Fréttablaðið - 09.01.2005, Qupperneq 4
4 9. janúar 2005 SUNNUDAGUR
Kjötmjölsverksmiðjan á Suðurlandi:
Uppsögnum frestað um mánuð
LANDBÚNAÐUR Ákveðið hefur verið
að fresta um mánuð uppsögnum hjá
kjötmjölsverksmiðjunni Kjötmjöli
ehf. meðan reynt er til þrautar að ná
samningum um sölu verksmiðjunn-
ar, að sögn Torfa Áskelssonar verk-
smiðjustjóra. Eignarhaldsfélag í
eigu KB banka á og rekur verk-
smiðjuna, en Sorpstöð Suðurlands
hefur hug á að kaupa reksturinn.
Verksmiðjan hefur um árabil
verið rekin sem förgunarverk-
smiðja fyrir sláturúrgang, sem er
brenndur og malaður í kjötmjöl sem
svo er urðað. Áður var selt kjötmjöl
í dýrafóður og gróðuráburð en því
var hætt af heilbrigðisástæðum.
Torfi telur að bankinn komi til
með að þurfa að afskrifa töluverða
upphæð áður en til sölu verksmiðj-
unnar getur komið, þannig að hún
hafi rekstrargrundvöll. Hann segir
illa hafa gengið að fá stjórnvöld að
málinu. Þrátt fyrir yfirlýsingar úr
landbúnaðarráðuneyti um mikil-
vægi verksmiðjunnar hafa stjórn-
völd ekki komið fram með tillögur
til lausnar og virðist sem í stjórn-
sýslunni sé ekki sátt um hvort verk-
smiðjan skuli heyra undir
landbúnaðar- eða umhverfisráðu-
neyti. - óká
RAFMAGN Tryggvi Þór Haraldsson,
forstjóri Rafmagnsveitna ríkisins,
segir verðhækkanir á rafmagni til
húshitunar verði á bilinu 15-20
prósent, vegna breytinga á lögum
um raforkusölu.
Kristján Möller, þingmaður
Samfylkingar, segir þessa hækkun
koma sem rýtingsstungu í bakið á
þeim sem búa við þennan upphit-
unarkost. Í umræðunni um breytt
raforkulög hafi verið áætlaðar 230
milljónir í niðurgreiðslu vegna
þessa og alltaf hafi verið talað um
ef það dygði ekki til, yrði bætt úr
því. „Valgerður Sverrisdóttir og
ríkisstjórnin verður að gjöra svo
vel og koma með meiri pening.
Það segir sig sjálft þegar 230
milljónir duga ekki fyrir þessari
hækkun á dreifbýlisupphitun.“
Birkir Jónsson, þingmaður
Framsóknarflokks og formaður
iðnaðarnefndar, segir iðnaðar-
nefnd muni skoða málið. Reynsla í
nýskipuðu umhverfi raforkumála
eigi eftir að koma í ljós og gjald-
skrá orkufyrirtækjanna sé að birt-
ast þessa dagana. „Í framhaldi
munum við meðal annars athuga
stöðu þeirra rafnotenda sem
þarna um ræðir. Við fjárlagagerð-
ina núna í haust var gengið út frá
því að þessar 230 milljónir myndu
að öllum líkindum leiða til þess að
þessir notendur yrðu jafnsettir og
áður. Nú er greinilega komið í ljós
að þessir fjármunir eru ekki næg-
ir. Það er á hreinu að iðnaðarnefnd
á eftir að vinna mikið í þessari lög-
gjöf á þessu ári og í framtíðinni.“
Meðalhækkun raforkuverðs
RARIK í dreifbýli verður tæp átta
prósent, en engin í þéttbýli. Helstu
ástæður þessa hækkana er að ekki
má lengur selja rafmagn á mis-
munandi verði eftir því til hvers
rafmagnið er notað. Þá felldi
Landsvirkjun niður 34 aura verð-
afslátt nú um áramót, sem kemur
til með að hækka rafmagnsverð
allra. Kristján Haraldsson, for-
stjóri Orkubús Vestfjarða, segir
að breytingar á verðtöxtum verði
kynntar í næstu viku, en hjá þeim
sem einnig kaupa almennt raf-
magn verði nánast engin hækkun
á raforkuverði. Tekjur fyrirtækis-
ins munu ekki hækka vegna orku-
sölu, heldur mun nýtt verð
endurspegla tilfærslur á milli
taxta. svanborg@frettabladid.is
HÁLKA Á VESTURLANDI Lögregl-
an í Borgarnesi, Stykkishólmi og
Ólafsvík þurfti um helgina að að-
stoða ökumenn vegna minnihátt-
ar óhappa sem tengjast mikilli
hálku á vegum Vesturlands og
Snæfellsness. Hált snjólag er á
flestum vegum og eru ökumenn
hvattir til að fara með gát.
ÓFÆRT Á TRÖLLASKAGA Nánast
ófært hefur verið í umdæmi lög-
reglunnar í Ólafsfirði og á Dal-
vík alla helgina. Mikill snjór
hefur verið á þjóðvegunum en
stöðug ofankoma og vindur hefur
spillt færðinni jafnóðum og rutt
er. Lögregla þurfti að aðstoða
nokkra ökumenn vegna ófærðar-
innar en engin umferðaróhöpp
urðu í vetrarríkinu fyrir norðan.
VOND FÆRÐ Á SIGLUFIRÐI Snjó
kyngdi niður í umdæmi lögregl-
unnar á Siglufirði í gær. Spilltist
umferð mikið á götum bæjarins
og höfðu menn ekki undan að
halda helstu umferðaræðum opn-
um. Gífurleg hálka er undir
snjónum og vill lögregla beina
varnaðarorðum til ökumanna í
nágrenni Siglufjarðar vegna mik-
ils fannfergis og erfiðrar færðar.
ÞUNGFÆRT Á HÚSAVÍK Lögreglan
á Húsavík hafði í nógu að snúast
að draga og ýta pikkföstum bíl-
um í Húsavíkurbæ og nágrenni á
laugardag. Snjókoma var mikil á
svæðinu og hægt gekk að ryðja
götur. Mikil hálka er undir snjón-
um, en margir ökumenn drifu
ekki í gegnum stóra skafla á veg-
unum. Lítið þarf til að færð
spillist á þessum slóðum ef
hvessir og heldur áfram að
snjóa.
FLUGHÁLKA Í VÍK Lögreglan í Vík
í Mýrdal þurfti að aðstoða öku-
mann sem hafði misst bíl sinn út
af þjóðveginum við Eldhraun í
flughálku á laugardag. Ökumann-
inum varð ekki meint af. Gler-
hált er á Mýrdalssandi og í
nágrenni Víkur, og þarf lítið út af
að bera til að illa fari ef menn
aka ekki miðað við aðstæður.
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
DANSfjörið
er í
Magad
ans
Bollyw
ood Afró
Salsa Fun
kJazz Magad
ans
ll
l
Natasja
Edna
Maria Dianne
Carlos
Yesmine Maher
TangóFlame
ncól
Minerva Hany & Bryndís
Kramhúsinu
www.kramhusid.is
Símar:
551-5103
551-7860
Námskeiðin hefjast 10. janúar 2004
Breakd
ans
Hip ho
p
Karabí
skir
dansar
:
Balkan
dansar
l
Veska
BIRKIR JÓN JÓNSSON
Formaður iðnaðarnefndar segir að ræða
þurfi nýsett raforkulög í iðnaðarnefnd nú á
þessu ári og í framtíðinni.
Verðhækkanir á bilinu
15 til 20 prósent
Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðhækkanir á rafmagni til húshitunar
rýtingsstungu í bakið á þeim sem búi við þennan upphitunarkost. Formaður
iðnaðarnefndar segir stöðu þessara rafnotenda verða skoðaða.
BÍLVELTA OG BÍLBRUNI Ökumað-
ur missti stjórn á bíl sínum á
Hafnarfjarðarvegi við Kópavogs-
læk og velti honum á tíunda tím-
anum á föstudagskvöldið. Bíllinn
skemmdist nokkuð en engin slys
urðu á fólki. Þá var tilkynnt um
fólksbíl sem stóð í björtu báli á
Smiðjuvegi aðfaranótt laugar-
dags. Bíllinn er gjörónýtur en
lögregla rannsakar málið sem
íkveikju.
Í SVÍNABÚI Svínabændur segja fóður-
kostnað aukast hjá sér vegna þess að þeir
þurfi að kaupa sojaolíu að utan til að
blanda í svínafóður, í stað þess að fá að
kaupa fitu úr kjötmjölsverksmiðjunni á
Suðurlandi líkt og áður var heimilt.
UMMERKI ELDSVOÐANS VIÐ
HVERFISGÖTU 61
Húsið á Hverfisgötu 61 er steinhús, en eld-
urinn var mestur á annarri hæð. Skemmdir
eru miklar en húsið reyndist mannlaust er
slökkvilið bar að garði.
Reykjavík:
Eldsvoði á
Hverfisgötu
ELDSVOÐI Allt tiltækt slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins var kallað
að brennandi húsi við Hverfisgötu
61 klukkan þrjú aðfaranótt laug-
ardags. Efri hæð hússins var al-
elda þegar slökkviliðið bar að, en
húsið reyndist mannlaust þegar
að var gáð. Vegna eldsins þurfti
að rýma tvö nærliggjandi hús
meðan á slökkvistarfi stóð. Miklar
skemmdir urðu á húsinu af völd-
um eldsins, en eldsupptök eru enn
ókunn. Húsið að Hverfisgötu 61 er
bakhús og stendur á horni Hverf-
isgötu og Frakkastígs. Vel gekk að
slökkva eldinn, en málið er til
rannsóknar hjá lögreglu. - þlg
RAFMAGN HÆKKAR
Verð á rafmagni hefur hækkað. Þeir sem kynda hús sín með rafmagni finna sennilega
mest fyrir hækkuninni.
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
113,8162
Heimild: Seðlabanki Íslands
SALA
GENGI GJALDMIÐLA 08.01.2005
GENGIÐ
Bandaríkjadalur 62,89 63,19
Sterlingspund 118,41 118,99
Evra 83,23 83,69
Dönsk króna 11,184 11,25
Norsk króna 10,1 10,16
Sænsk króna 9,205 9,259
Japanskt jen 0,6022 0,6058
SDR 96 96,58