Fréttablaðið - 09.01.2005, Side 18
18 9. janúar 2005 SUNNUDAGUR
VEITINGAREKSTUR Þórarinn Hávarðs-
son er dugmikill Eskfirðingur á
miðjum aldri sem lætur sér fátt
fyrir brjósti brenna og er óragur
við að feta ókunn spor. Í gegnum
tíðina hefur hann tekið sér eitt og
annað fyrir hendur til að fram-
fleyta sér og sínum, s.s. sjó-
mennsku, sjoppurekstur, bygg-
ingavinnu, fiskvinnslu, löndun og
myndbandagerð en hann á um
1.500 klukkustundir af myndefni
frá Austurlandi. Þá hefur hann
starfað sem öryggisvörður, bar-
þjónn og var lengi vel tökumaður
fyrir sjónvarp. Þórarinn á þessa
sjálfsbjargarviðleitni ekki langt
að sækja því faðir hans heitinn,
Hávarður Bergþórsson, var með
puttana í flestu sem leitt gat til
tekjuöflunar þó hans aðalstörf
hafi tengst sjósókn og búskap.
Eitt af hans aukastörfum var að
hreinsa skorsteina í Neskaupstað
og var hann einn af síðustu, ef
ekki síðasti, sóturum á Austur-
landi.
Þórarinn er vakinn og sofinn í
þeim verkum sem hann tekur sér
fyrir hendur og enginn mun saka
hann um að sitja með hendur í
skauti. Í eitt skipti var hann hins
vegar sakaður um ólöglega fjöl-
földun myndbanda, og sakfelld-
ur! Það gerðist á síðasta áratug
þegar mikið var um að kvik-
myndir og sjónvarpsefni væri
fjölfaldað fyrir áhafnir skipa.
Segir Þórarinn að þetta viðgang-
ist víða enn í dag. „Þetta tíðkast
vítt og breitt um landið enn þá,
þrátt fyrir að ég hafi verið
hengdur öðrum til viðvörunar.
Yfirvöldum þótti ég kannski
helst til stórtækur í þessu en þeg-
ar ég var staðinn að verki þá var
ég með 33 vídeótæki í gangi. Á
þessu ævintýri tapaði ég 1,3
milljónum króna en þetta er nú
allt liðin tíð.“
Þensla vegna álvers
Eftir að hafa rekið söluturn á
Reyðarfirði um hríð ákváðu Þór-
arinn og eiginkona hans, Lára
Thorarensen, að söðla um á liðnu
vori og opna skemmti- og veit-
ingastað á Eskifirði. „Hvatinn að
þessari ákvörðun okkar var sá að
sl. vor áttu verktakar sem komu
til Austurlands í vandræðum með
að fá mat fyrir starfsmenn sína
en mikil þensla er á svæðinu
vegna álversins í Reyðarfirði.
Við ákváðum því að grípa tæki-
færið og keyptum gamalt fisk-
vinnsluhús við Strandgötu á Eski-
firði og breyttum því í veitinga-
og skemmtistað. Reyndar hefur
þetta hús, sem byggt var upp úr
1960, hýst margvíslega starfsemi
og upphaflega var það byggt und-
ir rörasteypu. Síðar var tré-
smíðaverkstæði í húsinu, hár-
greiðslustofa og skrifstofur en
þekktast er það fyrir að þar var
harðfiskvinnsla Eskfirðings,“
segir Þórarinn.
Hárgreiðslustofan sem í hús-
inu var hét Toppurinn, sem er í
senn eðlilegt og ágætt nafn á
þannig starfsemi. Þórarni og
Láru fannst nafnið geta átt vel
við veitinga- og skemmtistað og
því heitir nýi staðurinn þeirra
Toppurinn. „Þegar við vorum að
hugsa um hvað staðurinn ætti að
heita fannst okkur setningar eins
og „KK á Toppnum í kvöld“
hljóma vel og því var það niður-
staðan.“
Fáir höfðu trú á hugmyndinni
Eftir að Þórarinn og Lára
höfðu fundið húsnæði, sem þeim
leist vel á, var fjármögnun næsta
skrefið. „Það gekk illa framan af
að finna bankastofnun til að
koma að fjármögnun en þegar við
snerum okkur til Íslandsbanka
fóru hjólin að snúast. Við keypt-
um húsið á 8,3 milljónir króna en
eftir gagngerar breytingar var
kostnaðurinn við húsnæði, tól og
tæki kominn í rúmar 27 milljónir.
Sjálf lögðum við til um 6 milljón-
ir króna en Íslandsbanki fjár-
magnaði afganginn með láni til
20 ára. Það voru reyndar ekki
bara sumar bankastofnanir sem
höfðu litla trú á að hugmyndin
gæti gengið upp því ég held að
flestir Eskfirðingar hafi talið að
við værum endanlega búin að
tapa okkur þegar við réðumst í
þetta verkefni. Nú er rúmur mán-
uður síðan við opnuðum og ég
verð ekki var við annað í dag en
flestir séu mjög ánægðir með
staðinn og þokkalega bjartsýnir á
rekstur hans. Ég finn fyrir mikl-
um velvilja hjá bæjarbúum, mun
meiri en ég átti von á, og það þyk-
ir mér mjög vænt um,“ segir Þór-
arinn.
Rifu allt út
Það fyrsta sem Þórarinn og Lára
gerðu eftir að þau keyptu húsið
var að ráðast í miklar endurbæt-
ur innandyra. Að því verki komu
um 20 iðnaðarmenn, auk þeirra
hjóna og tveggja sona þeirra.
„Við byrjuðum 10. maí á að brjóta
niður veggi og henda út nánast
öllu því sem fyrir var í húsinu.
Við eigum tvo syni, 16 ára og 20
ára, og þeir hjálpuðu okkur mikið
við breytingarnar enda í raun um
fjölskyldufyrirtæki að ræða. Í
húsinu voru frysti- og þurrktæki
frá harðfiskvinnslunni og seldum
við þann búnað en margt fékk að
fjúka.“
Endurbæturnar tóku lengri
tíma en þau hjón reiknuðu með í
fyrstu, m.a. vegna þess hversu
iðnaðarmenn eru umsetnir á
Austurlandi um þessar mundir.
Þegar liðlega hálft ár var liðið frá
því að þau byrjuðu að brjóta nið-
ur og henda út var staðurinn loks
tilbúinn og þau opnuðu nýjan og
glæsilegan skemmti- og veitinga-
stað 19. nóvember síðastliðinn.
Viðtökur framar vonum
Þórarinn segir að þau hafi farið
rólega af stað og ekkert auglýst
fyrstu vikuna. „Við vildum vera
viss um að allt gengi eins og
smurð vél og því þótti okkur
betra að fara rólega í gang. Það
breyttist þó fljótt og strax helg-
ina eftir vorum við með jólahlað-
borð og gestafjöldinn var rúm-
lega 120. Agnes Karen Sigurðar-
dóttir, meistarakokkur frá
Reykjavík, kom austur til okkar
og töfraði fram tæplega 30 rétti
og að hlaðborði loknu var dansað
fram á nótt. Viðtökur gesta fóru
langt fram úr okkar björtustu
vonum og margir trúðu ekki að
húsnæðið hefði áður verið notað
undir fiskvinnslu.“
Þann tíma sem liðinn er frá
opnun hefur staðurinn verið
mjög vel sóttur að sögn Þórarins.
„Hingað koma ekki bara Eskfirð-
ingar heldur líka Reyðfirðingar,
Norðfirðingar og fólk frá fleiri
stöðum á Austurlandi. Framund-
an er þétt dagskrá enda stefnan
að hafa einhverja áhugaverða
uppákomu um hverja helgi, allt
árið um kring. Staðurinn er þó
alls ekki bara „djammstaður“ því
við munum leggjum ríka áherslu
á dagskrá af menningarlegum
toga. Markmið okkar er að skapa
lifandi stemningu í notalegu og
vinalegu umhverfi,“ segir Þórar-
inn Hávarðsson. kk@frettabladid.is
Tóti kominn á Toppinn
Þórarinn Hávarðsson og fjölskylda keyptu gamalt fiskvinnsluhús á Eskifirði og breyttu í skemmtistað.
Húsið og framkvæmdirnar kostuðu vel á þriðja tug milljóna. Þórarinn er bjartsýnn eins og vanalega.
FISKVINNSLUSALURINN Svona leit húsnæðið út þegar Þórarinn og Lára keyptu það.
TÓTI Á TOPPNUM Þórarinn Hávarðsson, eigandi Toppsins á Eskifirði.
SALURINN TILBÚINN Húsnæðið hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum mánuðum.
,,„ Ég finn fyrir miklum
velvilja hjá bæjar-
búum, mun meiri en ég átti
von á, og það þykir mér
mjög vænt um.“