Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 10
KÍNVERSK FEGURÐ Opna kínverska meistaramótið í fegurð fór fram um helgina. Stúlkur víðs vegar að úr heiminum tóku þátt en skilyrði fyrir þátt- töku var að þær væru af kínversku bergi brotnar. Sú er framar stendur fór með sig- ur af hólmi en hún er búsett í Vancouver í Kanada. 10 31. janúar 2005 MÁNUDAGUR Jóhannes Páll páfi II á Péturstorgi: Gekk illa að sleppa friðardúfunum VATÍKANIÐ, AP Jóhannes Páll páfi II hugð- ist ásamt tveimur börnum sleppa hvít- um dúfum út um glugga á íbúð sinni í Páfagarði í gær, en dúfurnar vildu ekki út í kuldann sem hefur ríkt í Róm und- anfarið og flugu aftur inn í hlýjuna. Athöfnin var liður í átaki kaþólskrar hreyfingar á Ítalíu sem valdi janúar- mánuð sem mánuð til að undirstrika frið í heiminum. Þúsundir ungra barna höfðu safnast saman á Péturstorginu til að fylgjast með páfa og börnunum tveimur og hlógu svo undir tók í Péturstorginu þegar dúfurnar flugu inn en ekki út. Páfi greip eina dúfuna og ýtti henni blíðlega út úm gluggann, en eftir stutt flug yfir Péturstorginu sneri hún við og hvarf enn á ný inn um gluggann. Páfinn hló með börnunum og hafði greinilega gaman af öllu saman. ■ Til skammar fyrir landið Það er til skammar fyrir landið hve lítið íslenskir læknar gera af því að tilkynna um aukaverkanir lyfja, segir Sif Ormarsdóttir læknir í sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar. HEILBRIGÐISMÁL Tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx hér á landi munu fara í sérstakan gagnabanka í Evrópusambandinu þegar fram líða stundir, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur for- stjóra Lyfjastofnunar. Lyfið er ekki lengur á markaði. Tilkynnt hefur verið um þrjá ein- staklinga, sem fengu hækkaðan blóðþrýsting og útbrot af völdum lyfsins. Vitað er að tveir þeirra náðu sér, en ekki er vitað um þann þriðja, að sögn Rannveigar. Hún sagði, að viðkomandi læknir eða læknar ættu að fylgja því eftir, því þeir bæru ábyrgð á sjúklingum sínum. Varðandi aðstandendur tveggja sjúklinga sem höfðu samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast af notk- un á Vioxx sagði Rannveig, að Lyfjastofnun myndi ekkert gera í því máli. Ekki hefði borist formleg tilkynning, heldur hefði verið um nafnlausar fyrirspurnir að ræða. Viðkomandi hlytu að hafa haft sam- band við þá lækna sem komið hefðu að þeim tilvikum eða þá snúið sér til Landlæknisembættisins ef um rök- studdan grun væri að ræða. Rannveig sagði enn fremur, að stofnaður hefði verið sérstakur gagnabanki í Evrópusambandinu. Þangað bæri lyfjastofnunum að til- kynna alvarlegar aukaverkanir. Þessi gagnabanki væri ekki fullbú- inn, en þegar það yrði myndi hann taka við slíkum upplýsingum um öll lyf. Aðalatriðið væri þó að safna upplýsingum um þau lyf sem væru á markaði og sem sjúklingar væru að nota. Ef fullsannað þætti að eitt- hvert lyf hefði ákveðnar aukaverk- anir, væru þær settar inn í texta sem fylgdi lyfinu, læknum og sjúkl- ingum til leiðbeiningar. Sif Ormarsdóttir læknir, sem sæti á í sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar, sagði að verið væri að athuga öll COX – 2 hemlalyf- in nánar með tilliti til aukaverkana, en Vioxx var í þeim flokki. Banda- ríska lyfjastofnunin væri að vinna sömu vinnu innan sinna vébanda. Sif sagði að sérfræðingar söfn- uðu gögnum, meðal annars um aukaverkanir þessara lyfja. Sér- fræðinefndin fengi þau síðan til um- fjöllunar og ætti lokaorðið um með- ferð mála hverju sinni. Með tilliti til þeirrar gífurlegu notkunar sem ver- ið hefði á COX – 2 lyfjum hér á landi, hefðu fáar tilkynningar um aukaverkanir borist. „Það er almennt mjög lítið til- kynnt um aukaverkanir lyfja hér,“ sagði hún. „Það er hálfgert vanda- mál og er til skammar fyrir landið.“ jss@frettabladid.is H im in n o g h a f / SÍ A Gegnheil gæði og gott verð Kynntu þér fjölda freistandi tilboða! Sími 540 5400 Opið frá kl. 12-16 laugardaga 1.795.000 kr. Mazda3 T 5 dyra 1,6 l kostar aðeins – hefur þú séð DV í dag? Syrgjandi faðir vill réttlæti eftir dótturmissi: Dóttir mín var drepin og enginn gerir neitt Ökumaðurinn var langt yfir 90 þar sem hámarkshraði er 35 en heldur þó prófinu KÚARIÐA Evrópskir vísindamenn staðfestu á dögunum að Creutz- feldt-Jakob sjúkdómurinn (kúariða) hefði í fyrsta sinn greinst í geit. Áður var talið að sjúkdómurinn legðist aðeins á kýr. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir telur hættuna þó ekki mikla hérlendis. „Mesta hættan vegna þessa er í löndum þar sem geitur eru mjólk- aðar. Við teljum ekki að þetta hafi nein áhrif hérlendis í sambandi við sauðfé. Ísland er vel statt að þessu leyti því aldrei hefur komið upp kúariða hérlendis og ætti heldur ekki að koma upp í sauðfé. Ástæð- urnar eru sennilega hversu ein- angrað landið er og auk þess eru innflutningsreglurnar afar strangar,“ sagði Halldór. Ísland er eitt fjögurra landa sem hafa fengið góðan stimpil frá Alþjóða dýraheilbrigðisstofnun- inni fyrir að hafa alltaf verið laus við kúariðu. Hin löndin eru Argentína, Úrúgvæ og Singapúr. - bg TILKYNNINGAR Tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx fara í gagnabanka í Evrópusambandinu, ásamt upplýsingum um öll önnur lyf. Kúariða greindist í geit: Ísland ekki í hættu HALLDÓR RUNÓLFSSON YFIRDÝRALÆKNIR Hann telur litla hættu á að íslenskt sauð- fé sé í hættu á að smitast af kúariðu. Hingað til hefur aldrei greinst kúariða í kúm á Íslandi. ÁKVEÐNAR DÚFUR Páfinn hló með börnunum þegar dúfurnar flugu aftur inn um gluggann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.