Tíminn - 06.10.1974, Page 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 6. október 1974.
Axel Thorsteinsson:
„Þokan",
sem eyddist
Nokkur atriði varðandi útgdfu á
verkum Steingríms Thorsteinssonar
i.
Sumt af þvl, sem fram kemur i
þessari grein minni, hefi ég lengi
haft I huga og áformað að gera
nokkra grein fyrir þvi, ef mér
þættu sérstakar ástæður réttlæta
það. Ber allmargt til. t fyrsta lagi
hefi ég verið riðinn við útgáfu á
allmörgum af verkum föður
mins á allmörgum undangengn-
um áratugum og ýmsu kunnur,
sem engin ástæða er til að láta
fyrnast yfir. í öðru lagi hefi ég
gefið út sum þeirra sjálfur. 1
þriðja lagi hóf ég bókaútgáfu
mina hér heima fyrir rúmlega
hálfri öld, eða 1924, með útgáfu
nokkurs hluta ljóðaþýðinga hans.
Allmargar aðrar komu i kjöl-
farið, — hin siðasta 1970, — og
þótt bókaútgáfa min hafi alltaf
verið i smáum stil, og af litlu að
státa, mun vart geta talizt nein
goðgá, þótt á hana sé minnzt, af
sliku tilefni. 1 fjórða lagi hefi ég
haft umsjón með útgáfum á sum-
um verka hans, sem komu út á
vegum annarra, eða átt þar nokk-
urn hlut að. Tvær eða þrjár
„athugasemdir” finn ég mig
knúðan til þess að gera, og enn er
þess að geta, að fyrir mér vakir
að gera litils háttar grein fyrir
skoðunum, sem ég lét i ljós i
blaðagrein árið 1946, en ég var þá,
— og áður og slðar, — blaöa-
maður hjá dagblaðinu VIsi. Grein
þessa nefndi ég ,,Og víti það
öxin”— en i hana tók ég upp þess-
ar ljóölinur Þorsteins Erlingsson-
ar:
,,Og viti það öxin, sem viðar
i mat,
þær visna ekki greinarnar,
þarsem hannsat —
og brenna skal bóndinn
þeim grjenum”.
Greinin var stutt, skrifuð af
sérstöku tilefni, vegna ummæla I
grein, sem birt var i Visi , og til
þess að andmæla skoðunum, sem
þar komu fram, og hampað var
allan timann milli heimsstyrjald-
anna, og lengur, aðallega af ófá-
um ungum menntamönnum, upp-
rennandi eða tiltölulega nýbökuð-
um. Skoðanir þessar urðu
grundvöllur fullyrðinga um að
vinsældir föður mins sem ljóð-
skálds heföu farið sidvinandi, og
á sumum að skilja, að þær væru
að mestu eöa öllu úr sögunni. Það
eimdi eftir af áróðri i þessa átt
allt þar til hin ágæta bók Hannes-
ar skálds Péturssonar, Stein-
grimur Thorsteinsson, Lif hans
og list, kom út 1964. Hún vakti
þjóöarathygli og hefur verið gefin
út á ný (offsetprentuð. — Bókaút-
gáfa Menningarsjóðs). 1 formála
kallaði Hannes Pétursson rit sitt
,,..hálft i hvoru varnarrit..og
hefi ég ekki hirt um að jafna yfir
þær misfellur”.
Framlag Hannesar Pétursson-
ar I bók hans til skilnings og rétt-
aramats á ljóðagerð skáldsins
verður aldrei metið um of. En hér
ber einnig að nefna annað skáld,
sem ruddi i reyndinni braut að
sama marki, Halldór Laxness, en
það gerði hann með hinni afburða
snjöllu grein sinni SKALD
TVEGGJA SVANA.sem birt var i
VIsi 21/8 1963 er hálf öld var liðin
frá dánardægri skáldsins. Hún
var einnig birt skömmu siðar i
Sunnudagsblaði Timans, og náði
þannig, vegna birtingarinnar i
þessum tveimur blöðum, til allrar
þjóðarinnar. Það var fyrir hvatn-
ingu Karls Kristjánssonar fv.
alþingismanns, að greinin var
einnig birt i Timanum. Aðdá-
endur ljóða skáldsins hafa án
vafa fagnað heilshugar framlagi
þeirra ágætu manna, sem ég hefi
nefnt, og annarra fjölmargra,
sem ekki eru nefndir, og það geri
ég lfka af heilum huga og hjart-
ans þakklæti. En ég vil ekki fara i
launkofa með þá skoðun, sem ég
gerði litils háttar grein fyrir 1946,
og aöhyllist enn, að vinsældir
skáldsins héldust traustar meðai
almennings úti um byggðir lands-
ins, þrátt fyrir það, sem gert var
til að reyna að draga úr þeim, og
leiöi að þessu nokkur rök siðar,en
framlag fyrrnefndra manna og
annarra til aukins skilnings og
réttara mats á ljóðagerð skálds-
ins er að sjálfsögðu jafn mikil-
vægt, hvort sem menn viður-
kenna eða viðurkenna ekki rök
min.
II.
Ég vil nú vikja nokkrum orðum
að útgáfum á ljóðmælum föður
mins, og einnig ljóðaþýðingunum,
en þetta er ekki ótengt þvi, sem
ég hefi vikið að hér að framan. Ég
byrja þann spuna með athuga-
semdum, sem ekki skipta neinu
meginmáli, og fram eru bornar i
anda vinsemdar, við atriði i eftir-
mála Hannesar skálds Péturs-
sonar i nýútkominni, prýðisfall-
egri og vandaðri Helgafellsbók:
Ljóðmæli Steingrlms Thorsteins-
sonar. Frumkveðin og þýdd.
Hannes Pétursson annaðist út-
gáfuna.
Bók þessi er nýtt framlag
minningu skáldsins til sæmdar.
1 niðurlagi eftirmálans segir,
aö það hafi verið ætlun föður mins
á efstu árum að búa ljóðaþýðing-
arnar til prentunar i heild. Ég vil
þvi við bæta, að það var margt
fleira, sem faðir minn hugðist
fara yfir og búa til prentunar,
entist honum lif og heilsa, en eins
og alkunnugt er, var skammt til
aldurtilastundar, þegar honum
loks var veitt lausn frá embætti
vorið 1913, þá á 83. aldursári, en
hann lézt 21. ágúst sama ár.
Svo segir orðrétt i eftirmálan-
um:
„Honum vannst ekki að hrinda
þessari ætlun sinni fram, og aðrir
hafa ekki hlaupið i skarðið.
Ljóðaþýðingarnar eru þvi enn
mjög á sundrungu i bókum, tima-
ritsheftum og blöðum, og hafa
endurprentanir þeirra sumra tek-
izt miður vel. Við undirbúning
þessarar útgáfu innti ég ekki af
hendi fræðilega vinnu við ljóða-
þýðingarnar, allt fyrir það er
textinn viða nær frágangi
þýðandans en verið hefir i fyrri
endurprentunum”.
Nú er það svo, að margar
ljóðaþýðinganna, sem teljast til
hinna beztu, komu i Svanhvit, en
hana gáfu þeir út faðir minn og
Matthias Jochumsson árið 1877
(kom i 2. útg. 1913 Og 3. 1946).
Axel, eftir Tegnér, kom út i
Kaupmannahöfn 1857, á sam-
starfstima föður mins og Páls
Sveinssonar. Axel kom i annarri
útgáfu 1902, og gaf faðir minn þá
út bókina sjálfur.
Nokkur Ijóðmæli eftir Byron
komu út 1903 og þá bók gaf faðir
minn einnig út sjálfur.
Ljóðaþýðingar eftir hann voru
m.a. birtar i Eimreiðinni, en
hana stofnaði dr. Valtýr Guð-
mundsson i Kaupmannahöfn 1895.
Meðal ljóðaþýðinganna var
Korintska brúðurin, eftir Goethe
(og grein um Goethe og Schiller).
1 Skirni var birt grein um ung-
verska skáldið Alexander Petöfi,
meðþýðingum á allmörgum ljóða
hans, og ljóðaþýðingar birtust i
Iðunni gömlu, Tímariti Bók-
menntafélagsins og viðar, og yrði
of langt mál að rekja það frekar
hér. Allt er þetta birt án nokkurs
vafa eins og það kom frá hendi
föður mlns.
Þá ætla ég að vera svo djarfur
að drepa á það, — þótt ekki sé af
neinu að miklast, þvi að þar var
um sjálfsagða ræktarsemi að
ræða,—aðég gaf út Ljóðaþýðing-
ar I og II (1924 og 1926). Fyrra
bindið var 208 bls. hið siðara að
eins 60, bæði sett með smáu letri.
Ófullkomin kann þessi útgáfa að
hafa verið af minni hálfu en I
þessum bindum var verulegur
hluti vinsælustu ljóðaþýðinganna.
Hún var snotur og handhæg, og
W
íþrótta- og
æfíngabúningar
Leikfimisbuxur — einfaldar. tvöfaldar
Leikfimisbolir — stutterma, langerma
Sokkar — Skór — Skyrtur
UTILIF GLÆSIBÆ • SÍMI 30-
var vel tekið af mætum mönnum
á þeim tima. Þetta safn
ljóöaþýðinganna hefu hefur verið
ófáanlegt um áratugaskeið, eins
og Axelog Nokkur ljóðmæli eftir
Byron.
Upplagið var 3500 eintök, og var
það stórt upplag á þeim tima.
Upphaflega var það ætlun min, að
bindin yrðu þrjú, 12 arkir hvert,
en af þvi gat eigi orðið, og stafaði
það m.a. af fjárhagserfiðleikum
og öðrum ástæðum, sem ég vik
litils háttar að.
Ég hafði ekki fast starf um
nokkurt skeið eftir heimkomu
mina 1923, og varð að hafa ýmis
járn i eldinum til þess að sjá fyrir
heimili minu, og gaf þá i 2-3 ár út
blað, sem ég nefndi Sunnudags-
blaðið, en i þvi (1926) birti ég
fyrst ljóðaþýðingarnar, sem
komu III. b., en I sliku litlu blaði
var það vitanlega takmörkunum
háð, sem hægt var að birta af
sliku efni, og ekki meira en
reyndin varð. Ein ástæðan var sú,
að nokkur ung, efnileg skáld á
þeim tima voru farin að senda
blaðinu ljóð til birtingar, Erla,
Böðvar frá Hnifsdal o.fl., og það
var öllu vel tekið frá þeim og
blaðinu akkur I að fá ljóð þessa
unga fólks til birtingar. Rúm var
nú ekki fyrir önnur ljóð en unga
fólksins, en til þess að halda
áfram ætlunarverki minu, að
gefa út sitthvað af ritum föður
mins, fór ég að birta i blaðinu
þýðingar eftir hann i óbundnu
máli, þýðingar, sem hentuðu vel
til birtingar i þvi að minu mati, og
ég gerði mér vonir um að
almenningur kynni að meta.
Þýöingarnar, sem komu I
blaöinu, voru sérprentaðar i bók-
arformi (eins og Ljóðaþ. II).
Þannig sparaðist út-
gáfukostnaður, og þessu gat ég
haldið áfram fyrir mikla góðvild
Páls Steingrimssonar, ritstjóra
Visis, eftir að ég varð fastur
starfsmaður blaðs hans. Og svo
voru takmörk fyrir þvi, hverju ég
gat annað, jafnlangur og vinnu
dagur minn varð fljótlega, og
bitnaði það, sem geta má nærri, á
bókaútgáfunni og öðrum hugðar-
efnum, — þetta var allt barning-
ur, en ánægjan af vafstrinu
óblandin.
Um endurprentunina á ljóða-
þýðingunum i Ljóðaþ. I. og II. vil
ég segja þetta:
Þýðingarnar endurprentaði ég
sumar úr Svanhvit, aðrar úr Byr-
ons-ljóðmælunum, enn aðrar úr
sönglagaheftum, m.a. Jónasar
Helgasonar (sjá siðar um hann)
og I þeim alveg vafalaust birtar
eins og þær komu frá hendi föður
mins. Ég hafði engin tök á öðru,
eins og aðstæður minar voru, en
að taka söngljóðin beint úr söng-
lagaheftunum i alþýðlega útgáfu
ljóðaþýðinganna, eins og þessi út-
gáfa min var, en þetta hafði að
minnsta kosti þann kost, að þær
komu til almennings i sama bún-
ingi og menn höfðu upphaflega
kynnzt þeim, eins og börn og
unglingar höfðu lært að syngja
þau — eins og þau höfðu allt frá
barnsaidri fólks um iand allt
fundið hljómgrunn I hjörtunum,
snert þar viðkvæma strengi, og
gerðu það áfram. Um þetta gæti
ég nefnt mörg dæmi, en nefni að-
eins eitt, sem mér hefir allt af
verið minnisstætt, vegna einnar
setningar, sem mikið felst i. Þetta
var ibréfi frá konu norður i landi:
„Þegar ég tek Ijóð föður yðar
mér I hönd, langar mig ailtaf til
þess að fara að syngja.”
Konan átti vafalaust við söng-
Ijóð föður mins, bæði frumsamin
og þýdd.
Vart held ég, að ég verði talinn
hafa valið ljóðaþýðingar af
ósmekkvisi i fyrrnefnd tvö bindi,
sem ég gaf út, þvi að við lausleg-
an samanburð, sem ég gerði mér
til gamans, sá ég, að af ljóða-
þýöingunum I úrvali Hannesar
Péturssonar eru hartnær þrjár af
hverjum fjórum i útgáfusafni
minu.
Læt ég svo útrætt um þetta, en
geri mér vel ljóst, að öllu má að
finna, og mun ekki kippa mér upp
við aðfinnslur, eigi þær eftir að
koma fram svona „siðladags”.
III.
Ég vil, og ekki alveg að ástæðu-
lausu rifja upp forsögu þess, a'ð ég
hafði upplag Ljóðaþýðinganna
jafnstór og reyndin varð. 1 stuttu
máli: Ég taldi öruggt, að svo stórt
upplag myndi seljast upp, þótt
það gæti tekið mörg ár. Mér var,
er ég réðst i þetta kunnugt um, að
stærð upplags ljóðmælanna 1910
Steingrlmur Thorsteinsson á
námsárum slnum I
Kaupmannahöfn.
(3. útg.) var 4000, þvi að 1923
samdi ég við Sigurð Kristjánsson,
útgefanda ljóðmælanna, fyrir
mina hönd og systkina minna, um
nýja útgáfu sem kom svo út áriö
eftir (1924).
Viðræðustund okkar Sigurðar
hefir alla tið verið mér minnis-
stæð, sökum þess hve ánægjulegt
það var að spjalla við þennan
gagnmerka, þjóðkunna öðlings-
mann, og meðal margra kosta
hans var, hve orðheppinn og
hnyttinn hann var. Drep ég á það
til gamans, að spjall okkar var
minnst um útgáfuna, og var raun-
ar mest um heimsstyrjöldina
(1914-1918), Þjóðverja og Hund-
Tyrkjann. „Hver skyldi hafa
trúað þvi”, kagði Sigurður á gólf-
göngu, eftir að hafa látið dæluna
ganga um stund,” að föðurland
Lúters skyldi ganga i bandalag
við Hund-Tyrkjann, og leggja
kóraninn við hliðina á bibliunni,
og það á sama altarið.”
En um ekkert varðandi út-
gáfuna var ágreiningur, nema
eitt. Ég óskaði eftir að bæta við
nokkrum ljóðum, en við það var
ekki komandi.
Sigurður hélt áfram að ganga
um gólf, hafnaði öllum tillögum
minum um breytingar, og endur-
tók hvað eftir annað: „Ne-ei,
pabbi þinn vildi hafa þetta
svona”.
Einu fékk ég þó framgengt, þ.e.
að birta aftan viðbæði fyrirsagnir
og upphöf. Umsamin stærð
upplags var 4000, eins og verið
hafði 1910, og þar með komin 8000
eintök. „Þetta er met”, sagði
Þorsteinn heitinn Gislason rit-
stjóri við mig, er þetta bar á
góma, að loknum stjórnarfundi i
Blaðamannafélaginu sama ár, en
ég hafði þá tekið við forstöðu
fréttastofu félagsins (FB) og sat
ávallt stjórnarfundina. Þarfnast
það nú vart frekari skýringa,
hvers vegna ég hafði upplagið
eins stórt af Ljóðaþ. og reyndin
varð. Frá 1924 voru Ljóðmælin
þannig á markaðnum næstu ára-
tugi, nánast óbreytt frá útgáfunni
1910, nema að lesendum var gert
hægara um vik að finna ljóð, sem
þeir leituðu að.
Rétt er að vikja að fyrri útgáf-
unum tveimur, 1. og 2. útg. önnur
útgáfan, Gyldendalsútgáfan eins
og hún var kölluð, kom út hjá
Gyldendalsforlaginu i Kaup-
mannahöfn 1893, og var upplagið
3000. Gagnmerkur maður hefir
sagt mér, að hann teldi sig hafa
áreiðanlegar heimildir fyrir
þessu. Ekki veit ég um upplags-
stærð 1881 (1. útg. — Kristjáns Ó.
Þorgrimssonar), en upplög
ófárra bóka fyrir aldamót munu
hafa verið höfð allstór, að þvi er
aldnir bókamenn hafa sagt mér.
Virðist það þvi varleg ágizkun, að
upplagið hafi verið 1000. Og eru
þá komin 12.000 eintök.
Þá hafa komið nokkur úrvöi,
sennilega ekki stór upplög, og er
mér alveg ókunnugt um stærð
þeirra, en i flestum voru fá kvæði.
Upplag úrvalsins, sem Isafold-
arprentsmiðja gaf út, var hins
vegar 2000, en hún gaf út allmörg
ljóðaúrvöl (tslenzk úrvalsljóð) af
mikilli smekkvisi hvað stærð og
frágang snerti. Það var 1939, sem
þetta úrval kom út: Steingrimur
Thorsteinsson: Crvalsljóð. Axel
Thorsteinsson valdi ljóðin. Þessi
bók seldist upp og kom i annarri
útgáfu 1946.
Fimmta útgáfa ljóðmaæanna
(úrvölin ekki með talin) kom svo