Fréttablaðið - 11.01.2005, Page 19

Fréttablaðið - 11.01.2005, Page 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Atvinna 27 stk. Bílar & farartæki 119 stk. Heilsa 9 stk. Heimilið 14 stk. Húsnæði 24 stk. Keypt & selt 17 stk. Skólar & námskeið 6 stk. Tilkynningar 4 stk. Tómstundir & ferðir 3 stk. Þjónusta 31 stk. Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 11. janúar 11. dagur ársins 2005. Reykjavík 11.03 13.36 16.09 Akureyri 11.10 13.20 15.31 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Einbeitir sér að náminu í vetur Námskeið um vesturferðir Íslendinga hefst á vegum Þjóð- ræknisfélagsins 1. febrúar og í tengslum við það er Vesturfara- setrið á Hofsósi heimsótt. Nám- skeiðið er góður undirbúningur fyrir ferðir á vegum félagsins til Vesturheims en þrjár slíkar eru á dagskrá í sumar. Námskeiðið stendur í átta vikur og er á þriðjudagskvöldum klukkan 19.30-21.30 í Gerðubergi í Reykjavík og kostar kr.10.000. Nánari upplýsingar um ferðirnar og námskeiðið eru á vefsíðunni inl.is, hjá Jónasi Þór í síma 554 1680 og í tölvupósti jtor@mmedia.is. Framkomunámskeið með Eddu Björgvins leikkonu er með- al þess sem Endurmenntunar- stofnun Háskóla Íslands býður upp á á vorönn í samvinnu við Versl- unar- mannafélag Reykjavíkur. Það er ætlað þeim sem vilja losna við feimni og koma fram af öryggi fyrir framan hóp af fólki. Farið er meðal ann- ars í framkomu, tjáningu og samspil ræðumanns og um- hverfis. Þetta er níu kennslu- stunda námskeið sem hefst 10. febrúar og kostar 20.500. Nám- skrá Endurmenntunar er á netinu: www.endurmenntun.is og er hægt að skrá sig þar og í síma 525 4444. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti eru 130 áfangar í boði í kvöldskólanum. Þar eru kenndar allar grunngreinar fram- haldsskóla og einnig eru þar áfangar fyrir sjúkraliða, í rafvirkj- un og listum. Í kvöldskólanum eru að jafnaði 7-800 nemendur á öllum aldri, sumir eru að koma aftur til náms eftir hlé en aðrir að flýta fyrir sér í dagskól- anum. Kennslan er útfærð eins og í dagskólanum nema hvað farið er hraðar yfir námsefnið í kvöldskólanum þannig að press- an er ívið meiri. Áföngunum lýk- ur með prófum og verkefnaskil- um. Hægt er að skrá sig á net- inu á síðunni www.fb.is Skráning í fjarnám í Fjöl- brautaskólanum í Ármúla stend- ur yfir þessa dagana og lýkur 17. janúar. Fjarnám í FÁ hófst haust- ið 2001 en þá voru 49 nemend- ur skráðir. Á haustönn 2004 voru 1.113 nemendur skráðir og aðsókn var svo mikil að hafna þurfti um 200 manns. Nú á vor- önn 2005 stefnir í metaðsókn. Alls eru nú í boði 126 áfangar á framhaldsskólastigi í fjarnáminu. Námskröfur eru þær sömu og í dagskóla, sömu kennarar, kennslubækur, verkefni og sam- bærileg próf. Kennsla fer fram í gegnum WebCT, sem er kennsluumhverfi á netinu. Kennsla hefst 24. janúar og próf fara fram í maí. Nú þegar hefur Fjölbrautaskólinn við Ármúla út- skrifað nokkra nemendur sem eingöngu hafa stundað fjarnám við skólann. nam@frettabladid.is Björn Bragi býr sig undir stúdentspróf í vor af alþjóðabraut í Versló og vinnur að lokaverkefni um viðskipti Íslands og Búlgaríu. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í námi FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Það er auðvelt að fara í peysuna sína. Maturinn á að vera framan á! Rýnt í texta Megasar BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Verslunarskólaneminn Björn Bragi Arnarson vakti athygli í fyrravetur er hann var kjörinn „Ræðumaður Íslands“ eftir sig- ur í Morfís og var einnig í sigur- liðinu í Gettu betur. Nú er hann á lokaönn í skólanum. Björn Bragi stefnir að stúdents- prófi frá Versló í vor og kveðst ætla að taka því rólega í félagslíf- inu í ár. „Ég fékk minn skammt í fyrra,“ segir hann og spurður hvort það hafi komið niður á nám- inu svarar hann: „Það kom dálítið niður á mætingunni og ég gat ekki lært mikið á tímabili en náði því upp með vorinu,“ segir hann. Samt kveðst hann fylgjast vel með Gettu betur og að sjálfsögðu styðja sitt fólk – en bara sem áhorfandi þetta árið. Björn Bragi er á alþjóðabraut í Verslunarskólanum og er að hefja undirbúning að lokaverkefni. „Við tökum eitt land fyrir og fjöllum um viðskipti Íslands við það. Ég valdi Búlgaríu og er að byrja að setja mig inn í ýmis mál sem tengjast því. Það er mjög áhuga- vert. Hver veit nema ég drífi mig þangað í framhaldinu.“ Þó svo að Björn Bragi búist síð- ur við að fara í viðskiptatengt nám þegar hann snýr sér að háskóla er hann ánægður með val á fram- haldsskóla. „Mér leist best á Versló þegar ég var að kynna mér skólana svo ég skellti mér í hann og sé ekki eftir því. Aðstaðan er svo góð hérna, kennararnir fínir og svo hefur maður eignast frá- bæra vini. Þetta fer allt mjög vel í mig!“ segir hann brosandi og þvertekur fyrir að hafa valið kólann til að komast inn í söngleik- ina enda hafi hann aldrei tekið þátt í þeim. Þegar farið er að ræða um myndatöku vegna viðtalsins kemur í ljós að Björn Bragi er að fara í aðra myndatöku nánast á sama tíma. Sú er vegna lagakeppni sem verður í skólanum eftir tvær vikur. „Já, ég laumaði inn einu lagi,“ segir hann rólega. Keppnis- skapið er greinilega enn til staðar. gun@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.