Tíminn - 20.10.1974, Page 7

Tíminn - 20.10.1974, Page 7
»?pi Snnnudagur. 2». okíóber' 1974 TfMINN 7 sprengingar Nokkrir þeirra muna, sem (ýndir eru á farfuglasýnlnganni. Föndurvinna á sýningu I Farfuglaheimilinu að Laufás- vegi 41, hafa Farfuglar opnað sýningu, þar sem þeir kynna starfsemi sína. Er þar sýnd ýmis tómstundavinna félagsmanna, en félagið hefur staðið fyrir föndur- kvöldum og námskeiðum undan- farna v'etur, og eru þau um það bil að hefjast að þessu sinni. Á sýningunni má sjá ýmislegt, sem hægt verður að leiðbeina við á föndurkvöldunum i vetur, auk þess sem haldin verða námskeið I leðurvinnu og hnýtingum. Sýningin er opin 12.-20. október kl. 20-22.30, laugardag og sunnu- dag kl. 14-18. Innritun á námskeiðin fer fram á sýningunni. 1 farfuglaheimilinu hefur nú I áratug verið starfandi gistiheim- ili. Fyrstu árin var það aðeins opiö á sumrin, en er nú starfandi allt árið, og er þar boðið upp á mjög ódýra gistingu. Farfuglar eru aðilar að al- þjóðasamtökum Farfugla I.Y.H.F., og veitir félagsskírteini forgang að gistingu á Farfugla- heimilum um allan heim. Innan samtakanna eru um 50 þjóðir i öllum heimsálfum. Einnig hafa Farfuglar, i samráði við Ungdommens Rejse- buro i Danmörku, til sölu Inter- Rail farmiða, er gildir I einn mánuð fyrir ótakmörkuðum ferðum með járnbrautarlestum um Evrópu. Tökum að okkur borun, fleygun, spreng- ingar og múrbrot i tima og ákvæðisvinnu. Margra ára reynsla. Simi 5-32-09. Þórður Sigurðsson. OUUMÁLIN TIL UMRÆÐU í FRJÁLSRI VERZLUN ,,ÉG TEL, að nú sé kominn grundvöllur fyrir að leita eftir samningum til langs tima við Norðmenn um jarðoliukaup og fela oliuhreinsunarstöðvum i V.-Evrópu, að vinna úr henni nokkrar þeirra aðaioliutegunda, sem við þörfnumst, og sjá til þess að öðru leyti, að hlutfallsieg magnskipting þessara vara sé i samræmi við þarfir okkar. Aðstæður til þessa virðast nú vera fyrirhendi. Ég hefi aflað frumút- reikninga og áætlana um slik oliukaup frá Noregi, sem gætu reynzt hagstæð fyrir okkur, en það er hlutverk islenzkra stjórn- valda að ákveða, hvort slik viðskipti skuli gerð og að hvaða marki.” Þetta segir Indriði Pálsson, for- stjóri Seljungs h.f., i viðtali við tlmaritið Frjálsa verzlun, sem er nýkomið út. 1 samtalinu við Ind- riða er rætt um ollusamningana við Sovétmenn, ástæður fyrir verðhækkunum á oliu að ijndan- förnu, hag oliufélaganna Islenzku og þá gagnrýni, sem fram hefur komið á starfsemi þeirra. Meginefni þessa 8. tölublaðs Frjálsar verzlunar er frá Norður- landskjördæmi eystra, viðtöl við stjórnendur fyrirtækja og fulltrúa sveitarstjórna I kjördæminu. 1 fréttaþætti af innlendum vett- vangi er greint frá áætlun sam- vinnunefndar um skipulagsmál Reykjavtkur og nágrennis um ibúðaþörf fram til ársins 1983. Þá er enn fremur stutt grein um byggðasjóð og lánveitinganúr honum sl. tvö ár. 1 fréttaþætti af erlendum vett- vangi er sagt frá aðstoð Norð- manna við íbúa þróunarland- anna, sem hafa m.a. sótt sérstök námskeið I norska útgerðarskól- anum. Einnig er skýrt frá vax- andi fjárfestingu erlendra fyrir- tækja I Bandarikjunum. Dr. Guðmundur Magnússon prófessor skrifar að þessu sinni grein um hagsmunasamtökin i þjóðfélaginu og áhrif þeirra á af greiðslu ýmissa aðkallandi vandamála. I viðtali við Guð- mund Einarsson verkfræðing er fjallað um aðstöðu verk- takafyrirtækja I verðbólgubálinu og nauðsyn þíess að rlki og bæjar- félög stefni að jafnari fram- kvæmdahraða en nú gerist. Þá skrifar Leó Jónsson tæki- fræðingur grein, sem hann nefnir „Eymdarvelferð”, og fjallar hún m.a. um hið svonefnda „atvinnu- lýðræði”, eins og það er I fram- kvæmd á Norðurlöndum. Af öðru efni má svo nefna myndskreytta grein um starf- semi I miðstöð heildverzlunarinn- ar I Sundaborg. Getið er um fyrirtæki, sem þar hafa aðsetur, og þá tegund verzlunar, er þau stunda. Þetta nýjasta tölublað Frjálsr- ar verzlunar er 100 siður með lit- prentaðri kápu. Félagsfræði Pappirs Listir Saga, íslensk og almenn Björn Þorsteinsson: Ný Islandssaga — Þjóðveldisöld. Verð ib. kr. 700. islenska skattlandið. Verð ib. kr. 800. Enska öldin í sögu islendinga. Verð ib. kr. 700. Einar Olgeirsson: Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi Islendinga. Verð ib. kr. 900. Jón J. Aðils: Einokunarverslun Dana á islandi. Verð ib. kr. 1.000. Jón Sigurðsson: Hugvekja til Islendinga. Inngangur eftir Sverri Kristjánsson. Verð ib. kr. 400. Ásgeir Hjartarson: Mannkynssaga — Fornöldin. Verð ib. kr. 1.350. Sverrir Kristjánsson: Mannkynssaga 300—630. Verð ib. kr. 1.100. Bergsteinn Jónsson: Mannkynssaga 1648—1789. Verð ib. kr. 1.100. Jón Guðnason: Mannkynssaga 1789—1848. Verð ib. kr. 1.100. Albert Mathiez: Franska byltingin. Tvö bindi. Verð ib. kr. 1.870. David Horowitz: Kalda stríðið. Pappírskilja. Verð kr. 300. Islensk bókmenntasaga Sigurður Nordal: islensk menning. Verð ib. kr. 800. Um íslenskar fornsögur. Verð ib. kr. 500. Hermann Pálsson: Sagnaskemmtun islendinga. Verð ig. kr. 500. 'Jón Helgason: Handritaspjall. Verð ib. kr. 600. Tvær kviður fornar. Verð ib. kr. 600. Kviður af Gotum og Húnum. Verð ib. kr. 650. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi: Þorsteinn Erlingsson. Verð ib. kr. 700. Helge Toldberg: Jóhann Sigurjónsson. Verð ib. kr. 500. Peter Berger: Inngangur að félagsfræði. kilja kr. 300. Jóhann Páll Árnason: Þættir úr sögu sósíalismans. Pappírs- kilja kr. 400. Björn Th. Björnsson: Aldateikn. Þættir úr listasögu heims- ins. Verð ib. kr. 1.500. Ernst Fischer: Um listþörfina. Pappírskilja kr. 400. K.S. Stanislavskí: Líf í listum. Verð ib. kr. 500. Myndlist: Matisse Michelangelo Rembrandt Velazquez Cézanne Gauguin Goya Manet Verð kr. 140 hvert hefti. Náttúrufræði Þorleifur Einarsson: Jarðfræði/ saga bergs og lands. Verð ib. kr. 1.500. Jarðfræði. Stytt útgáfa. Verð ib. kr. 1.200. Wilhelm H. Westphal: Náttúrlegir hlutir. Verð ib. kr. 400. A.I. Oparin: Uppruni lífsins. Verð ib. kr. 200. Vistfræði Hjörleifur Guttormsson: Vistkreppa eða náttúruvernd. Verð ib. kr. 1.100. Uppeldisfræði Matthías Jónasson: Nýjar menntabrautir. Verð ib. kr. 500. Mannleg greind. Verð ib. kr. 700. Matthías Jónasson, Guðmundur Arn- laugsson, Jóhann S. Hannesson: Nám og kennsla. Verð ib. kr. 900. Ýmsir höfundar: Uppeldi ungra barna. Matthías Jónas- son sá um útgáfuna. Verð ib. kr. 600. (Verðið er tilgreint án söluskatts) ENN JARÐ- SKJÁLFTAR í SÍÐUFJALLI FB-Reykjavík. — Aðfaranótt föstudags varð vart við tvo jarð- skjálftakippi við Siðumúla. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur sagði, að fyrri kippur- inn hefði komið klukkan eina mlnútu fyrir tvö, og mældist sá kippur 3,4 stig á Richters-kvarða. Annar kippur kom svo sextán minútum síðar, og var sá 3.2 stig á Richterskvarða. — Þetta hafa verið minniháttar skjálftar, sem vart hefur orðið við frá þvi I sumar, og virðist þetta vera að fjara út, smám saman, sagði Ragnar. Skjálftarnir hafa yfirleitt verið norður og austur af Síðufjalli, i 10 km fjarlægð, en þar er engin byggð, og þess vegna hefur lítið heyrzt um þá. — Þessir skjálftar nú síðast voru ISíðufjallisjálfu, á svipuðum slóðum og áður. Það má segja, að þetta sé orðin óvenjulega löng hrina, en lita verður á þetta sem eftirhreytur, sagði Ragnar að lokum. Loftpressur og

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.