Fréttablaðið - 09.01.2005, Side 44

Fréttablaðið - 09.01.2005, Side 44
24 9. janúar 2005 SUNNUDAGUR Við hrósum... ...Eiði Smára Guðjohnsen sem náði þeim merka áfanga að vera fyrirliði Chelsea gegn Scunthorpe í enska bikarnum í gær. Þetta er enn ein rósin í hnappagat Eiðs Smára og vitnisburður um þá virðingu sem hann nýtur innan raða eins besta félagsliðs í heimi. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 6 7 8 9 10 11 12 Sunnudagur JANÚAR Við hrósum... ...Stjörnunni í Garðabæ fyrir frábært framtak í handboltanum. Félagið hefur staðið fyrir riðli í Evrópukeppninni í kvennahandbolta og gert það með sóma. Mikil stemning hefur verið á leikjum og frammistaða Stjörnuliðsins hefur verið til sóma. ÍÞRÓTTAMANNVIRKI Hlutafélagið Vals- menn hf. mun, ef ekkert óvænt kemur upp á, festa kaup á bygg- ingarétti á lóð Knattspyrnufélags- ins Vals á Hlíðarenda fyrir 856 milljónir en samkvæmt deili- skipulagi er ráðgert að byggja 170 íbúðir auk atvinnuhúsnæðis þar á næstu árum. Hluthafafundur félagsins á reyndar eftir að samþykkja kaup- in en ekki er talið líklegt að hlut- hafarnir séu þessu mótfallnir. Það eina sem gæti haft áhrif á kaupin er að ákveðið svæði sem bygging- arréttur er á, er á helgunarsvæði flugvallarins í Vatnsmýrinni, nán- ar tiltekið flugbrautar 06-24 og því er óheimilt að byggja þar eins og stendur. Helguninni mun hins vegar að öllum líkindum verða aflétt á næstunni. Skuldir greiddar upp Grímur Sæmundsen, formaður Vals, sagði í samtali við Frétta- blaðið að með þessari sölu á bygg- ingaréttinum væri fjárhagslegur grundvöllur fyrir uppbyggingu nýrra og glæsilegra mannvirkja á svæði Vals tryggður auk þess sem allar skuldir félagsins yrðu greiddar upp en þær eru um 260 milljónir. „Það er auðvitað gleðilegt að þetta félag, sem er eingöngu skip- að Valsmönnum, skuli sjá sér hag í því að festa kaup á þessum bygg- ingarétti. Það skipti okkur gríðar- legu máli að selja þennan bygg- ingarétt enda fjarmögnum við stærstan hluta mannvirkjanna með því,“ sagði Grímur. Hann sagði aðspurður að kostnaður við byggingu nýs fé- lagsheimilis, íþróttahúss, stúku og knattspyrnuvallar væri rúm- lega milljarður. „Þessi fram- kvæmd er fjármögnuð með fram- lögum frá Reykjavíkurborg og síðan sölu á byggingaréttinum,“ sagði Grímur en framlög Reykja- víkurborgar til Vals næstu þrjú árin eru samanlagt 515 milljónir. Útboð í febrúar Grímur sagði að stefnan væri að bjóða út framkvæmdir Vals nú í febrúar og að hann ætti ekki von á öðru en að þessi áfangi, sem sést á myndinni hér til hliðar, verði klár haustið 2006. Aðspurður um hvort nýr stórveldistími væri að renna upp hjá Val sagði Grímur að allt stórveldistal væri út í hött. „Við erum félag með sterka hefð og stefnan hefur alltaf verið að geta boðið upp á öflugt unglinga- og æskulýðsstarf í bland við af- reksstefnu. Við erum afskaplega ánægðir með okkar svæði sem verður án nokkurs vafa það glæsi- legasta á landinu.“ Selt á ákveðnu stigi Brynjar Harðarson, fasteigna- sali og stjórnarformaður Vals- manna hf., sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann liti á þessi kaup hlutafélagsins á bygg- ingaréttinum sem tækifæri fyrir sanna Valsmenn til að þróa og hafa áhrif á það hvernig Vals- svæðið liti út í framtíðinni. Brynj- ar sagði jafnframt að Valsmenn hf. myndu selja þetta á ákveðnu stigi en ekki hefði enn verið tekið ákvörðun um hvenær það yrði. „Það er gífurlega jákvætt fyrir félagið að allur byggingarétturinn sé á einni hendi. Við hyggjumst þróa þetta áfram með þeim arki- tektum sem hafa teiknað nýju íþróttamannvirkin þannig að hverfið fær heildstæðan svip,“ sagði Brynjar. Hluthafafundur Valsmanna hf. hefur ekki enn samþykkt þetta en Brynjar sagðist ekki búast við öðru en að kaupin yrðu samþykkt. Hluti af lóðunum verður bygging- arhæfur í september á þessu ári en Brynjar sagðist ekki vera viss um að byrjað yrði strax að byggja. Hrein viðskipti Byggingarétturinn, sem Vals- menn hf. hafa fest kaup á, nær yfir 25 þúsund fermetra svæði. Þar af er gert ráð fyrir 169 íbúð- um á 18 þúsund fermetra svæði og sjö þúsund fermetra atvinnu- húsnæði. Brynjar sagði eigið fé félagsins vera um 50 milljónir en allt benti til þess að hlutafé yrði aukið upp í 100 milljónir kjölfar þessara viðskipta sem hlutafélgið vonast til að græða sem mest á. „Það er auðvitað alveg ljóst að við erum ekki að leika okkur. Þetta eru viðskipti og okkar kappsmál er að byggja upp glæsi- legt svæði fyrir Valsmenn, bæði hvað varðar íþróttamannvirki og íbúðarhúsnæði,“ sagði Brynjar. Fréttablaðið leitaði til þraut- reynds fasteignasala til að for- vitnast hvort þetta kaupverð, 856 milljónir fyrir byggingaréttinn, væri eðlilegt. Honum reiknaðist til að byggingarétturinn væri metinn á bilinu 830 til 850 mill- jónir þannig að ljóst er að Vals- menn hf. hafa greitt nálægt mark- aðsvirði fyrir byggingaréttinn. oskar@frettabladid.is STÓRGLÆSILEGT ÍÞRÓTTASVÆÐI Svona mun íþróttavæðið hjá Val líta út haustið 2006. Það er ljóst að svæði annarra íþróttafélaga á Íslandi líta hálf hjákátlega út við hliðina á þessum glæsilegu mannvirkjum. Gamlir Valsarar borga brúsann Hlutafélagið Valsmenn hf. hefur keypt byggingarétt af Knattspyrnufélaginu Val á lóðum félagsins við Hlíðarenda fyrir 856 milljónir og gert það að verkum að fjármögnun framkvæmda félagsins á svæðinu er borgið.■ ■ LEIKIR  14.00 Eskisehir Osmangazi og Spono Nottwill mætast í Ásgarði í Áskorendakeppni Evrópu í kvennaflokki í handbolta.  16.15 APS Makedonikos og Stjarnan mætast í Ásgarði í Áskorendakeppni Evrópu í kvennaflokki í handbolta.  18.15 Keflavík og ÍS mætast í Keflavík í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í kvennaflokki í körfubolta.  19.00 Breiðablik og Grindavík mætast í Smáranum í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í kvennaflokki í körfubolta.  19.15 Haukar og Njarðvík mætast á Ásvöllum í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í kvennaflokki í körfubolta.  19.15 Fjölnir og Skallagrímur mætast í Grafarvogi í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í karaflokki í körfubolta.  19.15 Hamar/Selfoss og Grindavík mætast í Hveragerði í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í karaflokki í körfubolta.  20.15 Keflavík og Njarðvík mætast í Keflavík í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í karaflokki í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  09.40 European PGA Tour á Sýn. Sýnt frá Deutsche Bank-mótinu á evrópsku mótaröðinni í golfi.  10.30 Spænski boltinn á Sýn. Útsending frá leik Valencia og Levante í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.  12.10 NFL-tilþrif á Sýn.  12.40 Bestu bikarmörkin á Sýn. Bestu mörk Arsenal í ensku bikarkeppninni í fótbolta í gegnum tíðina.  13.35 Enski bikarinn á Sýn. Bein útsending frá leik Yeading og Newcastle í ensku bikarkeppninni í fótbolta.  14.30 Áskorendakeppni Evrópu á RÚV. Bein útsending frá leik Eskisehir Osmangazi og Spono Nottwill í Áskorendakeppni Evrópu í kvennaflokki í handbolta.  15.40 Enski bikarinn á Sýn.  16.05 Áskorendakeppni Evrópu á RÚV. Bein útsending frá leik APS Makedonikos og Stjarnan í Áskorendakeppni Evrópu í kvennaflokki í handbolta.  17.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Atletico Madrid og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.  19.50 Ítalski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Palermo og AC Milan í ítölsku A-deildinni í fótbolta.  21.40 NFL-deildin á Sýn. Bein útsending frá leik Green Bay Packers og Minnesota Vikings í ameríska fótboltanum.  21.50 Helgarsportið á RÚV. Hlutafélagið Valsmenn hf. hefur verið til í fimm ár og skilað sínu til Vals á þeim tíma sem það hefur starfað: Hafa borgað 25 milljónir í reksturinn HLUTAFÉLÖG Hlutafélagið Valsmenn hf., sem festi kaup á bygginga- rétti á svæði Vals að Hlíðarenda fyrir 856 milljónir fyrir skömmu, er fimm ára gamalt. Félagið sam- anstendur af 438 hluthöfum, sem allir eru Valsmenn, og er eigið fé félagsins um 50 milljónir króna. Brynjar Harðarson, stjórnar- formaður félagsins, sagði í sam- tali við Fréttablaðið að félagið hefði komið að margvíslegri fjár- festingastarfsemi síðan það var stofnað. „Markmið félagsins er að styðja við bakið á Knattspyrnu- félaginu Val og það hefur gengið vel hjá okkur. Það er samt rétt að taka það fram að við komum á engan hátt nálægt rekstri deild- anna hjá Val. Ef það væri raunin þá væri hlutafélagið væntanlega farið á hausinn,“ sagði Brynjar. Hann sagði aðspurður að hlutafélagið væri búið að láta íþróttafélaginu um 25 milljónir í té á undanförnum fimm árum. „Ég er ekki með skiptinguna á milli deilda í kollinum en fótbolt- inn hefur fengið mest og síðan handboltinn þar á eftir,“ sagði Brynjar sem sagðist allt eins bú- ast við því að hlutafélagið myndi á einhvern hátt rétta hjálpar- hönd í þeirri viðleitni Valsmanna að festa knattspyrnulið sitt í sessi í Landsbankadeild karla en félagið vann sér þátttökurétt í deildinni síðastliðið haust og hef- ur þeyst á milli deilda undanfar- in ár. Meðal þekktra manna í hlut- hafahópi Valsmanna hf. eru lög- fræðingurinn og fyrrum at- vinnumaðurinn Guðni Bergsson, skartgripasalinn Sævar Jónsson, rithöfundurinn Þorgrímur Þrá- insson, handboltakapparnir Geir Sveinsson og Valdimar Gríms- son og fjölmiðlamaðurinn Her- mann Gunnarsson. - ósk GUÐNI BERGSSON Einn af hluthöfum Valsmanna hf. og er í stjórn hlutafélagsins. EINS OG STAÐAN ER Í DAG Svona lítur félagsheimili Vals út í dag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.