Tíminn - 20.10.1974, Side 10

Tíminn - 20.10.1974, Side 10
10 TÍMINN Sunnudagur. 20. október. 1974 Sjálfsbjörg fær gjafir A AÐALFUNDI Sjálfsbjargar, félags fatlaöra bárust félaginu tvær gjafir, önnur aö upphæö 100 þús. kr. frá frú Guörúnu Hannes- dóttur, Hátúni 10, I minningu um mann hennar Karl Friöriksson, f.v. vekaverkstjóra, sem starfaöi mikið að málefnum fatlaöra og var um tima formaður Sjálfs- bjargar á Akureyri. Hin aö upphæö kr. 12.000.- i iþróttasjóð, frá Svövu Sigurgeirsdóttur Há- túni lOa. Tímínn er peningar Ný ítölsk framhalas- mynd í sjónvarpinu FB—Reykjavik — Nýr fram- haldsmyndaþáttur hefst i sjón- varpinu þriðjudaginn 22. október. Nefnist hann Hjónaefnin, og er þetta itölsk mynd i átta þáttum, byggð á samnefndri skáldsögu 0 Lucia og Renzo í sjónvarpsþætt- inum Hjónaefnin. eftir einn helzta brautryðjanda italskrar skáldsagnageröar, Alessandro Manzoni, sem uppi var frá 1785 til 1873. Þýðendur eru Sonja Diego og Magnús G. Jóns- son. Hjónaefnin, eða „I promessi sopsi”, er söguleg skáldsaga, og jafna sumir þessari sögu Man- zonis við Faust eftir Goethe og Don Quijote eftir Cervantes. Sagan kom fyrst út i þremur bindum árið 1827, og siðan i endurskoðaðri útgáfu 1842. Hún er aö efni til ástarsaga og greinir frá raunum ungra elskenda, sem bundizt hafa heitum og hyggja á brúðkaup um það bil er sagan hefst. VERÐ STAÐREYNDIR: negldirVEjRAR HJÓLBARÐAR STÆ RÐIR: VERÐ: STÆRÐIR: VERÐ: STÆRÐIR: VERÐ: 520/13/4 3.795 600/16/6 5.960 560/13/4 590/13/4 3.965 4.570 145 SR 12 4.235 Jeppahjólbarðar: 640/13/4 4.920 155 SR 12 4.470 560/15/4 4.575 145 SR 13 4.550 590/15/4 4.920 165 SR 14 5.240 600/16/6 5.740 ■ 600/15/4 5.360 175 SR 14 5.750 650/16/6 6.575 640/670/15/6 6.070 165 SR 15 5.435 750/16/6 7.440 Ofangreint verð gildir aðeins meðan birgðir endast Við sendum hjólbarðana út á land SAAADÆGURS — Pöntunarsími 4-26-06 Einkaumboð: Tékkneska bifreiðaumbodið a Isiandi hf. Sölustaðir: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði, Garðahreppi, simi 50606 Skodabúðin, Kopavogi, simi 42606 Skodaverkstæðið a Akureyri hf. sími 12520 Varahlutaverzlun Gunnars Gunnorssonar, Egilsstöðum, simi 1158 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-66 SfMI 42600 KÚPAVOGI Sagan gerist á 17. öld, skammt frá Mllanó, sem um þær mundir laut stjórn Spánverja. í landinu rlkir stöðugur ófriður, og farsóttir óg óáran herja á fólkið. Aðalper- sónur sögunnar eru Lucia og Renzo. Brúðkaup þeirra hefur þegar verið ákveðið, en áður en af þvl verður, kemur slæm hindrun I ljós. Spænskur valdamaður I bænum, Don Rodrigo að nafni, leggur hug á stúlkuna og kemur I veg fyrir giftinguna. Aðalhlutverk I framhalds- myndinni leika Paola Pitagora, Nino Castelnuovo og Tino Carr- aro, en leikstjórinn er Sandro Bolchi. Sýningartlmi hvers þáttar er um 50 minútur. ÁTTAVITA NÁMSKEIÐ FYRIR RJÚPNA SKYTTUR OG FERÐAMENN EINS og undanfarin 8 ár gengst Hjálparsveit skáta I Reykjavik fyrir námskeiöi I meöferð átta- vita og landabréfa fyrir rjúpna- skyttur og ferðamenn. A námskeiðum þessum verða einnig veittar upplýsingar um ferðafatnað og ferðabúnað al- mennt. Ætlunin er að halda 2 námskeið, ef næg þátttaka fæst. Hið fyrra verður 23.-24. október n.k. en hið siðara 30.-31. október. Hvort námskeið verður 2 kvöld. Fyrra kvöldið verður kennd meðferð áttavita og landa- bréfa og notkunin æfð innan dyra. Siðara kvöldið verður veitt tilsögn I ferðabúnaði, og siðan farið I stutta verklega æfingu, rétt út fyrir bæinn. Þátttakendum verður ekið til og frá æfinga- svæðinu i bifreiðum H.S.S.R. Námskeiðin verða haldin i Armúlaskóla, Ármúla 10-12, og hefjast kl. 20,00 bæði kvöldin. Þátttökugjald er kr. 300,00.Nánari upplýsingar er hægt að fá i Skáta- búðinni við Snorrabraut, simi 12045. Þar liggur einnig frammi þátttökulisti fyrir þá, sem ætla að taka þátt i námskeiðinu. Enda þótt námskeið þessi séu einkum ætluð rjúpnaskyttum, eru allir velkomnir, sem áhuga hafa á að læra notkun áttavita og landabréfa, eða vilja hressa upp á og bæta við kunnáttu sina. Undanfarin ár hafa námskeið þessi verið fjölsótt, og er það von Hjálparsveitar skáta, að svo verði einnig nú, þvi það orkar ekki tvimælis, að góð kunnátta i meðferð áttavita og landabréfs, ásamt réttum útbúnaði, getur ráðiö úrslitum um afdrif ferða- eða veiðimanns, ef veðrabrigði verða snögglega. Islenzk vetrar- veðrátta hefur oft leikið ýmsa ferðamenn grátt og valdið aöstandendum þeirra miklum kviða og áhyggjum.Það ætti þvi einnig að vera áhugamál fjöl- skyldunnar, að sá sem til veiða fer hafi þá kunnáttu, sem til þarf til þess að komast leiðar sinnar, hvernig sem veður skipast i lofti.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.