Fréttablaðið - 11.01.2005, Side 50

Fréttablaðið - 11.01.2005, Side 50
30 11. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR FRÁBÆR SKEMMTUN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Nýársmyndin 2005 Nýársmyndin 2005 Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 10 Sýnd í LÚXUS VIP kl. 8.30 POLAR EXPRESS SÝND KL. 3.30 m/ísl. tali Sýnd kl. 3.30 & 6 m/ísl. tali Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 m/ens. tali "séríslenskt Fönn, fönn, fönn!" HHH SV Mbl "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..." Sýnd kl. 4 og 6 Sýnd kl. 8 B.i. 14Sýnd kl. 3.30 og 5.45 Yfir 23.000 áhorfendur Yfir 27 .000gestir Hvað er málið með Alfie? Pottþétt rómantísk gamanmynd með Jude Law sem nýlega var kosinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn. Frábær tónlist. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15 B.i. 10 Sýnd kl. 10.15 B.i. 14 Hvað er málið með Alfie? Pottþétt rómantísk gamanmynd með Jude Law sem nýlega var kosinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn. Frábær tónlist. kl. 5.30 m/ísl. tali kl. 8 & 10.20 ens. tali Ein stærsta opnun frá upphafi í des í USA. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Yfir 27.000 gestir HHH kvikmyndir.com HHHHH Mbl Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 & 10.10 Sýnd kl. 4, 6, 8, 9 og 10 Sýnd í LÚXUS kl. 6, 8 og 10 FRÉTTIR AF FÓLKI Það var heilmikil gróska í mynda- sögum á nýliðnu ári. Það var einna mest að gerast í japönskum teikni- myndasögum, sem kenndar eru við manga, en vinsældir þeirra fara stöðugt vaxandi á Íslandi. Hugleik- ur Dagsson myndlistarmaður hefur tekið saman lista yfir þær fimm teiknimyndasögur sem voru bestar árið 2004. 1. The Filth. Höfundur: Grant Morrison. Teikningar: Chris Weston. Það er eflaust hægt að margtúlka Viðbjóðinn eða The Filth eftir Grant Morrison. Hálfsköllóttur klámsjúk- lingur vaknar einn daginn og upp- götvar að hann er ekki til í alvör- unni. Hann er einfaldlega fram- leiddur ofurnjósnari með falskan persónuleika, og starfar fyrir leyni- lega stofnun sem kallast „Höndin“ (The Hand). Höndin er deildarskipt almætti sem sér til þess að mannkynið og til- heyrandi siðmenning villist ekki út af fyrir fram áætlaðri braut. Þetta er sem sagt nokkurs konar heimslögregla, eða kannski frekar heims-sorphirða. Þrautþjálfaður her ræstitækna sem sérhæfa sig í að fjarlægja óæskilega hluti úr til- veru okkar. Í rauninni er þetta helj- arinnar þjóðfélagsádeila um offlæði kláms, ofbeldis og dauða í fjölmiðl- um jafnt og í áþreifanlegu um- hverfi. Manni finnst nánast allt sem Grant Morrison skrifar vera mikil- vægar bókmenntir. Hann á blessun- arlega erfitt með að valda manni vonbrigðum. 2. Bone: One volume edition. Höf- undur og teiknari: Jeff Smith. Það er alltaf gaman þegar mynda- sögur eru gefnar út í doðröntum. Bone eftir Smith er saga sem hefur verið í gangi í meira en áratug og ætti að höfða til allra sem fíla Múmínálfana og Hringadróttins sögu. Sagan segir frá þremur út- lægum frændum sem setjast að í ævintýradal og eignast þar nýja vini og óvini. Það kemur í ljós að baráttan milli góðs og ills hefur geisað frá upphafi í dalnum og frændurnir neyðast til að taka þátt. Þó svo að sagan sé meira og minna á léttu nótunum inniheldur hún bæði spennu og drama í miklu magni. All- ar persónurnar falla ljúft í kramið hjá lesandanum og gera það að verkum að nánast ómögulegt er að leggja frá sér bókina fyrr en henni er lokið. Svo er þetta líka 1.300 síðna flikki og ef svo löng bók er ekki leið- inleg þá hlýtur hún að vera frábær. 3. Hellblazer: Highwater. Höfundur: Brian Azzarello. Teikningar: Marcelo Frusin og fleiri. John Constantine er á góðri leið með að verða ein virtasta og lang- lífasta andhetja nútímans. Það stytt- ist óðum í Hollywood-kvikmynd um hann þar sem Keanu Reeves mun leika hann. Mörgum þykir þetta miður enda Keanu ekki jafn bresk- ur, ljóshærður eða sjarmerandi og karakterinn. En við skulum bíða og vona að þetta verði ekki algert klúður. Í þessu feitasta bindi Con- stantine-bálksins til þessa lýkur göldrótti bölsýnismaðurinn ferð sinni um Bandaríkin. Enn á ný kynnist hann myrkustu bakgörðum veldisins í nærmynd. Að þessu sinni lendir hann í nýnasistum, kynlífs- klúbbum og alríkislögreglunni. Azzarello sýnir að hann er djarfasti Hellblazer-ritarinn með hrotta- fengnum og nánum lýsingum á því sem mannkynið tekur stundum upp á. 4. Mister O. Höfundur og teiknari: Lewis Trondheim. Franski húmoristinn Lewis Trond- heim samdi þetta gullfallega meist- araverk. Aðalpersónan er lítil hnöttótt vera sem heitir Mister O. Á hverri síðu reynir hann að komast yfir stærðarinnar gljúfur. Og á hverri síðu hrapar hann niður gljúfrið og deyr. Bók þessi er gott dæmi um alþjóðlegt tungumál myndasögunnar því hér er á ferð- inni orðlaus snilld sem höfðar til allra með kímnigáfu. 5. Flowers & Bees. Höfundur og teiknari: Moyoko Armo Stórskemmtileg ný manga-sápa eft- ir um menntskæling með gífurlega viðkvæma sjálfsmynd. Ósk hans sú heitasta er að ganga í augun á stúlk- um, og þá sérstaklega fallegum stúlkum. Líf hans og ímynd taka U- beygju þegar hann rambar fram á snyrtistofu fyrir karlmenn. Þar lærir hann að plokka augabrúnir sínar, fara í andlitsbað og næra á sér hárið. Fyrir vikið fær hann tölu- verða athygli frá hinu kyninu sem og kynbræðrum sínum. Hann fattar sem sagt að besta leiðin að kven- hylli er að gerast metrósexúal. Engu að síður dvínar minnimáttar- kennd hans lítið sem ekkert og sagan verður bara skemmtilegri og skemmtilegri. Fersk viðbót í hina gífurlegu flóru manga-iðnaðarins. ■ Leikarinn Paul Newman slapp viðalvarleg meiðsli eftir að eldur kom upp í sportbíl sem hann var að prufukeyra á rallbraut í Flórída. Newman, sem er 79 ára, hljóp út úr bílnum eftir að eldurinn bloss- aði upp. „Ég veit ekki hvað gerðist en mér líður vel. Það kviknaði bara einhvern veginn í bílnum,“ sagði Newman. Sadie Frost, fyrrume i g i n k o n a hjartaknúsarans Jude Law, varð bálreið þeg- ar hún frétti af trúlof- un Law og unnustu hans Sienna Miller í gegnum átta ára son sinn. Law og Frost eyddu jóladeginum saman með börnun- um sínum en þá sá Law ekki ástæðu til að segja henni tíð- indin. Síðar um daginn sagði strákurinn henni frá trúlofuninni. Viðbjóðurinn á toppnum ■ MYNDASÖGUR Fyrstu 300 sem vinna fá miða fyrir 2 á myndina Vinningar eru: Miðar fyrir 2 á oldboy DVD myndir Margt fleira LEIKUR SMS 99kr. bíómiðar2 Sendu SMS skeytið JA OBF á númerið 1900 og þú gætir unnið 9. hver vinnur Vinningar verða afhendir hjá Office 1, Skeifunni. Reykjavík. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið THE FILTH Þessi súrrealíska ádeila kemur úr smiðju Grants Morrison. HUGLEIKUR DAGSSON Fylgist vel með öllum hræringum í myndasöguheiminum og telur The Filth bestu myndasögu síðasta árs.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.