Fréttablaðið - 09.01.2005, Síða 45

Fréttablaðið - 09.01.2005, Síða 45
SUNNUDAGUR 9. janúar 2005 25 Ólafur Þór Guðbjörnsson hefurverið endurráðinn sem þjálfari U-19 ára landsliðs kvenna í fótbolta. Ólafur Þór hefur stýrt liðinu síðan 1999 og verið við stjórnvölinn í 32 leikjum, öllum leikj- um þess nema þeim fyrsta sem fram fór 1997. Ólaf- ur Þór hefur stjórn- að liði Breiðabliks í Landsbankadeild kvenna undanfarin tvö ár en Úlfar Hinriksson mun stýra því á komandi tímabili. Nígeríski miðjumaðurinn Jay-JayOkocha, sem leikur með Bolton í ensku úrvalsdeildinni, var í gær val- inn knattspyrnu- maður ársins í Afr- íku árið 2004 af breska ríkissjón- varpinu, BBC. Okocha hafði betur eftir harða baráttu við kamerúnska framherjann Samu- el Eto’o hjá Barcelona. Þetta er ann- að árið í röð sem Okocha hlýtur þessa nafnbót en hann var valinn leikmaður mótsins í Afríkukeppninni á síðasta ári og hefur verið aðalmað- urinn í liði Bolton. Arsenal hefur fest kaup á varnar-manninnum Emmanuel Eboue frá Fílabeinsströndinni en hann hefur leikið með belgíska liðinu Beveren und- anfarin ár. Arsenal borgaði 1,5 milljónir punda (um 177 milljónir íslenskra króna) fyrir Eboue sem er 21 árs gam- all. Hann skrifaði undir fimm ára samning við ensku meistarana og getur spilað sem mið- vörður, hægri bakvörður eða miðju- maður. Stuðningsmenn ManchesterUnited geta andað léttar því nú er komið í ljós að meiðsli Ryans Giggs aftan á læri eru ekki eins alvar- leg og fyrst var talið. Giggs meiddist í leiknum gegn Tottenham á þriðju- daginn og var fyrst talið að hann yrði frá í sex vikur. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, sagði hins vegar við fjölmiðla í gær að batinn væri mun hraðari en gert hefði verið ráð fyrir og að Giggs yrði klár í slaginn eftir tvær vikur. Forráðamenn Manchester City hafahafnað fimm milljóna punda (um 590 milljóna króna) tilboði Newcastle í franska varnarmanninn Sylvain Distin. Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, vill fyrir alla muni styrkja vörnina hjá sér en forráðamenn City sögðu Distin ein- faldlega ekki til sölu þar sem hann ætti tvö og hálft ár eftir af samningi sínum. Souness hefur þegar keypt franska miðvörðinn Jean-Alain Boumsong frá Rangers og nígeríska bakvörðinn Celestine Babayaro frá Chelsea og fregnir herma að hann muni reyna að kaupa Samuel Osei Kuffour frá Bayern München fyrst hann fær ekki Distin. Bandaríski hjólreiðakappinn LanceArmstrong, sem hefur unnið hina erfiðu Frakklandskeppni (Tour de France) undanfarin sex ár, segist ekki ætla að taka þátt í keppninni þetta árið. Arm- strong sagðist vilja gera annað en að keppa bara í Frakk- landi og ætlar að einbeita sér að því að keppa í eins dags mótum á næsta tímabili. „Ég hef mikla þörf fyrir að einbeita mér að þess háttar keppnum,“ sagði Armstrong. Allt er að verða klárt fyrir vetrar-ólympíuleikana í Tórínó sem fara fram á næsta ári. Bygging mannvirkja gengur framar björtustu vonum og er búið að klára sleðabrautina, skíða- stökkspallana og allar brautir og brekkur fyrir alpagreinar og skíða- göngur. Aðeins á eftir að klára skautahöllina en þar er rétt lokafrá- gangurinn sem er eftir. „Í fyrsta sinn í sögu ólympíuleikanna verða öll mannvirki klár ári áður en leikarnir hefjast,“ sagði Mario Pescante, yfir- maður skipulagsmála á leikunum í Tórínó, ánægður. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Í takt vi› flínar flarfir Mætum öll og sjáum hágæ›a körfubolta. L‡sing hf. er stolt af stu›ningi sínum vi› bikarkeppnina í körfuknattleik www.lysing.is H in ri k P ét u rs so n l w w w .m m ed ia .is /h ip BIKARKEPPNI KKÍ & LÝSINGAR 8 - li›a úrslit í L‡singarbikarnum fara fram um helgina Meistaraflokkur karla Lau. 8. jan 2005 Egilssta›ir kl. 15:00 Höttur - Brei›ablik Sun. 9. jan 2005 Grafarvogi kl. 19:15 Fjölnir - Skallagrímur Sun. 9. jan 2005 Hverager›i kl. 19:15 Hamar/Selfoss - Grindavík Sun. 9. jan 2005 Keflavík kl. 20:15 Keflavík - Njar›vík Meistaraflokkur kvenna Lau. 8. jan 2005 Laugarvatn kl. 14:00 Laugdalir - Tindastóll Sun. 9. jan 2005 Ásvellir kl. 19:15 Haukar - Njar›vík Sun. 9. jan 2005 Keflavík kl. 18:15 Keflavík - ÍS Sun. 9. jan 2005 Smárinn kl. 19:00 Brei›ablik - Grindavík Knattspyrnumaðurinn Sigþór Júlíusson söðlar um eftir átta ár í Vesturbænum: Í raðir Valsmanna á nýjan leik FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn Sig- þór Júlíusson hefur gert munn- legt samkomulag við Valsmenn um að spila með þeim næstu tvö árin. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær og sagði að það yrði skrifað undir samninginn við Sigþór á morgun. „Koma Sigþórs til liðsins styrk- ir félagið mikið og liður í þeirri ætlun okkar að festa félagið í sessi á meðal þeirra bestu,“ sagði Börkur. Sigþór, sem hefur leikið með KR-ingum síðan árið 1997, spilaði ekki einn einasta leik með KR-ing- um á síðasta tímabili vegna meiðsla á hné en er á góðri leið með að ná fullum styrk á nýjan leik. Sigþór sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði spilað sextán leiki með háskólaliði sínu í Bandaríkjunum síðastliðið haust og þótt hann væri enn í end- urhæfingu hefði hann ekki trú á því að meiðslin myndu koma til með að há honum næsta sumar. Aðspurður um ástæðu þess að hann valdi Val sagði hann félagið einfaldlega hafa sýnt mestan áhuga. „Þeir vildu ólmir fá mig á með- an mér fannst lítill áhugi vera fyrir hendi hjá KR-ingum,“ sagði Sigþór sem lék með Valsmönnum í efstu deild tímabilin 1995 og 1996 áður en hann fór til KR. Hann hefur spilað 144 leiki í efstu deild með KA, Val og KR og skoraði í þeim tólf mörk. Sigþór, sem verður þrítugur á þessu ári, á að baki tvo A-landsleiki. Hann er fimmti leikmaðurinn sem gengur í raðir Valsmanna frá því að tímabilinu lauk í haust en áður höfðu þeir Atli Sveinn Þórar- insson, Guðmundur Benediktsson, Kjartan Sturluson og Steinþór Gíslason skrifað undir samning við Hlíðarendaliðið auk þess sem nýr þjálfari, Willum Þór Þórsson, stýrir liðinu á komandi tímabili. -ósk SIGÞÓR JÚLÍUSSON Genginn í raðir Valsmanna á nýjan leik.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.