Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 2
SPURNING DAGSINS Ég frelsa engan. Er Alfreð ekki ágætlega trúaður maður fyrir? Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn er meðlimur í Hvítasunnusöfnuðinum. Alfreð Þorsteinsson sagði í gær að Gestur Gestsson, formaður Framsóknarfé- lagsins í Reykjavík norður væri angi af Hvítasunnu- söfnuðinum og að söfnuðurinn ætti ekki að stjórna Framsóknarflokknum í Reykjavík. Gestur hafði lýst þeirri skoðun sinni að nýtt fólk þyrfti að veljast í forystu hjá flokknum í borgarstjórn. Geir Jón, gengur ekkert að frelsa Alfreð? 2 11. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR VERÐSAMRÁÐ Málflutningur olíufé- laganna fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna úrskurðar samkeppnisráðs um verðsamráðs- sektir stóð frá klukkan níu í gær- morgun til níu í gærkvöldi. Olíufélögin áfrýjuðu úrskurði ráðsins frá því í lok október um verðsamráð þeirra frá árinu 1993 þar til Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá félögunum í desember árið 2001. Samkvæmt úrskurðin- um voru félögin sektuð um sam- tals tvo milljarða króna. Olíufélögin vildu ekki una úr- skurðinum og fara fram á sýknu. Stefán Már Stefánsson, for- maður áfrýjunarnefndarinnar, segir að málið verði nú tekið til úrskurðar og stefnt sé að því að ljúka því í þessum mánuði. Stutt er í að sex vikna frestur sem nefndin hafði til að ljúka málinu renni út. Stefán segir mikinn ágreining hafa verið milli olíufé- laganna og Samkeppnisstofnunar við málflutninginn. Ágreinings- atriðin séu mörg hundruð. Málflutningurinn fór þannig fram að lögfræðingar olíufélag- anna töluðu í tvo tíma hver og fulltrúar Samkeppnisstofnunar hafi síðan flutt andsvör í tvo og hálfan tíma. Síðan fór fram önnur styttri umferð þar sem allir tóku til máls að nýju. – ghg KLÓRGAS Verkfræðistofan Línu- hönnun gerði alvarlegar athuga- semdir við drög að starfsleyfi og áhættumati fyrir klórverksmiðju Mjallar-Friggjar í Kópavogi í haust. Kópavogsbær fékk Línuhönn- un til að skoða og gera athuga- semdir við meðal annars drög að starfsleyfi Mjallar-Friggjar fyrir klórvinnslu og áhættumati. Í skýrslum verkfræðistofunnar segir meðal annars að klórverk- smiðjan noti „klórgas í því magni til framleiðslunnar sem er mjög hættulegt heilsu manna og getur ef það sleppur út í umhverfið ver- ið lífshættulegt í næsta nágrenni við ákveðnar aðstæður.“ Gerð er athugasemd við það að fyrirtækið hafi hafið starfsemi á Kársnesi án allra þeirra leyfa sem til þarf og án áhættumats og grenndarkynningar, en mikilvægt sé að nágrannar viti af starfsemi sem þessari. Þá var enginn sjálf- virkur búnaður fyrir hendi til að nema og gera vart við gasleka og núverandi framleiðsluferli og stýring þess er sagt „varla geta talist besta fáanlega tækni.“ Í skýrslunum segir að ekkert brunaviðvörunarkerfi eða slök- kvikerfi væri í húsi Mjallar- Friggjar og brunahólf ekki í lagi. Gerð er athugasemd við að í skjali um hættumat sé sagt að engir skólar séu í nágrenninu, en skóli mun vera í rúmlega kíló- metra fjarlægð frá verksmiðj- unni. Lokaniðurstaða Línu- hönnunar um áhættumat verk- smiðjunnar var að ýmsu væri ábótavant þar. Á fimmtudaginn næstkomandi tekur bæjarráð Kópavogsbæjar fyrir tillögu Flosa Eiríkssonar bæjarfulltrúa um að Heilbrigðis- eftirlit Hafnarfjarðar og Kópa- vogssvæðis noti lagaheimildir sínar til að stöðva starfsemi klór- verksmiðju Mjallar-Friggjar, sem fari fram án tilskyldra starfs- leyfa. Áður munu forsvarsmenn Mjallar-Friggjar mæta á fund bæjarráðs og gera grein fyrir sínu máli. Hinrik Morthens, eigandi eign- arhaldsfélags Filtertækni og Mjallar-Friggjar, vildi ekki ræða málið við Fréttablaðið á þeim for- sendum að blaðið hafði kallað klórverksmiðjuna klórgasverk- smiðju. Á þessu er reginmunur og hann segir það gilda einu þó klór- gas sé notað við klórframleiðsl- una. bergsteinn@frettabladid.is REYKT UTANDYRA Reykingamenn eru margir ósáttir við bann- ið. Þeir kveikja nú í tóbaki sínu á götum úti. Reykingabann: 180 þúsund króna sektir ÍTALÍA, AP Eitthvert víðtækasta reykingabann Evrópu tók gildi á Ítalíu í gær. Hér eftir er bannað að reykja í öllum opinberum byggingum, svo sem krám og veitingahúsum, nema þar hafi verið komið upp aflokuðum reyk- ingaherbergjum með loftræst- ingu. Bannið tók gildi á miðnætti í fyrrinótt. Nokkrum mínútum eftir miðnætti náðu myndatöku- menn sjónvarpsstöðva því á myndband þegar ungur maður var sektaður fyrir að reykja á bar. Lægstu sektir nema frá 23 þús- und til 184 þúsund krónum. ■ Loðnuveiðar: Útlit fyrir aukinn kvóta SJÁVARÚTVEGUR Mikið magn loðnu hefur fundist á 100 sjómílna löng- um kafla fyrir norðan land og ljóst að loðnukvótinn verði aukinn verulega, að mati Hafrannsóknar- stofnunar. Ekki hefur þó verið ákveðið hversu mikið kvótinn verður aukinn. Hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson hefur frá 4. janúar verið við loðnuleit og mælingar, ásamt níu loðnuskipum og mun þeim leiðangri ljúka í vikunni. Að hon- um loknum mun Hafrannsókna- stofnunin leggja til endanlegt aflamark á yfirstandandi loðnu- vertíð. - kk HJÁLPUÐU FÓLKI Í ÓFÆRÐ Óvenjumikið snjóaði í Vest- mannaeyjum í fyrrinótt og að sögn lögreglunnar hefur ekki verið meiri snjór í Heimaey í nokkur ár. Lögreglan þurfti að aðstoða fólk við að komast til vinnu á milli klukkan sjö og átta í gærmorgun en allt gekk áfalla- laust fyrir sig. Umferðarslys: Bíl ekið á varnargarð LÖGREGLA Hálfþrítugur maður slasaðist alvarlega þegar hann missti stjórn á bifreið sinni og hafnaði á sjóvarnargarði við Faxagötu í Reykjavík skömmu fyrir klukkan átta í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var maðurinn meðvitundarlaus þegar að var komið, en talið var hann hefði slasast á mjöðm, auk þess sem hann bar mikla áverka í andliti. Maðurinn var ekki í öryggisbelti. Að sögn lögreglu vildi slysið þannig til að tveimur bílum var ekið samsíða austur Kalkofnsveg, frá miðbæ í átt að Seðlabanka. Neðst í götunni þar sem kemur beygja missti maðurinn, sem var á vinstri akrein, stjórn á bíl sínum fór yfir Faxagötu og endaði á varnargarðinum. - óká Landbúnðarráðherra: Breytingar á lánasjóði LANDBÚNAÐUR Það er mikilvægt að kanna framtíð Lánasjóðs land- búnaðarins að mati Guðna Ágústs- sonar, landbúnaðarráðherra nú þegar miklar breytingar eiga sér stað á pen- ingamarkaði. Hann hefur skipað verk- efnisstjórn til þess sem á að skila tillögu fyrir lok febr- úar. G u ð n i sagði í sam- tali við Bændablaðið að sjóðurinn væri sterkur en þar með væri ekki sagt að reka bæri hann alltaf á sömu forsendum. Til greina kæmi að selja sjóðinn og hagnaðurinn notaður til að styrkja Lífeyrissjóð bænda. - ghg ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Athugasemdir gerðar við framleiðsluna Verkfræðistofa gerði alvarlegar athugasemdir við starfsemi klórverksmiðju Mjallar-Friggjar í haust. Í skýrslum hennar kemur meðal annars fram að búnaði verksmiðjunnar hafi verið ábótavant sem og áhættumati. Fréttastofa Stöðvar 2: Sigríði sagt upp störfum FJÖLMIÐLAR Sigríði Árnadóttur, fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgj- unnar, var sagt upp störfum í gær eftir tæplega eitt ár í starfi. Sigríður segist hafa verið kölluð á fund Páls Magnússonar sjónvarpsstjóra síðdegis í gær þar sem henni var sagt upp án nokkurs formála. Hún segist ekki hafa fengið veigamiklar ástæður fyrir uppsögninni og hún hafi ekki orðið vör við óá- nægju Páls með hennar störf fyrir nokkru þegar hann vakti athygli hennar á að áhorf á fréttir stöðvarinnar hefði aukist úr sautján prósentum í október árið 2003 í 36 prósent í október í fyrra. „Ég vona að samstarfs- fólk mitt á fréttastofunni njóti góðs af því og ég óska því kraft- mikla fólki alls hins besta.“ Sigríður segir það hafa verið fyrirséð að breytingar yrðu á rekstri fyrirtækisins eftir að Sigurði G. Guðjónssyni var sagt upp störfum en hann réð Sigríði til starfa í febrúar á liðnu ári. „Þá gat ég látið mér detta í hug að breytingar yrðu á mínum högum en ég var samt fullvissuð um að það stæði ekki til.“ Gunnar Smári Egilsson, fram- kvæmdastjóri Íslenska útvarpsfé- lagsins, vísaði á Pál Magnússon, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 vegna málsins. Ekki náðist í Pál í gær. – ghg SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR Segist ekki hafa fengið veigamiklar ástæð- ur fyrir uppsögninni. MJÖLL-FRIGG VIÐ VESTURVÖR Á fundi bæjarráðs Kópavogs á fimmtudaginn verður tekin fyrir tillaga um að Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis noti lagaheimildir til að stöðva starfsemi verksmiðju Mjallar-Friggjar á Kársnesi í Kópavogi, en verksmiðjan hefur ekki heimild til að vinna með klórgas á svæðinu. FYRIR ÁFRÝJUNARNEFND SAMKEPPNISMÁLA Málflutningur olíufélaganna í verðsamráðs- málinu fór fram á Hótel Sögu í gær. Fund- urinn stóð í tólf tíma. Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála: Styttist í niðurstöðu vegna verðsamráðs Vestfirðir: Snjóflóð lokuðu vegi SAMGÖNGUR Þrjú snjóflóð féllu með stuttu millibili á veginn í Kirkju- botnshlíð á Ísafirði síðdegis í gær. Vegurinn, sem er milli Ísafjarð- ar og Súðavíkur, lokaðist í nokkurn tíma en starfsmenn Vegagerðarinnar unnu við það í gærkvöldi að ryðja hann. Til stóð að hleypa umferð á veginn í skamman tíma, en loka honum svo aftur í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var ástandið talið ótryggt á veginum á þessum slóðum vegna snjóflóða- hættu, en í dag verður ákveðið hvenær umferð verður aftur hleypt um veginn. - ghg Flugóhapp: Þyrlur fylgdu flugvél BJÖRGUN Flugvél Flugmálastjórn- ar og þyrlur Landhelgisgæsl- unnar og Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli flugu til móts við eins hreyfils flugvél vestur af landinu í gær. Flugmaður vélar- innar, sem var einn um borð, sendi út neyðarkall klukkan tíu mínútur í níu í gærkvöld þegar hann var staddur um 105 sjómílur vestur af Keflavík. Þyrla um borð í danska eftir- litsskipinu Triton var sett í við- bragðsstöðu auk þess sem kallað var til báta á svæðinu. Flugmað- urinn lenti vélinni óhappalaust á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan tíu. ■ GUÐNI ÁGÚSTSSON Landbúnaðarráðherra vill endurskoða Lána- sjóð landbúnaðarins. SEKT FYRIR SÓÐASKAP Fjöl- brautaskóli Suðurlands á Selfossi áskilur sér rétt til að sekta nem- endur um 5.000 krónur verði þeir uppvísir að sóðaskap í skólanum. Sunnlenska vikublaðið Glugginn greindi frá í fyrsta tölublaði árs- ins. Eftir síðustu önn voru átta nemendur krafðir um gjaldið og 17 áminntir fyrir sóðaskap. ■ SKÓLAMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.