Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 6
6 31. janúar 2005 MÁNUDAGUR
Launanefndin og Kennarasambandið verða að samþykkja sérsamninga:
Sérkjör kennara ekki í höndum Garðabæjar
KJARAMÁL Sérsamningur við kenn-
ara í Sjálandsskóla, nýjum grunn-
skóla Garðabæjar, getur ekki orð-
ið að veruleika nema launanefnd
sveitarfélaga og Kennarasam-
band Íslands samþykki hann.
Eiríkur Jónsson segir að vilji
starfsfólk grunnskólanna almennt
breytt fyrirkomulag og sveitar-
félög séu tilbúin að greiða veru-
lega hærri laun, án þess að rétt-
indum sé fórnað, sé Kennarasam-
bandið tilbúið að skoða málin.
Samningar verði ekki staðfestir
nema skilyrðin séu uppfyllt: „Við
förum ekki að selja það frelsi sem
þó er eftir af vinnutímanum fyrir
ekki neitt.“
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson,
formaður launanefndar sveitar-
félaganna, segir fagnaðarefni ef
bæjarstjórnin í Garðabæ vilji
hafa forgöngu um breytt fyrir-
komulag. Hve há laun verði
greidd lúti samþykki launanefnd-
arinnar: „Þetta er eitthvað sem
verður að skoða og krónutalan
hlýtur að draga einhvern dám af
vinnufyrirkomulagi og vinnu-
tíma.“ - gag
NÁTTÚRAN Gjósi Katla af öllum
mætti gæti flóðbylgja skollið á
suðurströnd landsins. Þessi mögu-
leiki er fjarlægur en engu að síð-
ur raunhæfur og út frá honum
verður unnið þegar aðgerðir
vegna hugsanlegs Kötlugoss
verða ákveðnar.
Von er á skýrslu Almanna-
varna ríkisins um mögulegar af-
leiðingar goss í Kötlu en með
henni verður mönnum möguleg
áhrif betur ljós. Yfirmenn al-
mannavarnamála í Vík í Mýrdal,
Vestmannaeyjum, á Hvolsvelli,
Selfossi og Reykjanesi hafa þó
þegar gefið málinu gaum.
„Við vitum ekki nákvæmlega á
hverju við eigum von en við þurf-
um að vera við öllu búin,“ segir
Ólafur Helgi Kjartansson sýslu-
maður í Árnessýslu.
Hugsanlega þarf að rýma
byggðirnar við ströndina, allt frá
Vík til Grindavíkur.
Ólafur Helgi leggur ríka
áherslu á að fólk verði upplýst um
alla möguleika um leið og því sé
gerð grein fyrir að ekki sé þar
með sagt að eitthvað gerist. „Við
erum ekki að tala um eitthvað sem
verður heldur eitthvað sem gæti
hugsanlega orðið.“
Ekki hefur áður verið hreyft
við þeim möguleika að áhrif
Kötlugoss geti náð jafn langt með
suðurströndinni og nú er talið
hugsanlegt.
bþs
Varðskipin með
Dettifoss til hafnar
Björgunaraðgerðir Landhelgisgæslunnar báru árangur í gær eftir nokkrar misheppnaðar
tilraunir við að koma dráttartaug yfir í flutningaskipið Dettifoss. Veðrið gekk niður um miðjan
dag í gær og búist var við skipunum til Eskifjarðar í nótt.
BJÖRGUN Búist var við því í gær-
kvöld að varðskipin Týr og Ægir
kæmu með flutningaskipið Detti-
foss í togi til hafnar á Eskifirði í
nótt. Þau voru stödd í mynni
Reyðarfjarðar um klukkan sjö í
gærkvöld.
Stýrisblað skipsins brotnaði af
um klukkan átta á föstudags-
kvöld þar sem það var statt aust-
ur af landinu á leið til Eskifjarð-
ar frá Reykjavík. Þá var þungt í
sjóinn og mikið rok. Þrisvar
tókst að koma dráttartaug á milli
Dettifoss og Týs en hún slitnaði
ávallt.
Um miðjan dag í gær gekk
veðrið niður og þá tókst loksins
að koma taug á milli skipanna og
sigla til lands.
Karl Gunnarsson, svæðis-
stjóri Eimskips á Austurlandi,
sagði í gærkvöld að siglingin
gengi vel þrátt fyrir að enn væri
þungt í sjóinn. Kafarar um borð í
Tý ætluðu að kafa niður að hlið-
arskrúfu Dettifoss þegar komið
væri inn í Reyðarfjörð. Skrúfan
bilaði á meðan skipið rak og er
talið að dráttartóg sem slitnaði
úr skipinu hafi flækst í skrúf-
unni. Mikilvægt er að skrúfan
virki þegar Dettifoss leggst að
bryggju á Eskifirði.
Þrettán menn eru í áhöfn
Dettifoss, allir Íslendingar. Karl
segir þá hafa það gott enda hafi
verið lögð áhersla á að þeir færu
varlega á meðan óveður geysaði.
Í samtali við blaðið í gær sögðu
menn um borð að mörgum væri
brugðið enda veður vont.
Dettifoss flytur 850 gáma með
um 6.000 tonn af útflutnings-
vörum, mest fiski og áli.
Skemmdir á skipinu verða
skoðaðar þegar það kemur í
höfn. Viðgerðir á því fara þó að
líkindum fram erlendis. Skipið
verður því væntanlega aftur
dregið yfir hafið þar sem hægt
er að taka það í þurrkví.
Karl segist vita til þess að
stýrisblöð hafi áður dottið af
fraktskipum. „Það virðist hafa
færst í vöxt. Ég veit ekki hvort
smíðagalla er um að kenna eða
málmþreytu.“
ghg@frettabladid.is
ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR
Segir ekki liggja fyrir hvernig brugðist verði
við falli hugmynd þeirra að sérsamningi
ekki í kramið.
KÍ og launanefndin:
Verða að bíða
samningsins
KJARAMÁL Algerlega ótímabært er
fyrir samninganefndir kennara og
sveitarfélaga að tjá sig um hvernig
þeim lítist á sérkjarasamning í Sjá-
landsskóla fyrr en þeir hafi hann í
höndunum, segir Ásdís Halla
Bragadóttir bæjarstjóri í Garðabæ.
Ásdís segir bókun nýja kjara-
samningsins um sérsamninga fela í
sér að báðar samninganefndirnar
hafi áhuga á slíkum samningum:
„Það hefur ekkert komið til okk-
ar sem gefur okkur ástæðu til að
halda að menn ætli ekki að vinna í
samræmi við þessa bókun. Á meðan
svo er treystum við því að fullur
hugur hafi verið í mönnum þegar
þeir kláruðu síðustu samninga.“
- gag
Ertu sátt(ur) við árangur ís-
lenska landsliðsins á HM?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Heldurðu að ástandið batni í Írak þeg-
ar nýkjörin stjórn tekur við völdum?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
61%
39%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
27
00
4
0
1/
20
05
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar og eldsneytisgjald
Verð frá 36.900 kr.*
Netsmellur til USA
Bandaríkjaferðir á frábæru verði
Bókaðu á www.icelandair.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
KENNARAR Í KJARAVIÐRÆÐUM
VIÐ SVEITARFÉLÖGIN
Samninganefnd kennara situr hér á fundi
á 28. degi verkfalls kennara. Hún fær fyrir-
hugaðan sérsamning kennara í Sjálands-
skóla til umsagnar og staðfestingar.
TÝR OG DETTIFOSS
Á efri myndinni sést Dettifoss á reki í
miklum sjó. 850 gámar með 6.000 tonn af
vörum eru um borð í skipinu. Á neðri
myndinni sést varðskipið Týr og Dettifoss.
Eftir að veðrið gekk niður um miðjan dag í
gær tókst að koma dráttartaug á milli
skipanna og stefnan var sett á Reyðarfjörð.
ÓLAFUR HELGI KJART-
ANSSON SÝSLUMAÐUR
„Við vitum ekki nákvæmlega
á hverju við eigum von en við
þurfum að vera við öllu búin.“
Viðbrögð vegna hugsanlegs Kötlugoss undirbúin:
Flóðbylgja gæti náð til Grindavíkur
M
YN
D
IR
/L
AN
D
H
EL
G
IS
G
Æ
SL
AN
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.