Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 11. janúar 2005
Dreitill er venjuleg léttmjólk sem hefur verið D-vítamínbætt.
Úr tveimur glösum af Dreitli fæst allt að helmingur af ráðlögðum
dagskammti D-vítamíns.
D-vítamín er nauðsynlegt til að kalkið úr fæðunni nýtist sem skyldi.
Samkvæmt rannsóknum á mataræði er meðalneysla D-vítamíns
undir ráðlögðum dagskammti í nær öllum aldurshópum. Kannanir
hafa t.d. sýnt að íslensk ungmenni fá ekki nægilegt D-vítamín.
D-vítamínbætta léttmjólkin Dreitill var markaðssett fyrir
fjórum árum eftir að Manneldisráð Íslands óskaði eftir því að
léttmjólk væri D-vítamínbætt.
Dreitill er til í eins lítra og ¼ lítra umbúðum.
Dreitill lækkar í verði!
– fyrir alla fjölskylduna
Nú hefur heildsöluverð á Dreitli lækkað
– Dreitill kostar það sama og Léttmjólk og Nýmjólk
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
NETIÐ Allt er falt ef rétt verð er í
boði. Andrew nokkur Fisher frá
Omaha í Nebraska, Bandaríkjun-
um, býður nú auglýsendum ennið
á sér til sölu á uppboðsvefnum
eBay. Fyrir rétt verð geta fram-
leiðendur eða seljendur vöru og
þjónustu fengið að setja vöru-
merki sitt á ennið á honum í
heilan mánuð í formi gervihúð-
flúrs. Fisher sagði í samtali við
BBC einu gilda hvert vörumerkið
sé nema að hakakrossinn og talan
666, merki dýrsins í Opinberunar-
bók Jóhannesar, koma ekki til
greina.
Viðtökurnar hafa ekki látið á
sér standa, þegar hafa 39 tilboð
borist og það hæsta er upp á ríf-
lega tuttugu þúsund krónur. Aðrir
eru þegar farnir að fylgja í fót-
spor Fishers. Á eBay.com má nú
sjá auglýsingu frá manni sem
býður hvaða líkamshluta sem er
fyrir varanlega húðflúrun á vöru-
merki. Hann verðleggur húð sína
hins vegar örlítið hærra, plássið
undir auglýsinguna kostar 31
milljón króna. Dýr myndi Hafliði
allur.
- shg
Uppboð á eBay:
Auglýsingar á ennið
HAMFARIR Stærsta neyðaraðstoð
sögunnar er nú í fullum gangi
eftir hamfaraflóðin miklu við
Indlandshaf. UNIFEM ítrekar
nauðsyn þess að ekki verði litið
fram hjá konum í neyðar- og
uppbyggingarstörfum.
Að sögn Birnu Þórarinsdóttur,
framkvæmdastýru UNIFEM á
Íslandi, er full ástæða til að huga
sérstaklega að konum í því starfi
sem nú stendur yfir. „Konur búa
við óöryggi á hamfarasvæðun-
um, það er ekki hægt að tryggja
öryggi þeirra. Að þessu þarf að
huga því þekkt er að ráðist er á
konur og þær þvingaðar til kyn-
lífsathafna í skiptum fyrir neyð-
araðstoð í flóttamannabúðum.
Einnig er það einfaldlega stað-
reynd að konur hafa á þessum
svæðum haldið uppi samfélögum
sínum og þess vegna hafa þær
bæði þekkingu og getu til að
byggja upp samfélagið að nýju,
félagslega, efnahagslega og til-
finningalega.“ Í yfirlýsingu
Noeleen Heyzer, framkvæmda-
stjóra UNIFEM, frá því fyrir
helgi kemur fram að 70 prósent
af íbúum Aceh-héraðs á Súmötru
séu konur og þær gegna lykil-
hlutverki í sínum samfélögum.
Birna segir að UNIFEM sé
þessa dagana að knýja á um að
ríkisstjórnir og hjálparsamtök
starfi með kvennahreyfingum á
hamfarasvæðunum, það sé ein-
faldlega beggja hagur.
Hvað sjálfa neyðaraðstoðina
varðar segir Birna að Mann-
fjöldastofnun Sameinuðu þjóð-
anna sé um þessar mundir að
safna fé til að mæta sérstaklega
heilbrigðis- og hreinlætisþörfum
kvenna á flóðasvæðunum, til
dæmis með útdeilingu dömu-
binda. Þessir einföldu hlutir vilja
því miður oft gleymast.
- shg
Neyðaraðstoð:
Huga þarf að þörfum kvenna
BIRNA EINARSDÓTTIR
„Tryggja þarf að konur geti átt börn í
öruggu og heilnæmu umhverfi.“
AUGLÝSINGAENNI
Einhvern veginn svona gæti auglýsing sem
prentuð er á enni litið út.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA