Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 24
02  { HEILSA 2005 }  Helga Vala Helgadóttir, leikkona og dagskrárger›arkona, hefur hafi› n‡tt líf númer 107 í sambandi vi› heilsuna. „Byrjar ma›ur ekki alltaf n‡tt líf um áramótin flegar ma›ur hefur marinera› sig í óhollustu?“ segir hún og hlær. „Ég byrjaði nýtt líf númer 107 í síðustu viku og hætti að borða syk- ur. Ég er reyndar engin manneskja í það. Ég er frekar munaðarseggur en meinlætaseggur _ ég læt aðra um það,“ segir Helga Vala, sem gengur svona líka brjálæðislega vel í nýja lífinu að eigin sögn. „Nýja lífið númer 107 felst líka í því að vera ekki í vinnunni hálfan sólarhringinn og faðma fólkið mitt. Það er líka það heilsusamlegasta sem maður gerir. Mér líður hrein- lega eins og blóma í eggi,“ segir Helga Vala en í nýja lífinu er líka viss hreyfing. „Ég fer í pottinn og hleyp stöðugt eftir ungum börnum mínum svo þau fari sér ekki að voða. Annars er ég líkamsræktarfrík að upplagi þó að ég hafi verið í pásu núna í nokkra mánuði. Ég verð að hreyfa mig og vissulega er hreyfing í nýja lífinu nr. 107,“ segir Helga Vala en markmið nýja lífsins er samt afar einfalt. „Nýja lífið snýst aðallega um ást og engan sykur.“ Ást & enginn sykur YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur Helga Vala einbeitir sér að ást þessa dagana en hér sést hún með fjölskyldunni. Frá vinstri eru Snærós, Ásta Júlía, Helga Vala sjálf, Arn- aldur, Eva og Grímur. Glerungur í gosi e›a djús Hvort hafa ávaxtasafar e›a gosdrykkir verri áhrif á tennurnar? Mataræ›i sem inni- heldur fáar hitaeining- ar getur dregi› úr áhrifum Parkinsons- sjúkdómsins Bandarískir vísindamenn telja að neysla fárra hitaeininga verndi heilafrumur sem fólk missir yfir- leitt þegar það greinist með Park- insons. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á svipuðum nótum og hafa flestar sýnt að færri hitaein- ingar hægja á öldrunarferlinu. Að þessu sinni voru prófanir gerðar á öpum. Í sex mánuði borðuðu sumir aparnir mat með þrjátíu prósentum færri hitaeiningum en hinir aparnir. Loks voru allir ap- arnir sprautaðir með efni sem veldur Parkinsons-veiki. Þeir sem neyttu færri hitaeininga höfðu betri stjórn á hreyfingum sínum en hinir. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. heilsa { 2005 } UMSJÓN: Steinunn Stefánsdóttir HÖNNUN: Bergdís Sigurðardóttir UMBROT: Frétt ehf. AUGLÝSINGAR: Hinrik Fjeldsted LJÓSMYND Á FORSÍÐU: Pjetur HÖFUNDAR EFNIS: Brynhildur Björnsdóttir, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Kristín Eva Þórhallsdóttir og Lilja Katrín Gunnarsdóttir vatn, matur, vatn, matur } fia› er mikilvægt a› mæta vel nær›(ur) á æfingu svo hún skili einhverju. Einnig er drykkja mikil- væg til a› koma til móts vi› svitatap líkamans. Við æfingu losar líkaminn mikinn svita og því er nauðsynlegt að drekka nóg vatn fyrir, eftir og á meðan æfingu stendur. Vatnsneyslan getur litið um það bil svona út: Fyrir æfingu – Hálfur lítri um það bil tveimur stundum fyrir æfingu. Á meðan á æfingu stendur – 150 til 300 ml á tuttugu mínútna fresti. Eftir æfingu – Að minnsta kosti 700 ml á tveggja klukkustunda tímabili. Einnig er mikilvægt að taka réttar ákvarðanir í fæðuvali fyrir og eftir æfingar. Annars er allt púlið til lítils. Eftir æfingu ertu búin(n) að þerra upp nær alla orku í líkamanum og því þarf hann á smá orkusparki að halda. Vöðvarnir eru líka að jafna sig og búa sig undir næstu æfingu. Nýttu þér það og borðaðu strax eftir æfingu svo vöðvarnir jafni sig sem best. Gott er að borða prótein og kolvetni innan við 45 mínútum eftir æf- ingu. Gott ráð er að taka með sér næringu í ræktina svo þú nærist strax eftir æfingu. En það fer reyndar svolítið eftir því á hvaða tíma dags þú æfir og hvað þú borðar. MORGNAR: Fyrir æfingu – Fáðu þér eitthvað létt eins og safaglas eða litla jógúrt. Eftir æfingu – Fáðu þér morgunmat innan við hálftíma eftir æfingu. Eggjahvítur og skál af hafragraut er mjög góður kostur. UM HÁDEGIÐ/SÍÐDEGIS: Fyrir æfingu – Prófaðu að borða eitthvað um það bil 30 til 45 mínútum áður en þú æfir, til dæmis tvær rískökur með hnetusmjöri. Eftir æfingu – Strax eftir æfingu skaltu fá þér prótein í formi hristings eða matar. Fáðu þér góðan hádegismat sem inniheldur fjögur til fimm hundruð kaloríur innan næsta klukkutíma. KVÖLD: Fyrir æfingu – Ef þú æfir strax eftir vinnu eða fyrir síðustu máltíð dagsins, fáðu þér þá eitthvað lítið til að gefa þér orku eins og jógúrt eða ávöxt. Ef þú æfir eftir síðustu máltíð dags- ins. drekktu þá nóg af vökva og vertu viss um að þú sért búin(n) að melta máltíðina áður en þú byrjar. Eftir æfingu – Ef þú æfðir fyrir síðustu mál- tíð dagsins ættir þú að borða innan við 45 mínútum eftir að æfingu er lokið. Ef þú hef- ur þegar borðað síðustu máltíð dagsins ætt- ir þú að fá þér lítið af hollu nasli innan sama tímaramma. Rannsóknir á rannsóknarstofum hafa sýnt að ávaxtasafar hafi verri áhrif á glerung tanna en gosdrykkir, á meðan bæði klínísk- ar og faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á hið gagnstæða. Þetta ósamræmi bendir til þess að núver- andi aðferðir sem notaðar eru á rannsóknarstofum séu ekki nægi- lega nákvæmar og meti ekki hin eigin- legu glerungseyðandi áhrif drykkja í munnholi. Á vís- inda ráðs te fnu Háskóla Íslands sem haldin var 4. og 5. jan- úar var kynnt ný aðferð til að mæla gler- ungseyðingu af völdum drykkjarfanga. Sýru- stig ýmissa ávaxtasafa og drykkjarfanga var mælt og áhrif munnvatnsprótína á það kannað. Með hinni nýju aðferð var sýnt fram á að munnvatnsprótín drógu marktækt meira úr glerungseyðandi áhrifum gosdrykkja en ávaxtasafa og styður hún þær rannsóknir sem segja að gosdrykkir séu meira gler- ungseyðandi og þar af leiðandi hættulegri fyrir tennurnar en ávaxtasafar. Færri hitaeiningar gegn PARKINSONS FORSÍÐUMYNDIN ER AF ARNARI GRANT, ÍSLANDSMEISTARA Í FITNESS OG EINKAÞJÁLFARA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.