Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 10
10 11. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR AMMAN OG BARNABARNIÐ Flóttamönnum sem hafast við í búðum í Calang í Aceh-héraði í Indónesíu fjölgar dag frá degi. Þessi aldraða kona hélt barnabarni sínu að sér þar sem hún hafð- ist við í hreysi sínu. GUANTANAMO, AP Þrátt fyrir að fá verk Bandaríkjastjórnar hafi mætt jafn harðri gagnrýni og fangabúðirnar sem komið var upp í Guantanamo fyrir þremur árum virðist sem þær standi til fram- búðar. Uppi eru áform um að byggja þar fangelsi fyrir andvirði 1.600 milljóna króna og geðdeild fyrir rúmar hundrað milljónir króna. Fangabúðirnar voru opnaðar 11. janúar 2002 og var yfirlýst markmið með þeim að þar yrðu geymdir hættulegustu hryðju- verkamennirnir sem fangaðir voru í Afganistan og þeir sem talið var að byggju yfir upplýsingum um hryðjuverkastarfsemi. Þeir sem þangað voru fluttir voru vistaðir án undangengins dóms eða ákæru og neitað um þjónustu lögmanns. Þetta hefur sætt gagnrýni frá mannréttindasamtökum og öðrum sem láta sig málið varða. „Þetta minnir á lélegan vestra. Föngum er haldið í fangelsi þar til dómarinn kemur og á meðan smíða menn gálgana,“ sagði Charlie Swift, flotaforingi og verjandi eins þeirra sem haldið er í Guantana- mo, Salim Ahmed Hamdan. Í dag eru 550 manns frá 42 ríkj- um haldið í Guantanamo. Fæstir þeirra eru taldir búa yfir gagn- legum upplýsingum en dvelja þó væntanlega lengi enn í Guantana- mo, sumir vegna þess að málsmeð- ferð þeirra hefur tafist, aðrir vegna þess að þeir eru taldir hættulegir Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. ■ FÓRNARLAMB FUGLAFLENSU Sextán ára stúlka lést af völdum fuglaflensu á sjúkrahúsi í Ho Chi Minh-borg, höfuðborg Víetnam, síðasta laugardag. Hún er þriðja manneskjan sem deyr af völdum sjúkdómsins á innan við tveimur vikum. Veikin hefur kostað 23 Víetnama og 12 Taílendinga lífið á einu ári. MANNSKÆTT UMFERÐARSLYS 57 manns létu lífið þegar öku- maður rútu missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún steyptist út í áveituskurð í Karnataka á Indlandi. Níu manns var bjargað upp úr skurðinum. HRAPAÐI TIL BANA Tæplega fert- ugur Norðmaður lét lífið þegar hann hrapaði til bana í svifflugs- keppni í Ástralíu. Maðurinn átti í erfiðleikum með flugtak og lést á vettvangi. LANDBÚNAÐUR Ekki hefur verið reiknað út hver hækkun raf- orkuverðs til garðyrkjubænda verður vegna breytinga á raf- orkulögum, að sögn Drífu Hjart- ardóttur, formanns landbúnað- arnefndar. Garðyrkjubændur hafa hingað til notið afsláttar hjá Landsvirkjun, en með breyttum lögum má ekki lengur selja raforku á mismunandi verði, eftir því til hvers raf- magnið er notað. Auk þessa af- sláttar fá garðyrkjubændur framlag úr ríkissjóði til að niðurgreiða rafmagn. Drífa seg- ir því flókið mál að reikna út hækkun raforkuverðs til garð- yrkjubænda, en málið verði örugglega leyst og þeir verði ekki látnir sitja uppi með 30-100 prósent hækkun. Helgi Bjarnason, skrifstofu- stjóri orku- og stóriðjumála í Iðnaðarráðuneytinu segir að á allra næstu dögum muni skýrast hver hækkunin verði fyrir ein- staka notendahópa, svo sem þá sem notast við rafhitun. Í lok þessarar viku ætti að skýrast hver hækkunin verður hjá garðyrkjubændum. Í næstu viku mun svo koma í ljós hver hækkunin verður hjá fiskeldis- fyrirtækjum. - ss ■ ASÍA ■ EYJAÁLFA TÓMATARÆKTUN Formaður landbúnaðarnefndar segir að garðyrkjubændur muni ekki sitja uppi með 30-100 prósenta hækkun raforkuverðs. Verðhækkanir á raforku: Komið til móts við garðyrkjubændur RITSKOÐAÐ BRÉF FANGA Alsírski fanginn Mustafa Ahmed fékk að skrifa fjölskyldu sinni í Pakistan bréf. Stærstur hluti þess var ritskoðaður af yfirvöldum í fangelsinu áður en það var sent. Þrjú ár síðan fangabúðirnar í Guantanamo opnuðu: Stendur væntanlega til frambúðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.