Fréttablaðið - 11.01.2005, Side 11

Fréttablaðið - 11.01.2005, Side 11
11ÞRIÐJUDAGUR 11. janúar 2005 SKIPULAGSMÁL Skipulagsstofnun hefur fallist á gerð landfyllinga við vestan- og norðanvert Gufunes í Reykjavík. Á landfyllingunum er samkvæmt gildandi aðalskipulagi borgarinnar gert ráð fyrir að rísi þétt og og há blönduð íbúabyggð með 7.500 til 9.000 íbúum. Á fyrra skipulagi var gert ráð fyrir hafnar- og iðnaðarsvæði á landfyllingun- um, en frá því var horfið þar sem ekki var talin þörf á uppbyggingu nýs hafnarsvæðis. Samtals eru landfyllingarnar um 46 hektarar að stærð og áætlaði Reykjavíkurborg að til fram- kvæmdanna þyrfti um 4,1 milljón rúmmetra af jarðefni. Slíkt magn myndi fylla nýju Laugardalslaug- ina um það bil 5 þúsund sinnum. Fallist er á gerð landfyllinganna með því skilyrði að að framkvæmd- ir við gerð grjótvarnargarðs og þvergarða innan hans verði utan göngutíma laxfiska, en hann er frá 1. maí til 30. september. Hægt er að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra og er kæru- frestur til 16. febrúar. - óká Varnarmál: Fundur ekki ákveðinn VARNARMÁL Enn er ekki búið að ákveða hvenær viðræður Íslend- inga og Bandaríkjamanna um fram- tíð varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli munu fara fram. Á fundi Dav- íðs Oddssonar og Colins Powell, þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í nóvember var ákveðið að viðræður embættismanna myndu hefjast í janúar á grundvelli þeirra um- ræðna sem fram fóru á fundinum. Á fundi embættismanna mun meðal annars vera rætt um hvernig ís- lensk stjórnvöld koma að rekstrar- þætti Keflavíkurflugvallar vegna aukins umfangs borgaralegrar starfsemi á flugvellinum. ■ Hreindýr: Varasöm í umferðinni SAMGÖNGUR Töluvert hefur verið um hópa hreindýra bæði austan og vestan Hafnar í Hornafirði að undanförnu. Að sögn lögreglunnar á Höfn geta dýrin verið hættuleg akandi vegfarendum, ekki síst þegar skyggja tekur. „Það er mín tilfinning að meira sé um hreindýr á svæðinu í ár. Hóparnir eru á flakki bæði í Nesjum, fyrir vestan Horna- fjörð, og í Lóni, austan Hafnar, og þau fara upp á veg ef þeim sýnist svo,“ sagði lögreglu- maður á Höfn í Hornafirði í samtali við blaðið. „ Hreindýr hafa ekki valdið slysum í vetur en hafa oft gert það í gegnum tíðina þó ekki sé það á hverju ári.“ - kk SORPHIRÐA Hátt í 1900 íbúar í ein- býli í Reykjavík hafa pantað græna sorptunnu að sögn Guðmundar Friðrikssonar hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur. Grænar tunnur eru losaðar aðra hverja viku. Gert er ráð fyrir að þeir sem hafa þær flokki sorpið. Í staðinn greiða þeir helmingi lægra sorphirðugjald heldur en hinir sem fá losun vikulega. „Sorphirða borgarinnar hætti þjónustu við stofnanir og fyrirtæki um áramót, á sama tíma og grænu tunnurnar voru teknar upp,“ sagði Guðmundur. „Það hefur því dregist svolítið að koma þeim út.“ Guðmundur sagði enn fremur að sú ákvörðun hefði verið tekin að vísa ofangreindum á sorphirðu- fyrirtæki á almennum markaði. Ástæðan væri meðal annars sú að borgin væri ekki á samkeppnis- markaði hvað sorphirðu varðaði. Þá hefði þótt liggja fyrir að sorp- hirðugjöld hjá fyrirtækjum og rekstraraðilum hefðu ekki staðið undir kostnaði við söfnun sorpsins. „Samkvæmt reglugerð er sveit- arfélagi eingöngu skylt að veita íbúum þessa þjónustu,“ sagði Guðmundur. „Með þessu erum við að feta í fótspor nágrannasveitar- félaganna.“ - jss Umhverfis – og heilbrigðisstofa Reykjavíkur: Nær 1900 hafa pant- að græna tunnu GRÁTT VERÐUR GRÆNT Nær 1900 íbúar í Reykjavík ætla að fá græna sorptunnu í staðinn fyrir gráa og lækka þar með sorphirðugjaldið um helming. Á GUFUNESI SÉÐ YFIR Í SUNDAHÖFN Skipulagsstofnun telur að ástæða sé til að fram fari áhættumat vegna búsetu á nýjum landfyllingum við Gufunes vegna gasmyndunar í gömlu öskuhaugunum í Gufunesi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Úrskurður Skipulagsstofnunar: Fallist á landfyllingar við Gufunes

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.