Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.01.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 11.01.2005, Qupperneq 2
SPURNING DAGSINS Ég frelsa engan. Er Alfreð ekki ágætlega trúaður maður fyrir? Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn er meðlimur í Hvítasunnusöfnuðinum. Alfreð Þorsteinsson sagði í gær að Gestur Gestsson, formaður Framsóknarfé- lagsins í Reykjavík norður væri angi af Hvítasunnu- söfnuðinum og að söfnuðurinn ætti ekki að stjórna Framsóknarflokknum í Reykjavík. Gestur hafði lýst þeirri skoðun sinni að nýtt fólk þyrfti að veljast í forystu hjá flokknum í borgarstjórn. Geir Jón, gengur ekkert að frelsa Alfreð? 2 11. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR VERÐSAMRÁÐ Málflutningur olíufé- laganna fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna úrskurðar samkeppnisráðs um verðsamráðs- sektir stóð frá klukkan níu í gær- morgun til níu í gærkvöldi. Olíufélögin áfrýjuðu úrskurði ráðsins frá því í lok október um verðsamráð þeirra frá árinu 1993 þar til Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá félögunum í desember árið 2001. Samkvæmt úrskurðin- um voru félögin sektuð um sam- tals tvo milljarða króna. Olíufélögin vildu ekki una úr- skurðinum og fara fram á sýknu. Stefán Már Stefánsson, for- maður áfrýjunarnefndarinnar, segir að málið verði nú tekið til úrskurðar og stefnt sé að því að ljúka því í þessum mánuði. Stutt er í að sex vikna frestur sem nefndin hafði til að ljúka málinu renni út. Stefán segir mikinn ágreining hafa verið milli olíufé- laganna og Samkeppnisstofnunar við málflutninginn. Ágreinings- atriðin séu mörg hundruð. Málflutningurinn fór þannig fram að lögfræðingar olíufélag- anna töluðu í tvo tíma hver og fulltrúar Samkeppnisstofnunar hafi síðan flutt andsvör í tvo og hálfan tíma. Síðan fór fram önnur styttri umferð þar sem allir tóku til máls að nýju. – ghg KLÓRGAS Verkfræðistofan Línu- hönnun gerði alvarlegar athuga- semdir við drög að starfsleyfi og áhættumati fyrir klórverksmiðju Mjallar-Friggjar í Kópavogi í haust. Kópavogsbær fékk Línuhönn- un til að skoða og gera athuga- semdir við meðal annars drög að starfsleyfi Mjallar-Friggjar fyrir klórvinnslu og áhættumati. Í skýrslum verkfræðistofunnar segir meðal annars að klórverk- smiðjan noti „klórgas í því magni til framleiðslunnar sem er mjög hættulegt heilsu manna og getur ef það sleppur út í umhverfið ver- ið lífshættulegt í næsta nágrenni við ákveðnar aðstæður.“ Gerð er athugasemd við það að fyrirtækið hafi hafið starfsemi á Kársnesi án allra þeirra leyfa sem til þarf og án áhættumats og grenndarkynningar, en mikilvægt sé að nágrannar viti af starfsemi sem þessari. Þá var enginn sjálf- virkur búnaður fyrir hendi til að nema og gera vart við gasleka og núverandi framleiðsluferli og stýring þess er sagt „varla geta talist besta fáanlega tækni.“ Í skýrslunum segir að ekkert brunaviðvörunarkerfi eða slök- kvikerfi væri í húsi Mjallar- Friggjar og brunahólf ekki í lagi. Gerð er athugasemd við að í skjali um hættumat sé sagt að engir skólar séu í nágrenninu, en skóli mun vera í rúmlega kíló- metra fjarlægð frá verksmiðj- unni. Lokaniðurstaða Línu- hönnunar um áhættumat verk- smiðjunnar var að ýmsu væri ábótavant þar. Á fimmtudaginn næstkomandi tekur bæjarráð Kópavogsbæjar fyrir tillögu Flosa Eiríkssonar bæjarfulltrúa um að Heilbrigðis- eftirlit Hafnarfjarðar og Kópa- vogssvæðis noti lagaheimildir sínar til að stöðva starfsemi klór- verksmiðju Mjallar-Friggjar, sem fari fram án tilskyldra starfs- leyfa. Áður munu forsvarsmenn Mjallar-Friggjar mæta á fund bæjarráðs og gera grein fyrir sínu máli. Hinrik Morthens, eigandi eign- arhaldsfélags Filtertækni og Mjallar-Friggjar, vildi ekki ræða málið við Fréttablaðið á þeim for- sendum að blaðið hafði kallað klórverksmiðjuna klórgasverk- smiðju. Á þessu er reginmunur og hann segir það gilda einu þó klór- gas sé notað við klórframleiðsl- una. bergsteinn@frettabladid.is REYKT UTANDYRA Reykingamenn eru margir ósáttir við bann- ið. Þeir kveikja nú í tóbaki sínu á götum úti. Reykingabann: 180 þúsund króna sektir ÍTALÍA, AP Eitthvert víðtækasta reykingabann Evrópu tók gildi á Ítalíu í gær. Hér eftir er bannað að reykja í öllum opinberum byggingum, svo sem krám og veitingahúsum, nema þar hafi verið komið upp aflokuðum reyk- ingaherbergjum með loftræst- ingu. Bannið tók gildi á miðnætti í fyrrinótt. Nokkrum mínútum eftir miðnætti náðu myndatöku- menn sjónvarpsstöðva því á myndband þegar ungur maður var sektaður fyrir að reykja á bar. Lægstu sektir nema frá 23 þús- und til 184 þúsund krónum. ■ Loðnuveiðar: Útlit fyrir aukinn kvóta SJÁVARÚTVEGUR Mikið magn loðnu hefur fundist á 100 sjómílna löng- um kafla fyrir norðan land og ljóst að loðnukvótinn verði aukinn verulega, að mati Hafrannsóknar- stofnunar. Ekki hefur þó verið ákveðið hversu mikið kvótinn verður aukinn. Hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson hefur frá 4. janúar verið við loðnuleit og mælingar, ásamt níu loðnuskipum og mun þeim leiðangri ljúka í vikunni. Að hon- um loknum mun Hafrannsókna- stofnunin leggja til endanlegt aflamark á yfirstandandi loðnu- vertíð. - kk HJÁLPUÐU FÓLKI Í ÓFÆRÐ Óvenjumikið snjóaði í Vest- mannaeyjum í fyrrinótt og að sögn lögreglunnar hefur ekki verið meiri snjór í Heimaey í nokkur ár. Lögreglan þurfti að aðstoða fólk við að komast til vinnu á milli klukkan sjö og átta í gærmorgun en allt gekk áfalla- laust fyrir sig. Umferðarslys: Bíl ekið á varnargarð LÖGREGLA Hálfþrítugur maður slasaðist alvarlega þegar hann missti stjórn á bifreið sinni og hafnaði á sjóvarnargarði við Faxagötu í Reykjavík skömmu fyrir klukkan átta í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var maðurinn meðvitundarlaus þegar að var komið, en talið var hann hefði slasast á mjöðm, auk þess sem hann bar mikla áverka í andliti. Maðurinn var ekki í öryggisbelti. Að sögn lögreglu vildi slysið þannig til að tveimur bílum var ekið samsíða austur Kalkofnsveg, frá miðbæ í átt að Seðlabanka. Neðst í götunni þar sem kemur beygja missti maðurinn, sem var á vinstri akrein, stjórn á bíl sínum fór yfir Faxagötu og endaði á varnargarðinum. - óká Landbúnðarráðherra: Breytingar á lánasjóði LANDBÚNAÐUR Það er mikilvægt að kanna framtíð Lánasjóðs land- búnaðarins að mati Guðna Ágústs- sonar, landbúnaðarráðherra nú þegar miklar breytingar eiga sér stað á pen- ingamarkaði. Hann hefur skipað verk- efnisstjórn til þess sem á að skila tillögu fyrir lok febr- úar. G u ð n i sagði í sam- tali við Bændablaðið að sjóðurinn væri sterkur en þar með væri ekki sagt að reka bæri hann alltaf á sömu forsendum. Til greina kæmi að selja sjóðinn og hagnaðurinn notaður til að styrkja Lífeyrissjóð bænda. - ghg ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Athugasemdir gerðar við framleiðsluna Verkfræðistofa gerði alvarlegar athugasemdir við starfsemi klórverksmiðju Mjallar-Friggjar í haust. Í skýrslum hennar kemur meðal annars fram að búnaði verksmiðjunnar hafi verið ábótavant sem og áhættumati. Fréttastofa Stöðvar 2: Sigríði sagt upp störfum FJÖLMIÐLAR Sigríði Árnadóttur, fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgj- unnar, var sagt upp störfum í gær eftir tæplega eitt ár í starfi. Sigríður segist hafa verið kölluð á fund Páls Magnússonar sjónvarpsstjóra síðdegis í gær þar sem henni var sagt upp án nokkurs formála. Hún segist ekki hafa fengið veigamiklar ástæður fyrir uppsögninni og hún hafi ekki orðið vör við óá- nægju Páls með hennar störf fyrir nokkru þegar hann vakti athygli hennar á að áhorf á fréttir stöðvarinnar hefði aukist úr sautján prósentum í október árið 2003 í 36 prósent í október í fyrra. „Ég vona að samstarfs- fólk mitt á fréttastofunni njóti góðs af því og ég óska því kraft- mikla fólki alls hins besta.“ Sigríður segir það hafa verið fyrirséð að breytingar yrðu á rekstri fyrirtækisins eftir að Sigurði G. Guðjónssyni var sagt upp störfum en hann réð Sigríði til starfa í febrúar á liðnu ári. „Þá gat ég látið mér detta í hug að breytingar yrðu á mínum högum en ég var samt fullvissuð um að það stæði ekki til.“ Gunnar Smári Egilsson, fram- kvæmdastjóri Íslenska útvarpsfé- lagsins, vísaði á Pál Magnússon, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 vegna málsins. Ekki náðist í Pál í gær. – ghg SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR Segist ekki hafa fengið veigamiklar ástæð- ur fyrir uppsögninni. MJÖLL-FRIGG VIÐ VESTURVÖR Á fundi bæjarráðs Kópavogs á fimmtudaginn verður tekin fyrir tillaga um að Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis noti lagaheimildir til að stöðva starfsemi verksmiðju Mjallar-Friggjar á Kársnesi í Kópavogi, en verksmiðjan hefur ekki heimild til að vinna með klórgas á svæðinu. FYRIR ÁFRÝJUNARNEFND SAMKEPPNISMÁLA Málflutningur olíufélaganna í verðsamráðs- málinu fór fram á Hótel Sögu í gær. Fund- urinn stóð í tólf tíma. Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála: Styttist í niðurstöðu vegna verðsamráðs Vestfirðir: Snjóflóð lokuðu vegi SAMGÖNGUR Þrjú snjóflóð féllu með stuttu millibili á veginn í Kirkju- botnshlíð á Ísafirði síðdegis í gær. Vegurinn, sem er milli Ísafjarð- ar og Súðavíkur, lokaðist í nokkurn tíma en starfsmenn Vegagerðarinnar unnu við það í gærkvöldi að ryðja hann. Til stóð að hleypa umferð á veginn í skamman tíma, en loka honum svo aftur í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var ástandið talið ótryggt á veginum á þessum slóðum vegna snjóflóða- hættu, en í dag verður ákveðið hvenær umferð verður aftur hleypt um veginn. - ghg Flugóhapp: Þyrlur fylgdu flugvél BJÖRGUN Flugvél Flugmálastjórn- ar og þyrlur Landhelgisgæsl- unnar og Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli flugu til móts við eins hreyfils flugvél vestur af landinu í gær. Flugmaður vélar- innar, sem var einn um borð, sendi út neyðarkall klukkan tíu mínútur í níu í gærkvöld þegar hann var staddur um 105 sjómílur vestur af Keflavík. Þyrla um borð í danska eftir- litsskipinu Triton var sett í við- bragðsstöðu auk þess sem kallað var til báta á svæðinu. Flugmað- urinn lenti vélinni óhappalaust á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan tíu. ■ GUÐNI ÁGÚSTSSON Landbúnaðarráðherra vill endurskoða Lána- sjóð landbúnaðarins. SEKT FYRIR SÓÐASKAP Fjöl- brautaskóli Suðurlands á Selfossi áskilur sér rétt til að sekta nem- endur um 5.000 krónur verði þeir uppvísir að sóðaskap í skólanum. Sunnlenska vikublaðið Glugginn greindi frá í fyrsta tölublaði árs- ins. Eftir síðustu önn voru átta nemendur krafðir um gjaldið og 17 áminntir fyrir sóðaskap. ■ SKÓLAMÁL

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.