Fréttablaðið - 09.01.2005, Side 16
16 9. janúar 2005 SUNNUDAGUR
Hann situr við veglegt taflborð –
sem hann fékk í kveðjugjöf eftir
stórmót á Kúbu – á kóngsvængn-
um, eins og hann kallar hús-
bóndaherbergið með stórfeng-
legu útsýni yfir Esjuna og flóann.
Á öðrum stað heimilisins er
drottningarvængurinn þar sem
eiginkonan nýtur fagurs sam-
spils borgar og náttúru. Í loftinu
dansa klassískir tónar og alls
staðar má sjá forvitnilega gripi
úr veröldinni og skákverðlaun í
formi útskorinna kistla, risatré-
hróka og alls hins óhefðbundna.
Óskabarn þjóðarinnar
Friðrik Ólafsson stórmeistari
sýndi barnungur undraverða
takta við taflborðið. Hann varð
Norðurlandameistari aðeins
sautján ára gamall og sigraði á
hverju stórmótinu á fætur öðru í
kjölfarið.
„Þá fór eiginlega allt á hvolf
og áhugi á skák reis upp úr öllu
valdi,“ segir hann og hlær við.
„Ég efast um að meiri skákáhugi
hafi vaknað síðar; jafnvel ekki
eftir heimsmeistaraeinvígi
Spasskís og Fischers 1972.“
Hann viðurkennir að hafa orð-
ið stjarna á þeirra ára mæli-
kvarða. „Það var svosem ekki
mikið að gerast og þótti merki-
legt að strákur frá lítilli eyju
skytist upp á stjörnuhimininn
með þessum árangri. Ég fékk
heillaóskaskeyti frá Íslendingum
alls staðar að og fannst það mikill
styrkur; mér þótti gott að finna
stuðninginn og fékk byr undir
báða vængi. Sem dæmi voru
þetta skeyti frá áhöfnum togara,
saumaklúbbum, húsmæðraskól-
um og kvennaskólum,“ minnist
Friðrik eilítið feimnislega og ját-
ar að trúlega hefði ekki verið
vandkvæðum bundið að finna
kvonfang á þeim tíma, þótt hann
hafi síst mælt velgengni í kven-
hylli og rómantískri athygli.
Sókndjarfur og aggressívur
Árið 1958 hlaut Friðrik fyrstur
Íslendinga nafnbótina stórmeist-
ari, en næsti íslenski stórmeist-
arinn varð Guðmundur Sigur-
jónsson 1975. Síðan hefur þeim
fjölgað um átta. Af ótal viður-
kenningum og verðlaunum; sem
og riddarakrossi og stórriddara-
krossi Hinnar íslensku fálkaorðu,
segir Friðrik stórmeistaratitilinn
hafa snortið sig mest.
„Ég var hreykinn af því að
verða stórmeistari enda gífurlegt
stökk upp á við. Þetta var svo
mikil viðurkenning á þeim tíma
og stór áfangi í skákheiminum.
Ég hef sjaldan lifað ánægjulegri
dag en þegar ég vissi að ég var
kominn í hóp stórmeistara svo til-
finningalega stendur sú viður-
kenning upp úr.“
Þegar Friðrik er spurður
hverjum var skemmtilegast að
mæta á taflborðinu nefnir hann
heimsmeistarann M. Tal.
„Hann var geysilega skemmti-
legur skákmaður sem sjaldan gat
setið á sér og setti allt upp í loft.
Djarfur og ótrúlega hugkvæmur.
Það var alltaf eins og maður sæti
á eldjalli en maður gat ekki ann-
að en tekið þátt í leiknum. Ég
bæði tapaði fyrir honum og vann.
Var sjálfur sókndjarfur og
aggressívur skákmaður því logn-
molla er ekki minn stíll. Maður
hefur þannig gengið of langt í
sókndirfskunni á stundum og tap-
að, en þá er bara að vinna næstu
skák í staðinn.“
Sönn vinátta sjaldgæf í skák-
heimi
Friðrik kynntist vel fyrrverandi
heimsmeistara Bobby Fisher
gegnum skákina, en þeir urðu
jafnir að vinningum þegar þeir
tefldu á millisvæðamótinu í Por-
toroz 1958 og fengu réttinn til að
taka þátt í áskorendamótinu í
skák, sem haldið var í Júgóslavíu
ári síðar. Sigurvegarinn í því
móti öðlaðist rétt til að tefla við
heimsmeistarann um heims-
meistaratitilinn, en Tal varð efst-
ur í Portoroz og einnig á áskor-
endamótinu 1959. Varð svo
heimsmeistari 1960.
„Sami hópurinn keppti á þess-
um stórmótum og yfirleitt gott
samband okkar á milli. Fischer
opnaði sig ef hann fann að maður
var ekki með neinn derring. Vita-
skuld vorum við allir keppinaut-
ar og fágætt að maður hleypti
öðrum inn á sig, nema treysta
þeim fullkomnlega. Slík vinátta
er sjaldgæf innan skákheimsins.“
Hann segir nokkra einhæfni
einkenna líf skákmanna. „Þannig
er með alla afreksmenn sem ná
langt. Maður er vakinn og sofinn
að hugsa um skákina, og dreymir
stundum lausnirnar ef maður er
ekki búinn að finna þær áður en
maður sofnar. Utanaðkomandi
finnast þeir kannski vera
fagídjótar en menn verða nánast
að vera það ef þeir ætla að ná ár-
angri. Mönnum tekst svo misvel
að leyna því. Þá er alltaf hætta á
að menn einangrist inni í sjálfum
sér því þeir eru svo agaðir og
gera lítið í því að útvíkka sjón-
deildarhringinn að öðru leyti.
Maður verður að treysta á sig
sjálfan og engan annan. Berja í
sjálfan sig stálinu og sannfæra
sig um að maður geti komist alla
leið og borið sigur úr býtum. Það
hlýtur að skína í gegn að miklir
skákmenn hafa mikið sjálfs-
traust en fyrir bragðið verða þeir
kannski eitthvað hrjúfari og þola
síður að þeim sé mótmælt.“
Hamingjan valin
Friðrik hætti að tefla þegar hann
tók við starfi forseta Alþjóða-
skáksambandsins FIDE, sem
hann gengdi frá árinu 1978 til
1982. Áður hafði hann lagt skák-
ina á hilluna þegar hann gerðist
fjölskyldumaður og nam lög-
fræði við Háskóla Íslands.
„Ég vildi ekki gera skákina að
lifibrauði. Það kostar óhemju
sjálfsaga og maður verður að
gefa sig allan í það – af lífi og sál.
Ég velti fyrir mér hamingjunni;
hvort ég fyndi hana í skákinni.
Ég er ekki viss um að afreks-
menn í íþróttum, seldir og keypt-
ir milli félaga séu endilega ham-
ingjusamir í því rótleysi sem því
fylgir og oft án fjölskyldu. Þeir
sem ná langt verða oft einrænir
og skortir fyllingu, og því já-
kvætt að hafa eitthvað annað
með. Að kvænast hafði sínar
breytingar í för með sér. Ég gerði
upp við mig að kjósa fjölskyldu-
lífið, sem þýddi að skákin hafði
engan sérstakan forgang lengur.“
Þegar Friðrik hugsar um
kostnaðinn í persónulegum fórn-
um segist hann ekki sjá eftir því
að taka þessa ákvörðun.
„Hefði ég brotið allar brýr að
baki mér hefði ég trúlega komist
langleiðina á toppinn. Það var
líka veruleg forsenda fyrir þess-
ari ákvörðun að litlir peningar
voru í skákinni á þessum tíma.
Hefðu þeir verið í líkingu við
þær upphæðir sem sjást í skák-
heiminum í dag hefði maður
kannski hugsað sig svolítið um og
verið sæmilega öruggur um að
hafa ofan í sig og sína. Sovét-
menn höfðu mikla yfirburði á
skáksviðinu á þessu tímabili en
héldu í rauninni atvinnumennsku
í skákinni niðri. Skákin var
þjóðaríþrótt hjá þeim – og er
reyndar enn – og allir sovéskir
skákmeistarar sem eitthvað kvað
að þáðu laun hjá ríkinu – voru í
rauninni opinberir starfsmenn.
Það mætti því kalla þetta dulbúna
atvinnumennsku. Sovétmenn
lögðust gegn því leynt og ljóst að
miklir peningar kæmu í skákina
og há verðlaun – og þóknun til
skákmeistara fyrir þátttöku í
skákmótum var þeim lítið áhuga-
mál. Skákin var víst of göfug
fyrir slíkt. Þegar sovéskir skák-
Stórmeistari á tímamótum
Það er sérstaklega bjart yfir alþjóðlega stórmeistaranum og lögfræðingnum Friðriki Ólafssyni. Hann er yfirvegaður hugsuður;
eldklár og glæsilegur; fágætur heimsmaður og herramaður í senn. Seinna í janúar ætlar hann í afmælissiglingu um heimshöfin
í tilefni sjötugsafmælisins. Hann stendur á tímamótum í mörgum skilningi; er hættur sem skrifstofustjóri Alþingis og stefnir
allt eins á endurkomu í skákheiminum. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir naut samvista við Friðrik á síðasta degi jóla.
AFTUR VIÐ TAFLBORÐIÐ Friðrik hefur lítið teflt hin síðari ár en fær nú hvatningu víða að um að tefla á ný og taka þátt í skákmótum. Hann segir allt eins líklegt að hann taki þeirri
áskorun, og auðvitað tæki hann skák við Bobby Fischer ef Japanar sleppa honum einhvern tímann úr prísundinni til Íslands.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Friðrik Ólafsson
stórmeistari í skák
Fæddur í Reykjavík 26. janúar 1935
Maki: Auður Júlíusdóttir skrifstofumaður
Börn: Bergljót (fædd 1962) og Áslaug (fædd 1969).
Stúdentspróf frá MR 1955
Cand.jur. frá Háskóla Íslands 1968
Fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1968 til 1974
Forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE 1978 til 1982
Skrifstofustjóri Alþingis 1984 til 2005
Veitti forstöðu Skákskóla Friðriks Ólafssonar 1982 til 1984
Alþjóðlegur stórmeistari í skák 1958
Riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu 1972
Stórriddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu 1980
Ritstörf: Lærið að tefla, ásamt Ingvari Ásmundssyni 1958.
Heimsmeistaraeinvígið í skák 1972, ásamt Freysteini
Jóhannssyni 1972. Við skákborðið í aldarfjórðung 1976