Fréttablaðið - 31.01.2005, Síða 4

Fréttablaðið - 31.01.2005, Síða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 61,99 62,29 117,02 117,58 80,88 81,34 10,88 10,93 9,81 9,86 8,90 8,95 0,60 0,60 94,30 94,86 GENGI GJALDMIÐLA 28.1.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 111,25-0,22% 4 31. janúar 2005 MÁNUDAGUR Alþingismenn um varðskip á rekstrarleigu: Tekið undir hugmyndir Georgs VARÐSKIP „Ég fagna mjög sjónar- miðum Georgs um að íhuga leigu á skipi,“ segir Magnús Þór Haf- steinsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins. Georg Kr. Lár- usson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, sagði í viðtali við Frétta- blaðið á laugardag að hag- kvæmara væri að leigja nýtt varðskip í stað þess að kaupa það. Leigan gæti numið um 150 milljónum króna á ári en ætlað er að það kosti 3 milljarða að kaupa nýtt skip. Magnús léði sjálfur máls á þessari leið í viðtali við Frétta- stofu Útvarps í fyrrasumar. Hann segir Norðmenn hafa farið þessa leið í langan tíma og meðal annars leigt fiskiskip til landhelgisgæslu. Telur hann mögulegt að leigja togara eða nótaskip í eigu íslenskra útgerða. „Við eigum mörg skip sem gætu nýst til gæslustarfa með smá- vægilegum breytingum.“ Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tekur líka jákvætt í hugmyndina. „Ef það fæst skip sem hentar okkur tel ég eðlilegt að skoða málið vel. Við þekkjum þetta í kaupskipaflotanum þar sem skip eru leigð til lengri eða skemmri tíma.“ - bþs 200 fyrirtæki í eigu ríkisins Ríkið á eignarhlut í 206 fyrirtækjum. Ríkissjóður á 24 fyrirtæki. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að sameina eigi Byggðastofnun og Nýsköpunarsjóð. Sjóðirnir fjárfesti jafnvel í sömu fyrirtækjunum. RÍKISEIGNIR Ríkið á eignarhlut í rétt um 200 hlutafélögum og einkahluta- félögum. Ríkissjóður átti hlut í 24 fyrirtækjum 1. desember síðastlið- inn. Ríkisstofnanir í A-hluta eiga frá 0,9% til 100% í 29 fyrirtækjum. Fyrirtæki Byggðastofnunar eru 78 og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins á 64. Ellefu voru í eigu annarra ríkisfyrirtækja. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir ríkið of fyrirferðarmikið í íslensku atvinnulífi. Sameina eigi Byggða- stofnun og Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins. Sjóðirnir fjárfesti í of líkum fyrirtækjum, jafnvel þeim sömu. Mesta athygli hefði þó 20 pró- senta hlutur ÁTVR í Endurvinnsl- unni vakið í svörum fjármálaráð- herra um eignaumfang ríkisins í hlutafélögum og einkahlutafélög- um. Hann segir niðurstöðu fyrir- spurnarinnar hafa komið sér á óvart. „Ríkið á hlut í félögum sem reka baðhús, hótel, fiskeldi, endur- vinnslu, flugþjónustu, saumastofur, upplýsinga- og tæknifyrirtæki. Rík- ið á einnig hlut í félagi sem á í sjáv- arútvegi og öðru sem rekur bakarí,“ segir Sigurður. Hann óski skýringa á því hvers vegna ríkið hafi verið svo stórtækt í fyrirtækjafjárfest- ingum. Pétur Blöndal, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir eign ríkisins í samkeppnis- fyrirtækjum vera ósið. Eign þess í mörgum fyrirtækjanna, s.s. Flug- skóla Íslands, sé fráleidd. Eins sé með eigu ríkisins í fjölda hótela. Verið sé að veita dulbúna styrki: „Menn þurfa að vera agaðir. Þeir eiga ekki að beita ríkisfjármálum á þennan hátt.“ Ögmundur Jónasson, sem situr fyrir Vinstrihreyfinguna-grænt framboð í efnahags- og viðskipta- nefnd, segir menn almennt sam- mála um að eignarhluti ríkisins í til dæmis hótelum á landsbyggðinni sé ekki keppikefli þess. „En hvernig er þetta til komið? Er það vegna þess að þessum hót- elum og fyrirtækjum var veitt að- stoð til að koma í veg fyrir at- vinnuhrun,“ spyr Ögmundur. Slík fyrirtæki lúti öðrum lögmálum en stórfyrirtæki í eigu ríkisins, því þau litlu megi selja skapist til þess tækifæri. gag@frettabladid.is SAMIÐ VIÐ ALCAN Nýr kjara- samningur til tæplega þriggja ára milli stéttarfélaga og Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík, hefur verið undirritaður. Alls komu átta stéttarfélög að samn- ingnum. Samningurinn nær til um 400 starfsfólks álversins. LÖGREGLA Á VETTVANGI Aðskilnaðarhreyfing Baska lýsti yfir ábyrgð á sprengingunni. ETA sprengir á hóteli á Spáni: 160 sluppu naumlega MADRÍD, AP Einn slasaðist í spreng- ingu á hóteli í strandbænum Denia, skammt frá Alicante á Spáni, í gær. Sprengjan sprakk hálftíma eftir að hótun barst símleiðis, en 160 gestir voru fluttir af hótelinu í skyndi og sluppu því með skrekkinn. Aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjunni. ETA er talið bera ábyrgð á 800 morðum í landinu síðan árið 1960, en hreyf- ingin berst fyrir sjálfstæði Baska á Norður-Spáni. ■ BÍLAR Á FLOTI Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út um tíu- leytið á sunnudagsmorgun því mikið vatn hafði flætt inn í geymsluhúsnæði Fornbíla- klúbbsins sökum leysinga. Það tók slökkviliðið um tvo klukku- tíma að losa út vatnið og um há- degi var mest vatn farið. Seinnipart sunnudags fór slökkviliðið aftur að húsnæðinu til að ljúka við hreinsun og los- un á því vatni sem eftir var. VARÐSKIPIÐ ÓÐINN 45 ára afmæli Óðins var fagnað á fimmtudag. Ægir er 37 ára og Týr 30 ára. ■ KJARAMÁL Hamfarirnar í Asíu: Kalla á breytingar RÁÐSTEFNA Viðbrögð vegna hörm- unganna í Suðaustur-Asíu voru meðal umræðuefna á höfuð- borgaráðstefnu Norðurlandanna fyrir helgi. Stefán Jón Hafstein, forseti borgarstjórnar, sat ráðstefnuna og segir í tilkynningu að ráða- menn höfuðborganna geti lært margt af því sem gerðist. Undir- búningur almannavarna og sjálfboðaliða hafi ekki náð til þeirra aðgerða sem var krafist eftir flóðbylgjuna. Til dæmis hafi verið ótrúlega erfitt að afla upplýsinga af vettvangi þrátt fyrir nútímatækni. - gag MEIRA ATVINNULEYSI Atvinnu- leysi í Svíþjóð er aðeins meira nú en fyrir ári. Atvinnuleysi mæld- ist 5,3 prósent í desember, 0,2 prósentustigum meira en í fyrra. Atvinnuleysið mældist undir fimm prósentum í nóvember, eða 4,9 prósent. ■ NORÐURLÖND TEKNIR MEÐ HASS Lögreglan í Keflavík handtók tvo menn sem voru að hefja kannabisneyslu í bifreið sinni aðfaranótt sunnu- dags. Lögreglan lagði hald á smáræði af tóbaksblönduðu hassi við handtökuna. ÖLVAÐIR VIÐ STÝRI Þá sömu nótt tók lögreglan tvo menn, annan í Njarðvík og hinn í Keflavík, vegna gruns um ölv- unarakstur. Eftir blóðtöku og yfirheyrslu voru mennirnir frjálsir ferða sinna. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Ríkissjóður Eignarhluti Baðfélag Mývatnssveitar 54,0% Barri hf. 22,4% Endurvinnslan 17,8% – auk ÁTVR sem á 20% Flugskóli Íslands 42,2% Flugstöð Leifs Eiríkssonar 100% Geca hf. 12,8% Stofnanir í A-hluta Eignarhaldsfélag Verðbréfaþings 0,9% Fiskeldi Eyjafjarðar hf. 9,1% Internet á Íslandi ehf. 0,6% Spölur ehf. 11,6% Byggðastofnun Baðfélag Mývatnssveitar 23,5% Dalagisting 16,3% – auk eignarhlutar í fjölda hótela Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Frumkvöðlasetur Austurlands 13% Geca 33% DÆMI UM FYRIRTÆKI Í EIGU RÍKISINS SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON Segir eignarhlut ÁTVR í Endurvinnslunni hafa komið mest á óvart. ÖGMUNDUR JÓNASSON Segir rangt hafa verið að selja fjármála- stofnanir. Ekki eigi að selja Símann.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.