Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.01.2005, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 11.01.2005, Qupperneq 48
Ungur píanóleikari Víkingur Heiðar Ólafsson, hélt einleikstónleika í Salnum í Kópavogi s.l. sunnudags- kvöld. Víkingur hefur undanfarin ár verið við nám erlendis. Íslenskir tón- listarunnendur höfðu fengið smjör- þefinn af leik hans áður, meðal ann- ars með Sinfóníuhljómsveit Íslands, en þetta voru fyrstu einleikstónleikar hans hér á landi og má því segja að hann hafi debuterað þetta kvöld. Á efnisskránni voru fjögur verk í þessari röð; Krómatísk fantasía og fúga í d moll eftir J.S. Bach, Kreisleri- ana op. 16 eftir Robert Schumann, 15 bændadansar eftir Béla Bartok og Fantasía „ Wanderer“ í C dúr eftir Franz Schubert. Öll eru þessi verk viðamikil, krefjandi og fullkomin há- menning, svo notað sé vinsælt skammaryrði í nútímanum. Skipun þeirra á efnisskránni í heild veitir ávæning af sinfónísku sónötuformi, þar sem ástarórar Schumanns hafa hlutverk hæga kaflans og bænda- dansar Bartoks skertsósins. Þótt verk- in séu ólík og myndi afar fjölbreytta heild, eiga þau það þó sameiginlegt að öll eru þau fantasíur, hvert með sínum hætti og hafa yfir sér andblæ ævintýrisins. Hér gildir því hið sígilda lögmál um fjölbreytnina í einingunni. Menn höfðu fyrir þessa tónleika gert sér miklar vonir um Víking Heiðar og undir þeim stóð hann með glæsibrag. Tækni hans er óaðfinnan- leg og allt hljómaði jafn greinilega, það auðvelda sem það erfiða. Túlkun hans á þessum verkum bar vitni skýrri listrænni hugsun, þeirri sömu og lýsir sér í efnisvali og skipun efnis- skrár, og næmni til að koma hugsun- inni til skila. Slík túlkun er óvenjuleg hjá svo ungum manni. Hvert verk fékk sinn lit og sína meðferð. Ef til vill verða þessir tónleikar eftirminni- legastir fyrir það hve lítríkir þeir voru, og má virðast einkennilegt að nota þau orð um píanó, sem að allri gerð er vélrænast hljóðfæra. Tilþrif Víkings í Wanderer-fantasíunni, svo dæmi sé tekið, voru slík að kalla má eins kon- ar lokasönnun fyrir því að það verk er í rauninni sinfónía fyrir einleikspíanó, þar sem hljómsveitarútsetningin er túlkun píanóleikarans. Þegar túlkunin er skýr veitist hlust- endum sá lúxus að velta fyrir sér val- kostum. Yfirleitt var túlkun Víkings í rómantískari kantinum, sem var vel við hæfi efnisins. Þó er í huga undir- ritaðs spurning um Bach að þessu leyti. Ekki er fyrir að synja að Krómat- íska fantasían er hárómantísk að inn- taki, en mörgum finnst stíllinn njóta sín best í hlutlægri útfærslu, einkum hvað hljóðfall varðar. Það hjálpaði til að gera þessa tón- leika ánægjulega að hljómburður í Salnum virðist henta einleikspíanói mjög vel. Hann er nógu ómríkur til að gefa hljómnum fallegan blæ, án þess að spilla skýrleika. Húsið var troðfullt og svo margar blómarósir með blóm- vendi spruttu upp í lokin að við lá að hinn ungi píanóleikari yrði undir við dynjandi lófaklapp áheyrenda. Meðal aukalaga var fallegt lag sem Víkingur hefur sjálfur samið. Tilefni er til að óska honum til hamingju með þessa glæsilegu tónleika og velfarnaðar í framtíðinni. 28 11. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR EKKI MISSA AF… Mósaík í sjónvarpinu í kvöld, þar sem fylgst verður með Stranda- manninum Guðjóni Kristinssyni sem mótar margbrotin listaverk úr náttúru- legum efnivið, kíkt inn á æfingu í Salnum þar sem Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar undir- býr sig fyrir nýárstónleika, dansar- inn Gunnlaugur Egilsson heim- sóttur og tvíeykið Icelandic Sound Company flytur tónverk fyrir raf- gítar og stærstu slagverksgræjur landsins... Sýningunni Textíl List í Lista- safni Íslands Kjarvalsstöðum sem lýkur 16. janúar. Svanasöngur á heiði er yfirskrift ljóðatónleika sem verða í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn. Tón- leikarnir eru samstarfsverkefni Gerðubergs og Sal- arins og eru haldnir í tilefni af útkomu hljómdisks- ins Svanasöngur á heiði, með sönglögum tón- skáldsins Sigvalda Kaldalóns. Jónas Ingimundar- son píanóleikari hafði umsjón með útgáfunni, vali á flytjendum og lög- um. Á tónleikunum koma fram, auk Jónasar, Ólafur Kjartan Sigurðar- son bariton, Sigrún Hjálmtýsdóttir sópr- an, Sigríður Aðal- steinsdóttir mezzó- sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, Jóhann Friðgeir Valdimars- son tenór og Snorri Wium tenór. Tónleik- arnir hefjast klukkan 20.00. Kl.15.03 á Rás 1: Silfurplötur Iðunnar. Árin 1935 – 1936 voru gefnar út á vegum Kvæða- mannafélagsins Iðunnar um 200 stemmur á hljómplötum. Síðastliðið haust kom út ritið Silf- urplötur Iðunnar en með því fylgdu fjórir geisla- diskar með endurgerð hljómplatnanna. Í þremur þáttum á Rás 1 verða flutt dæmi um kveðskap þeirra 13 kvæðamanna sem kváðu inn á silfur- plöturnar auk þess sem fléttað verður saman ýmsum fróðleik sem snertir þessa fornu skemmt- an. Þættirnir eru frumfluttir á sunnudögum og endurfluttir kl. 15.03 á þriðjudögum. Umsjónar- maður er Arnþór Helgason. menning@frettabladid.is Kaldalónstónleikar í Salnum Íslenski dansflokkurinn býð- ur til fjölskyldusýninga næstu tvo laugardaga. Það er mikið um að vera hjá Ís- lenska dansflokknum um þessar mundir. Núna í febrúar verður frumsýning á verki eftir Ernu Ómarsdóttur og í mars á verki eftir Helenu Jónsdóttur. Einnig fer flokkurinn í stórt sýningar- ferðalag, tekur á móti erlendum danshópum í maí og stendur fyrir Dansleikhússamkeppni, ásamt Leikfélagi Reykjavíkur í júní. Við Íslendingar höfum sjaldan verið duglegir að sækja ballett- sýningar – þótt það hafi vissulega lagast töluvert á síðustu árum, enda væri skömm að öðru þar sem Íslenski dansflokkurinn nýtur stöðugt meiri vinsælda og aðdá- unar á erlendri grund. En núna gefst heldur betur tækifæri til þess að berja kúnst þessa frábæra litla listahóps augum því framundan eru fjölskyldusýning- ar hjá Íslenska dansflokknum þar sem sýnt verður eitt og annað skemmtilegt. „Við munum sýna þrjú verk sem áður hafa verið sýnd,“ segir Ólöf G. Söebech verkefnisstjóri flokksins. „Það eru Bolti eftir Katrínu Hall sem sýnt var í Lista- safni Íslands á Listahátíð í maí síðastliðnum en hefur aldrei áður verið sýnt á sviði. Síðan verður Match eftir Lonneke van Leth sem var frumsýnt í október 2003. Lonneke er hollensk og verkefnið var fyrst samið fyrir Holland Dans Festival. Þriðja verkið er síðan Æfing í paradís eftir Stijn Celis. Þessum verkum var öllum tek- ið mjög vel á þeim tíma sem þau voru sýnd en sýningafjöldi var takmarkaður og þeir því margir sem hefðu viljað sjá þær en náðu því ekki. Önnur ástæða fyrir því að við völdum þessi verk til sýn- inga á fjölskyldusýningum okkar er sú að okkur finnst þau höfða til mjög breiðs hóps. Sérstaklega yngri kynslóðarinnar vegna þess að í þeim er mikill leikur og gleði.“ Ólöf segir Íslenska dansflokk- inn ekki hafa boðið til fjölskyldu- skemmtunar áður. Hins vegar hafi verið sett upp sérstök barna- verk, til dæmis Auðunn og Ísbjörninn. „Við höfum reynt að sinna virku barnastarfi en þetta er nýtt sem við erum að prófa. Okkur langar til þess að geta boðið börnum í leikhús til þess að kynnast dansmenningunni. Sýn- ingar Íslenska dansflokksins hafa hingað til að mestu verið á kvöld- in, en við ákváðum að hafa þessar sýningar á laugardagseftirmið- degi og hefjast þær klukkan 14.00 næstu tvo laugardaga, 15. og 22. janúar.“ Þegar Ólöf er spurð hvort list- dansinn sé nægilega vel kynntur hér á landi, segir hún það af og frá. „Þetta er ung listgrein og við höfum verið að vinna mjög mark- visst að því að kynna hana. Það er gríðarlegt áreiti frá öðrum af- þreyingum. Þær eru einfaldlega háværari en dansinn. Hins vegar er stór fjöldi barna að stunda dansnám, þótt þau séu ekki mörg í listdansi. Þau eru kannski ekki nógu meðvituð um að listdansinn sé hluti af dansheiminum – en njóta þess virkilega þegar þau koma á sýningar hjá okkur. sussa@frettabladid.is TÓNLIST FINNUR TORFI STEFÁNSSON Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari Salurinn ! Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI - Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA STÓRA SVIÐ HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar á vesturfara- sögu Böðvars Guðmundssonar Lau 15/1 kl 20 - rauð kort - UPPSELT Su 16/1 kl 20 - græn kort - UPPSELT Fö 21/1 kl 20 - blá kort - UPPSELT Lau 22/1 kl 20 - UPPSELT Lau 27/1 kl 20 - Aukasýning Lau 29/1 kl 20 - UPPSELT, Su 30/1 kl 20 Fi 3/2 kl 20 - UPPSELT Lau 5/2 kl. 20, Sun 6/2 kl 20 Fö 11/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20, Fö 28/1 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 16/1 kl 14, Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14, Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14 Síðustu sýningar ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Fjölskyldusýning THE MATCH, ÆFING Í PARADÍS, BOLTI Lau, 15/1 kl 14, Lau 22/1 kl 14 kNÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fö 14/1 kl 20, Su 16/1 kl 20 Fi 20/1 kl 10, Su 23/1 kl 20 Su 30/1 Sýningum lýkur í febrúar AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco Í samstarfi við LA Fi 13/1 kl 20, Lau 15/1 kl 20 Síðustu sýningar SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Fö 14/1 kl 20, Fi 20/1 kl 20, Fö 28/1 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson Í samstarfi við TÓBÍAS Frumsýning Su 16/1 kl 20 - UPPSELT Lau 22/1 kl 20, Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 ATH: Bönnuð yngri en 12 ára Frumsýning 11. feb. kl.20.00 – UPPSELT – 2. sýning 13.feb. kl. 19.00 3. sýning 18.feb. kl 20.00 – 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – FÁAR SÝNINGAR Námskeið um Toscu og Puccini hjá Endurmenntun Háskóla Íslands Skráning í síma: 525 4444 – endurmenntun@hi.is Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON Túlkun hans bar vitni skýrri listrænni hugsun, þeirri sömu og lýsir sér í efnisvali og skipun efnisskrár, og næmni til að koma hugsuninni til skila. Leikur og gleði í listdansinum ÆFING FYRIR FJÖLSKYLDUSÝNINGU Sýnd verða þrjú verk sem höfða til breiðs hóps, sérstaklega yngri kynslóðarinnar. Víkingur sá og sigraði FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.