Tíminn - 20.10.1974, Qupperneq 14

Tíminn - 20.10.1974, Qupperneq 14
14 TÍMINN Sunnudagur. 20. október. 1974 Neytendasamtökin: Villandi auglýsingar A6 gefnu tilefni vilja Neytenda- samtökin vara við, að öllum seljendum vöru og þjónustu er stranglega bannað að nota meðmæli hvers konar, innlendra og erlendra neytendasamtaka til framdráttar sölu á vörum sinum eða þjónustu. Hafa orðið nokkur brögð að þvi undanfarið, að is- lenzk fyrirtæki hafi auglýst vörur með þeim meðmælum, að banda- risku neytendasamtökin mæli með þeim, sem „beztum” eða „Best Buy”. í þessu tilliti er um nokkuð vill- andi auglýsingu að ræða, þar eð slik meðmæli frá erlendum neytendasamtökum miðast ávallt við, að einhver vara sé meðmælanleg miðað við verð og gæði, sem fáanleg eru á markað- inum þar I landi. Þar með er alls ekki sagt, að slikt þurfi að gilda hér á landi, þar sem verðlag og vöruval er allt annað. Kaupendur eru þvi beðnir að taka öllum slik- um fullyrðingum með ýtrustu varúð. Nýju vélarnar, sem notaöar eru við framleiAslu á appelsinusafan- um. 5% verðlækkun! I siðustu viku voru nýjar vélar teknar i notkun hjá Sól h/f til notkunar I sambandi við fram- leiöslu á Tropicana-appelsinu- safa. Vélar þessar eru mjög sjálf- virkar og þegar er auðsýnilegt að þær munu spara bæði efni og vinnu. Fyrirtækiðhefur þvi ákveðið að lækka Tropicana-ávaxtasafann um 5% frá og með deginum i dag aö telja. 32 únsu —tæplega 1. lítri) ferna mun samkvæmt þessu lækka um 5-6 krónur i útsölu. 64 únsu — tæplega 2 litrar) ferna um 10-12 krónur i útsölu og 8 únsu (tæplega peli) ferna um 1-2 krónur. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hversu miklu lækkunin i út- sölu nemur, þar sem álagning verzlana á þessa vöru er mjög mismunandi. Umdeild veiting skólastjórastöðu í Kópavogi HJ—Reykjavik — Starfshópur Rauðsokka um atvinnumál sendi nýlega frá sér áiyktun vegna veitingar skólastjórastöðu við Snælandsskóla i Kópavogi. Umsækjendur um stöðuna voru fjórir, þar af ein kona. I ályktun Rauðsokkanna segir, að við stöðuveitinguna hafi greinilega verið um kynferðis- mismunun að ræða. Augljóst sé, aö konu nægi ekki að standa körlum jafnfærist um menntun og starfsreynslu, þegar sótt er um stöður, jafnvel ekki að standa þeim mun framar. Allt hjal um full lagaleg réttindi kvenna og algjört jafnrétti kynjanna á Islandi sé þvi miður oft ekki annað en marklaust orðagjálfur, þegar á reyni. A fundi, sem bæjarstjórn Kópa- vogs hélt fyrir skömmu, var sam- þykkt tillaga, þarsem segir m.a.: „Bæjarstjórn Kópavogs, átelur harðlega þá menn, sem undan- farið hafa staðið fyrir árásum á fræðsluráð Kópavogs fyrir ráðn- ingu skólastjóra Snælandsskóla. Bæjarstjórnin vitir þau vinnu- brögð, sem viðhöfð eru i þessu sambandi, að birta I dagblaði efni úmsókna þeirra fjögurra manna, sem sóttu um stöðuna, og reyna m.a. með ýmsum við- bótum, að upphefja einn um- sækjenda á kosnað hinna”. Telur bæjarstjórnin einnig að slikt athæfi geti orðið til þess aö fæla kennara frá að sækja um sltkar stöður I Kópavogi. í álytkun bæjarstjórnarinnar kemur enn fremur fram, aö aðeins einn umsækjendanna um skólastjórastöðuna var starfandi kennari i Kópavogi, og hlaut hann stöðuna. Hann hefur kennt sam- fellt I 9 ár við Kópavogsskóla, (hefur lengstan starfsaldur að baki, ásamt kvenum- sækjandanum) og er þvi gjör- kunnugur högum manna og öllum aöstæðum i Kópavogi. Af þeim 151 kennara, sem voru við barna- fræðslustigið i Kópavogi skóla- árið 1973-’74, eru aðeins 28 eldri I starfandi en skólastjóri Snælandsskóla. í lokin lýsir svo bæjarstjórnin yfir fyllsta trausti á fræðsluráði og hinum nýskipaða skólastjóra Snælandsskóla og skorar á for- eldra og alla bæjarbúa að sam- einast um stuðning við hann og hinn nýstofnaða skóla. Benedikt Ásgeirsson: Fréttabréf frá Þýzkalandi Nýlega beitti rikisstjórn Þýzkalands neitunarvaldi til að koma I veg fyrir 5% hækkun á landbúnaðarafurðum innan hins sameiginlega markaðar Efna- hagsbandalagsins. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar I Bonn vakti mikla athygli innan Efnahagsbandalagsins. Á fundi landbúnaðarráðherra Efnahagsbandalagsrikjanna hafði umrædd hækkun verið samþykkt, og Josef Ertl , land- búnaðarráðherra Vestur- Þýzkalands, hafði greitt henni atkvæði með þeim fyrirvara, að rikisstjórnin i Bonn samþykkti. Hann hafði meira að segja hringt I Helmut Schmidt kansl- ara kl. 5 um morguninn til að láta hann skera endanlega úr um afstöðu Þýzkalands. Á rikis- stjórnarfundi siðar um daginn haföi Schmidt snúizt hugur. í millitiðinni hafði hann komizt að þvi, að Frakkar, sem höfðu lofað að styðja tillögu Þjóðverja um 4% hækkun á verði land- búnaðarafurða, hefðu brugðizt loforði sinu. Ennfremur hafði Schmidt ástæðu til að ætla, að Frakkar hefðu i hyggju að gripa til nýrra ráðstafana til að styrkja eigin landbúnaö. Þetta nægði til þess, að Schmidt fannst of langt gengið og ákvað að taka i taumana. An þess að hafa samráð við utanrikisráðherra sinn, Hans Dietrich Genscher, formann flokks Frjálsra demókrata, sem var á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna, og gagnstætt venjum Efnahagsbandalagsins, fékk Schmidt rikisstjórn sina til að neita aö fallast á umrædda 5% hækkun, nema að ákveðnum skilyrðum væri gengið. Tvö helztu skilyrðin eru, að aðildar- riki Efnahagsbandalagsins, og er þá einkum átt við Frakkland, Holland og Italiu, hætti að styrkja landbúnað sinn upp á eigin spýtur, þvi það er brot á Rómarsáttmálanum, og að fall- izt verði á endurskoðun hins sameiginlega markaðar fyrir landbúnaðarafuröir. Þó að ákvörðun Þjóðverja, málefnalega séð, virðist eðlileg, þá vekur sá háttur, sem þeir viðhöfðu, nokkra furðu. Schmidt var m.a. kallaður „Charles de Schmidt” i þýzkum blöðum, þvi þetta háttalag þykir minna nokk uð á de Gaulle, fyrrverandi for- seta Frakklands. í Frakklandi minntu blöð á sögulega fortið Þýzkaiands og töluðu um nýjan „járnkanslara”. Rikisstjórnir Efnahagsbandalagsrikjanna tóku ákvörðun Schmidts þó ekki mjög óstinnt upp, og á sam- eiginlegum fundi landbúnaðar- og utanrikisráðherra aðildar- rikjanna 2. okt. sl. var fallizt á skilyrði Þjóðverja og 5% hækkunin endanlega samþykkt. Þetta er ekki i fyrsta skiptið, sem Þjóðverjar beita neitunar- valdi innan Efnahagsbanda- lagsins, en þessi ákvörðun rikis- stjórnarinnar i Bonn er glöggt merki þess, að timabil hinna taumþægu Vestur-Þjóðverja eftirstriðsáranna er liðið. 1 Þýzkalandi er nú við völd stjórn, sem mun beita efna- hagslegu valdi Þjóðverja i vax- andi mæli. Þýzkaland er ekki lengur „efnahagslegur risi, en pólitiskur dvergur”, eins og Frans Josef Strauss sagði i við- tali fyrir nokkrum árum. Efnahagsframfarir sinar eiga Þjóðverjar Efnahagsbandalag- inu aö mörgu leyti að þakka. Út- flutningur Þjóðverja til Efna- hagsbandalagsrikjanna hefur þrettánfaldazt siðan 1958 og nemur nú um 100 milljörðum þýzkra marka. A mörkuðum innan Efnahagsbandalagsins þurfa Þjóðverjar ekki að glima við hina skæðu keppinauta sina, Japan og Bandarikin. Siðan 1963 hefur þjóðarframleiðsla Þjóð- verja aukizt um 141%, Frakka um 97% og Itala um 79%. Þrátt fyrir mikinn útflutning og litið atvinnuleysi heima fyrir hefur Þjóðverjum tekizt að halda verðbólgunni i skefjum. í Vest- ur-Þýzkalandi er hún aðeins 6,9%, samanborið við 18,9 I ítalíu, 17,1 I Bretlandi, 19,9 I Danmörku og 14,4% I Frakk- landi. Hin lága verðbólga i Þýzkalandi á mikinn þátt I þvi, hve Þjóðverjum gengur vel að selja vörur sinar á erlendum mörkuðum, þvi þær hækka mun minna en vörur framleiddar I öðrum rikjum, þar sem verð- bólga er meiri. Af þessum ástæðum hefur mikil hækkun á verði oliu ekki valdið neinum gjaldeyriserfiðleikum hjá Þjóð- verium. Þvi er spáð, að Efnahags- bandalagsrikin hafi samanlagt 18 milljarða dollara óhagstæðan greiðslujöfnuð árið 1974. Þar ber Bretland hæst með 9.8 mill- jarða dollara, næst koma Italia með 8.8 og Frakkland með 6.2 milljarða. Greiðslujöfnuður Þýzkalands við útlönd er hins- vegar hagstæður um 7 milljarða dollara. Enn fremur ráða Þjóð- verjar með 35 milljarða dollara gjaldeyrisvaraforða sinum yfir um helmingi alls gjaldeyris- varaforða allra vestur- evrópskra rikja. Þýzkaland er þvi ótvirætt voldugasta rikið i Vestur-Evrópu efnahagslega séð, og það eru allar horfur á þvi, að Schmidt kanslari muni beita fjármálavaldi Þýzkalands i mun rikara mæli, i samskipt- um sinum við aðrar þjóðir, en tiðkast hefur til þessa. Eins og áður var getið er sameiginlegur markaður fyrir landbúnaðarafurðir aðildar- rikja Efnahagsbandalagsins eitt af þvi, sem Þjóðverjar vilja láta endurskoða. Efnahags- bandalagið ábyrgist lágmarks- verö á nær öllum landbúnaðar- afurðum, sem þýðir, að Efna- hagsbandalagið verður sjálft að kaupa allt, sem ekki selst á lág- marksverðinu. Þannig hafa safnazt fyrir „smjörfjöll” og „kjötfjöll”, sem annaðhvort verður að fleygja eða selja á mjög lágu verði. Þetta sölukerfi hefur enn fremur leitt til þess, aö fjárframlög aðildarrikjanna tii landbúnaðar hafa aukizt úr 1.4milljörðum marka árið 1966 i 13.9 milljarða árið 1973. Þjóð- verjar borga tiltölulega lang- mest af aðildarríkjunum til Efnahagsbandalagsins, og miklu meira en þeir fá þaðan beint fjárhagslega. Það er þvi eðlilegt, að þeir vilji breyta þessu fyrirkomulagi. Þjóðverjar, sem þykjast nú vera svo til lausir við „striðs- komplexinn”, — það er jafnvel orðið að „komplex” að vera ekki meö „strlðskomplex” — eru vegna efnahagslegs valds sins liklegir til að verða hið leið- andi afl innan Efnahagsbanda- lagsins. Áætlun Pompidou, sem var þessi þróun ljös og vildi fá Bretland i Efnahagsbandalagið til að véga upp á móti veldi Þjóðverja, hefur ekki staöizt. Helmut Schmidt, hinn orðhvassi en dugmikli kanslari Þýzka- lands, er eindreginn Evrópu- sinni, en hann lætur ekki segja sér fyrir verkum. Undanfarið hefur hann gagnrýnt „ferliki skriffinnskunnar” i Brússel nokkuð harkalega. Það er þvi ekki óliklegt, eins og ofangreind ákvörðun bendir til, að Þjóð- verjum takizt að breyta Efna- hagsbandalaginu eitthvað og auka samvinnuna innan þess, t.d. koma á sameiginlegri stefnu gagnvart útflutnings- löndum oliu og samræma utan- rtkisstefnu aöildarrikjanna. Helmut Schmidt kanslari

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.