Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 18
Við búum í miklu umbúðasam- félagi. Inn á heimili okkar berast umbúðir í ótrúlegu magni og það er merkilegt að skoða hvað fram- leiðendur ýmissa vöruflokka virðast telja nauðsynlegt og/eða gagnlegt að pakka vörunni sinni oft inn. Flest af þessu fer beint í ruslið á íslenskum heimilum, sorpflokkun er í lágmarki enda tímafrek og óaðgengileg. Það eru ekki mörg ár síðan haft var á orði að lengi tæki sjór- inn við. Nú heyrist þetta varla lengur enda vitum við betur. Sjórinn er hættur að taka við, mengun af mannanna völdum ógnar öllu lífi á jörðinni. Það gengur samt býsna hægt að bregðast við og á íslenskum heimilum eru líklega minni líkur en meiri á sorpflokkun að nokkru gagni. Enn ganga sumir um í þeirri trú að sorpflokkun sé ekki til neins, þetta fari hvort sem er allt í eina hrúgu eða eina gryfju í lokin. Það sé til lítils að setja fernur í einn gám og dag- blöð í annan því þetta endi allt í einni kös og hugmyndir um ann- að séu blekking. Það virðist því þurfa átak í að mennta þjóðina í sorpflokkun. Upplýsa þarf stór- an hluta þjóðarinnar um hvað verður um sorpið, hvernig dag- blöð og fernur fara t.d. til Sví- þjóðar til endurvinnslu og koma til okkar aftur sem umbúðir utan um aðra vöru og ef við flokkum þær umbúðir geta þær farið annan hring og þannig áfram. Við sjáum hins vegar ekki gagnsemi flokkunar frá degi til dags. Ekkert í okkar daglega lífi hér uppi á Íslandi minnir okkur á mikilvægi þess að draga úr mengun af öllu tagi. Ótrúlega margir flokka ekki einu sinni fernur utan af drykkj- arvörum þótt það sé reyndar afar einfaldur gjörningur. Víða eru sérstakir gámar sem taka annars vegar við dagblöðum og hins vegar við drykkjarfernum. Þó verður að viðurkennast að það er leiðinlegt og tímafrekt að ganga um þá. Það þarf ákveðið lag til að koma fernunum ofan í gámana og er ekki aðlaðandi verkefni um há- vetur í frosti og kulda. Barnafólk segir þetta allt of tímafrekt og flókið ferli. Börnin bíða í bílnum, þreytt og úrill eftir of langan vinnudag á sínum vinnustað; leik- skóla eða grunnskóla, og vilja bara komast heim. Sama gildir um flöskur og dósir. Þær þarf að fara með á næsta sorpflokkunarstað og jafnvel lenda þar í biðröð í allt að hálftíma eða lengur. Barnafólk segir þetta of erfitt og tímafrekt ferli og þótt gjald fáist fyrir hverja flösku og dós er það of lágt til að fólk vilji leggja á sig vinnuna sem felst í að koma þessu á sinn stað. Þar að auki hafa ekki allir aðstöðu til að safna flöskum og dósum í ein- hvern tíma heima, það þýðir að fara þarf mun oftar á endur- vinnslustöðina og útkoman er sú að þetta er ekki á sig leggjandi. Reyndar létta ýmsar íþrótta- deildir verulega undir með heim- ilum því ungmenni ganga milli heimila og safna saman dósum og flöskum í fjáröflunarskyni, sem er auðvitað ágætt. En hvað er til ráða? Ljóst er að við hegðum okkur, mörg hver, af algjöru ábyrgðarleysi þegar kemur að meðferð og flokkun heimilissorps. Þar hlýtur að þurfa að koma til stóraukin fræðsla og hreinn og beinn áróð- ur til að vekja fólk til umhugsun- ar og aðgerða. Það þarf viðhorfs- breytingu og nýjar fréttir af sorpflokkun í Melaskóla voru góðar fréttir. Þar er markvisst unnið að því að gera börnin með- vituð um meðferð sorpsins. En það hlýtur líka að þurfa að koma til aukið aðgengi og þægilegri aðferðir við flokkun. Grænar tunnur á vegum Reykjavíkurborgar eru gott skref í rétta átt og vonandi stíga fleiri sveitarfélög svipuð skref. Víða er reyndar verið að gera ágæta hluti hérlendis í þessum málaflokki en betur má ef duga skal. Allt of dýrt segja sumir. Það er skammtímasjónarmið. Það er allt of dýrt til lengri tíma litið að skera ekki upp herör í umhverf- ismálum. Við höfum ekki lengur efni á að láta eins og sjórinn taki endalaust við. ■ N iðurstaða skoðanakönnunar Gallups um afstöðu Íslendinga til Íraksmálsins getur naumast verið af-dráttarlausari. Um 84% landsmanna vilja ekki að Ísland sé á lista „hinna staðföstu þjóða“ sem studdu innrás Banda- ríkjamanna í Írak vorið 2003. Þetta kemur ekki á óvart. Allar kannanir fram að þessu, svo og opinber umræða, hafa sýnt að þjóðin er andvíg þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar, eða rétt- ara sagt tveggja ráðherra í hennar nafni. Viðbrögð einstakra ráðherra í ríkisstjórninni við könnuninni hafa verið barnaleg. Davíð Oddsson utanríkisráðherra talar nánast eins og þjóðin sé svo heimsk að hún skilji ekki spurning- una sem Gallup spurði og svörin séu því marklaus. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra deilir á Gallup fyrir að voga sér að bera spurninguna fram og ýjar að því að réttast sé að klaga Gallup á Íslandi fyrir móðurfyrirtækinu í Bandaríkjunum. Það er annar handleggur að spurningin um hvort Íslendingar eigi að vera á listanum eða ekki er fráleitt brýnasta úrlausnar- efnið í málefnum Íraks um þessar mundir. Mikilvægast er að al- þjóðasamfélagið, þar á meðal Íslendingar, finni leiðir til að koma á friði og lýðræði í Írak. Hitt er rangt að listinn sé ein- göngu sögulegt fyrirbæri sem enga þýðingu hafi lengur. Greini- legt er að hann hefur bæði pólitískt og tilfinningalegt vægi í augum þjóðarinnar. Og jafnvel þótt listinn væri eingöngu sögu- legt gagn skiptir máli hvernig hann varð til og hvernig það gerðist að nafn Íslands var sett á hann. Við því hafa engar við- hlítandi skýringar fengist og yfirlýsingar ráðherra og fulltrúa þeirra verið misvísandi. Það mál þarf að upplýsa. Það er rangt hjá utanríkisráðherra að sambærilegar umræð- ur og fram fara hér á landi um Íraksmálið eigi sér hvergi stað. Vel má vera að utanríkisráðherra fylgist lítt með alþjóðlegum fjölmiðlum en það gera þúsundir Íslendinga og vita því betur. Ekki þarf annað en að fara í leitarvélar í heimilistölvunni til að sjá að um allan heim fer fram umræða um Íraksstríðið og þar á meðal um tilurð og eðli „lista hinna staðföstu þjóða“. Og ekki er lengra síðan en í haust að stjórnvöld í einu ríkjanna sem var á listanum, Kosta Ríka, fóru þess formlega á leit við Hvíta húsið að nafn landsins yrði tekið af listanum. Hvergi hefur sést að ráðamönnum þar eða landsmönnum sé brigslað um vanþekk- ingu eða heimsku í því sambandi. Slíkt tal virðist bara tíðkast í þröngum hópi önugra stjórnmálamanna á Íslandi. Þegar 84% Íslendinga segjast ekki vilja vera á lista hinna staðföstu þjóða eru þeir að mótmæla því að ráðist skyldi inn í Írak í óþökk Sameinuðu þjóðanna og án heimildar í alþjóðalög- um. Þeir telja að ríkisstjórnin hafi ekki haft heimild til að nota nafn Íslands til að hjálpa til við að réttlæta innrásina. Þetta er augljóslega óþægileg niðurstaða fyrir þá menn sem ábyrgðina bera en þetta er veruleiki og undan honum geta þeir ekki vikið sér. ■ 11. janúar 2005 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Þjóðin er andvíg vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í Íraksmálinu. Barnaleg við- brögð við Gallup-könnun FRÁ DEGI TIL DAGS Er til einhvers að flokka heimilissorp? Með eigin vefsíðu Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra, hefur opnað heimasíðu á netinu á slóðinni althingi.is/magnush. Áður hefur hann vakið umtal fyrir skrif á spjallvefinn malefnin.com. „Enginn vafi leikur á því að internetið á eftir að skipta miklu máli sem vettvangur fyrir tjáningarfrelsið,“ segir Magnús í fyrsta pistl- inum. Hann vitnar í grein undirritaðs á Vísi „Hefði Jón for- seti bloggað?“ þar sem segir: „Þjóðfé- lagslega bloggið hefur áhrif. Hér á landi sem úti í heimi. Það er engin spurning. Jón Sigurðsson forseti hefði strax kveikt á því. Þegar fram líða stundir er hætt við því að stjórnmála- flokkar, hreyfingar og einstaklingar, sem ekki átta sig á þessu, dæmi sig úr leik, missi af lestinni“. Magnús tekur undir þetta og segir: „Ég er allavega mættur um borð í lestina og bruna nú af stað“. Úthald Svo er spurning hvert úthald Magnúsar verður á netinu. Á vefsíðu Alþingis eru 25 þingmenn skráðir með heimasíðu. Magnús Þór er ekki þar á meðal. At- hugun sem gerð var í gær leiddi í ljós að níu þingmenn hafa uppfært síðu sína á þessu ári, þar á meðal tveir ráð- herrar, en 7 létu síðast til sín heyra í desember. Fimm þingmannanna birtu eitthvert efni í fyrra, en skussarnir í hópnum eru Lúðvík Bergvinsson, sem ekkert hefur skrifað á síðu sína frá því í október 2002, og Rannveig Guð- mundsdóttir, sem uppfærði síðast í desember 2002. Fast á hæla þeirra kemur Bryndís Hlöðversdóttir, sem virðist ekki hafa munað eftir sinni síðu síðan vorið 2003. Ein heimasíða sem skráð er á vef Alþingis er horfin, síða Guðmundar Hallvarðssonar. Svo er það spurningin hvenær hinir 37 þingmenn- irnir sem ekki eru skráðir fyrir neinni heimasíðu uppgötva tilvist netsins. Kannski þeim hafi gefist tóm til að íhuga málið í fjörutíu daga jólaleyfi sínu. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Í DAG SORP OG SAMFÉLAG INGA RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR Enn gengur fólk um í þeirri trú að sorp- flokkun sé ekki til neins, þetta fari hvort sem er allt í eina hrúgu eða eina gryfju í lokin. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.