Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 31
Hamast miki› í vinnunni „Vinnan er mín líkamsrækt, því í svona söngleik hamast maður svo mikið á sviðinu og hleypur upp og niður stiga,“ segir Esther Talía Casey leikkona, sem leikur nú í söngleiknum Oliver Twist á Akureyri. „Ég reyni að sjálfsögðu að passa mig hvað ég set ofan í mig en það vill oft fara úr skorð- um þar sem ég borða óreglu- lega,“ segir Esther Talía en fyrir sýningu segist hún ekkert geta borðað. „Svo er það bara gamla góða sundið sem reynist mér vel og ég labba mjög hratt að eðlisfari,“ segir Esther og hlær. „Ég hef ekki getað tamið mér að stunda reglulega líkamsrækt og kaupi mér ekki kort í líkams- ræktarstöð því ég veit ég myndi aldrei mæta,“ segir Esther. Hvað andlega heilsu varðar telur Esther að góður göngutúr með músík í eyrunum sé góð orkuhleðsla, en umgengni hennar við fólk viðheldur and- legri heilsu hennar. „Það er svo gaman hérna hjá okkur á Akur- eyri, við búum öll saman á hótelinu. Mér finnst gaman að vera í kringum mikið af fólki, það heldur mér gangandi,“ seg- ir Esther Talía. Rannsókn sem ger› var á 15 ára og 9 ára börnum s‡nir a› hreyfing eykur a›eins flrek eldri barna. Lítil hreyfing er talin vera helsta orsök offitu og ofþyngdar barna. Hreyfingarleysi er vandamál sem fer sívaxandi bæði hérlendis og í nágrannaríkjum okkar en er einnig tal- ið hafa áhrif á þrek barna. Greint er í nýjasta tölublaði Læknablaðsins frá rannsókn þar sem leitast var við að meta þrek barna og kanna tengsl þess við hreyfingu og holdafar. Rannsóknin var gerð á meðal 9 ára barna annars vegar og 15 ára barna hins vegar í 18 grunnskólum víðs vegar um landið. Ein helsta niðurstaða rannsóknarinnar var sú að hreyfing hefur áhrif á þrek hjá 15 ára börnum en ekki 9 ára. Vegna minni hreyfingar 15 ára stúlkna þarf ákefðin að vera meiri til að hafa áhrif á þrek heldur en hjá karlkyns jafnöldrum þeirra. Því feitari sem börnin eru, því þrekminni eru þau og sterkt samband á milli þreks og holdafars undir- strikar samspil þessara þátta og heilsufars. Niðurstöðurnar sýndu einnig að þrek drengja er meira en hjá stúlkum og 15 ára drengir hafa meira þrek en 9 ára drengir. Hins vegar var enginn munur á þreki 15 ára og 9 ára stúlkna. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /S TE FÁ N Líklegt er að þessir níu ára drengir hafi fengið aukið þrek þegar þeir verða fimmtán ára. firek barna auki› me› hreyfingu  { HEILSA 2005 }  09 Borgartúni 24 Opið virka daga kl. 10–20 laugardaga kl. 10–16 Heilsuvörur og matstofa FR ÉT TA BL AÐ IÐ /G VA esther talía casey }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.