Tíminn - 20.10.1974, Qupperneq 37

Tíminn - 20.10.1974, Qupperneq 37
Sunnudagur. 20. október. 1974 TÍMINN 37 120 nem- nemendur í Skógaskóla Héraðsskólinn i Skógum tók til starfa 1. okt. s.l. og var settur við hátíðlega athöfn föstudaginn 11. okt. Nemendur eru 120 i skólanum að þessu sinni og skiptast i sex bekkjardeildir. Framhaldsdeild eða 5. bekkur starfar nú i fyrsta sinn við skólann. Er það talin mjög æskileg þróun að efla þann- ig framhaldsmenntun heima i héraði. Kennarar við skólann eru flest- ir þeir sömu og verið hafa. Þó lét einn af störfum, Magnús Baldurs- son. Nýir kennarar eru Tómas Is- leifson liffræðingur, frá Sólheim- um i Mýrdal, og Kristrún Guð- mundsdóttir stúdent, frá Kefla- vik. Með skólastjóra eru sjö fast- ráðnir kennarar við skólann, og þrir stundakennarar að auki. Starfsfólk mötuneytis er einnig það sama að mestu leyti og s.l. ár. Ráðskona er Auður Ágústsdóttir frá Brúnastöðum. Auk Jóns R. Hjálmarssonar skólastjóra flutti formaður skóla- nefndar, Björn Fr. Björnsson sýslumaður, ávarp við skóla- setninguna. Mannfjöldaráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Búkarest 19.-30. ágúst SJAIST með endurskini Dagana 19.-30. ágúst s.l. var haldin mannfjöldaráðstefna Sameinuðu þjóðanna i Búkarest i Rúmeniu. Hlutaðist utanrikis- ráðuneytið til um, að Fram- kvæmdastofnun rikisins, sem fer með gerð áætlana um mannf jölda og mannafla, ætti aðild að ráð- stefnunni fyrir Islands hönd, og sótti hana Sigurður Gústafsson, hagfræðingur i áætlaanadeild stofnunarinnnar. Þar sem ráð- stefnan hefur vakið mikla og al- menna athygli, þykir rétt að gera fjölmiðlum stutta grein fyrir ráð- stefnunni og niðurstöðum hennar, enda þótt fundargerðir eða end- anleg greinargerð liggi enn ekki fyrir. Aðdragandi og tilnefni ráðstefnunnar Þetta er þriðja alþjóðlega mannfjöldaráðstefnan, sem hald- in hefur verið. Hinar tvær fyrri voru i Róm árið 1954 og i Belgrad árið 1965, og einkenndust þær ráð- stefnur af visindalegum umræð- um um mannfjöldavandamál, en ráðstefnan I Búkarest var öðru fremur stjórrimálalegs eðlis, enda lá fyrir ráðstefnunni að ræða drög að stefnuyfirlýsingu, sem sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa samið á undan- förnum árum í samráði og sam- vinnu við stjórnvöld um allan heim, til að reyna að leysa þann vanda, sem væntanleg mann- fjölgun i heiminum á komandi áratugum mun hafa I för með sér. Til að skýra og samræma sjónar- mið sérfræðinga hafa verið haldnir fjórir alþjóðafundir til undirbúnings fundinum i Búka- rest. Umræðuefnin voru þessi: mannfjöldi og þróun, fundur haldinn i Kairo i júni á s.l. ári: mannfjöldi og fjölsk., i Hono- lulu i ágúst á s.l. ári: mannfjöldi, auðlindir og umhverfi i Stokk- hólmi i sept.-okt.á s.l. ári: og mannfjöldi og mannréttindi i Amsterdam i janúar i ár. Niður- stöður þessara funda endurspegl- ast I stefnuyfirlýsingu þeirri, sem til umræðu var og ætlað er að vera leiðarljós þjóða I viðleitni þeirra til að leysa þau vandamál, sem af mannfjölgun kunna að leiða. Ibúafjöldi heimsins vex um þessar mundir um 2% á ári, eða um tæplega 80 milljónir manna ár Bazar— Happakaup að Hallveigarstöðum i dag sunnudaginn 20. október kl. 2. Handunnir munir i úrvali og ýmislegt notað og nýtt. Hvítabandið Miðfjarðará Veiðifélag Miðfirðinga auglýsir hér með eftir tilboðum i veiðirétt i Miðfjarðará frá og með 1975. Tilboð skulu hafa borist á skrifstofu Jónasar A. Aðal- steinssonar hrl. Laufásvegi 12, Reykjavik, fyrir kl. 17.00 hinn 1. nóvember 1974 og munu þau tilboð, sem berast, opnuð þar kl. 17.15 sama dag. Þess er óskað að tilboð séu miðuð við ákveðna mánaðar- daga með samtals dagafjölda á bilinu frá 60 til 90. Undirritaður veitir nánari upplýsingar. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. F.h. Veiðifélags Miðfirðinga Jónas A. Aðalsteinsson hrl. Laufásvegi 12, Reykjavik. hvert. Þessi gifurlega aukning á sér enga hliðstæðu I sögunni. Ibúafjöldinn mun tvöfaldast næstu 35 ár með sömu hlutfalls- legu aukningu, en stærstur hluti aukningarinnar á sér stað i þró- unarlöndunum. Þróuðu löndin eru á hinn bóginn mun þéttbýlli, þeg- ar á heildina er litið, og vegna hinna háu þjóðartekna I formi neyzlu og fjárfestingar, sem si- fellt eykst, taka þau tiltölulega mun meira af náttúruauðlindun- um og getá þá um leið valdið um- hverfisröskun og gereytt ákveðn- um auðlindum, ef ekki er höfð að- gát. Umræður um umhverfismál og náttúruauðlindir sem fram hafa farið hafa upplýst okkur um, að við búum á jörð með takmörkuð- um auðlindum, og þar af leiðandi getur hvorki neytendunum fjölg- að né neyzlan vaxið án takmörk- unar. Hinn velmegandi þriðji hluti mannkyns litur á sibatnandi lifsafkomu sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut, á sama tima og hinir tveir þriðju berjast fyrir að hafa til hnifs og skeiðar. Meginskýringin á hinni miklu mannfjölgun i heiminum er sú, að dauðsföllum hefur fækkað stór- lega, sérstaklega hefur ung- barnadauði minnkað og meðalævi hefur lengst mjög, en á sama tima hefur fæðingum fækkað til- tölulega litið. Þær ástæður, sem liggja þessari hagstæðu þróun til grundvallar, eru einkum: aukin matvælaframleiðsla, bætt heilsu- gæzla, betra vatn, notkun lyfja, o.s.frv. viða i þróunarlöndunum. Milljónir barna, sem áður hefðu ekki komizt upp, ná nú fullorðins aldri. Þetta þýðir á hinn bóginn, að nú þarf færri fæðingar til að halda þeim vexti fólksfjöldans. sem áður var og þótti nægja. En ef konurnar i þessum löndum halda áfram að fæða sama fjölda barna og áður og æ stærri hluti þeirra kemst nú til þroska, þá verður fjölgunin gifurleg, ef ekki veröur reynt að hafa áhrif til tak- mörkunar á þeirri fjölgun. Stefnuyfirlýsing ráðstefnunnar Starf ráðstefnunnar beindist að þvi fyrst og fremst að semja stefnuyfirlýsingu i mannfjölda- málum. Tókst það þrátt fyrir mikinn skoðanaágreining á ráð stefnunni. Stefnuyfirlýsingin er mjög löng, i 108 greinum. Er hér þvi aðeins unnt að rekja kjarna yfirlýsingarinnar. Stefnuyfirlýs- ingin mun birt i heild, eftir að hún hefur' verið lögð fyrir allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna. Megininntak stefnuyfirlýsing- arinnar er að hvetja þjóðir, er hafa háa fæðingartölutil að draga úr aukningunni innan næstu 10 ára úr 38 i 30 af þús. Þá er stefnt að þvi að auka lifslikur eða með- alævi manna i þróunarlöndunum úr 55 i 65 ár næstu 10 ár og i 74 ár um aldamótin 2000. Minnt var á, að mannfjöldavandamálin verði ekki leyst með fjölskylduáætlun- um eða fæðingatkamörkunum einum, heldur verði einnig að korha til samstillt átak I félags- málum, efnahagsmálum og menntamálum. Réttur manna til fræðslu um takmörkun barneigna er viðurkenndur, og áherzla er lögð á jafnrétti kynjanna til menntunar, atvinnutækifæra og þátttöku i þjóðlifinu. Stefnuyfirlýsingin viðurkennir þau grundvallarmannréttindi, að hjón og einstaklingar ráði fjölda barneigna og timasetningu þeirra og mikil áherzla er lögð á, að þjóðir heims móti mannfjölda- stefnu sina i samræmi við þarfir og aðstæður eftir eigin sjálfdæmi, en ekki eftir utanaðkomandi boð- um. Stefnt er að þvi að minnka fjölgunina i heiminum I heild úr 2% I 1,7% á ári. Viðurkennt er, að notkun hvers Ibúa af auðlindum heims er mun hærri i þróuðu löndunum en i þró- unarlöndunum. Þróuðulöndin eru þess vegna hvött til að móta stefnu varðandi mannfjölgun, neyzlu og fjárfestingu, sem taki mið af auknu jafnrétti þjóða á meðal. Það er talin skylda allra þjóða að aðlaga sig hagkvæmari nýtingu náttúruauðlinda, þannig að ekki verði áfram eytt og sóað á kostnað þeirra, sem þurfandi eru. Viðhorf þjóða til mannfjöldamála. Stefnuyfirlýsingin reyndist örðug og flókin málamiðlun milli mjög ólikra viðhorfa hinna ein- stöku þjóða og hópa þeirra til mannfjöldamála, og komu hin mismunandi viðhorf mjög skýrt fram á ráðstefnunni. Bandarikin, Kanada og þjóðir Vestur-Evrópu eru fylgjandi þvi, að verulega verði dregið úr aukningunni i heild. Bandarikjamenn báru t.d. fram tillögu um, að stefnt skyldi að 2ja barna fjölskyldu fyrir næstu aldamót, en hún náði ekki fram að ganga. Sovétrikin ásamt sumum þjóðum Austur-Evrópu stefna að aukningu heima fyrir, en viðurkenna um leið offjölgun i öðrum hlutum heims. Kinverjar viðurkenna ekki, að vandamálið sé mannfjölgun. Þrátt fyrir það leggja þeir sjálfir áherzlu á getn- aðarvarnir og fjölskylduáætlanir. Asiurikin reyna að draga úr fjölg- uninni, en árangurinn hefur viða verið litill.Mörg riki i Afriku og Suður-Ameriku viðurkenna ekki offjölgun sem slika. Þjóðir Vestur-Evrópu, Banda- rikin og fleiri eru uggandi um takmarkaðar auðlindir, einkum takmarkaða möguleika til fæðu- öflunar, ef fjölgunin er óhamin. Þróunarlöndin sum telja sig vanta fleira fólk til að nýta auð- lindir heima fyrir og viðurkenna ekki, að um fjölgunarvandamál sé að ræða. Indverjar og flestar þjóðir Asiu viðurkenna vandann, en telja, að ekki verði mikið að gert, nema réttlátari skipting gæða heimsins komi til. Kinverj- ar höfðu sérstöðu. Þeir halda þvi fram að vandamálin I sambandi við hina miklu aukningu sé þjóð- saga frá auðvaldsrikjunum, heimurinn rúmi enn fleiri þús- undir milljóna manna, ef stjórn- mála- og efnahagskerfinu sé breytt. Vanþróuðu löndin séu ekki fátæk vegna fjölgunar fólks, held- ur vegna nýlendustefnu, heims- valdastefnu og arðránsstefnu stórveldanna. Félagsleg þróun og mannfjöldi. Aðaláherzlan á ráðstefnunni var lögð á kröfuna um félagslegar og efnahagslegar framfarir ásamt réttlátari skiptingu heims- gæðanna. Sérfræðingar eru al- mennt sammála um, að fjöl- skylduáætlanir og getnaðarvarn- ir einar sér megi sin litils i þróun- arlöndunum, enda er þegar feng- in reynsla fyrir þessu i Indlandi s.I. 20 ár, en þar þykja þessar til- raunir hafa mistekizt, er á heildina er litið. Sérfræðingar álita nú, að þessi mál verði ekki leyst nema samhliða komi félags leg og efnahagsleg þróun, ásamt jafnrétti kynjanna með tilliti til menntunar, atvinnutækifæra og þátttöku i þjóðlifinu almennt. Viða I þróunarlöndunum rikir hungur, fátækt, ólæsi, sjúkdómar og skortur á menntun. Að eignast afkvæmi er einskonar liftrygging gagnvart sjúkdómum og ellinni. Þess vegna skilja þessar þjóðir ekki tilganginn með takmörkun barneigna, þar sem meðalaldur er lágur og ungbarnadauði hár. Þvi meiri menntun, velmegun og félagslegt öryggi, þvi færri verða barneignir, en þessi þróun á viða langt i land. Bent var á, að aukin réttindi og menntun kvenna og þátttaka þeirra i atvinnu- félags- og stjórnmálalifi hefði mikil áhrif til fækkunar fæðinga. Þurfi þvi að gera konuna fullgildan þátttak- anda I lifi hvers þjóðfélags og veita henni menntun til jafns við karla. Árangur muni ekki nást fyrr en þessu takmarki hefur ver- ið náð. 1 framhaldi af ráðstefnunni i Búkarest verða viða haldnar svæðaráðstefnur Sameinuðu þjóðanna i Róm, en umræða um fæðuöflunina er að sjálfsögðu ná- tengd fólksfjölguninni i heiminum. Þá er einnig fyrir- huguð á næsta ári ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um stööu konunnar i þjóðfélaginu. ÓDÝRT OG HAGKWMT , HJJAyj ÚR eik , TEAK OC PALESANDER SYSTEM Það eru óendanlegir möguleikar með Hillu system frá Húsgagnaverslun Reykjavikur. Hvort sem þér viljið skipta stofunni eða hafa upp við vegg, finnurðu örugglega réttu lausnina með „Hillu system". Komið og kynnið ykkur verð og möguleika. Eða hringið eftir myndalista. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem Húsgagnavei'slim Reykjavíkur hf. c BRAUTARHOLTI 2 SIMI 11940

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.