Tíminn - 20.10.1974, Page 29

Tíminn - 20.10.1974, Page 29
Sunnudagur. 20. október. 1974 TÍMINN 29 liggja I haugi nálægt bænum, og það var alla jafna hægt að benda á haug, þvi til sönnunar, að ábúandinn, sem jörðina sat hverju sinni, væri þar i sinum fulla rétti: Hér hefur ætt min búið! Ef við berum saman hinar ýmsu gerðir Landnámu, kemur i ljós, að haugsögnunum fjölgar, eftir þvi sem gerðirnar yngjast. Það bendir til þess, að nokkur hreyfing hafi verið á eignarhaldi á jöröum um þetta leyti, og að menn hafi þurft að gripa til haug- sagna til þess að sanna mál sitt. — Er slik trú á „óðalshauga” þekkt viðar en hér á landi? —Já, sjálft orðið er úr norskum lögum, en i Noregi áttu óðals- menn að geta rakið eign ættar- innar á viðkomandi óðali „til haugs ok til heiðni”. Trú á hauga og haugbúa hefur verið snar þáttur i heiðinni trú, enda er norsku kirkjunni meinilla við hana. Hefur hlutur Haralds hárfagra ekki verið gerður of stór? — Gerir þú ekki Haraldi hárfagra skil i ritgerð þinni, svo rikan þátt, sem hann á að hafa átt i landnámi íslands? — Ég ræði dálitið um hann undir lok ritgerðarinnar. Eins og allir vita, þá hefur það lengi verið sagt, að landnámsmenn Islands hafi flúið hingað undan ofriki Haralds, af þvi að þeir hafi ekki getað unað þvi ófrelsi sem hann bakaði mönnum. Þessi söguskoðun er ákaflega rik, ekki aðeins i Landnámu, heldur er hún líka i Islendinga- sögunum, mörgum hverjum, og virðist siður en svo fara minnk- andi eftir þvi sem liður a þrettándu öldina. — En eru svo ýkjamiklar öruggar heimildir um Harald? — Yfirleitt eru þær nú heldur magrar. Sarnkvæmt frásögn Ara fróða hefur Haraldur verið uppi i kringum 870. Við höfum að visu nokkur dróttkvæði um Harald, sem vel geta verið sönn og rétt, en annars eru það einkum Ari og Landnáma, sem geta hans. Ég athugaði þá staði I Landnámu, þar sem sagt er, að menn hafi flúið undan ofriki þessa fræga Noregskonungs. Ég gat ekki betur séð, en að þessar frásagnir séu uppruna- legar I Landnámu. Þeim er dreift svo vitt um landið, að mjög verður að teljast óliklegt að það hafi verið sett svo viða inn, eftir á. Jafnvel þótt maður taki burt allar þær greinar, sem hugsan- lega gætu verið yngri innskot, komin úr íslendingasögum , þá stendur samt heilmikið eftir af slikum frásögnum um Harald hárfagra. En jafnvel þótt allar þessar frásagnar Landnámu séu upprunalegar og engin þeirra siðari tima innskot, þá er það samt ekki neinn lokadómur um að þær séu dagsannar. Sé það rétt, sem Ari fróði telur, að Haraldur hafi verið uppi i kringum 870, og sé það lika rétt, að Landnáma sé rituð einhvers staðar nálægt árinu 1100, þá eru þar fullar tvær aldir á milli, og það getur margt skolazt til á skemmri tima. — Þú telur þá, að þetta verði hvorki sannað né afsannað? — Já. Aftur á móti finnst mér liklegt, að þessar þrálátu sagnir um að menn hafi flúið Noreg undan ofriki Haralds hárfagra, endurspegli deilur á milli islenzkra höfðingja og Noregs- konungs um það leyti, sem Landnáma var rituð. Getur ekki veriö, að Ari fróði sé með frásögn sinni um landaura að reyna að slétta úr misklið? Friðurinn er mikið aðalsmerki á Islendinga- bók. Þar er viða talað um frið — all^ionar frið. Frið á milli þjóða, frið á milli einstaklinga.: Ef vér slitum i sundur lögin, þá slitum vér og i sundur friðinn. Ari er vel kristinn maður, skrifar að ráði biskupa, og rekur áróður fyrir friði, en friöur er mjög áberandi i kristnum hugmyndaheimi um þessar mundir. Klausan um land- námseldinn er vægast sagt tortryggileg Auðvitað verður það ekki sannað, svo að óyggjandi sé, að frásagnirnar um deilur Haralds hárfagra og landnámsmanna Islands eigi fyrst og fremst rætur að rekja til deilna,sem uppi voru hér um það leyti sem Landnáma var rituð, en sú tilgata er að minnsta kosti ekki óliklegri en að hér sé um að ræða nákvæmar frásagnir af atburðum, sem gerðust um 870, meira en tveim öldum fyrr. Við vitum, að samningurinn um landaura var gerður á elleftu öld, og það er nokkurn veginn vist, að urgur hefur verið i islenzkum höfðingj- um yfir þeim skatti. Það er jafnvel óliklegt annað en að þeirrar óánægju verði einhvers staðar vart. Þegar við athugum það, sem sagt er um Harald hárfagra og ofrlki hans, er vert að gefa orðinu ofrlki sérsakan gaum. Þetta er ákaflega merkilegt orð á mið- öldum, það hefur haft mjög siöfræöilega merkingu, en ofriki er sérlega ókristilegt hugtak á þessum tima. 1 Elúcidarius er talað um sjálfan Satan, sem viö- hefur ofriki. Hér eru vafalaust á ferðinni áhrif frá þeim siöferðis- hugmyndum, sem kristnir menn höfðu á þessum tima, og ber trúlega keim af ritum Agústin- usar kirkjuföður um guðsrikið og riki djöfulsins, sem sifellt berjast um yfirráðin. Annaö atriði er, sem mjög er merkilegt. Það er sagt, að Haraldur hárfagri hafi sætt menn á, að þeir skyldu taka sér svo stórt land, sem þeir gætu farið eldi um með skipverjum sinum á einum degi. Þessi frásögn er hvergi nema I Hauksbók, það er að segja yngstu gerö Landnámu, sem til er. Þessi klausa um land- námseldinn hefur areiðanlega ekki staðið i Melabók, og hún er satt að segja illskiljanleg, eins og hún verður nú lesin i bókinni. Nú vitum við, að Hauksbók er gerö af embættismanni norsku krúnunnar, manni, sem trúlega hefur setið i rikisráðinu norska, Hauki Erlendssyni, lögmanni. Liklegt er að þessi frásögn eigi rætur að rekja til konunghollustu Hauks, enda fæ ég ekki séð, hverja Haraldur harfagri á að hafa sætt, þar sem hann situr úti i Noregi, en landnámsmenn farnir að bitast um bitana hér uppi á tslandi. — Þú sagði, að klausan um landnámseidinn væri litt skiljan- leg. I hverju liggur það? — Eins og dr. Jakob Benedikts- son hefur bent á i Landnámuút- gáfu sinni, virðist textinn vera óheill, þarna i Hauksbók: það virðist blátt áfram vanta inn i hann. I kringum 1930 spreyttu Sviar sig á þvi að þýða þennan texta á sænsku. Þá varð aö þýða eldana sem reykelda, — það skyldi gera reyk á einum stað en eld á öðrum. A 17. öld gera bæði Björn Jónsson á Skaröáa og Þórður Jónsson i Hitardal tilraunir i þá átt að leiðrétta þennan texta svolitið, skjóta inn I hann smáorðum og hnika til oröum, svo að textinn verði dálitið samfelldari. En i Melabók hefur þessi klausa um landnáms- eldinn aldrei staðið. Hvað um sannleiksgildið — Nú væri gaman að spyrja um eitt, sem okkur Islendingum er löngum hugleikið: Sannleiks- gildið. Hversu mikið er raunveru- legt sannleiksgildi Landnámu? — Landnáma er auðvitað traust heimild um hugmyndir manna á þeim tima sem hún var rituð. — Þær hugmyndir sem menn höfðu þá um landnám Islands. Hins vegar er oftast nærri ógerningur að komast að raun um, hvort hún segir rétteða rangtfrá atburðum. Þar skortir okkur aðrar heimildir til þess að bera saman við hana, hún er ein til frásagnar. Margt sem i Landnámu stendur ber þó keim af trúarhreyfingum aldar- innar og sver sig líka i ætt lærðra rita á miðöldum. Þó er vitanlega ekki loku fyrir það skotið, að sumar frásagnir hennar séu sagnfræðilegar staðreyndir. Það er mjög mikið verk, sem islenzkir sagnfræðingar eiga fyrir höndum, að bera saman texta Landnámu, bæði innbyrðis, innan hverrar gerðar hennar og sömuleiðis að bera gerðirnar saman. • — Getur þú bent á einhverja sérstaka frásögn Landnámu, sem rekja má beint til trúarhugmynda manna á þessum tima? — Já,við skulum aðeins lita á frásögnina um konuna á Snæfells- nesi, sem sat úti á stóli og laðaði að gesti, en inni stóð hlaðið mat- borð. Lik frásögn er i Landnámu um mann norður i Skagafirði, sem veitti ferðamönnum mat. Þetta efni er alkunnugt úr helgi- sögum frá miðöldum, og nægir að benda á heilagan Alexius, en frásögnin af honum var þýdd á islenzku á tólftu öld. Þar er faðir Alexiusar látinn hafa úti stand- andi þrjú borð með mat og laða fátæka að, til þess að gefa þeim að borða. óðalsréttur, aðalból og leiguból — Þú nefndir áðan óðalsréttinn. Það væri gaman að heyra meira um hann. — Já. Ég tek til athugunar þær lagagreinar, sem til eru i Grágás um þetta efni, en sú ágæta bók er til I mörgum handritum frá þjóð- veldistima, og þeim ekki öllum eins, en þó svipar þeim mjög saman. Þar kemur fram i erfða- rétti, að gerður er greinarmunur á aðalbóli og leigubóli. Þetta kemur fyrir i elzta Grágásar- handriti, sem til er, en það er með allra elztu handritum, sennilega frá þvi um miðja tólftu öld. Auðséð er á lögunum, að mjög hefur verið reynt að halda þessum aðalbólum innan ættanna, i karllegg. Dætur erfðu leiguból, en synir aðalból meðan til eru. I lögum um fjárvarð- veizlu fyrir ómynduga er enn- fremur talað um, að ekki megi selja aðalból, heldur skuli selja leigubólin á meðan þau nægi fyrir skuldum. En sé aðalból samt sem áður selt, skuli hinn ungi maður hafa rétt til þess að brigða þá jörð til sin aftur, samkvæmt landabrigðaþætti Grágásar. Þá kemur einnig fram, að höfuðbólin virðast vera bundin við fjórðungana. Ef um er að ræða auðæfi eftir látinn mann, þá skal flytja þau i þann fjórðung, þar sem aðalbólið er. Þarna sézt, hversu mikla þýðingu fjórðung- arnir hafa haft i sambandi við jarðeignir, og jafnframt kemur það upp um af hverju Landnamu var skipt eftir fjorðungum. Viðfangsefnið er heillandi — Ég mætti kannski spyrja þig að lokum, hvernig þér hafi fundizt að glima við sjálfa Landnámu? Var þetta gaman? — Já, vissulega var hún skemmtilegt viðfangsefni, og ég vona að ég sé ekki búinn að bita úr nálinni með hana, enda er hún mikið rit, og vonandi verða fleiri en ég til þess að rannsaka hana. Hún er áreiðanlega grundvallar- rit um isienzka þjóðveldistimann. —-Tók þetta ekki langan tima hjá þér? — Ég var i alvöru íarinn aö glima við verkið árið 1969, en hafði reyndar lagt nokkur drög að þvi áður. Það má þvi segja, að ég hafi unnið að þessu siðast liðin fjögur til fimm ár, það er að segja á veturna, en á sumrum hef ég unnið að fornleifarannsóknum hér á Islandi á vegum Þjóðminja safnsins. Sumurin 1971 og 1972 rannsakaði ég Sámsstaði i Þjórsárdal. Það varð mér óneitanlega nokkur hvati til þess ab taka Þjórsárdalinn inn i þessa athugun mina á Landnámabók. —VS FRAMAN: \ Saab 68/73 Benz 200 D/ 220 D/ 250 D, 68/73 Benz 200 D, 220 D, 250 D, 62/67 AFTAN: Saab 68/73 Chevrolet Nova 68/73 Chevrolet Malibu 64/67 Dodge Dart 63/73 Cortina 1300-1600 68/70 Plymouth Fury 65/70 KONI löggdeyfar nvkomnir ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 TRABANT UMBOÐIÐ INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, símar 84510 og 84510 Vörumarkaðurinn hf lÁRMÚLA 1 A : SÍAAI86-1 12

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.