Fréttablaðið - 11.01.2005, Side 13

Fréttablaðið - 11.01.2005, Side 13
ATVINNA Atvinnumál í Mývatns- sveit eru enn í upplausn eftir að Kísiliðjunni var lokað í nóvember- lok sl. og um 40 manns misstu vinn- una. Mývetningar urðu aftur fyrir áfalli í desember sl. þegar áform norska fyrirtækisins Promeks um að reisa kísilduftverksmiðju urðu að engu en þrátt fyrir mikil áföll í atvinnumálum er ástandið ekki eins slæmt og óttast var. Að sögn Sigbjörns Gunnarsson- ar, sveitarstjóra Skútustaðahrepps, munar þar mestu um gott atvinnu- ástand í nágrenni Mývatns. „Enn sem komið er hefur ekki brostið á almennur fólksflótti. Mývetningar hafa fengið vinnu utan heima- byggðar, einkum á virkjunarsvæð- inu við Kárahnjúka og á Austfjörð- um. Það er hins vegar bráðabirgða- lausn en heimamenn og stjórnvöld eru að vinna í að finna framtíðar- lausnir,“ sagði Sigbjörn en að svo stöddu vill hann ekki upplýsa hverjar þær lausnir eru. Sigbjörn segir að starfsmönnum Kísiliðjunnar hafi verið boðið að kaupa af Kísiliðjunni leiguhúsnæði sem starfsmennirnir bjuggu í og svo virðist sem margir ætli að nýta sér þann kost. kk@frettabladid.is Atvinnumál í Mývatnssveit: Betra ástand en óttast var 13ÞRIÐJUDAGUR 11. janúar 2005 Viktor Janúkovitsj: Kærunum vísað frá ÚKRAÍNA, AP Hæstiréttur Úkraínu vísaði í gær frá fjórum kærum Viktors Janúkovitsj, fyrrum for- sætisráðherra, þar sem hann krafðist þess að seinni umferð for- setakosninganna yrði dæmd ógild. Talsmaður dómstólsins sagði að kærunum hefði verið vísað frá á grundvelli formgalla og að Janúkovitsj væri í lófa lagið að leggja fram nýjar kærur. Andstæðingur Janúkovitsj, Viktor Júsjenkó, var lýstur sigur- vegari eftir kosningarnar 26. des- ember. Til þeirra var boðað eftir að hæstiréttur ógilti kosningarnar 21. nóvember, þar sem Janúkovitsj var lýstur sigurveg- ari. Útlit er því fyrir að deilur vegna forsetakosninganna í Úkraínu haldi áfram um sinn. ■ RÁÐHERRA Á OFSAHRAÐA Slóvakískur ráðherra þarf að greiða 170 þúsund króna í sekt fyrir að keyra allt of hratt á aust- urrískum þjóðvegi. Hann var stöðvaður á 235 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarks- hraði er hundrað kílómetrar. 139 LÉTUST Umferðarslys tóku drjúgan toll á Spáni yfir jól og áramót. Alls létust 139 manns en það er þó talsvert minna en næstu jól á undan þegar 195 létust í umferðarslysum. SVÍÞJÓÐ, AP Nærri helmingur Letta og um nokkur hundruð þúsund Norðurlandabúar bjuggu við raf- magnsleysi í gær í kjölfar óveðurs- ins sem gekk yfir svæðið um helg- ina og kostaði ellefu manns lífið. 12.500 heimili voru enn án raf- magns í vesturhluta Danmerkur í gær. Ástandið var mun verra í Svíþjóð þar sem 219 þúsund heimili voru rafmagnslaus. Unnið var að því að koma rafmagni á aftur en talsmenn orkufyrirtækja sögðu að það tæki einhvern tíma. Lettnesk börn mæta ekki í skóla fyrr en á morgun, skólunum var lokað vegna rafmagnsleysis. ■ Sjö mánaða fangelsi: Dæmdur fyrir smygl DÓMSMÁL Þrítugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir innflutning á rúmum 190 grömmum af hassi sem hann flutti til landsins í febrúar í fyrra. Fimm mánuðir af refsing- unni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Tollverðir á Keflavíkurflug- velli fundu hassið í farangri mannsins en hann kom með flugi frá Kaupmannahöfn. Hann játaði skýlaust að hafa gerst sekur um innflutninginn. Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki. - hrs KÍSILIÐJAN Í MÝVATNSSVEIT Kísiliðjunni var lokað í nóvemberlok og ekki varð af áformum norska fyrirtækisins Promeks um að reisa kísilduftverksmiðju í sveitinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M YN D /F IN N U R B AL D U R SS O N Eftirmál óveðurs: Mikill fjöldi án rafmagns ■ EVRÓPA KÝR Í HRUNDU FJÓSI Óveðrið um helgina olli gríðarlegu tjóni. Enn er unnið að því víða að taka til eftir óveðrið. UPPREISNARMENN HANDTEKNIR Írösk yfirvöld hafa handtekið 147 einstaklinga sem grunaðir eru um aðild að uppreisnarstarfsemi og undirróður. Tugir hinna hand- teknu voru vopnaðir en aðrir voru handteknir fyrir að dreifa áróðri. ■ ÍRAK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.