Fréttablaðið - 11.01.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 11.01.2005, Síða 8
8 11. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR Varaþingmaður Framsóknar: Segir feril Alfreðs senn á enda BORGARMÁL „Það þarf hins vegar engan sérfræðing til að átta sig á því að eftir 35 ára starf að borgar- málum hlýtur að vera farið að styttast eitthvað í annan endann á stjórnmálaferli Alfreðs Þorsteins- sonar,“ segir Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Fram- sóknarflokksins, á vef framsókn- armanna, hrifla.is. Í greininni leggur Guðjón út af grein Gests Gestssonar, formanns Framsóknarfélags Reykjavíkur norður, sem segir að Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi sé dragbítur á flokkinn og verði að draga sig í hlé. Guðjón segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með þróun borgarmálanna, meðal ann- ars vegna vaxandi tilhneigingar borgarfulltrúa til að safna að sér störfum í ráðum og nefndum. Hann segir langan starfsferil Alfreðs vera til vitnis um pólitísk- an styrk hans en vinsældir hans séu ekki eftir því og margir hafi strikað hann af lista í síðustu kosningum. Í framhaldinu spáir Guðjón því að pólitískur vitjunar- tími Alfreðs sé skammt undan. „Ég hef ekki lesið þetta og hef nákvæmlega ekkert um þetta að segja,“ segir Alfreð Þorsteinsson. „Ef ég ætti að elta ólar við allt það sem menn eru að skrifa út og suður gerði ég ekki annað.“ - bs Ráðuneytið þarf tíma fyrir greinargerðina ASÍ bíður eftir viðbrögðum félagsmálaráðuneytisins við greinargerð um gagnrýnina á Impregilo. Vonast er eftir viðbrögðum eða fundi í dag. Fjallað verður um málið á miðstjórnarfundi á morgun. ATVINNUMÁL Búist er við að félags- málaráðuneytið svari greinar- gerð Alþýðusambandsins um gagnrýni verkalýðshreyfingar- innar á Impregilo í dag eða á morgun en greinargerðin var send ráðuneytinu á sunnudaginn var. Greinargerðin verður lögð fyrir miðstjórnarfund ASÍ á morgun og kynnt fjölmiðlum. „Mér skilst að ráðuneytis- menn séu að lesa greinargerðina. Þetta er myndarleg greinargerð upp á 20 síður eða svo. Við höfum ekki verið í miklum samskiptum við ráðuneytið í dag en mér skilst að þeir þurfi tíma til að fara í gegnum þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ. Útgáfa atvinnuleyfa til Kín- verjanna 54, sem Impregilo hefur sótt um undanþágu fyrir, er í biðstöðu meðan verið er að fara yfir lög og reglur varðandi útgáfu atvinnuleyfa og skuld- bindingar Íslendinga á Evrópska efnahagssvæðinu. „Við höfum líka vakið máls á því að í þessu máli eru líka atriði sem snúa almennt að vinnumark- aðnum, framboði og eftirspurn og hvernig þau mál þróast. Við erum ekki sátt við að fyrirtæki geti mótað sér þá stefnu að halda sig við lágmarkslaun. Auðvitað bera stjórnvöld ábyrgð á því að halda eðlilegu vægi milli fram- boðs og eftirspurnar. Það gefur auga leið að ef stuðlað er að of- framboði á einhverju þá hefur það áhrif á verðið,“ segir Gylfi. Vinnumálastofnun var búin að gefa vilyrði fyrir undanþágu fyr- ir 54 manna hópinn og segir Gylfi að gerð hafi verið athuga- semd við það hvaða heimild sé til þess að gefa vilyrði eða fyrirheit fyrir flýtimeðferð. „Það verður náttúrlega að fara að reglunum. Ég ætla ekki að tjá mig um það hvort starfsmenn geti verið með einhverjar aðrar reglur,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Sýslumaðurinn á Egilsstöðum: Rannsókn í gangi ATVINNUMÁL Sýslumannsembættið á Seyðisfirði rannsakar nú iðn- réttindi nokkurra erlendra starfs- manna Impregilo á Kárahnjúkum, m.a. rafiðnaðarmanna og smiða. Helgi Jensson, fulltrúi sýslu- manns á Egilsstöðum, segir að málið sé í höndum rannsóknar- deildar og ekki sé ljóst hvenær von sé á niðurstöðu. „Þetta eru útlendingar, oft þarf túlka og þeir eru á fjöllum. Svona mál taka ákveðinn tíma í rann- sókn,“ segir Helgi. - ghs 1Hvaða fyrirtæki vill fá að framleiðaklór með klórgasi í Kópavogi? 2Hvað heitir nýr forseti Palestínu? 3Hver hefur tekið við starfrækslusjúkrahótels af Rauða krossinum? SVÖRIN ERU Á BLS. 34 VEISTU SVARIÐ? – hefur þú séð DV í dag? VARÐ EINSTÆÐINGUR EFTIR DNA-PRÓF Vill lögsækja konuna sem laug upp á hann þremur dætrum SNJÓFLÓÐ Veðurstofu Íslands hafa borist upplýsingar um sjötíu snjóflóð frá jólum til sjötta jan- úar. Langflest flóðanna féllu á Vestfjörðum, nokkur flóð féllu í Ólafsfjarðarmúla en lítið annars staðar. „Önnur eins snjóflóða- hrina hefur ekki komið síðan árið 1995,“ segir Leifur Örn Svavars- son, á snjóflóðavakt Veðurstof- unnar. Veðurstofan heldur skrá yfir öll fallin snjóflóð sem tilkynnt er um. Það eru snjóflóð sem fallið hafa nálægt þéttbýli eða hafa fallið á vegakerfið. Ekki hafa borist fregnir af snjóflóði síðan sjötta janúar. Enginn heldur tölu yfir flóð sem falla í dreifbýli og á fjalllendinu. „Snjóflóðið sem féll úr Hraunsgili í Hnífsdal hefur mörg hundruð ára endurkomu- tíma. Þó mælingum þar sé ekki lokið er ljóst að mörg hundruð ef ekki þúsund ár geta liðið á milli svo stórra snjóflóða úr því gili,“ segir Leifur Örn. - hrs GUÐJÓN ÓLAFUR JÓNSSON „Laun heimsins eru oft vanþakklæti,“ segir hann meðal annars um stöðu Alfreðs. Sjötíu snjóflóð hafa fallið frá jólum: Mesta hrina snjó- flóða í níu ár KÁRAHNJÚKAR Greinargerð ASÍ um Impregilo og ágreininginn við verkalýðshreyfinguna er til vinnslu í félagsmálaráðuneytinu. Vonast er eftir viðbrögðum í dag. SNJÓFLÓÐAVARNIR Á MILLI ÍSA- FJARÐAR OG BOLUNGARVÍKUR Ekki hefur fallið annað eins snjóflóð eins og féll nýverið úr Hraunsgili í Hnífsdal svo vitað sé. M YN D /B RY N JA R G AU TI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.