Fréttablaðið - 09.01.2005, Side 47
SUNNUDAGUR 9. janúar 2005 27
Undarlegt
tvíeyki
... Real Madrid hefur ráðið Arrigo
Sacchi og Vanderlei Luxemburgo
Fáar mannaráðningar í knattspyrnuheim-
inum hafa vakið jafn mikla og almenna
undrun og ráðning Arrigo Sacchi sem yfir-
manns knattspyrnumála Real Madrid. Og
enn jókst undrunin þegar Sacchi lét sitt
fyrsta verk
verða að ráða
Brasílíumann-
inn Vanderlei
Luxemburgo
sem þjálfara
liðsins. Stíll
þessara manna
og skaphöfn er
með þeim
hætti að erfitt
er að sjá að þeir passi inn í hina þægilegu
stétt fyrirmenna sem ráða ríkjum hjá fé-
laginu undir stjórn forsetans Florentino
Perezar. Jafnframt eru þessir tveir menn
svo ólíkir að erfitt er að sjá hvernig þeir
ætla að starfa saman. Fyrst spurðu menn
hvað Perez hefði verið að spá þegar hann
réð Sacchi og svo spurðu menn hvað
Sacchi hefði verið að spá þegar hann réð
Luxemburgo!
Gjaldþrot ofurboltastefnunnar
Ráðning Sacchi þótti vísbending um að
forsvarsmenn Real Madrid væru búnir að
afskrifa núverandi tímabil og vildu ráða
mann sem gæti með skynsömum hætti
brotið upp stöðnunina hjá ofurboltunum
og ákveðið með kaldri rökvísi hverja ofur-
boltanna væri best að kyssa bless. Sumsé,
klára þetta tímabil og hreinsa svo til. En
þolinmæði er ekki ein af höfuðdyggðum
Perezar forseta og ráðning hans og Sacchi
á Luxemburgo bendir til þess að freista
eigi þess með öllum tiltækum ráðum að
hrista upp í mannskapnum og landa alla-
vegana einum titli í vor. Luxemburgo kjör-
inn til þess, sigursæll þjálfari með svo mik-
ið sjálfsálit að leitun er að öðru eins nema
ef vera skyldi hjá Jose Morinho.
Luxemburgo og Sacchi eiga sjálfsálitið
og egóið sameiginlegt. Þeir eru báðir mikl-
ar prímadonnur sem hafa það mottó að
enginn leikmaður sé ómissandi. Þetta auk
reynslu þeirra og sigursældar eru eflaust
þeir kostir sem Perez forseti hefur séð í
þeim. Með ráðningu þeirra hefur Perez við-
urkennt gjaldþrot ofurboltastefnu sinnar
og játast þeirri gömlu speki að heildin er
sterkari en summa partanna; að 11 ofur-
boltar geta aldrei myndað sterka liðsheild.
Langlífi ólíklegt
Nú verður litlu um það spáð hvernig sam-
vinna Sacchi og Luxemburgo mun ganga
og hvort þeir verði langlífir í embættum.
Flestir efast um það enda tvíeykið svo und-
arlegur kokkteill að engan samjöfnuð er að
finna í knattspyrnuheiminum. Sacchi hinn
skipulagði kerfisþjálfari með ofurtrú á und-
irbúning og að menn haldi sig við fyrirfram
ákveðið leikskipulag – Luxemburgo hinn
hvatvísi berserkur sem blæs mönnum sín-
um baráttuanda í brjóst og breytir liðsupp-
stillingu samdægurs eftir því hvernig skapi
hann er í. Sameiginlegt eiga þeir að hafa
slátrað stjörnum í gríð og erg. Frægustu af-
tökur þeirra eru meðferð Sacchi á Roberto
Baggio á HM 1994 og útskúfun Lux-
emburgo á Romario þegar hann stýrði
brasílíska landsliðinu. Þess ber að geta að
þessar aðgerðir þjálfaranna öfluðu þeim
mikilla óvinsælda meðal samlanda sinna
og Sacchi t.a.m. hefur aldrei endurheimt
virðingu landa sinna eftir meðferðina á
Baggio enda óumdeilt að það var fyrir ein-
staklingsafrek Baggios og ekkert annað að
Ítalir náðu í úrslitaleikinn á HM 1994.
Fleiri hallast að langlífi Sacchi, jafnstór
karl og hann hafi einfaldlega ekki tekið að
sér verkefnið nema vera með loforð og
áætlun uppá vasann til einhverra ára. Ör-
lög Luxemburgo muni hinsvegar ráðast á
næstu fjórum mánuðum og ef hann nái
ekki framúrskarandi árangri verði hann lát-
inn fara og Sacchi finni framtíðarmann í
sumar. Fá dæmi eru þess
að suður-amerískir þjálf-
arar hafi náð skjótum ár-
angri með evrópsk
stórlið – það ætti
Sacchi að vita
manna best eftir að
hafa reynt að
hreinsa til í rúst-
unum sem
Argentínumaðurinn
Tabarez skildi eftir sig
hjá AC Milan fyrir átta
árum. Fókusinn hefur nú
færst af ofurboltunum
hjá Real Madrid yfir á
tvíeykið og verður í
meira lagi fróðlegt
að fylgjast með
þeim næstu mánuði.
EINAR LOGI
VIGNISSON
Unglingakór og Gospelkór
KFUM og KFUK
Nýir félagar boðnir velkomnir
Unglingakór KFUM og KFUK fyrir 16-20 ára
Lögð verður áhersla á söng og leikræna tjáningu. Settur verður
upp söngleikur um páskana. Æfingar verða á miðvikudögum
kl. 18.30-20.00 í félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg.
Verð 6.000 kr. fyrir misserið.
Gospelkór KFUM og KFUK fyrir 20 ára og eldri
Sungin verða sígild gospellög og nýrri lofgjörðartónlist. Æfingar
verða á miðvikudögum, kl. 20.00 - 22.00 í félagsheimili KFUM
og KFUK við Holtaveg. Verð er 10.000 kr. fyrir misserið.
Áheyrnarpróf fer fram miðvikudaginn 12. janúar kl. 20.00-
22.00.
Kórstjóri er Keith Reed, listrænn stjórnandi KFUM og KFUK.
Allir sem hafa áhuga á tónlist eru velkomnir í kórana og ekki
nauðsynlegt að vera félagi í KFUM og KFUK. Skráning fer fram
á skrifstofu KFUM og KFUK, Holtavegi 28, 104 Reykjavík eða í
síma 588 8899 og á netfanginu skrifstofa@krist.is
HASAR Keflavík gegn Njarðvík í kvöld.
Bikarkeppni KKÍ:
Stórslagur
í Keflavík
KÖRFUBOLTI Erkifjendurnir í Kefla-
vík og Njarðvík mætast í Keflavík
í kvöld í átta liða úrslitum Bikar-
keppni KKÍ. Þetta er stórleikur
umferðarinnar en liðin hafa lengi
eldað grátt silfur saman.
Liðin hafa mæst tvívegis í vet-
ur og unnið hvort sinn leikinn.
Keflavík vann deildarleikinn í
Njarðvík, 78-73, en Njarðvík vann
leik liðanna í undanúrslitum Hóp-
bílabikarsins, 78-74, í Laugardals-
höllinni. Keflvíkingar eru á toppi
Intersportdeildarinnar en bæði
þessi lið hafa átján stig ásamt
Snæfelli og eru í nokkrum sér-
flokki. ■
Keflavík með DVD-disk:
Kynna Ísland
FÓTBOLTI Forráðamenn knatt-
spyrnudeildar Keflavíkur hafa
látið gera DVD-disk til að til að
kynna þann valkost fyrir erlend-
um liðum að æfa og keppa í knatt-
spyrnu á Íslandi yfir vetrarmán-
uðina.
Efni diskins var frumsýnt á
Fjörukránni á föstudag. Ásmund-
ur Friðriksson, framkvæmda-
stjóri knattspyrnudeildar Kefla-
víkur, sagði í samtali við Frétta-
blaðið að aðstaðan á Íslandi væri,
með tilkomu knattspyrnuhall-
anna, orðin frábær og það væri
mun gáfulegra fyrir fræg erlend
lið að koma til Íslands heldur en
að þvælast í fyllerísferðir til
Spánar. Keflvíkingar munu með
hjálp góðra aðila kynna efnið er-
lendis og vonast eftir góðum við-
tökum. ■
Ekkert Tyrkjarán
í Garðabæ
Stjarnan vann öruggan sigur, 30–23, á tyrkneska liðinu Eskisehir Osmangazi í
gær og er nánast öruggt með eitt af tveimur efstu sætum riðilsins.
HANDBOLTI Kvennalið Stjörnunnar
er nú nánast öruggt í sextán liða
úrslit Áskorendakeppni Evrópu
eftir léttan sigur, 30-23, á tyrk-
neska liðinu Eskisehir Osmangazi
í Garðabæ í gær. Stjörnuliðið
hafði mikla yfirburði nær allan
leikinn og hefði að ósekju átt að
vinna mun stærri sigur. Stjarnan
þarf nú aðeins að vinna gríska lið-
ið APS Makedonikas í dag en
gríska liðið hefur tapað báðum
sínum leikjum til þessa stórt.
Stjörnustúlkur virtust örlítið
taugaveiklaðar í byrjun en eftir
að Tyrkirnir höfðu skorað fyrstu
tvö mörkin tóku þær öll völd og
skoruðu átta af næstu níu mörk-
um. Góð vörn og frábær marka-
varsla Jelenu Jovanovic gerði það
að verkum að liðið fór með fimm
marka forystu, 13-8, í hálfleik.
Stjörnuliðið hélt síðan upp-
teknum hætti í síðari hálfleik og
náði mest þrettán marka forystu,
25-12, þegar hálfleikurinn var
hálfnaður. Lykilmanneskjur voru
hvíldar síðasta stundarfjórðung-
inn í leiknum og botninn datt úr
leiknum. Þær tyrknesku náðu að-
eins að klóra í bakkann en komust
ekki nær en sjö mörk.
Kristín Clausen og Kristín
Guðmundsdóttir voru bestar í liði
Stjörnunnar ásamt Jelenu í mark-
inu en allt liðið stóð annars vakt-
ina vel í vörninni.
Tyrkneska liðið var slakt. Ebre
í vinstra horninu var yfirburða-
leikmaður auk þess sem mark-
vörðurinn Fatme varði ágætlega á
köflum.
Kristín Clausen var að vonum
ánægð að leik loknum þegar
Fréttablaðið ræddi við hana.
„Það er frábært að spila þessa
Evrópuleiki hér í Garðabænum.
Stemningin er stórkostleg og ekki
skemmdi fyrir að sigra svona ör-
ugglega eftir vonbrigðin gegn
svissneska liðinu í gær þegar við
misstum unninn leik niður í
jafntefli. Við vissum að tyrkneska
liðið var gott og því var ekkert
vanmat af okkar hálfu. Núna þurf-
um við að klára leikinn á morgun
og þá erum við komnar áfram. Ég
vona bara að það verði jafn mikil
stemning í þeim leik,“ sagði Krist-
ín við Fréttablaðið eftir leikinn í
gær.
oskar@frettabladid.is
KRISTÍN CLAUSEN Átti mjög góðan leik
hjá Stjörnunni og sést hér skora eitt af átta
mörkum sínum í leiknum.
Fréttablaðið/E. Ól
Áskorendakeppni Evrópu
STJARNAN–ESKISEHIR 30–23
Mörk Stjörnunnar: Kristín Clausen 8/5,
Kristín Guðmundsdóttir 7/2, Anna
Blöndal 3, Elísabet Gunnarsdóttir 3/1,
Anna Einarsdóttir 2, Harpa Sif Eyjólfs-
dóttir 2, Hekla Daðadóttir 2, Ásdís Sigurð-
ardóttir 2, Rut Steinsen 1.
Varin skot: Jelena Jovanovic 21, Helga
Vala Jónsdóttir 6.
Mörk Eskisehir: Ebru 7, Derya 5/1, Ozge
5, Fevziye 3, Vildani 3.
Varin skot: Fatma 16.
MAKEDONIKOS-SPONO 11–43
STAÐAN
SPONO 2 1 1 0 67–35 3
STJARNAN 2 1 1 0 54–47 3
ESKISEHIR 2 1 0 1 53–43 2
MAKEDON. 2 0 0 2 24–73 0
ALFREÐ AFTUR Á AKUREYRI Alfreð Gíslason sneri aftur á fornar slóðir og leiddi sína
menn í KA-liðinu frá árinu 1995 til sigurs gegn núverandi liði í KA-heimilinu í gær en
leikurinn var spilaður í tilefni af 77 ára afmæli félagsins.
Gullaldarlið KA fór á kostum á Akureyri í gær :
Lengi lifir í gömlum glæðum
HANDBOLTI Það var mikið um dýrðir
í KA-heimilinu í gær þegar bikar-
meistaralið KA frá 1995 tók á móti
núverandi meistaraflokksliði fé-
lagsins. Rúmlega 1100 manns
troðfylltu kofann og skemmtu sér
konunglega yfir sýningunni sem
boðið var upp á.
Létt var yfir mönnum í leikn-
um og meiri áhersla var lögð á að
skemmta sér en að vinna leikinn.
Engu að síður var talið og fór svo
að lokum að „gömlu“ mennirnir
sigruðu leikinn, 30-28.
„Þetta var alveg meiriháttar
gaman,“ sagði landsliðsmaðurinn
Guðjón Valur Sigurðsson sem lék
sem gestur með gullaldarliðinu í
gær. Þótt hann hefði af skiljanleg-
um ástæðum farið sér hægt þá
setti hann sex mörk gegn sínum
gömlu félögum.
„Það var ótrúlega gaman að
koma aftur til Akureyrar og mót-
tökurnar voru frábærar. Það var
mikill heiður að fá að leika með
þessum heiðursmönnum sem
kunna enn ýmislegt fyrir sér í
boltanum,“ sagði Guðjón en hver
var bestur? „Það voru margir góð-
ir. Sigmar Þröstur lokaði markinu
í síðari hálfleik, Alfreð og Erling-
ur voru sem klettar í vörninni og
svona gæti ég haldið lengi áfram.
Þetta eru allt snillingar.“
- hbg