Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.01.2005, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 06.01.2005, Qupperneq 43
Fimmtudagur... ... í hádeginu kemur Þórunn Stef- ánsdóttir söngkona fram í Tónlistar- skóla Garðabæjar í tilefni af fertugs- afmæli skólans. Hún syngur gospellög, söngleikjalög og aríur, en Agnes Löve skólastjóri leikur með á píanó. ... þeir sem vilja kynna sér hvað yngri kynslóð íslenskra listamanna er að fást við ættu endilega að leggja leið sína í Listasafn Íslands, þar sem nú stendur yfir sýningin Ný íslensk myndlist. Klukkan þrjú kemur þar fram Egill Sæbjörnsson og spjallar við sýningargesti í tengslum við verk sitt You Take All My Time. ... um kvöldið er svo hægt að bregða sér á minningartónleika um rokkarann mikla, Pétur W. Kristjáns- son, sem hefjast klukkan 22 á Broad- way. Þar koma fram hljómsveitir og listamenn á borð við KK-Sextett, Kristján Hreinsson skáld, Pops, Svan- fríður, Björgvin Gísla, Diddi fiðla, Paradís, Mezzoforte, Start, Bjartmar Guðlaugsson, Garg, Sálin hans Jóns míns og Páll Rósinkrans. Kynnar verða Þorgeir Ástvaldsson, Hermann Gunn- arsson og Gunnlaugur Helgason. Föstudagur... ... að ný- loknum ára- mótum finnst mörgum alveg hreint ómissan- di að bregða sér í betri fötin og skreppa á Vín- a r t ó n l e i k a . Sinfóníuhljóm- sveit Íslands stendur sig vel í þeim efnum og heldur ferna nýárstónleika nú í þessari viku þar sem Ingveldur Ýr Jónsdóttir syng- ur ljúfa og skemmtilega valsa frá Vín- arborg. Næstsíðustu tónleikarnir hefj- ast klukkan hálfátta á föstudagskvöld- ið. ... mörg- um er hlýtt til Péturs heitins Kristjánsson- ar. Ein þekk- tasta sveit 68- kynslóðarinn- ar, unglinga- hljómsveitin Pops, ætlar að rokka feitt á Kringlu- kránni í minningu Péturs og hefur fengið til liðs við sig sjálfan Rúnar Júl- íusson. Sannkölluð „sixties“ sveifla verður á staðnum þegar öðlingarnir flytja alla gömlu smellina með Bítlun- um, Stones, Kinks og Small Faces. ... síðan væri ekki vitlaust að bregða sér í stuðið með snúðunum Atla skemmtana- löggu og Áka pain, sem ætla að halda uppi dúnd- urstemningu fram eftir nóttu á Pravda. Laugardagur... ... klukkan átján verður opnuð sýn- ing í gallerí Kling og Bang að Lauga- vegi 23. Þar er á ferðinni Heimir Björgúlfsson með fjórðu einkasýningu sína hér á landi, sem hann nefnir „Alca torda vs. rest“. ... þeir sem vilja skemmta sér þegar líða tekur á laugardagskvöldið gætu til dæmis brugðið sér í Kópavoginn þar sem Stórsveit Hermanns Inga gefur gleðinni lausan tauminn á Café Catalinu. ... á Broadway kveður samt við svo- lítið annan tón því þar ætla stelpurnar í Nina Sky að spila ásamt úrvali íslenskra hip hop tónlistarmanna. FIMMTUDAGUR 6. janúar 2005 BÍÓ Jimmy Fallon úr Sat- urday Night Live- þáttunum fer með sitt fyrsta að- alhlutverk í Hollywood í mynd- inni Taxi sem einnig verður frumsýnd á morgun. Taxi, sem er byggð á franskri samnefndri mynd eftir handriti Luc Besson, fjallar um klaufskan lögreglu- mann í New York (Fallon) sem setur flest á afturendann. Hann sest í leigubíl með Belle (Queen Latifah) eftir að hann fréttir af bankaráni í grenndinni og fram- haldið verður afar spaugilegt. Leikstjóri: Tim Story, sem áður leikstýrði Barbershop. Aðalhlutverk: Queen Latifah, Jimmy Fallon, Jennifer Esposito, Gisele Bundchen og Henry Simmons. Orðspor: Myndin fær heldur slaka dóma erlendra gagn- rýnenda sem telja hana ekki komast á hálfkvisti við frönsku fyrirmyndina. BÍÓ Róman- tíska gam- anmyndin Alfie verður frumsýnd á morgun. Alfie er endurgerð samnefndrar breskrar myndar frá árinu 1966 með Michael Caine í aðalhlutverki. Nýja myndin gerist í New York og fjallar um bílstjórann Alfie sem talar við myndavélina á sama tíma og hann dregur konur borgarinnar á tálar. Hann þarf loks að endurskoða líf sitt þegar hann neyðist til að takast á við glundroðann sem hann hefur skapað. Leikstjóri: Charles Shyer, sem áður hefur m.a. leikstýrt Baby Boom og Father of the Bride 2. Aðalhlutverk: Jude Law, Marisa Tomei, Jane Krakowski, Susan Sarandon, Omar Epps og Nia Long. Orðspor: Gagnrýnendur eru flestir ánægðir með frammi- stöðu Jude Law. Sumir telja þó að erfitt sé að finna til samúðar með aðalpersónunni. 3 dagar...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.