekk upp mjóan stíginn milli
plómu- og elpatrjánna heim að stóra rauða húsinu Eriks-
sonshjónanna. Hún hafði aldrei áður stigið fæti inn fyrir
dyr þessa húss.
Rétt í sömu svifum og hún ætlaði að fara að drepa á
dyr, kom Elvíra út með f ulla skjólu af skólpi. Hún hellti
úr henni í grasið og hvolf di henni síðan á stéttina.
Katrinu veittist ótrúlega erf itt að vinna bug á ófram-
færni sinni. Hvað er þetta? hugsaði hún. Skammast ég
min fyrir að eiga barns von?
„Góðan dag!" stundi hún loks upp.
Telpan leit á Katrínu og svaraði:
„Góðan daginn, Katrin, góðan daginn! Komdu inn.
AAamma er heima, og amma er heima, og krakkarnir eru
heima. En pabbi er ekki heima".
Katrín elti telpuna, sem virtist svo lítil og grönn í drag-
síðum kjólnum, að það var mesta furða, hve létt henni
veittist að trítla upp stigann. Langur gangur var því nær
þvert í gegnum húsið. Vinstra megin við hann var gesta-
stofa eða stássstofa, sem svo var nefnd, en setustofa
heimafólksins hægra megin. Báðar þessar stofur voru
mjög stórar. Fyrir enda gangsins var lítið herbergi.
Telpan fór með Katrínu rakleitt inn í setustofuna. Þar
voru fáein börn í síðum kjólum og buxum að leikjum í
krók hjá geysistórum opnum arni. Þau litu up hálfskelk-
uð, hættu að leika sér og laumuðust til móður sinnar, sem
sat þar á stórum legubekk og klippti sundur marglitar
léreftspjötlur og hnýtti úr þeim gólfábreiðu. Hún leit upp
þegar Katrín kom inn, en mælti ekki orð f rá vörum. Aug-
un voru hvöss og rannsakandi. Þetta er lagleg kona,
hugsaði Katrín. Hún hafði aldrei fyrr sé svona fagurlega
mótað andlit né svofallegt litaraft, en fegurstalls var þó
jarpt, gljáandi hárið, — þykkum, gullnum fléttunum var
margbrugðið fram yfir hvítt, slétt ennið, Katrín hafði
aldrei séð þvílíkan hárbúnað.
Elvíra litla tók fyrst til máls.
„Ja, mamma! Hún Katrín Jóhanns er komin. Það var
Guðs mildi, að við skildum vera búin að gera hreint".
„Leggðu ekki nafn Guðs við hégóma, Elívra", svaraði
móðir hennar í áminningartón. „Komið þér hérna og
setjist".
„Þakka yður f yrir", muldraði Katrín og tyllti sér á það
hornið á legubekknum, sem næst dyrunum. Síðan fletti
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K
U
B
B
U
R
i
Sunnudagur
6.október
8.00 Morgunandakt Séra
Pétur Sigurgeirsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög. Sinfóníu-
hljómsveit norska
útvarpsins leikur: öivind
Bergh stj.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr
forustugreinum dagblað-
anna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10)
Veðurfregnir). a. Concerto
grosso op. 6 nr. 5 eftir
Há'ndel. Hátiðarhljómsveit-
in i Bath leikur: Yehudi
Menuhin stj.
11.00 Messa i Dómkirkjunni
Prestur: Séra öskar J.
Þorláksson dómprófastur.
Organleikari: Ragnar
Björnsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.25 Mér datt það I hug.Séra
Bolli Gústafsson i Laufási
rabbar við hlustendur.
13.45 Islenzk einsöngslög
Stefán Islandi syngur: Fritz
Weisshappel leikur á pianó.
14.00 „Þar sem háir hólar”
Ritgerð og ljóð Hannesar
Hafsteins um Jónas
Hallgrimsson, flutt af Knúti
R. Magnússyni. Herdis
Þorvaldsdóttir leikkona les
einnig tvö kvæði Jónasar.
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
tónlistarhátið I Bratislava I
fyrra. Flytjendur:
Slóvenska filharmóniu-
sveitin og fllharmóniukór-
inn, Sinfóniuhljómsveitin i
Gottwaldov og ein-
söngvararnir Vilém Priby
og Sylvia Sass. Stjórn-
endur: Ludovit Rajter og
Zdenek Bilek. a.
„Coriolan”, forleikur eftir
Beethoven. b. Aria úr
kantötu nr. 21 eftir Bach. c.
Aria Aminu úr óperunni „II
re pastore” eftir Mozart. d.
„Sálmur Karpatalands”
eftir Eugen Suchon.
16.00 Tiu á toppnum örn
Petersen sér um dægur-
lagaþátt.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
17.00 Barnatimi: Agústa
Björnsdóttir stjórnara. Um
kynjadýr i Hvalfirði og sitt-
hvað fleira af þeim slóðum.
b. Útvarpssaga barnanna:
„Strokudrengirnir” eftir
Bernhard Stokke Sigurður
Gunnarsson heldur áfram
lestri þýðingar sinnar (13).
18.00 Stundarkorn með
fiðluleikaranum Ruggiero
Ricci Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Eftir fréttir Jökull
Jakobsson við hljóðnemann
I þrjátiu minútur.
19.55 Karlakórinn Fóstbræður
syngurislenzk og erlend lög
I útvarpssal. Söngstjórar:
Jón Asgeirsson og Jón
Halldórsson.
20.30 Frá þjóðhátið
Eyfirðinga I Kjarnaskógi
við Akureyri 21. júli Ófeigur
Eiriksson sýslumaður setur
hátiðina, Steindór
Steindórsson fyrrum skóla-
meistari flytur hátiðarræðu,
Gunnar Stefánsson les ljóð,
Lúðrasveit Akureyrar
leikur, Söngfélagið Gigjan,
karlakórar og kirkjukórar
héraðsins syngja. Stjórn-
endur: Roar Kvam, Jakob
Tryggvason og Askell Jóns-
son. Undirleikarar: Dýrleif
Bjarnadóttir og Jón Hlöðver
Askelsson. Hilmar Daniels-
son framkvæmdastjóri
þjóðhátiðarnefndanna slitur
hátiðinni. Kynnir: Hörður
Ólafsson.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
tMtWWMMHHIIMMIHWMMI
| Timlnner «
• peningar i
j Augtýsitf :
: i Tímanum:
ÍMM.MMMM.MM.MMM.MM?