Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 31.01.2005, Qupperneq 2
2 31. janúar 2005 MÁNUDAGUR Páll Magnússon: Hvorki kynjabarátta né innanflokksátök STJÓRNMÁL Páll Magnússon, vara- þingmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann sækist eftir að leiða lista flokks- ins í næstu bæjarstjórnarkosn- ingum í Kópavogi. Ýmsir innan flokksins telja að tilgangur hallarbyltingar í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi í liðinni viku, hafi verið að tryggja honum oddvitastöðu í bænum. Eiginkona Páls og sambýlis- kona Árna Magnússonar, félags- málaráðherra og bróður Páls, tóku þátt í meintri hallarbylt- ingu. Páll segir að þær hafi verið þar á eigin forsendum og að- dróttanir um annað geri lítið úr Sigurbjörgu Vilmundardóttur, bæjarfulltrúa flokksins, sem þær hafi verið að styðja í stjórn- arkjöri. „Mér finnst lítið gert með framboð Sigurbjargar því það er skýringin fyrir niðurstöðu fundarins. Hún tilkynnti for- manni Freyju það viku fyrir fundinn að hún vildi í stjórn félagsins og fékk þau svör að hún ætti þá að bjóða sig fram. Það varð úr og tilgangslítið að svekkja sig yfir því eftir á og snúa þessu upp í kynjabaráttu eða stórfelld innanflokksátök eins og sumir hafa gert.“ - ghg Steingrímur Hermannsson um Íraksmálið: Erum ekki lengur með hreinan skjöld STJÓRNMÁL Steingrímur Her- mannsson, fyrrverandi forsæt- isráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, telur það hafa verið við hæfi að jafn mikilvægt mál og stuðningur Íslands við innrásina í Írak hefði verið tekið upp og rætt í ríkisstjórn. „Ég tel það vera augjóst að Davíð og Halldór hafi tekið ákvörðunina einir og ég tek það fram að það þarf ekki samþykkt ríkisstjórnarinnar fyrir ein- staka ákvarðanir ráðherra,“ segir Steingrímur þótt hann telji að mikilvægt sé að leita sam- þykkis í viðkomandi þingflokk- um og sjálfsagt sé að bera svona stórt mál undir utanríkismála- nefnd. „Við höfum talið okkur vera friðlausa og herlausa þjóð og ég hef verið mjög stoltur af því. Nú getum við hins vegar talið okkur þátttakendur í árásarstríði, við erum ekki lengur með hreinan skjöld,“ segir Steingrímur og bætir við að til margra ára tók Ísland ekki þátt í hernaðarráðu- neyti Nató vegna þess að Íslend- ingar væru ekki hernaðarþjóð. - keþ Rödd frelsis ómar frá Írak Forseti Bandaríkjanna lýsti yfir mikilli ánægju með framkvæmd kosninganna í Írak í gær. Hann heitir Írökum áframhaldandi aðstoð. Öldungardeildar- þingmaður demókrata vill hermennina heim. BANDARÍKIN, AP George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir mikilli ánægju með fram- kvæmd kosninganna í Írak. Hann lofaði því að Bandaríkin myndu áfram reyna að tryggja öryggi almennra borgara í landinu. „Heimurinn heyrir nú rödd frelsis óma frá Írak,“ sagði Bush við blaðamenn í Hvíta húsinu eftir að kjörstöðum hafði verið lokað í Írak. Hann hrósaði þeim Írökum sem kusu þrátt fyrir að uppreisn- armenn hefðu hótað árásum á kjörstaði. Alls létust 44 í sjálfs- morðsárásum og sagði Bush að þeir kjósendur hefðu látist hafa fórnað sér fyrir mikilvægasta málstaðinn – frelsið. Líkt og á laugardaginn sagði Bush að kosningarnar myndu ekki binda enda á hryðjuverkaárásir öfgamanna. Bandaríkjamenn myndu hins vegar hjálpa Írökum til þess stöðvar árásirnar og koma á friði þar til hið nýja lýðræðisríki gæti sjálft borið ábyrgð á öryggi borgaranna. Edward Kennedy, öldungar- deildarþingmaður demókrata, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann segir að Bush verði að líta lengra fram í tímann. Nauð- synlegt væri að sýna Írökum fram á það að Bandaríkjamenn hefðu ekki uppi önnur áform í landinu en að koma á lýðræði. Besta leiðin til þess væri að byrja strax á því að senda hluta hermannanna heim til Bandaríkjanna. ■ RÚÐUR BROTNAR Talsverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt sunnudags en mikið var af fólki í miðbænum. Ölvun var talsverð og þurfti lögreglan að fjarlæga fíkniefni af nokkrum aðilum. Rúður voru brotnar á Laugaveginum og skemmdir voru unnar á vinnuvélum og sex rúður brotnar. Einnig var eitthvað um slagsmál í bænum. EKIÐ YFIR DRENG 10 ára drengur á Akureyri rann í hálku og lenti undir bíl seinnipartinn í gær. Bifreiðin var ekki á mikilli ferð en var ekið yfir drenginn sem slapp með lítilsháttar meiðsli FJÁRMÁLARÁÐHERRA MEÐ FJÁRLÖGIN 2005 Ætlað er að um 30 milljörðum króna sé árlega stungið undan skatti. Alþingi í dag: Skattsvik rædd STJÓRNMÁL Skattsvik og aðgerðir gegn þeim verða til umræðu á Alþingi í dag. Starfshópur sem fjár- málaráðherra skipaði að undan- genginni samþykkt Alþingis skilaði viðamikilli skýrslu um umfang skattsvika í desember, rétt eftir að þingið fór í jólaleyfi. Í skýrslunni kemur fram að árlega svíki Íslend- ingar í kringum 30 milljarða króna undan skatti en það er svipuð fjárhæð og kostar að reka allt íslenska skólakerfið. Nefndin lagði til nokkrar leiðir til að sporna við skattsvikum og verða þær og fleiri ræddar í þinginu í dag. - bþs Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Dúndur tilboð Rauðmagi 80,- kr. pr. stk opið laugardaga frá 10-14.30 SPURNING DAGSINS Ingibjörg, vilt þú áfram vera vinkona Össurar? Ég vissi ekki að annað stæði til. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar- innar, sagði á fundi flokksmanna á Akureyri í gær að hann og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrðu áfram vinir ef hann fengi einhverju um það ráðið. Á GÓÐRI STUND Í FRAMSÓKN Siv Friðleifsdóttir vakti athygli á því að konur bræðranna Páls og Árna Magnússonar hefðu tekið þátt í hallarbyltingu í kvenfélagi innan flokksins. Viðmælendur blaðsins benda á að ættingjar Sivjar sitji og hafi setið víðs vegar í stjórnum Framsóknarflokksins. STEINGRÍMUR HERMANNSSON Fyrrverandi forsætisráðherra landsins segir samþykkt ríkisstjórnar ekki nauðsynlega fyrir ákvörðun ráðherra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ■ LÖGREGLUFRÉTTIR IRON MAIDEN Verða með tónleika í Egilshöll í sumar Rokk og ról í Reykjavík: Iron Maiden til landsins TÓNLIST Breska rokkhljómsveitin Iron Maiden heldur tónleika í Egils- höll þriðjudaginn 7. júní. Fyrirtækið R&R flytur sveitina til landsins, en að því standa Ragnheiður Hanson og Halldór Kvaran. Þau hafa áður flutt fjölda listamanna til landsins, til dæmis Metallica, David Bowie og Robbie Williams. Iron Maiden hefur starfað með hléum í um 30 ár og hélt tónleika í Laugardalshöll sumarið 1992. Nýlega var gefinn út mynddiskur með efni frá fyrstu árum sveitar- innar og er tónleikaförin nú farin til að kynna efni hans. bþs■ LÖGREGLUFRÉTTIR GRIPU Í TÓMT Lögreglan á Egils- stöðum fékk boð í gegnum neyð- arlínuna aðfaranótt sunnudags vegna fólks í vanda á Öxi. Ekkert símasamband er á Öxi en erlend- ir vegfarendur komu að fólki í vanda sem bað um að haft yrði samband við neyðarlínuna. Lög- reglan kallaði björgunarsveitina út en þegar hún kom á staðinn var ekkert fólk að finna. VIRTI EKKI BIÐSKYLDU Tvö um- ferðaróhöpp áttu sér stað á Akur- eyri á sunnudag. Í fyrra skiptið virti ökumaður ekki biðskyldu og keyrði í veg fyrir annan bíl. Í seinna skiptið var bifreið ekið beint á aðra bifreið á ferð. Bílar- nir skemmdust talsvert en engin meiðsli urðu á fólki. ÍRÖSKU KOSNINGARNAR · Kosið var stjórnlagaþing og kjörtímabil- ið er 11 mánuðir · 275 þingmenn sitja á þinginu · Þingið velur forseta og tvo varaforseta · Forsetarnir velja forsætisráðherra og ríkisstjórn sem þingið þarf að sam- þykkja · Þingið mun skrifa nýja stjórnarskrá · Stjórnarskráin verður lögð fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslu í október · Ef stjórnarskráin verður samþykkt verða þingkosningar í desember · Ef stjórnarskránni verður hafnað verður aftur kosið stjórnlagaþing SVARAÐI EKKI SPURNINGUM George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, svaraði ekki spurningum blaðamanna í Hvíta húsinu í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.