Tíminn - 20.10.1974, Page 9

Tíminn - 20.10.1974, Page 9
Sunnudagur. 20. oktéber. 1974 TÍMINN t mynd. Frumbyggjarnir trúa þvl aö þeir endurskapi atburði með þvi aö segja goðsögn ættflokksins i litum. Ungum mönnum eru sýndar helgar myndir, þegar þeir eru teknir I fullorðinna manna tölu, og aðeins karlmenn mega snerta þær, meðan á helgiathöfn- inni stendur. Konur eða utanað- komandi mega ekki sjá málverk- in. Þau tákna það samhengi náttúrulögmálanna, sem er nauösynlegt til að ættflokkurinn haldist. Börkurinn sjálfur og myndin eru ekki álitin heilög og er fleygt á eftir. Aðrar myndir eru ekki eins mikilvægar ihelgisiðum, þótt þær eigi e.t.v. rætur að rekja til trúar- bragða. Ein þeirra sýnir þrumu- manninn, þar sem hann dreifir fornri, óþekktri þjóð, svo að landið sé til reiðu fyrir frum- byggjana. Atriðum sögunnar er svo skipað,að við verðum að lita á hana frá ýmsum sjónarhornum. Aðalatriðið i myndinni er skip með áhöfn. Skipsskrokkurinn er dökkur rétthyrningur með stefnift efst á myndinni. (Báturinn sést bezt frá vinstri). Seglið er sam- hliða skrokknum, og horn þes* eru máluð svört. Þrifætt mastur ber uppi seglið og linur reiðans sjást. Skuturinn er séður ofan frá, og tveir menn við árar. Tveir aðrir menn eru í efra horni myndarinnar vinstra megin, og skipstjórinn stendur einn með hendur á mjöðmum i neðra horni til hægri. Báturinn með rá og reiða: táknar Malæjaskip. Malæjaflotar komu I raun og veru að norður- strönd Astraliu til að veiða, þar til fyrir sextiu árum, og bátar þeirra uröu þáttur I goðsögnum og list frumbyggjanna. Sú tækni að rjúfa eölilegt samband hlutanna og skipa þeim niður i mynztur, er einkennandi fyrir liststil Yirrka- lamanna. Stundum, eins og hér, er bakgrunnsmynztrið blandað I og umhverfis soguna svo úr verfti flókið afstrakt málverk. Til að kunna betur að meta þessi málverk, verðum við aft hafa tvö mikilvæg atriði I huga. Annað er eðli táknanna, sem notuð eru, hitt er mikilvægi goft- sagnanna I Arnhem. Við verðum að muna að listin, sem við sjáum hér, á sér langa sögu. Útlínur fiskanna og dýranna eru hvorki grófar né illa gerðar, eins og i barnateikningu. Fiskmynd er gerð með sérkennum viðkomandi fisktegundar, hvort sem um er aft ræfta hákarl, skötu eða eitthvert annað dýr. Myndin á að vera tákn, ekki nákvæm teikning. Sá verknaður, stærð, veður, eöa annað, sem er nauðsynlegur þáttur sögunnar, auk hinna máluðu tákna, er túlkaður af „sögumanninum”, sem stjórnar athöfninni með dansi. Tákn, sem einu sinni hafa verið tekin upp, eru gjarna notuð aftur i nýjum myndum. Frumbygginn málar myndir sinar eftir minni, honum veitist auðvelt að likja eftir einföldum formum og mynztrum. I mörgum málverkum eru tákn I öllumynztrinu,ogþau þarf aft muna nákvæmlega frá ári til árs. Þannig verða skiljanlegar list- rsnar „afmyndanir” og það, sem halda mætti að stafaði af lélegri athyglisgáfu. Táknin hafa mikil áhrif á áhorfendurna og lista- manninn, sem hefur þá skyldu að muna þau. Mynztur goðsagnanna, sem barkarmálverkin endurskapa, eru tengd tákninu. Ættbálkar I nágrannahéruðum eiga oft sam- eiginlega leifð sagna um sköpunina, en einstakir atburðir, svo sem frásögnin um hvernig Djunkao og systir hans sköpuðu ákveöin kennileiti, eru aðeins einnkennandi fyrir ákveðin svæði Flestar þessara skapandi vera, sem sýndar eru á málverkunum, hafa þróuð einkenni, sem eru notuð á táknrænan hátt og auftkenna þær. Tjambuwal, þrumumaðurinn, er gott dæmi. Einkennisstaður hans er Jalboa, nes á ströndinni nálægt Yirrkala, og sögur af góðverkum hans við Ibúa strandlengjunnar eru vinsælar 1 nágrenninu. Hann er venjulega sýndur standandi, og heldur oftast á töfrakylfu, sem hann notar til að fæla ófreskjur á haf út. Bakgrunnsmynztrið er með bugðóttum linum, sem tákna þrumuský þegar þær eru nálægt þrumumanninum, og hann er oft að kasta vatni á myndunum — uppspretta regnsins. Lóðrétt strik sem tákna regn eru teiknuð milli fóta hans á mynd, sem hér fylgir. I vissum skilningi eru málverk frumbyggjanna formúla, gerð úr teiknuðum einingum, þar sem sagan er sýnd. HÞI Hinir einstöku hlutar og samband þeirra eru ekki skýrð út. Listamaður kann aft teikna sömu veruna til aft tákna Tjambuwal I hinum ýmsu sögum um hann. Þvi er frásögn listamannsins sjálfs nauðsynleg til að skilja fyllilega svo marg- rætt tákn. A slðasta áratug hafa ýmsir vlsindamenn safnað barkar- myndum, og nákvæmar upplýsingar um þær hafa verið skráðar. Með þvi að nota nýja plastúöa og önnur efni til að hindra slit, eru þessi málverk, sem að öðrum kosti hefðu ekki oröið langæ, mikilsverður vitnis- burður um listræna hæfileika þessa fólks og þróun málarastlls þess. Flestar myndanna eru ekki gerðar fyrir helgiathafnir og meðal þeirra eru stórar myndir með mörgum verum á. Samkvæmt venju geta allir karlar I Arnhem gert barkarmál- verk. Gerð þeirra er einn liður i auðugri listhefð, en karl- mennirnir læra einnig söngva og dansa sem endurskapa fortiðina. Fær frumbyggi, sem vinnur úr fábrotnu efni með táknum, sem eru einkennandi fyrir hann og kynþátt hans, skapar þaö sem við hljótum að telja fullgilda list. 1 barkarmyndunum nær hann merkilegum samruna trúar og reynslu, sem vissulega vekur at- hygli. Tjambuwal, þrumumafturinn hefur kylfu 1 hendl. Hann er einn af „skapandi verum” goftafræftinnar. Fingraför listamannsins eru fangamark hans aftan a sumum nyiegum barkarmyndum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.