Tíminn - 20.10.1974, Page 13

Tíminn - 20.10.1974, Page 13
Sunnudagur. 20. oktéber. 1074 TÍMINN 13 GlMÍIeg babotrind mei fyrata ftokka hételum I Tdnla. FERÐIR TIL TUNIS Hagkvæml er heimanám Nú fer í hönd ágætur tími til heimanáms. Bréfaskólinn veitir kennslu á fimm áhugasviðum með um fjörutíu námsgreinum. Eitt þeirra er: MÁLASVIÐ Danska I. 5 bréf og Litla dönskubókin. Námsgjald 1.550.00. Danska II. 8 bréf og kennslubók i dönsku I. Námsgjald 1.750.00. Danska III. 7 bréf og Kennslubók í dönsku III., o. s. frv. Námsgjald 2.500.00. Enska I. 7 bréf og ensk lesbók. Námsgjald 1.800.00 Enska II. 7 bréf og ensk lesbók II., orðabók og málfræði. Námsgjald 2.000.00. Ensk verslunarbréf. 8 bréf. Nokkur enskukunnátta nauðsynleg. Námsgjald 1.800.00. Þýzka. 5 bréf. Námsgjald 1.800.00. Franska. 10 bréf. Námsgjald 1.800.00. — á vegum Ferðamiðstövarinnar Ferðamiðstöðin mun skipuleggja nokkrar ferðir til Túnis í vetur, en þetta er i fyrsta skipti, sem skipu- lagðar hafa verið ferðir þangað suður héðan frá Islandi. Er fyrsta ferðin ákveðin 23. nóvember, en sú næsta, sem jafnframt er jóla- ferð, verður farin 21. desember. Dvalið verður f tvær vikur á fyrsta flokks hótelum i ferða- mannastaðnum Hammamet við mjög fallega og sendna strönd. Gist verður eina nótt i London á útleið og tvær á heimleið, sem gefur fólki kost á að sjá sig um I heimsborginni. Túnis hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamanninn: Góða veðráttu, glæsileg hótel og freist- Lowell Thomas. Myndin var tekin, er hann dvaldiat hér i laadi IiltastH viku. — Timamynd Gunnar. Útvarpsmaður í 50 ór GéBé Reykjavik. — Hér á landi var nýlega staddur ævintýra- maðurinn Lowell Thomas, en hann er frægur rithöfundur óg út- varpsmaður I heimalandi sinu, Bandarikjunum. Mun hann vera elstur i starfi af núlifandi út- varpsmönnum. Hann hefur starfað við útvarp i um fimmtiu ár, og hefur enn fréttaþátt á hverju kvöldi 1 útvarpi. Lowell Thomas er fæddur og uppalinn i Klettafjöllunum og umgekkst frá barnæsku gull- grafara og aðra ævintýramenn. Hann er sonur gullgrafara og vann sjálfur á unglingsárum I gullnámum. Heyrði hann þá margar og skemmtilegar sögur, og það varð draumur hans að lenda i eigin ævintýrum. Sagði Thomas, að það hefði hann llka svo sannarlega gert. Hann hefur ferðazt um allan heim sem frétta- ritari og skrifað bæði greinar og bækur um ævintýri sin. Lowell Thomas hefur meðal annars skrifað bók um hinn fræga Arabiu-Lawrence, og var kvik- mynd, sem sýnd hefur verið viða' um heim, byggð á bók hans. Thomas þekkti Lawrence vel og fylgdist með honum um tima. A löngum fréttamannaferli sln- um hefur Thomas kynnzt mörgum forsetum Bandarlkj- anna. Má þar meðal annars telja, Roosevelt, Hoover, sem var personulegur vinur hans, W. Harding, Truman og svo að sjálf- sögðu Nixon. Daglega koma í útvarpinu fimmtán mínútna þættir frá Lowell Thomas, og er þeim út- varpað beint, hvar svo sem hann er staddur i heiminum. Thomas tók þátt i fyrsta fluginu umhverfis jörðina. Hann flaug þó aðeins með siðustu fimm þúsund mllurnar og skrifaði frétta- greinar um þann atburð. Nú eru nýlega liðin fimmtlu ár siðan þetta fyrsta flug var farið, og er Lowell Thomas nýkominn frá hátiðahöldum, af þvl tilefni. andi baðstrendur. Gamli og nýi timinn fléttast saman á skemmti- legan hátt, enda er margt nýstár- legt, sem ber fyrir augu ferða- manna, sem eiga kost á fjöl- breytilegum skoðunarferðum til ýmissa merkra staða. Verðið á þessum ferðum ásamt gistingu I London ér frá kr. 51.700,00. Sérstakur afsláttur er gefinn fyrir börn I fylgd með for- eldrum. Húsavið- gerðir s.f. Látið okkur skoða hús- eignína fyrir veturinn. Sími 12197. Hverskonar raflagnavinna. Nýlagnir og viðgerðir Dyrasimauppsetningar Teikniþjónusta. Skiptið við samvinnufélag. Simatimi milli kl. 1- 3. daglega í sima 2-80-22 Spænska. 10 bréf. Námsgjald 1.800.00. Esperanto. 8 bréf. Lesbók, framburðarhefti og orðabók. Námsgjald 1.200.00. Framburðarkennsla er gegnum rikisútvarpið yfir vetrarmánuðina I öllum erlendum málum. Póstið úrklippuna vel útfyllta — eða komið, hringið, skrifið — og skólinn sendir yður allar nánari upplýs- ingar. I I I I I I I Undirritaður óskar að gerast nemandi í eftirt. námsgr. □ Vinsaml. sendið gegn póstkröfu □ Greiðsla hjálögð kr.............. (Nafn) (Heimilisfang) I I I I I I I I Klippið auglýsinguna úr blaðinu og geymið! Bréfaskóli SÍS & ASÍ SUÐURLANDSBRAUT32 REYKJAVÍK SÍMI 81255 Dagskrá Þjóðhátíðar á Þingvöllum 28. júlí 1974 fæst 1 nú hjá bóksölum og kostar kr. 125,00 eintakið. ■ } Ritið er merkilegt heimildargagn um þjóðarviðburð. I M. a. efnis í því er írwnbirting hátíðarljóðs 1 Tómasar GuÓmundssonar, skálds. Hyggilegt er því að tryggja sér eintök þessa ein- stæða rits nú og varðveita þau til síðari tíma.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.