Fréttablaðið - 06.01.2005, Side 43

Fréttablaðið - 06.01.2005, Side 43
Fimmtudagur... ... í hádeginu kemur Þórunn Stef- ánsdóttir söngkona fram í Tónlistar- skóla Garðabæjar í tilefni af fertugs- afmæli skólans. Hún syngur gospellög, söngleikjalög og aríur, en Agnes Löve skólastjóri leikur með á píanó. ... þeir sem vilja kynna sér hvað yngri kynslóð íslenskra listamanna er að fást við ættu endilega að leggja leið sína í Listasafn Íslands, þar sem nú stendur yfir sýningin Ný íslensk myndlist. Klukkan þrjú kemur þar fram Egill Sæbjörnsson og spjallar við sýningargesti í tengslum við verk sitt You Take All My Time. ... um kvöldið er svo hægt að bregða sér á minningartónleika um rokkarann mikla, Pétur W. Kristjáns- son, sem hefjast klukkan 22 á Broad- way. Þar koma fram hljómsveitir og listamenn á borð við KK-Sextett, Kristján Hreinsson skáld, Pops, Svan- fríður, Björgvin Gísla, Diddi fiðla, Paradís, Mezzoforte, Start, Bjartmar Guðlaugsson, Garg, Sálin hans Jóns míns og Páll Rósinkrans. Kynnar verða Þorgeir Ástvaldsson, Hermann Gunn- arsson og Gunnlaugur Helgason. Föstudagur... ... að ný- loknum ára- mótum finnst mörgum alveg hreint ómissan- di að bregða sér í betri fötin og skreppa á Vín- a r t ó n l e i k a . Sinfóníuhljóm- sveit Íslands stendur sig vel í þeim efnum og heldur ferna nýárstónleika nú í þessari viku þar sem Ingveldur Ýr Jónsdóttir syng- ur ljúfa og skemmtilega valsa frá Vín- arborg. Næstsíðustu tónleikarnir hefj- ast klukkan hálfátta á föstudagskvöld- ið. ... mörg- um er hlýtt til Péturs heitins Kristjánsson- ar. Ein þekk- tasta sveit 68- kynslóðarinn- ar, unglinga- hljómsveitin Pops, ætlar að rokka feitt á Kringlu- kránni í minningu Péturs og hefur fengið til liðs við sig sjálfan Rúnar Júl- íusson. Sannkölluð „sixties“ sveifla verður á staðnum þegar öðlingarnir flytja alla gömlu smellina með Bítlun- um, Stones, Kinks og Small Faces. ... síðan væri ekki vitlaust að bregða sér í stuðið með snúðunum Atla skemmtana- löggu og Áka pain, sem ætla að halda uppi dúnd- urstemningu fram eftir nóttu á Pravda. Laugardagur... ... klukkan átján verður opnuð sýn- ing í gallerí Kling og Bang að Lauga- vegi 23. Þar er á ferðinni Heimir Björgúlfsson með fjórðu einkasýningu sína hér á landi, sem hann nefnir „Alca torda vs. rest“. ... þeir sem vilja skemmta sér þegar líða tekur á laugardagskvöldið gætu til dæmis brugðið sér í Kópavoginn þar sem Stórsveit Hermanns Inga gefur gleðinni lausan tauminn á Café Catalinu. ... á Broadway kveður samt við svo- lítið annan tón því þar ætla stelpurnar í Nina Sky að spila ásamt úrvali íslenskra hip hop tónlistarmanna. FIMMTUDAGUR 6. janúar 2005 BÍÓ Jimmy Fallon úr Sat- urday Night Live- þáttunum fer með sitt fyrsta að- alhlutverk í Hollywood í mynd- inni Taxi sem einnig verður frumsýnd á morgun. Taxi, sem er byggð á franskri samnefndri mynd eftir handriti Luc Besson, fjallar um klaufskan lögreglu- mann í New York (Fallon) sem setur flest á afturendann. Hann sest í leigubíl með Belle (Queen Latifah) eftir að hann fréttir af bankaráni í grenndinni og fram- haldið verður afar spaugilegt. Leikstjóri: Tim Story, sem áður leikstýrði Barbershop. Aðalhlutverk: Queen Latifah, Jimmy Fallon, Jennifer Esposito, Gisele Bundchen og Henry Simmons. Orðspor: Myndin fær heldur slaka dóma erlendra gagn- rýnenda sem telja hana ekki komast á hálfkvisti við frönsku fyrirmyndina. BÍÓ Róman- tíska gam- anmyndin Alfie verður frumsýnd á morgun. Alfie er endurgerð samnefndrar breskrar myndar frá árinu 1966 með Michael Caine í aðalhlutverki. Nýja myndin gerist í New York og fjallar um bílstjórann Alfie sem talar við myndavélina á sama tíma og hann dregur konur borgarinnar á tálar. Hann þarf loks að endurskoða líf sitt þegar hann neyðist til að takast á við glundroðann sem hann hefur skapað. Leikstjóri: Charles Shyer, sem áður hefur m.a. leikstýrt Baby Boom og Father of the Bride 2. Aðalhlutverk: Jude Law, Marisa Tomei, Jane Krakowski, Susan Sarandon, Omar Epps og Nia Long. Orðspor: Gagnrýnendur eru flestir ánægðir með frammi- stöðu Jude Law. Sumir telja þó að erfitt sé að finna til samúðar með aðalpersónunni. 3 dagar...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.