Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 4
4 11. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR Börn sneru aftur í skóla hálfum mánuði eftir náttúruhamfarirnar í Asíu: Skólahald hefst á ný HAMFARIR, AP Börn sneru aftur í skóla sína í Aceh-héraði á indónesísku eyjunni Súmötru í gær í fyrsta sinn frá náttúruhamförun- um á annan dag jóla. Sums staðar, svo sem í Aceh Besar bættist fjöldi barna frá þeim svæðum sem verst urðu úti í hóp þeirra sem fyrir voru, annars staðar vantaði marga nemendur. Skólahald hófst einnig á nýjan leik í hafnarborginni Galle í Sri Lanka, þar er skólinn illa farinn eftir flóðbylgjuna og mikill skortur á námsefni og húsgögnum. Uppreisnarmenn í Aceh-hérað- inu hétu því í gær að skaða engan þann sem kæmi á svæðið til að sinna hjálparstarfi og sögðust standa við einhliða vopnahlé sem þeir lýstu yfir eftir að flóðbylgjan skall á héraðinu. Rauði krossinn hefur enn ekki náð til 200 þúsund manns sem búa í héraðinu og urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að 453 Bretar væru taldir af eftir hamfar- irnar, 871 er saknað, rúmlega þús- und færri en fyrir viku. Unnið er að því að grafa upp lík hundruð fórnarlamba flóðbylgj- unnar á Taílandi. Taka á lífsýni úr líkunum svo hægt sé að bera kennsl á fólkið. ■ MILTISBRANDUR Tilkynnt hefur verið um 80 staði á landinu þar sem grunur leikur á að miltis- brandur sé í jörðu, að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýra- læknis á Keldum. Talið er nokkuð víst að 50 – 60 þeirra séu sýktir en meiri vafi leikur á 20 – 30 svæð- um. Þessir staðir eru dreifðir um allt land, en þó flestir á Suðvest- ur- og Vesturlandi. Sigurður vinnur að skráningu slíkra staða og hefur unnið að öfl- un upplýsinga um þá. Miltisbrand- urinn hér á landi er rakinn til inn- flutnings á stór- gripahúðum frá Afríku í kringum aldamótin 1900. Sannreynt var í Þýskalandi á þessum tíma að hluti húðanna var sýktur. „Þessum stöðum er enn að fjölga og eitthvað enn þá óupp- lýst,“ sagði Sigurður sem kvað skipta miklu máli að fá upplýs- ingar frá fólki sem teldi sig vita um miltisbrandssýkta staði, jafn- vel þótt það væri ekki fullvisst í sinni sök. Hann sagði að menn hefðu hringt með slíkar upp- lýsingar eða skrifað. Þá kvaðst Sigurður hafa farið inn á elli- heimili til að ná í aldrað fólk sem talið var búa yfir slíkum upplýs- ingum. Spurður um hvort hægt væri að sannreyna hvort miltisbrandur væri til staðar sagði Sigurður það mjög erfitt að rækta bakteríuna, en svo kynni að fara að það yrði gert ef aðferðir reyndust not- hæfar til þess. „Miltisbrandssýktir staðir verða væntanlega merktir og teknir á skrá með viðeigandi fyrirvörum,“ sagði Sigurður. „Þeir verða hnitmiðaðir nákvæm- lega og gefin verður út skrá sem birt verður á vef yfirdýralæknis. Þaðan verða upplýsingarnar sett- ar á tengingu til þeirra fjölmörgu aðila sem þurfa á því að halda. Jafnframt munu þeir sem vinna á einn eða annan hátt við að bylta jörðinni eða grafa einnig fá slíka skrá. Það er ekki hætta af stöðun- um sem slíkum ef yfirborðinu er ekki raskað.“ Hann sagði að auk Suður- og Vesturlands hefði verið tilkynnt um miltisbrandssýkt svæði á stöku stöðum á Vestfjörðum, allt norður á Strandir og vestur að Ísafjarðardjúpi, á Norðurlandi og talsvert á Austurlandi. jss@frettabladid.is Svíakonungur: Hvatti til samstöðu SVÍÞJÓÐ, AP Karl Gústaf Svíakonung- ur hvatti landsmenn til samstöðu eftir hörmungarnar í Asíu í ávarpi sem var útvarpað og sjónvarpað beint í gær. „Okkur verður hugsað til allra þeirra sem standa okkur nærri og okkur þykir vænt um, fólks sem fyrir fáeinum dögum var hluti af fjölskyldu okkar, vinir okkar, bekkj- arfélagar, bræður okkar og systur, en er ekki lengur á meðal okkar,“ sagði konungurinn. Hann sagði að þótt ímynda sér mætti að hann eins og ævintýrakonungur, lagfærði allt væri hann bara eins og hver annar syrgjandi. ■ Dómsmálaráðuneyti: Nýr vefur sýslumanna STJÓRNSÝSLA Sýslumannafélag Ís- lands hefur í samstarfi við dóms- og kirkjumálaráðuneytið opnað nýjan vef, syslumenn.is, sem inni- heldur upplýsingar um verkefni sýslumanna og ýmsar leiðbein- ingar til þeirra sem til embætta sýslumanna þurfa að leita. Á vefnum er einnig hvert emb- ætti fyrir sig með eigin síðu þar sem helstu upplýsingar um starf- semi þess koma fram. Sýslumað- urinn í Reykjavík og í Keflavík eru að auki með eigin vefsvæði þar sem ítarlegri upplýsingar um þau embætti er að finna, að því er segir á vef ráðuneytisins. - óká ,,Það er ekki hætta af stöðun- um sem slíkum ef yfirborðinu er ekki raskað. Stálu bensíni: Ekki gerð refsing DÓMSMÁL Tveimur mönnum um tví- tugt var í Héraðsdómi Reykjaness í gær ekki gerð sérstök refsing fyrir að hafa stolið bensíni á bíl í tvígang. Mennirnir stálu bensíninu á bíl- inn á Esso-bensínstöðinni í Lækjar- götu í Hafnarfirði með tveggja daga millibili í september árið 2003. Samtals stálu þeir bensíni fyrir tæpar tíu þúsund krónur. Mennirnir hafa báðir áður gerst sekir um refsiverða háttsemi. - hrs Amfetamíntöflur: Sektaður fyrir fíkniefnabrot DÓMSMÁL Fertugum manni var, í Héraðsdómi Reykjaness í gær, gert að greiða 35 þúsund krónur í sekt fyrir fíkniefnabrot og þjófn- að. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna kemur átta daga fangelsi hennar í stað. Maðurinn var tekinn í janúar fyrir tveimur árum með átján am- fetamíntöflur og 42 rítalíntöflur í fórum sínum. Lyfin sem maðurinn var með hafði læknir skrifað upp á fyrir eiginkonu hans og son. Þá stal maðurinn hleðsluborvél í verslun í Hafnarfirði að verðmæti fimmtíu þúsund króna. - hrs KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,28 63,58 118,87 119,45 82,94 83,40 11,15 11,21 10,07 10,13 9,17 9,23 0,61 0,61 96,23 96,81 SALA GENGI GJALDMIÐLA 10.01.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands Króna 113,82 +0,00% Ólafur Davíðsson: Sendiherra í Þýskalandi UTANRÍKISMÁL Ólafur Davíðsson af- henti í gær Horst Köhler, forseta Þýskalands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Þýskalandi. Í tilkynningu utanríkisráðu- neytisins kemur fram að Ólafur hafi eftir athöfn- ina átti fund með f o r s e t a n u m . „Tvíhliða sam- skipti landanna er með ágætum og beindust um- ræðuefni því fyrst og fremst að þeim málum sem hæst ber á alþjóðavettvangi,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að Ólafur ætli í störfum sínum sem sendiherra að leggja áherslu á að sinna efna- hags- og viðskiptalegum hags- munum Íslands í Þýskalandi, m.a. að styðja við útrás íslenskra fyrir- tækja. - óká ■ BANDARÍKIN REKNIR VEGNA VITLAUSRAR FRÉTTAR Fjórir stjórnendur þátt- arins 60 minutes voru reknir í gær vegna fréttar um að skjöl sem sýndu fram á að George W. Bush hefði svikist um að gegna skyldum sínum í þjóðvarðliðinu. Síðar kom í ljós að skjölin voru fölsuð. Innanhússrannsókn CBS leiddi í ljós að fréttin var ekki unnin samkvæmt starfsreglum. SUÐVESTUR- OG VESTURLAND Flest svæðin þar sem grunur er um miltisbrand í jörðu er á Suðvestur – og Vesturlandi. Myndin er frá Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd, þar sem hross drápust vegna slíkrar sýkingar. Áttatíu svæði miltisbrandssýkt Tilkynningar hafa borist til Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis um 80 svæði á landinu, þar sem grunur leikur á að miltisbrandur sé í jörðu. Enn eru slíkar tilkynningar að berast, en svæðin verða staðsett nákvæmlega og skráð. MÆTA AFTUR Í SKÓLA Þúsundir barna á Sri Lanka sneru aftur í skóla í gær. Þrátt fyrir að margir skólanna hafi eyðilagst af völdum hamfaranna fyrir- skipuðu stjórnvöld að allir skólar skyldu opnaðir í gær. ÓLAFUR DAVÍÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.