Tíminn - 20.10.1974, Qupperneq 8

Tíminn - 20.10.1974, Qupperneq 8
8 ' miiNN ' • SUiíiftídágur. 20. öktóbfer. 1974 Helgiathöfn. Fuglar, fiskar, dansfólk og tónlistarmenn. Dansararnir halda handleggjunum i ákveönum stellingum. Skajdbökur voru meöal þelrra dýra, sem settar voru f sjóinn fyrir daga mannsins, þegar heimurinn var I sköpun. Myndlist og goðafræði frumbyggja Ástralíu FRUMBYGGJAR Astrallu, sem eru sérstakur kynflokkur meðal þjóða heims, fluttist þvert yfir eyjarnar úr norðri fyrir meira en 10.000 árum, dreifðust um allt meginlandið og nýttu það litla, sem þar var að finna af fæðu og vatni. Nú á timum flakka frum- byggjarnir enn um veiðilönd sin, bera einföld vopn. sDÍót. kastsoiót og steinhnifa. Hirðingjalif þeirra byggist á nákvæmri þekkingu á lifnaðarháttum dýranna og fiski- tegundanna, sem þeir veiða, og þvi hvað grænmeti og ávexti er aö finna. Þeir rækta ekki jörðina eöa hafa húsdýr. Þetta eru menn og konur með aldagamla reynslu, sem gefur venjum þeirra tilgang. Arnhemlandsvæðið á miðri noröurströnd Ástraliu, sem er á stærð við Skotland, hefur verið fengið frumbyggjum landsins til afnota. 4000 manns búa þar og eru i litlu sambandi við vestræna menningu. Einn af mörgum fróð- legum þáttum i lifi þeirra, sá sem stytzt er siðan hefur verið rannsakaður, er myndlist þeirra — einkum mynztur, sem þeir gera á trjáþök. Andstæðurnar i litavali þeirra og ævintýraleg viðfangsefni vekja sifellt meiri athygli manna viða um heim. Fólkið i Arnhem, svo sem frum- byggjar i öðrum hlutum Ástraliu, sker út i tré, málar á hellisveggi, og málar mynztur á likama sina fyrir helgiathafnir, en Arnhem er eina svæðið, þar sem barkar- myndir eru enn gerðar. Þrjár ólikar stefnur eru i barkarmyndlistinni eftir lands- svæðum. Aðalstefnan tiðkast i miðhluta Arnhem og sýnir eina eða fleiri verur, sem ber við dökkan bakgrunn. Fyrir vestan er röntgenstillinn rikjandi en listamennirnir, sem fylgja honum, teikna bein og innri lif- færi fiska og dýra innan útlina likama þeirra. Flóknustu myndirnar eru frá norðaustur Arnhem. Iþeim er teiknað á allan börkinn og bakgrunnurinn er fylltur út og umlukinn doppóttu eða röndóttu mynztri. Niður- röðun finlegra, samhliða mynztranna minnir oft á flatar- málsfræði. Yirrkala, „rennandi uppspretta”, staður á ströndinni er miðstöð þessa myndstíls, og þaðan eru myndirnar, sem fylgja þessari grein. Flestar myndirnar bera á ein- hvern hátt vott goðafræði frum- byggjanna, sem þróazt hefur um kynslóðir og gefur öllum þáttum lifs þeirra trúarlegt gildi. Þeir telja, að kennileiti á ströndinni — ármynni, klettóttar eyjar, nes — hafi verið sett þarna fyrir þá að nota á „tima sköpunarinnar”. Sjávarafurðir voru einnig fengnar manninum til nota, sem og dýr ogjurtirá landi. Goðafræði- legum uppruna þessara kenni- leita, landsgæða og vatns er oft lýst i málverkum t.d. myndinni af Tjambuwal, þrumumanninum, skapara regns og þrumuveðurs, sem stendur með kylfu sina fyrir framan bakgrunn með bugðóttum linum, sem tákna ský. Sjávardýr, sem veiðast á monsúnregn- timanum, eru umhverfis hann. Myndir eins og þessi eru ein- kennandi fyrir strandlengjuna við Carpentriaflóa og Arafurahaf. Landslag i Arnhem er fjöl- breytt. Inni i landi er hæðótt og mjög þurrt, nema á regntimum. Mýrar og grasi þaktar sandhæðir eru sums staðar við sjóinn. Tölu- vert af dýrum og fugli er þarna aö finna, sem frumbyggjapiir veiða sér til matar. Hver ætt- flokkur á sin veiðisvæði, og goða- fræði hans er bundin við þetta sérstaka svæði. Þótt þeir máli myndir af stöðum, eru þeir ekki landslagsmálarar i okkar skiln ingi. Þótt barkarmyndirnir séu ekki alveg abstrakt, eru þær ein- faldar táknmyndir, sem hafa ákveðna og viðurkennda merk- ingu i hugum frumbyggjanna. Myndirnar eru ekki ætlaðar til að melta i skyndi, og flestar eru óskiljanlegar án tilsagnar. Sem dæmi má nefna, að snákar I myndum Arnhemmanna eru mismunandi. Snákar, sem notaðir eru til átu, tákna oft helgan stað, þar sem frjósemisat- hafnir eru haldnar. Aðrar snáka- myndir eru tengdar vatnsbólum og ám. Sumir snákanna eru uppi I himninum, en trú manna er að þangað fari þeir um regntimann. „Þrumusnákar” fara milli skýja — oft hópum saman — og „regn- bogasnákur” er oft málaður i bogadreginni stellingu. Jafnvel fléttumynztrið i bak- grunni gegnir ákveðnu hlutverki, en það er venjulega mynztur ætt flokks, sem engir mega nota nema meðlimir hans. Fléttu- mynztrið er stundum notað eitt sér eða aðeins til að fvlla út myndfleti sem ekki eru niálaðir. Samhliða linur tákna stundum öldur i vatnsmynztri eða regn á mynd, sem sýnir himininn. Flókinn bakgrunnur er á mynd- inni af háislöngu skjald- bökunum, þakinn demöntum, lituðum brúnum og svörtum á vixl. Demantarnir tákna mýri, sem skjaldbökurnar synda i. Svipað mynztur getur einnig táknað ösku, sem þekur brunnið land. Réttur til að segja ákveðna goðsögn, eins og rétturinn til að nota bakgrunnsmynztur, er álitinn tilheyra ákveðnum ætt- flokki. Börkur finnst viða i Astralíu. Hann er notaður sem umbúðir um böggla og mat og til að gera báta. Þótt gleymt sé hvar og hvenær farið var að mála á hann, er hugsanlegt, að frumbyggjarnir hafi þróað þessa málaralist á regntimanum, þegar þeir voru I bráðabirgðaskýlum eða kofum úr berki. Áður en málað er á börkinner hann hitaður yfir eldi. Síðan er grófgerða laginu flett af og börkurinn grafinn i sand og látinn þorna i nokkra daga. Rauðu, hvitu og gulu litirnir i myndunum eru leirtegundir, blandaðar vatni eða munnvatni. Svarti liturinn kann að vera leir eða einhver blanda, sem inniheld- urkolefni. Litirnir eru venjulega ekki blandaðir og settir ofan á grunnlag af litum. (Einn lista- maður I Yirrkala, Wandug, notar nú olifulit blandaðan úr svörtu og gulu. Aðrir listamenn eru einnig farnir að prófa sig áfram með þennan lit). Safi orkideu er stund- um notaður, sem festir, svo að lit- urinn flagni ekki af. Marðar greinar eða kögruð lauf eru notuð sem penslar og fingerðar linur eru gerðar með fjöður eða fáein- um hárum festum á skaft. Þáttur I trúarathöfn er að mála

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.