Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2004, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 28.12.2004, Qupperneq 8
28. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Japanska dómsmálaráðuneytið fjallar um Fischer: Ákvörðunar að vænta eftir áramót UTANRÍKISMÁL Ekki er talið að hreyf- ing komist á mál skákmeistarans Bobbys Fischer í Japan fyrr en eft- ir áramót, að sögn Sæmundar Páls- sonar, fyrrverandi lögreglumanns og vinar Fischers. „Lögfræðingur Fischers fékk þau svör í dómsmálaráðuneytinu í Japan að þar þyrftu menn tóm til að skoða málið og ekki væri von á nein- um svörum fyrr en eftir áramót,“ sagði Sæmundur. Hann sagði að Masako Suzuki, lögfræðingur Fischers, ynni ötullega að málum hans og hefði komið á framfæri harðorðum mótmælum vegna máls- meðferðarinnar sem hann hefur fengið. „Hún segir að allar lagaleg- ar forsendur skorti fyrir því að meina honum að koma til Íslands.“ Stuðningshópur Bobbys Fischer hér á landi hittist klukkan fjögur í gær og sagðist Sæmundur myndu upplýsa fundargesti um viðræður hans við Fischer og líðan hans yfir hátíðarnar. Sæmundur og Fischer eru í daglegu símasambandi og kvaðst Sæmundur til dæmis hafa rætt við hann fimm sinnum í síma á aðfanga- og jóladag. - óká Skrílslæti áður þekkt í kringum áramót Bæjarstjóri Grindavíkur segir allra leiða verða leitað til að koma í veg fyrir að ólæti um miðnætti á jóladag endurtaki sig. Skrílslæti hafa áður þekkst í Hafnarfirði, á Sel- fossi og Sauðárkróki í kringum áramót þó að nokkuð langt sé um liðið. LÖGREGLA Bæjarráð Grindavíkur hittist á morgun til að ræða ólæti sem brutust út á jóladagskvöld fimmtu jólin í röð. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að í samráði við bæjarbúa verði leitað allra leiða til koma í veg fyrir að þetta ástand verði viðvarandi. Slík skrílslæti hafa þekkst á gamlárskvöld og þrettándanum á fleiri stöðum á landinu í gegnum tíðina. „Það var auðséð að við réðum ekkert við ástandið. Þarna voru á ferð nokkrir ólátabelgir sem höfðu safnað áhorfendum sem hvöttu þá til dáða,“ segir Hlöðver Magnússon, aðstoðarvarðstjóri á Selfossi, en þar var ástandið slæmt á þrettándanum um nokk- urt skeið. Hlöðver meiddist á auga og á höfði í látum árið 1980 þegar hann fékk tvö klakastykki í hausinn sem kastað var að lög- reglumönnunum. Næstu tvö ár á eftir var fengin hjálp frá lögregl- unni úr Reykjavík til að vinna bug á ástandinu. Guðjón Axelsson, hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ástandið hafi verið orðið gott um árið 1985. Fram að þeim tíma hafi óeirðaseggirnir hent drasli og dóti út á götur, hvolft úr ruslafötum og brotið rúður í húsum. Hann segir að upphaflega hafi slík læti verið bundin við gamlárskvöld þegar ekkert sjónvarp var. En ólætin hafi færst yfir á þrettándann þeg- ar föst dagskrá var í sjónvarpinu á gamlárskvöld. Ófremdarástand var í Hafnar- firði í tuttugu til þrjátíu ár á þrett- ándanum þar til fyrir um tíu árum síðan. Þar safnaðist fjöldi ung- menna saman í miðbænum. Rúður voru brotnar, bílum velt og bátar dregnir eftir götum. Ólafur Emilsson, hjá lögreglunni í Hafn- arfirði, segir að með samstilltu átaki margra hafi tekist að vinna bug á ólátunum og er Hafnar- fjörður nú friðsæll og til fyrir- myndar á þrettándanum. Stríðsástand var á Sauðárkróki á gamlárskvöld í fjölda ára. Bæj- aryfirvöldum, sýslumanni og lög- reglu tókst hins vegar að stöðva þróunina og hefur ástandið verið mjög gott síðustu 23 ár að sögn Guðmundar Óla Pálssonar, varð- stjóra á Sauðárkróki. Guðmundur segir að ólætin hafi byrjað um kvöldmatarleytið á gamlárskvöld og þau hafi staðið í þrjá til fjóra klukkutíma. hrs@frettabladid.is Þú færð þá hjá flugeldasölum íþróttafélaganna og víða annars staðar. GLÓANDI FJÖLSKYLDUPAKKAR Gull, Silfur og brons fjölskyldupakkarnir okkar eru þeir fallegustu   og öflugustu sem sést hafa á markaðnum. VILTU MIÐA! Sendu SMS skeytið BTL JKF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar eru Miðar á Jamie Kennedy, DVD myndir, CD´s og margt fleira. JÓLAPAKKARNIR Lilja Nótt þarf kannski að skipta einhverju sem hún fékk í jólagjöf. JÓLAVERSLUNIN Viðbúið er að margir leggi leið sína í verslanir nú eftir jólin til að skila eða skipta illa heppnuðum jólagjöfum. Bregður þá sumum í brún að finna vörurnar sem keyptar voru á fullu verði fyrir jól, nú á útsöluprís. „Kassakvittun verður að fylgja öllum skilavörum. Það er ófrávíkj- anleg regla ef fólk vill fá fullt verð fyrir vöruna,“ segir Jóhannes Jó- hannesson framkvæmdastjóri Ikea. „Við tökum hins vegar við öllum vörum sem eru ósamsettar en ef skilað er án kvittunar gildir það verð sem er í gangi í búðinni á hverjum tíma.“ Bækur eru klassískar skipta- vörur en að sögn Erlu Maríu Ólafsdóttur verslunarstjóra tek- ur Mál og menning með glöðu geði á móti öllum bókum. „Fólk þarf samt að greiða ákveðið skilagjald fyrir bækur sem ekki eru keyptar hjá okkur.“ Skila- gjaldið er 250 krónur en Erla leggur áherslu á að þetta sé ein- göngu kostnaður búðarinnar við að taka við bókunum og skila þeim aftur til útgefenda. ■ Skilað og skipt eftir jólin: Kassakvittun tryggir fullt verð SÆMUNDUR PÁLSSON Sæmundur er vinur skákmeistarans Bobbys Fischer, en þeir kynntust þegar Fischer atti kappi við Boris Spasskí um heimsmeistaratitilinn í skák hér á landi árið 1972. Fischer hefur verið í varðhaldi í Japan síðan í sumar, þegar hann var hand- tekinn fyrir að vera með ólöglegt vegabréf. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Í HAFNARFIRÐI Ungmenni handtekin vegna óláta árið 1989. Í Hafnarfirði, á Selfossi og Sauðárkróki voru það stálpaðir unglingar sem stóðu fyrir ólátunum. Í Grindavík er það hins vegar fólk á milli tvítugs og þrítugs sem varð uppvíst að ólátum á jólunum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.