Tíminn - 20.10.1974, Side 40

Tíminn - 20.10.1974, Side 40
Sunnudagur 20. október. 1974 Tiniínner peningar Auglýsitf iHmanuni SÍS-FÓniJll SUNDAHÖFN fi/rir góóan mat ^ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS ,,...svo teiknaði ég líka skrattann" Hér er unga listakonan úr Kópavogi meö skáldinu, en hún teiknaOi allar myndirnar I bók Antons Helga, „Undir regnboga”. Timamynd: Kóbert. — rætt við Nonnu, sjö ára listakonu úr Kópavogi, og Tona, 19 ára skáld, en þau unnu saman að Ijóðabókinni Undir regnboga VIKAN 12. — 18. OKTÓBER Úrslit þingkosninganna i Bretlandi sem kunn urðu á föstudag i fyrri viku, komu ekki á óvart — og þó. Skoðana- kannanir höfðu spáð Verka- mannaflokknum yfirburðasigri, allt aö 15% meira atkvæða- magni en Ihaldsflokknum. Reyndin varð sú, að flokkur Harolds Wilsons forsætisráð- herra fékk mun minna fylgi i sjálfum kosningunum, og aðeins þriggja atkvæða meirihluta I neðri málstofunni. bessi naumi sigur verður til þess, að Wilson verður að fara sér hægt, t.d. er búizt við, að þjóðnýtingaráformum Verka- mannaflokksins verði að einhverju leyti stungið undir stól, Bretar verði áfram i Efna- hagsbandalagi Evrópu o.s.frv. Wilson ávarpaði brezku þjóðina i útvarpi og sjónvarpi á mánudagskvöld. I ræðunni hvatti hann til þjóðareiningar i baráttunni við efnahags- vandann — en efnahagskreppan er nú steðjar að brezku þjóöinni, er sú mesta frá lokum siðari heimsstyrjaldar. Forsætisráð- herrann lofaði löndum sinum hvorki gulli né grænum skógum I ræðu sinni, heldur sagði, að lifskjör þjóðarinnar færu fremur versnandi en batnandi á næstu 2-3 árum. Ræða Wilsons minnir að vissu leyti á hið fræga ávarp Winstons Churchills, þáverandi forsætisráðherra, sem hann flutti i neðri málstofunni, i upphafi siðari heimsstyrjaldar: — Ég lofa ykkur engu nema blóði, svita og tárum.... Brezka þjóðin axlaði byrðar striðsins með stakri þolinmæði og fórnarlund. Engin ástæöa er heldur til að ætla annað en hún standi af sér þann efnahagsvanda, er nú steðjar að. Urslit þingkosninganna geta orðið afdrifarik fyrir Edward Heath, leiðtoga thaldsflokksins. Þetta voru fjórðu kosningarnar, sem flokkurinn gekk til undir forystu Heaths — og þriðja tapið. Þegar eftir þingkosning- arnar i febrúar fyrr á þessu ári lögöu ýmsir til, að Heath segði af sér formennsku i Ihalds- flokknum, Óánægjuraddir innan flokksins hafa svo að sjálfsögðu orðið háværari eftir kosningarnar i fyrri viku. Sagt er, að Heath sé tregur til að segja af sér, en æ fleiri stuöningsmenn hans leggi aö honum að hætta formennsku. Sá, sem talinn er likiegasti eftirmaður Heaths, er án efa William Whitelaw, fyrrum trlandsmálaráðherra. Þó er óvist, hvort Whitelaw nýtur nægilegs fylgis innan Ihalds- flokksins, en úr þvi verður fljót- lega skorið, aö sögn frétta- skýrenda. ★ Henry Kissinger, utónrikis- ráðherra Bandarikjanna, sneri heim á þriðjudag úr för sinni til Miðjarðarhafslanda. Kissinger hefur hvað eftir annað lýst þvi yfir, að hann sé bjartsýnn á friðarhorfur i löndunum . fyrir botni Miðjarðarhafs — og bjart- sýni leiðtoga Araba virðist hafa aukizt við heimsókn utanrikis- ráðherrans. Aftur á móti er Israelsstjórn á varðbergi: Almenningur I Israel er and- vígur þvi, að gerðir verði friöar- samningar viö Araba á þeim grundvelli, að tsraelsmenn skili aftur þeim landsvæðum, er þeir hertóku i sjö daga striðinu árið 1967. Þá óttast ísraelsstjórn ný átök viö Araba, og i vikunni bárust fréttir af miklum her- æfingum Israelsmanna i nánd við vopnahléslinurnar, er dregnar voru i vopnahléssamn- ingunum i fyrravetur. Enn rikir þvi spenna i þessum heims- hluta, þrátt fyrir viðleitni Kiss- ingers til að draga úr henni — en ómögulegt er að segja til um á þessu stigi, hvort för utanrikis- ráöherrans hefur einhvern árangur borið. ★ Gerald Ford Bandarikja- forseti á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. I vikunni voru birtar niðurstöður skoðanakönnunar um vinsældir Fords. t ljós kom, að mjög hefur dregið úr þeim frá þvi hann tók viö embætti af Richard Nixon. Nú lýstu 50% aðspurðra yfir stuðningi við forsetann, en 71% áður. Þá á Ford enn i striði við Bandarikjaþing. Forsetinn beitti sem kunnugt er neitunar- valdi til að koma i veg fyrir, að samþykkt þingsins um afnám hernaöaraðstoðar við Tyrki næði fram að ganga. Tvo þriðju hluta þingmanna i hvorri deild þarf til að hnekkja neitunar- valdi forsetans. Sá aukni meiri- hluti náðist ekki, þannig að Ford getur að minnsta kosti glaðzt yfir einum unnum sigri. Deilur hans við þingið hafa bakað honum erfiðleika — erfiðleika, sem geta reynzt honum þungir I skauti i framtiðinni, t.d. i forsetakosningunum að tveimur árum liðnum. ★ Á mánudag hófust réttarhöld yfir fimm nánum samstarfs- mönnum Nixons, fyrrum Bandarikjaforseta. Þeir eru ákæröir fyrir að hafa reynt að stöðva rannsókn innbrotsins i Watergate -bygginguna — þess glæps, sem öðlazt hefur meiri frægð er. nokkur annar nú i seinni tið. Réttarhöld i Water- gate-málinu svonefnda eiga ef- laust eftir að standa nokkra mánuði. Saksóknarinn i málinu lýsti yfir þvi strax i upphafi, að hann hefði tiltæk sönnunargögn, er sönnuðu sekt Nixons, fyrrum forseta — meira að segja sönnuðu, að hann hefði verið höfuðpaurinn i samsærinu. Sé þessi staðhæfing rétt, kemur hún sér afar illa fyrir Ford, sem hefur náðað Nixon. Sú ákvörðun mæltist á sinum tima illa fyrir. Komi I ljós, að þáttur- Nixons hafi verið stærri en fyrr var talið, getur það enn eflt and- stöðu við Fprd. Gsal-Reykjavik — Rannveig Jóna Halisdóttir heitir ung iistakona. Hún er sjö ára og er kölluð Nonna. Fyrir stuttu birtust teikningar eftir hana I fyrsta sinn opinber- lega, — i ljóðabók kunningja hennar, Antons Helga Jónssonar. — Hann bað mig um að teikna i bókina, sagði Nonna, þegar við hittum hana að máli fyrir stuttu i fylgd með skáldinu. Hún er ljós- hærð og var dálitið feimin við blaðamanninn. — Já, það var dálitið erfitt að teikna i bókina. Erfiðast var að teikna myndina af Tona, sagði hún. Myndin af Tona, þ.e. höfund- inum, prýðir bakhlið bókarinnar. 1 skólanum finnst Nonnu mest gaman að teikna, en svo er húr, lika að læra á blokkflautu. Hún er nemandi i Kópavogsskóla. — Hvað teiknaðir þú i bókina? — Ég teiknaði Tona, fólk og dýr. Svo teiknaði ég lika skratt- ann. Nonna brosir gegnum hárið. Hún hefur lesið bókina og finnst hún góð. Anton Helgi sagði við okkur, að hann hefði orðið opinbert skáíd 9 ára. — Ég slysaðist til að senda vlsubotn i þátt i útvarpinu og leið óhemju miklar sálarkvalir, þegar hann var lesinn upp. Ismail Fahmi, utanrikisráð- herra Egyptalands, hélt til Moskvu I fyrri viku i þvi skyni að bæta sambúð Egypta og Sovétmanna, sem verið hefur stirð um skeið .Engum sögum fer af niðurstöðu viðræðna Fahmis við sovézka ráðamenn. Augljóst er hins vegar, að Sovétstjórnin litur för Kissingers til Miðjarðarhafs- landa og viðtökur þær, er hann fékk hjá leiðtogum Araba, allt annað en hýru auga. Sovézkum ráöamönnum sviður sárt, að Bandarikjastjórn hafi náð slik- um itökum i löndum Araba — löndum, sem mjög voru háö Sovétrikjunum allt þar til striðið milli Araba og tsraelsmanna I fyrrahaust brauzt út. Það er þvi liklegt, að Sovétstjórnin setji skilyrði fyrir bættri sambúð við Egypta — þess efnis, að stjórn Egypta- Anton er 19 ára kennaranemi, og bókin heitir „Undir regn- boga.” Nonna sagðist aldrei hafa kom- ið undir regnboga. Hún veit þó gjörla hvernig þar er umhorfs, ef marka má teikningu hennar á kápunni. — Ég fór með handritið til út- gefanda, en ég fékk engin loforð, svo ég ákvað að gefa þetta út sjálfur. Ég vona bara7að i fram- tiðinni þroskist eg i ljóðagerðinni og Nonna i teikningu. — Svo þið ætlið að vinna saman að næstu bók? — Það veit enginn hvað fram- tiðin ber i skauti sinu, sagði skáldið, en ungi teiknarinn hvisl- aði: Já. Við birtum hér eitt ljóð úr bók- inni, sem nefnist einfaldlega „Ljóð”. Ljóð Illa gengur mér að læra reglurnar nema hitt sé að ég hafi ekki stjórn á farkostinum þvi eitt er vist: oft ek ég tilfinningum mlnum yfir á rauðu ljósi. lands sliti hin nánu tengsí við Bandarikin. William Simon, fjármála- ráðherra Bandarikjanna, hélt sömuleiðis til Moskvu i fyrri viku. Tilgangur þeirrar farar var að freista þess að ná sam- komulagi við Sovétstjórnina um viðskipti stórveldanna i fram- tiðinni. Sem kunnugt er greip Bandarikjastjórn i taumana og bannaði útflutflutning á miklu magni korns til Sovétrikjanna vegna uppskerubrests. Ljóst er, að sovézkir ráðamenn hafa tekið þessa ákvörðun óstinnt upp: t ræðu, sem Leonid Brezjneff, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins, hélt i veizlu á þriðjudagskvöld I tilefni heimsóknar Simons, var hann harðorður i garð Banda- rikjamanna. Brezjneff varaði þá við afskiptum af innanrikis- Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.