Tíminn - 06.10.1974, Síða 28

Tíminn - 06.10.1974, Síða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 6. október 1974. Electrolux Rafveitu stjórar: Sveitarfélögin eða sameignarfyrirtæki þeirra annist orkusölu t FRÉTT frá Rafmagnsveitum rikisins, er lesin var i Rikisút- varpinu lyrir skömmu og birtist nú i dagblöðum, er gerð athuga- semd við mótmæli rafveitustjóra sveitarfélaga við hækkun raf- orkuverðs með því að sexfalda gjaid til Rafmagnsveitna rfkisins. Látið er að þvi liggja, að litið mark sé takandi á 17 rafveitu- stjórum sveitarfélaga, enda séu sveitarfélögin i landinu 240 að tölu. Rétta talan er að visu 224. Þessi athugasemd Rafmagns- veitna rikisins er villandi. Hér er um að ræða samtök forstöðu- manna rafveitna i eigu sveitar- félaga. Þau sveitarfélög eru að- eins 23 á landinu. Af þeim hafa 5 ekki sérstökum rafveitustjóra á að skipa, en njóta þjónustu frá nærliggjandi rafveitum. Ef miðað er við ibúafjölda 1. desember 1973, er ibúafjöldi á svæðum þeirra 17 rafveitustjóra, sem áður eru nefndir, 161.280, eða 76.5% af ibúatölu landsins i heild. Þá er rétt að fram komi, að sveitarfélögin á svæði Rafmagns- veitna rikisins teljast alls ekki öll til dreifbýlis, enda telja Raf- magnsveiturnar sjálfar i eigin ársskýrslum, að um helmingur ibúanna sé i þéttbýli. Meðal þeirra má nefna: Neskaupstað, Dalvik, Ólafsfjörð, Ólafsvik, Stykkishólm, Höfn og Bolungar- vik. Af framangreindu sést, að Eldur í Nóa Gsal—Reykjavik — 1 gær- morgun, um klukkan 6.45 var slökkviliðið kvatt út að Baróns- stig 2, en eldur var laus i brjóst- sykursgerðinni Nóa. begar komið var á brunastað var mikill eldur á annari hæð hússins, þar sem er pökkunarsalur, og töluverður reykur kominn upp i risið. Reykkafarar voru sendir inn i húsið og ennfremur reyndu slökkviliðsmenn að komast að eldinum inn um glugga. Greið- lega gekk að ráða niðurlögum hans, enda hafði eldurinn ekki breiðst neitt út. Mjög erfitt er að segja um hversu mikið tjón varð i þessum bruna, en þó er ljóst, að það er töluvert. Mikið skemmdist i Þessamynd tók Guftjón Einarsson, ljósmyndari Timans i gærmorgun inn i þonkuuarsalnum. Eins og myndin ber með sér, var mjög mikill reykur i salnum, og slökkviliðsmaðurinn sem er lengst til hægri með vasaljós, stendur á þeim stað sem talið er að eldurinn hafi kviknað. sjálfum pökkunarsalnum og eitt- hvað skemmdist af vörum á lager, sem var inn af pökkunar- salnum. Dagskrá Þjóðhátíðar á Þingvöllum 28. júlí 1974 fæst nú hjá bóksölum og kostar kr. 125,00 eintakið. Ritið er merkilegt heimildargagn um þjóðarviðburð. M. a. efnis í því er íhimbirting hátíðarljóðs Tómasar Guðmundssonar, skálds. Hyggilegt er því að tryggja sér eintök þessa ein- stæða rits nú og varðveita þau til síðari tíma. samanburður á tölunum 17 raf- veitustjórar og 224 sveitarfélög, gefur alls ekki rétta mynd af þeim þunga, sem felst i mótmæl- um gegn áðurnefndu gjaldi til Rafmagnsveitna rikisins. Enginn misskilningur rikir um það, að 13% gjaldið er lagt á alla raforkusmásölu i landinu. Mun- urinn er aðeins sá, að hlutur raf- veitna i eigu sveitarfélaga greið- ist i vasa Rafmagnsveitna rikis- ins, en hlutur hinna siðarnefndu rennur i eigin vasa. Þá véfengja Rafmagnsveitur rikisins réttmæti þess að bera saman meðalverð rafveitna. Þótt fara verði með slikan samanburð, eins og allan talnasamanburð, með varúð, gefur hann þó ein- falda visbendingu, enda algengt að slikar samanburðartöflur um meðalverð séu gerðar af hlutlaus- um aðilum, t.d Orkustofnun hér á landi. Samanburður á gjald- skrárverði, sem gildir á tilteknu augnabliki, er heldur ekki einhlit- ur, allra sizt hér á landi, þar sem gjaldskrár rafveitna breytast mjög ört, en þó á mjög mismun- andi timum (t.d. fjórar breyting- ar 1973, þrjár breytingar 1974). En einmitt þess konar samanburð nota Rafmagnsveitur rikisins i athugasemdum sinum. Þar er tekið dæmi um gjaldskrárverð 1. júli 1973, þar sem heimilistaxti (ibúðarstærð 3 herbergi, 70 fer- metrar og orkunotkun 3000 kWh á ári) (Alls ekki raunhæf meðal- stærð ibúða) er hjá: Rafmagnsveitu Reykjavikur 3.19 kr/kWh. Rafmagnsveitum Rikisins 4.54 kr/kWh. Heimilistaxti Rafmagnsveitu Reykjavikur er þannig talinn 43% hærri. í fyrsta lagi er talan 4.54 röng, þar eð heimilisnotkun þeirra, er njóta marktaxtans svonefnda, er ekki tekin með i myndina. 1 öðru lagi er slikur gjaldskrársaman- burður óraunhæfur. Nær hinu rétta er samanburður, sem fæst með þvi að taka allt árið 1973. Þannig fæst eftirfarandi saman- burður á verði til heimilisnotkun- ar (samkvæmt nýlegri töflu frá Orkustofnun): Rafmagnsveita Reykjavikur 3.00 kr/kWh Rafmagnsveitur rikisins 3.80 kr/kWh Mismunurinn er þá 27% en ekki 43%. Rafmagnsveitur rikisins telja samanburð á meðalverði óraun- hæfan, vegna þess hve mismikla raforku rafveitur selja til húshit- unar. Nú hafa rafveitur Keflavik- ur, Stokkseyrar, Njarðvikur og Hafnarfjarðar, svo dæmi séu nefnd, svipað meðalverð og Raf- magnsveitur rikisins, Rafveita Keflavikur þó allmiklu hærra, eða 2.80 kr/kWh á móti 2.55 kr/kWh. Þær selja þó hlutfalls- lega svipað orkumagn til húshit- unar og Rafmagnsveitur rikisins, og er þvi vandséð, hvers vegna þær eigi að greiða sérstakt gjald til styrktar Rafmagnsveitum rik- isins. Eflaust eru margar ástæður fyrir sérstakri fjárþörf Raf- magnsveitna rikisins nú. Að minnsta kosti ein þeirra virðist þó hálfgert sjálfskaparviti og algjör- lega óþörf. Er það notkun á svonefndum marktaxta. Jafnvel heildsöluverð Rafmagnsveitna rikisins til ýmissa rafveitna sveitarfélaga er ekki lægra en verð samkvæmt þessum taxta. Skiljanlega hefur þótt óhjá- kvæmilegt að gera nú bráða- birgðaráðstafanir til að bjarga fjárhag Rafmgnsveitna rikisins i bili. En álagning gjalds á sveitar- félögin i þessu skyni er mjög óeðlileg aðferð. Réttara hefði verið, eins og á stóð, að jafna halla þennan með framlagi úr rikissjóði og leggja siðan áherzlu á að hraða gagngerri athugun á rekstri Rafmagnsveitna rikisins. Þótt skattlagning raforku sé ekki óþekkt, t.d. á Norðurlöndum, þá er gjald af þessu tagi, þ.e. skattur, sem rennur samkvæmt lögum til tiltekinnar rafveitu, óþekkt. Hvergi á Norðurlöndum eru skattar á raforku nærri þvi eins háir og hér er orðið, þ.e. 32%. 1 lok greinargerðar Rafmagns- veitna rikisins er sagt, að raf- magnsstjórinn I Reykjavik hafi haldið fram i útvarpsviðtali, að rikisrafveitur séu ekki til á Norðurlöndum. Þetta er rangt með farið. 1 viðtalinu sagði raf- magnsstjóri, að á Norðurlöndum annaðist rikið ekki dreifingu raf- orkunnar. Þótt sænsku rikisvirkj- anirnar (Vattenfall) annist dreif- ingu og sölu til mjög litils hluta sænskra raforkunotenda, breytir það myndinni i engu. Staðreynd er, að i Danmörku, Finnlandi og Noregi annast rikið alls enga dreifingu eða smásölu raforku. t Sviþjóð er hluti rikisins um það bil 8%, miðað við fjölda notenda, á íslandi um 19%. Loks vekja Rafmagnsveitur rikisins athygli á þvi, að algjör rikisrekstur sé á rafveitum margra Evrópurikja. Mun þar fyrst og fremst átt við Austur- Evrópu, svo og Bretland, Frakk- land og ttaliu. Vandséð er, að íslendingum yrði fyrirmynd Austur-Evrópu til gæfu. Þjóðnýt- ing raforkuiðnaðarins i hinum þremur löndunum var mjög umdeild, og allar likur eru á, að raforka séibúum þeirra mun dýr- ari en ella hefði verið. Sú var t.d. skoðun forráðamanna raforku- mála I Vestur-Þýzkalandi, þegar mál þessi bar á góma þar i landi. Taldist þeim svo til, árið 1970, að það sparaði þýzkum skattborgur- um árlega um 4 milljarða marka, að rikisrekstur hefði ekki komizt á þar i landi upp úr lokum siðari heimsstyrjaldar. LOKAORÐ: Eðlilegt er, meðal annars I ljósi hins nýja gjalds til Rafmagns- veitna rikisins, að rafveitur I eigu sveitarfélaga telji rétt að staldra við og endurskoða hlutverk Raf- magnsveitna rikisins og marka framtiðarstefnu með þá lausn i huga, að sveitarfélögin eða sér- stök sameigarfyrirtæki sveitar- félaganna taki raforkudreifingu og sölu til notenda i sínar hendur. Slik breyting myndi að sjálfsögðu taka nokkurn tima. Rikið myndi þá væntanlega áfram vera veru- legur aðili að raforkuvinnslu og aðalflutningi. Tvennt ætti að nást með þessu: Annars vegar lægra raforkuverð, hins vegar nánari tengsl fólksins við rafveiturnar og áhrif á stjórn þeirra. Félag rafveitustjóra sveitarfélaga. Verð á fiski til mjölvinnslu A FUNDI yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins 2. október var ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á fiskbeinum fiskslógi og heilum fiski til mjölvinnslu frá 1. september til 31. desember 1974: A) Þegar selt er frá fiskvinnslustöðvum til fiskimjölsverk- smiðja: Fiskbein og heill fiskur, annar en sild, loðna, karfi og steinbitur, hvert kg.......................... kr. 1.15 Karfabein og heill karfi, hvertkg ..................... kr. 2.95 Steinbitsbein og heill steinbitur, hvert kg............ kr. 0.75 Fiskslóg, hvert kg..................................... kr. 0.52 B) Þegar heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum til fiskimjölsverksmiðja: Fiskur, annar en sfld, loðna, karfi og steinbitur, hvert kg................................... kr. 1.00 Karfi,hvertkg.......................................... kr. 2.57 Steinbitur hvert kg.................................... kr. 0.65 Verðið er miðað við, að seljendur skili framangreindu hráefni i verksmiðjuþró. Karfabeinum skal haldið aðskildum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.