Fréttablaðið - 09.01.2005, Page 17

Fréttablaðið - 09.01.2005, Page 17
meistarar tefldu utan landsstein- anna var engin áhersla lögð á það af þeirra hálfu að há verðlaun væru í boði. Þetta hét að þeir væru að útbreiða gospelið um yf- irburði kommúnismans. Þeir voru góðir í skák vegna þess að það var kommúnisminn sem ól upp þessa snillinga.“ Fischer breytti skákinni Atvinnumennska og peninga- flæði í skákheiminum gerbreytt- ist eftir að Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer rauf einokun Sov- étríkjanna og vann Rússann Bor- is Spasskí í heimsmeistaraein- víginu á Íslandi 1972. „Fischer gerði kröfur um stórar fjárupphæðir í verðlaun og þátttökuþóknun og fékk. Við þetta dofnuðu áhrif Sovétríkj- anna, en því miður fékkst Fischer ekki til að tefla meira þó miklar fjárfúlgur væru í boði. Í einvíginu við Karpov 1975 um heimsmeistaratitilinn gerði hann kröfu um að áskorandinn yrði að sanna yfirburði sína með tveggja vinninga mun í stað eins. Auðvitað er réttlátt að heimsmeistari njóti vissra for- réttinda þegar hann ver titil sinn en Alþjóðaskáksambandið féllst ekki á þessar kröfur. Karpov varð því heimsmeistari án þess að tefla við Fischer og við það dró heldur úr peningaflæðinu í skákheiminum. Margar tilraunir voru gerðar til að fá Fischer til að tefla á nýjan leik en allt kom fyrir ekki þótt milljónir dala væru í boði og smám saman fest- ist hann í þessu fari. Þegar mað- ur er kominn á toppinn kemst maður ekki lengra, nema reyna að ná sambandi við Guð. Fischer gekk í sértrúarsöfnuð sem mér skilst að hafi tekið drjúga pró- sentu af tekjum hans.“ Þeim Fischer og Friðrik varð vel til vina en Friðrik er átta árum eldri. „Ég hitti hann fyrst þegar hann var fimmtán ára í Portoroz og fannst hann nokkuð ungæðislegur. Hjá honum eru hlutirnir annað hvort hvítir eða svartir. Annað hvort ertu góður eða slæmur, eins og hann talar nú um gyðinga og síonista, en sjálfur er hann gyðingur. Þetta er einhver sjálfseyðingarhvöt. Ég varð þess var að Fischer var haldinn djúpum ótta við að tapa og það virtist oft valda honum miklum kvíða. Ég man að ég sagði einhvern tímann við hann: „Bobby, það getur nú varla verið svona slæmt þótt þér yrði á að tapa einni skák!“ En þá sagði Fischer: „Ja, þú getur talað svona, en ég get ekki leyft mér það!“ Fischer í nauðum staddur Í aðdraganda þess að íslensk stjórnvöld hafa boðið Bobby Fischer landvistarleyfi á Íslandi, segist Friðrik ekki hafa beitt sér sérstaklega í því máli. „Það varð einhver að brjóta ís- inn og mér fannst það mjög gott hjá Davíð Oddssyni að bjóða hon- um dvalarleyfi hér, enda Fischer hluti af okkar sögu. Hann varð heimsmeistari hérna á Íslandi og segja má að hann hafi komið Ís- landi á heimskortið. Maðurinn er í nauðum staddur og honum virð- ast allar bjargir bannaðar. Af mannúðarástæðum er þetta fylli- lega réttlætanlegt og vonandi tekst að koma honum úr þessum vanda.“ Aðspurður segir Friðrik vel koma til greina að taka skák við Fischer ef Japanar sleppa honum einhvern tímann úr prísundinni. „Fischer er reyndar orðinn leiður á venjulegri skák og talar mest handahófsskák eða random chess. Þá er taflmönnum í aftari röð raðað upp af handahófi og skákin teflist þá með nokkuð öðr- um hætti en venjuleg skák þótt manngangurinn sé sá sami. Hins vegar kemur þetta í veg fyrir að menn geti fært sér í nyt alla teór- íuþekkinguna sem er að verða nánast yfirþyrmandi, og það er helsti kosturinn við þessa nýju tegund skákar. Ég er lítt spennt- ur fyrir þessari skák, enda skák- in mjög gamalt fyrirbæri sem hefur verið að þróast í um 1500 ár. Mönnum hefur líka stundum þótt skákin vera orðin of einföld fyrir sig og frægt dæmi um það er þegar Capablanca, sem var heimsmeistari á árunum 1921 til 1927, stakk upp á að mönnunum yrði fjölgað upp í 40 í stað 32 og reitunum upp í hundrað í stað 64. Ári eftir tapaði hann heims- meistaratitli sínum í hinni hefð- bundnu skák, og eftir það heyrð- ist ekkert meira af tillögum hans um að breyta taflinu.“ FIDE míní-útgáfa Sameinuðu þjóðanna Eftir lögfræðipróf hóf Friðrik störf í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, en síðan gerðist hann forseti Alþjóðaskáksambandsins (FIDE), sem var gott meira en fullt starf. „Það var vissulega tvíbent að takast þetta starf á hendur. Það þýddi að ég varð að hætta að tefla en þá var ég kominn á tals- vert flug í skákinni og átti ágæt- is tímabil sem ég kalla annan kapítula, frá 1975 til 1978. Sá fyrri var milli tvítugs og þrítugs. En ég sé ekki eftir neinu og starf forsetans víkkaði sjóndeildar- hringinn. Hins vegar var erfitt að hætta og auðvitað alltaf spurn- ing hvort ég átti að fallast á að gegna þessu embætti, sem ég þó gerði. Það var gaman en líka erfitt. Þetta var eins og míní-út- gáfa af Sameinuðu þjóðunum; al- veg sömu blokkirnar og mikil pólitík.“ Haustið 1984 tók Friðrik við starfi skrifstofustjóra Alþingis, en um þessar mundir lýkur starfs- dögum hans þar. Sjálfur segist hann ekki hafa íhugað þann mögu- leika að setjast á þing. „Ég tel ekki að það sé starf sem ég sé beinlínis lagaður fyrir. Ég hef auðvitað verið í góðri aðstöðu til að fylgjast með störfum þing- manna og geri mér ljósa grein fyrir hvað það útheimtir. Þetta er mjög krefjandi starf og ég held að almennt geri menn sér ekki fulla grein fyrir því hve gífurleg vinna felst í því að vera þingmaður. Þeir eru undir smásjánni og geta sjaldnast ráðið sínum tíma á þann hátt sem þeir helst kysu sjálfir.“ Þegar hann er spurður hvar hann er staddur í pólitík, segist hann lítt hafa flíkað því enda Al- þingi ekki heppilegur starfsvett- vangur til að flíka slíku af augljós- um ástæðum. EES og fjölmiðlalögin eftirminni- legust Eftirminnilegast frá Alþingisár- unum segir Friðrik vera ýmsar snarpar innanhússorrustur eins og til dæmis EES-málið og fjöl- miðlafrumvarpið. „EES-málið var mikill bardagi á sínum tíma og gekk svo langt að forseti Íslands stóð frammi fyrir áskorunum um það að skrifa ekki undir lögin. Og núna síðastliðið sumar gerðist það, sem er líka mjög eftirminnilegt, að forsetinn hafnaði því að staðfesta fjöl- miðlalögin, sem auðvitað skapa alveg nýjar aðstæður á vettvangi stjórnmálanna. Það er yfirleitt alltaf eitthvað að gerast á Alþingi og þar finnast virkilega mælskir og skemmti- legir menn sem gaman er að hlusta á,“ segir Friðrik og bætir við að margir séu glettilega góðir skákmenn líka. Gæfumaður á tímamótum Stórmeistarinn stendur á tíma- mótum. Hann verður sjötugur 26. janúar og ætlar í tilefni afmælis- ins í skemmtisiglingu um heims- höfin. „Ég hef yndi af ferðalögum, sem og af lestri góðra bóka, klassískri tónlist og mýmörgu öðru. Ég verð ekki í neinum vandræðum að finna eitthvað að dútla við. Þar verður af nógu að taka. Ég er mikið hvattur til að koma aftur í skákina og tefla á mótum. Það væri nokkurt átak en gæti vel farið svo að ég tefldi op- inberlega á ný. Þá er á prjónun- um bók um skákferil minn, en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, ætlar að rekja úr mér garnirnar og vera ritstjóri verksins. Nú svo er það náttúrlega fjölskyldan; barnabörnin eru orðin fimm. Og lögfræðin mun halda áfram að verða mér uppspretta fróðleiks og ánægju. Friðrik telur sig hafa verið gæfusaman í lífinu. „Þegar á heildina er litið get ég vel við unað, en maður má ekki vera heimtufrekur. Maður getur alltaf sagt að maður hefði átt að haga sér öðruvísi eða taka á málum á annan hátt, því auðvitað er maður alltaf að þroskast. Ég hef lifað til- tölulega viðburðaríku lífi; á ynd- islega fjölskyldu og marga góða vini. Meira verður ekki farið fram á.“ ■ SUNNUDAGUR 9. janúar 2005 17 Skil á upplýsingum vegna skattframtals Launamiðar og verktakamiðar (RSK 2.01). Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi launagreiðslur, hlunnindi, lífeyri, bætur, styrki, greiðslur til verktaka fyrir þjónustu (efni og vinnu), eða aðrar framtals- skyldar greiðslur. Bifreiðahlunnindamiðar (RSK 2.035). Skilaskyldir eru allir þeir sem í rekstri sínum eða annarri starfsemi hafa haft kostnað af kaupum, leigu eða rekstri fólksbifreiðar og ekki fylla út RSK 4.03 vegna hennar. Hlutafjármiðar (RSK 2.045) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.04). Skilaskyld eru öll hlutafélög, einkahlutafélög og sparisjóðir. Stofnsjóðsmiðar (RSK 2.065) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.06). Skilaskyld eru öll samvinnufélög þ.m.t. kaupfélög. Launaframtal (RSK 1.05). Skilaskyldir eru þeir einstaklingar, sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og ekki skila skattframtali á rafrænu formi, og lögaðilar sem und- anþegnir eru skattskyldu og skila ekki skattframtali RSK 1.04, hafi þeir greitt laun eða viðbótarframlag í lífeyrissjóð á árinu 2004. Skýrsla um viðskipti með hlutabréf (RSK 2.08). Skilaskyldir eru bankar, verð- bréfafyrirtæki og aðrir þeir aðilar sem annast kaup og sölu, umboðs- viðskipti og aðra umsýslu með hlutabréf. Takmörkuð skattskylda - greiðsluyfirlit (RSK 2.025). Skila- skyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi greiðslur til erlendra aðila og annarra, sem bera takmarkaða skatt- skyldu hér á landi vegna þjónustu eða starfsemi sem innt er af hendi hér á landi og greiðslur fyrir leigu, afnot eða hagnýtingu leyfa og hvers konar rétt- inda o.fl. Greiðslumiðar - leiga eða afnot (RSK 2.02). Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum, aflaheimildum, einkaleyfum eða sérþekkingu. Hlutabréfakaup skv. kaup- réttarsamningi (RSK 2.085). Skila- skyld eru öll hlutafélög sem gert hafa kaupréttarsamninga við starfsmenn sína samkvæmt staðfestri kaupréttar- áætlun. 2005* RSK Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að eftirtöldum gögnum vegna ársins 2004 skuli skilað til skattstjóra eigi síðar en 27. janúar 2005. Sé gögnunum skilað á rafrænu formi framlengist fresturinn til 7. febrúar 2005. Upplýsingum þessum skal, ef unnt er, skilað á tölvutæku formi samkvæmt færslulýsingu sem finna má á vefsíðu ríkisskattstjóra undir www.rsk.is/vefskil/vefskil.asp en annars á hinum tilgreindu eyðublöðum sem einnig er þar að finna. * Útdráttur úr auglýsingu í Stjórnartíðindum um skilaskyldu og skilafresti á árinu 2005 fyrir launa-skýrslur o.fl. sem birt er skv. heimild í 92. og 93. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt. STÓRMEISTARINN FRIÐRIK ÓLAFSSON Hefur kvatt starf sitt sem skrifstofustjóri Al- þingis eftir tuttugu ár í eldlínu lýðveldisns. Hann segist ekki hafa íhugað að fara á þing sjálfur þar sem hann sé ekki lagaður fyrir það krefjandi starf. Hann styður eindregið að Bobby Fischer fái dvalarleyfi á Íslandi, en þeir meistararnir kynntust vel í gegnum skák- heiminn á árum áður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.