Tíminn - 20.10.1974, Qupperneq 18

Tíminn - 20.10.1974, Qupperneq 18
li TÍMINN Sunnudagur. 20. október. 1974 Menn og mákfni Viðvörun brezka forsætisráðherrans llaust. Tlmamynd Gunnar. Heimsmet í verðbólgu Margt bendir til þess, að ts- lendingar ætli að eignast heims- metið i verðbólgu á þessu ári. Raunar er það ekki neitt nýtt, heldur gerðist þetta iðulega í tið viðreisnarstjórnarinnar. Þá eign- uðust Islendingar lika heimsmet i verkföllum. Verðbólgumet is- lendinga nú hefur lika þá sérstöku skýringu, að íslendingar flytja hlutfallslega meira inn en aðrar þjóðir, og eru þvi næmari fyrir erlendum verðbólguáhrifum en ella. Þá hefur Heimaeyjargosið haft meiri áhrif á að auka þensl- una en menn gera sér yfirleitt grein fyrir. En þetta tvennt skýrir þó ekki umrætt heimsmet is- lendinga til fulls. Kaupsamn- ingarnir, sem gerðir voru á siöastliðnum vetri, voru byggðir á meiri bjartsýni en hægt var að rökstyðja. Það var að sjálfsögðu vonlaust, án stórfelldrar verð- bólgu, að ætla að hækka grunn- kaup um 25-40% i einu stökki, samtimis þvi að greiddar væru fullar dýrtiðarbætur á verðbólgu- timum. í kjölfar svo mikilla kauphækkana hlutu vitanlega aö koma gifurlegar verðhækkanir, eins og raunin hefur lika orðið á. Þannig varð heimsmet ís- lendinga til. Af hálfu fyrrverandi stjórnar- andstæðinga er vitanlega reynt að eigna vinstri stjórninni þetta met. Það er þó með öllu rangt. Ekki réð hún við erlendu verð- hækkanirnar eða Heimaeyjar- gosið. Þvi fór lika fjarri, ab stjórnin hvetti til jafnmikilla kauphækkana og samið var um. Þeir Björn Jónsson, Lúðvik Jósefsson og Magnús Kjartans- son reyndu allir að sporna gegn þvi, að boginr. yrði spenntur eins hátt og gert var. En þáverandi stjórnarandstæðingar reyndu að gera sitt til að hækkanir yrðu sem mestar. Þeir töldu það henta sér i baráttunni gegn vinstri stjórn- inni. Það myndi gera henni erfitt fyrir. Þetta átti sinn þátt i þvi, að samið var um miklu meiri kaup- hækkun en atvinnulifið þoldi. Þess vegna varð nær strax á eftir að gera ráðstafanir til að draga úr vísitölubótum. Hvað gerist á næsta óri? Vegna aðgerða, sem gerðar voru, fyrst af vinstri stjórninni og siðar af núverandi stjórn, hefur hingað til tekizt að koma i veg fyrir að verðbólgumetið yrði til þess að stöðva atvinnuvegina. At- vinnulif hefur þvi haldizt blóm- legt, og er það meira en sagt verður um önnur verðbólgulönd, þar sem þegar hefur skapazt mikið atvinnuleysi. Jafnframt hefur tekizt að tryggja áfram beztu lifskjör, sem þjóðin hefur nokkru sinni búið við, þótt senni- lega séu það réttir útreikningar hjá Bandalagi starfsmanna rikis og bæja, að launin séu 39% lægri en þau ættu að vera, ef samning- um um dýrtiðargreiðslur hefði verið fylgt út i yztu æsar. En hvernig væri ástatt i efnahags- málum landsins, ef launin væru almennt 39% hærri en nú? Ætli þeir væru þá ekki orðnir nokkuð margir, sem hefðu ekki önnur laun en atvinnuleysisbæturnar? Af hinni erfiðu glimu við verð- bólguna á þessu ári, ættu ís- lendingar að læra það, að þeir eiga að stefna að öðru á árinu 1975 en að vera heimsmethafar i verð- bólgu. Þeir eiga að stefna að þvi að tryggja næga atvinnu og óbreytt lifskjör, en það tekst þvi aðeins, að verðbólgunni verði haldið nægilega i skefjum. Nú er farið að tala um nýjar grunn- kaupshækkanir, enda þótt allir viti, að engar forsendur eru fyrir þeim aðóbreyttum aðstæðum. Nú verður fróðlegt að sjá, hvort þeir Björn Jónsson, Lúðvik Jósefsson og Magnús Kjartansson falla i sömu freistni og fyrrverandi stjórnarandstæðingar og reyna þvi að beita þeim vopnum nú, sem þeir voru beittir meðan þeir sátu i rikisstjórn. En það veltur ekki minnst á þessum mönnum og félögum þeirra, hvort það tekst að ná nægilegu taumhaldi á verð- bólgunni. Vissulega þarf nú að stefna að öðru en að Islendingar verði áfram heimsmethafar i verð- bólgu. Og áreiðanlega mun þjóðin veita þvi athygli, hverjir það veröa, sem vilja láta íslendinga halda metinu áfram. Viðræður í Bonn 1 þessari viku munu fara fram i Bonn nýjar viðræður islenzkra og vestur-þýzkra embættismanna i þeim tilgangi að reyna að ná samkomulagi um veiðar vestur- þýzkra togara á Islandsmiðum. Svo fór, sem ekki hafði verið við búizt, að Þjóðverjar reyndust erfiðari i samningum en Bretar. Bretar fengust til að fallast á það, sem var ein höfuðkrafa Is- lendinga, að verksmiðjuskip yrðu útilokuð frá veiðum innan 50 milna markanna. Þetta hafa Vestur-Þjóðverjar enn ekki viljað fallast á. Islenzk stjórnvöld hafa af skiljanlegum ástæðum ekki viljað leyfa veiðar verksmiðju- skipa innan 50 milna markanna, þótt i smáu væri, enda gæti það gefið áhættusamt fordæmi. Það er von Islendinga, að Þjóð- verjar verði nú, að athuguðu máli, jafn skilningsgóðir á sjónarmið Islendinga og Bretar. Að visu kann úrskurður Haag- dómstólsins að hafa einhver áhrif á afstöðu Þjóðverja til hins verra. En á móti kemur það, að innan sex mánaða verður það sennilega komið I ljós, á hafréttarráðstefn- unni, hver niðurstaðan verður þar varðandi þessi mál, og allt bendir til þess, að ekki sé áhættusamt fyrir Islendinga að biða eftir þeirri niðurstöðu, ef Þjóðverjar halda áfram að vera erfiðir i samningum. Skortur skipulagningar Ótvirætt er, að sjávarútvegur- inn hefur nú mjög örðuga að- stöðu, og litið eða ekkert má út af bera, ef þar á ekki að koma til stöðvunar, sem hefði hinar alvar- legustu afleiðingar fyrir þjóðar- búið. Þvi hefur verið óhjákvæmi- legt að gera ýmsar bráðabirgða- ráðstafanir til stuðnings honum. En jafnhliða þvi, að reynt er að tryggja rekstur hans með þessum hætti, þarf að gera varanlegri ráðstafanir til að tryggja fram- tiðarstöðu hans — ráðstafanir, sem margar hverjar verða ekki gerðar á stuttum timá. Að þessu var nokkuð vikið i viðtali, sem ný- lega birtist hér i blaðinu við Pál Guðmundsson skipstjóra, hinn fræga aflamann. Páll sagði m.a.: ,,Við teljum okkur eiga beztu fiskimenn i heiminum, en i skipu- lagningu og tækniaðstoð erum við á eftir mörgum vanþróuðum löndum. Nú er svo komið, að okk- ar færustu tæknimenn eru komnir til starfa hjá keppinautum okkar i sjávarútvegi úti um allan heim. Skipulagning er slik á flestum sviðum sjávarútvegsins, að leng- ur má ekki við það una. Aðstöðu til losunar aflans er viðast hvar mjög áfátt og kostnaður alltof hár. Við útskipun er það algeng sjón að sjá vörubifreiðar standa i löngum röðum frá morgni til kvölds með sömu fiskpakkana og biða afgreiðslu við skipshlið, þar sem byrjað er á sama tima með útskipun frá fjölda vinnslustaða. Þá er ísframleiðslan hér á landi rekin i mjög smáum stil. Það má segja, að hún sé eins konar heimilisiðnaður hjá flestum vinnslustöðvum, og flytja þarf is- inn á bilum langar leiðir að skips- hlið. Stofnkostnaður þessara mörgu og smáu isframleiðenda er mjög mikill, og miklum mun meiri heldur en vera þyrfti, ef fáir stærri aðilar tækju að sér isfram- leiðslu. Hér er verð á is meira en tvöfalt hærra en viða annars stað- ar, t.d. i Danmörku. Aðstaðan til viðhalds skipa slær þó flest út. Hér eru fjölmörg þjón- ustufyrirtæki i útjöðrum borgar og bæja, en við hafnir er nánast engin aðstaða til að veita eðlilega þjónustu. Verkin vinnast margfalt seinna en eðlilegt er, vinnuafl og vélar verktaka nýtast illa, og af- leiðingarnar eru: hækkun á við- gerðarkostnaði og tafir frá veið- um. Þetta ástand veldur þvi, að i mörgum tilvikum neyðast menn til þess að láta gera við skip sin erlendis, öllum til tjóns.” Páll Guðmundsson vikur hér vissulega að verkefnum, sem of litill gaumur hefur verið gefinn af þeim, sem hafa stjórnað sjávarútvegsmálum þjóðarinnar hingað til. Það væri þarft mál, að hinn nýi sjávarútvegsráðherra léti hefjast rösklega handa á þessum vettvangi. Æskan og atvinnuvegirnir 1 viðtalinu vék Páll Guðmunds- son að öðru málefni, sem ekki er siður athyglisvert. I upphafi við- talsins fórust Páli orð á þessa leið: „Meðal fjölmennra þjóða, þar sem miklir erfiðleikar hafa komið upp vegna uppskerubrests af völdum þurrka og vatnsskorts, hefur verið gripið til þess ráðs að kenna i skólum um hringrás vatnsins og hvað allt lif sé háð þvi. En meðal okkar er fólk með langskólanám að baki, sem ekki hefur meiri þekkingu á slagæð is- lenzku þjóðarinnar, sjávarút- veginum, en svo, að það telur, að farsælast sé að leggja niður fisk- veiðar og fiskvinnslu, ef þær greinar eigi i erfiðleikum og geta ekki staðið undir þeim kröfum, sem til þeirra eru gerðar.” Viðtalinu lauk Páll svo með þessum orðum: „Staðreyndin er sú, að mestu og alvarlegustu erfiðleikar sjávarútvegsins eru að fá nægan og góðan mannafla til starfa. Mikill hluti þjóðarinnar situr við langskólanám og nýtur til þess mikillar fyrirgreiðslu þeirra, sem að framleiðslustörfum vinna, en þvi miður skilar þessi hópur sér i alltof litlum mæli til starfa við at- vinnuvegi þjóðarinnar að námi loknu.” Ef til vill er hér vikið að þvi, sem ætti að vera eitt helzta við- fangsefni uppeldisstarfsins, og skólanna, en það er að beina áhuga unga fólksins meira inn á brautir atvinnulifsins. Hér biður hins nýja menntamálaráðherra stórt og veglegt verkefni. Formannsraunir Formannaskipti standa nú fyrir dyrum i öllum stjórnarandstöðu- flokkunum, eða a.m.k. hjá Al- þýðuflokknum og Alþýðubanda- laginu. Gylfi Þ. Gislason hefur lýst yfir þvi, að hann muni á þingi Alþýðuflokksins i haust neita að taka við kjöri sem formaður flokksins. Hins vegar muni hann gefa kost á sér áfram sem for- maður þingflokksins. Benedikt Gröndal þykir liklegastur til að taka við flokksforustunni af Gylfa, en ekki munu þó allir ásáttir um það. Á landsfundi Al- þýðubandalagsins mun Ragnar Arnalds leggja niður flokksfor- ustuna. I fyrstu var rætt um að annað hvort þeirra Kjartans Ólafssonar og Svövu Jakobsdótt- ur tæki við af honum, en nú mun kominn upphreyfing, sem vinnur að formannskjöri Magnúsar Kjartanssonar. Loks verður svo landsfundur hjá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Þar gegnir nú Magnús Torfi for- mennsku, en annar áhrifamaður i flokknum mun telja sig betur til formennsku fallinn. Karvel Pálmason mun hins vegar telja það nóg fyrir sig að vera áfram formaður þingflokksins. Hann hefur nýlega gert bandalag við Alþýðubandalagið um kosningu i fjárveitinganefnd og virðist nú stefna meira að þvi að nálgast Al- þýðubandalagið en Alþýðuflokk- inn, öfugt við það sem var á sumarþinginu. Ræða Wilsons Brezki Verkamannaflokkurinn fékk nauman þingmeirihluta i kosningunum 10. þ.m., enda þótt hann fengi ekki nema tæp 40% at- kvæðanna. Það sýnir, að ein- menningskjördæmi geta leitt til ólýðræðislegrar niðurstöðu, enda þótt þau séu að þvi leyti heppileg- asta fyrirkomulagið, að þau tryggja persónulegasta kosningu. Þess vegna er kosningafyrir- komulagið I Vestur-Þýzkalandi að þvi leyti athyglisvert, að með þvi er stefnt jöfnum höndum að persónulegri kosningu og jöfnuði milli flokkanna. Það var hins vegar ekki ætlunin að faraað ræða hér um kjördæmamál, heldur að vekja athygli á ræðunni, sem Wil- son flutti, eftir að kunnugt var um sigur hans og flokksins. Wilson sagði hiklaust, eins og hann hafði raunar sagt fyrir kosningar, að þjóðin yrði að sætta sig við óbreytt lifskjör, að minnsta kosti næstu tvö árin, eða á meðan að verið væri að ná taumhaldi á verðbólgunni. Jafnframt hvatti hann þjóðina til einingar og sam- stöðu um lausn vandans. ís- lendingar mættu gjarna hugleiða þessi orð brezka forsætisráðherr- ans, þvi að efnahagsvandinn hér er á ýmsan hátt meiri en i Bret- landi, og atvinnugrundvöllurinn ótryggari. Vonandi taka þeir, sem telja sig vinstri menn, ekki sizt tillit til orða brezka jafnaðar- mannaleiðtogans. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.