Fréttablaðið - 31.01.2005, Page 61
20 31. janúar 2005 MÁNUDAGUR
Við fögnum því …
… að Ólafur Gottskálksson skuli vera heill heilsu og alls ekki týndur eins og forráðamenn Torquay hafa haldið fram á vefsíðu sinni. Ólafur sagði í samtali við
Fréttablaðið í gær að hann væri við hestaheilsu og dveldi í góðu yfirlæti hjá fyrrum félögum sínum í Edinborg í Skotlandi. Ólafur sagði að forráðamenn
Torquay vissu vel hver hann væri og sagði jafnframt að hann hefði að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. „Ég er á leiðinni heim á næstunni.
Það er orðið gott því skrokkurinn er kominn fram yfir síðasta söludag,“ sagði Ólafur hress í bragði.sport@frettabladid.is
LEIKIR GÆRDAGSINS
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
28 29 30 31 1 2 3
Mánudagur
JANÚAR
HANDBOLTI Í leiknum gegn Slóven-
um á þriðjudag kom upp atvik
sem vakti athygli mina. Það voru
örfáar sekúndur eftir af fyrri
hálfleik þegar Viggó Sigurðsson
tók leikhlé og freistaði þess að ná
að bæta við einu marki áður en
flautað var til hálfleiks. Strákarn-
ir hópuðust saman og Viggó til-
greindi hvaða fjórir útileikmenn
ættu að vera inni á, en á þessum
tímapunkti höfðu tveir leikmenn
íslenska liðsins verið reknir út af.
Að því loknu dró Viggó sig í hlé og
upp í pontu steig Dagur Sigurðs-
son, fyrirliði íslenska liðsins. Það
var síðan hann sem ákvað leik-
fléttuna sem notast ætti við og
jafn einkennilega og það hljómar
þá var það engu líkara en að Dag-
ur væri þjálfari liðsins.
Stýrði leikhléum liðsins
Þetta atvik fékk mig til að velta
vöngum yfir því hvort tilverurétt-
ur Dags Sigurðssonar í íslenska
landsliðinu grundvallist að ein-
hverju leyti af þjálfarahæfileik-
um hans, en fyrir þá sem ekki vita
er Dagur spilandi þjálfari
Bregenz í Austurríki. Dagur býr
yfir miklum karakter og móralskt
mikilvægi hans í landsliðshópnum
er ótvírætt. En er það nóg? Eftir á
að hyggja var þetta síður en svo
eina tilvikið á HM í Túnis þar mál-
um var háttað á þennan veg – það
er að Dagur hreinlega stjórnaði
leikhléum íslenska liðsins. Til-
gangur leikhléa í handbolta er
mjög misjafn og fer að sjálfsögðu
eftir aðstæðum hverju sinni.
Venjan er samt sem áður sú að
leikhlé séu notuð til að koma ein-
hverjum taktískum skilaboðum
áleiðis til leikmanna. Í þeim leik-
hléum íslenska liðsins sem nást
hafa í sjónvarpsútsendingunum
byrjar Viggó oftast á því að
stappa stálinu í sína menn á
klisjukenndan hátt; segir þeim að
gefast ekki upp og halda áfram að
berjast. Að því loknu tekur Dagur
við og það er hann sem segir
mönnum til, hvað sé jákvætt og
hvað það er sem betur megi fara.
Það sem vegur á móti þessum
pælingum er að Dagur er leik-
stjórnandi sem og fyrirliði liðsins.
Sumir þjálfarar, þó svo að það sé
ekki algengt, kjósa að láta þá leik-
menn sem þeir treysta best segja
samherjum sínum til þar sem þeir
viti kannski betur hvað það ná-
kvæmlega er sem laga þarf inni á
vellinum. Það tel ég af hinu góða
og er það mjög ánægjulegt þegar
slíkt traust er sjáanlegt milli leik-
manna og þjálfara. Sem dæmi má
nefna að nánast undantekningar-
laust var það Magnus Wislander
sem stjórnaði leikhléum sænska
landsliðsins á síðustu árum þess
tíma sem Bengt Johansson var við
stjórnvölinn hjá liðinu. Í dag hef-
ur Stefan Lövgren tekið við því
hlutverki og er óumdeilanlega
leiðtogi sænska hópsins, en hann
hefur einmitt verið fyrirliði liðs-
ins í nokkur ár.
Hálfgerður farþegi
Það sem þessir leikmenn hafa
hinsvegar fram yfir Dag er að
þeir voru og eru algjörir lykil-
menn í sænska landsliðinu, öðru-
vísi með okkar mann, sem hefur í
sannleika sagt verið hálfgerður
farþegi með íslenska landsliðinu
upp á síðkastið. Skemmst er að
minnast greinar í DV fyrir
skemmstu sem sýndi að Dagur sat
á bekknum 80% leiktímans á stór-
mótum síðasta árs. Eftir að hafa
yfirgefið Wuppertal í þýsku úr-
valsdeildinni árið 2000 hefur Dag-
ur leikið í Japan og í Austurríki,
þar sem deildarkeppnirnar eru
taldar vera í svipuðum gæða-
flokki og sú íslenska, ef ekki lak-
ari. Í ár hefur Dagur skorað tæp
þrjú mörk að meðaltali í leik fyrir
Bregenz.
Þegar Viggó tók við liðinu á
síðasta ári lýsti hann strax yfir
miklu trausti á Dag, sagðist ætla
honum lykilhlutverk í liðinu og að
hann myndi spila í sinni kjörstöðu
– leikstjórnandanum. Það virðist
hafa skilað einhverjum árangri.
Dagur spilaði mun meira en áður
á World Cup í Svíþjóð sl. nóvem-
ber og stóð sig ágætlega þótt ekki
sé hægt að segja að hann hafi spil-
að sérlega vel. Og ef rýnt er í töl-
fræði Dags úr leikjunum sem
skiptu máli á HM í Túnis er fátt
sem gleður augað. Í fyrsta leikn-
um gegn Tékkum átti Dagur
skelfilegan leik, skoraði eitt mark
úr fimm skottilraunum og átti
tvær stoðsendingar á 35 mínútum.
Það var ekki fyrr en Arnór Atla-
son leysti hann af sem leikur Ís-
lands breyttist til batnaðar. Dagur
var engu að síður í byrjunarliðinu
í næsta leik gegn Slóvenum. Þar
stóð hann sig betur og steig meðal
annars upp í tvígang á krítískum
augnablikum, rétt eins og í leikn-
um gegn Rússum á föstudag.
Sumir höfðu á orði að þarna hefð-
um við fengið að sjá Dag í réttu
ljósi. Staðreyndin er hinsvegar sú
að í leiknum gegn Slóvenum skor-
aði Dagur 3 mörk í 6 tilraunum og
gaf tvær stoðsendingar á þeim 40
mínútum sem hann spilaði. Gegn
Rússum skoraði Dagur 2 mörk úr
5 skottilraunum á þeim 19 mínút-
um sem hann spilaði. Þá átti hann
ekki eina einustu stoðsendingu.
Það þarf meira til frá aðalleik-
stjórnanda landsliðs sem ætlar
sér að vera á meðal þeirra sex
efstu í alþjóðlegum handknattleik
í dag. Mun meira.
Hinn eini sanni
aðstoðarmaður
Tilgangur þessa pistils er
hvorki að rægja Dag Sig-
urðsson sem leikmann, né
þá ákvörðun Viggós um
að velja hann í hópinn
fyrir HM. Það er skylda
landsliðsþjálfara að
velja besta hóp sem völ
er á hverju sinni og hef
ég enga trú á öðru en að
Viggó geri það. Hinsveg-
ar er hægt að finna rök
með því að Dagur gegni
veigameira hlutverki
innan hópsins en aðrir
leikmenn; rök sem
lúta að öðru en getu
hans sem leikmanns. Viggó tók
sér sinn tíma í að finna aðstoðar-
mann eftir að hann var ráðinn
landsliðsþjálfari og á endanum
bað hann Bergsvein Bergsveins-
son, fyrrverandi landsliðsmark-
vörð og mann með tiltölulega litla
reynslu af þjálfun, um að aðstoða
sig. Það var ekkert launungarmál
að stærsta hlutverk Bergsveins
væri að sjá um markmannsþjálf-
un liðsins. Og af hverju skyldi
Viggó ekki hafa valið sér meiri
„alhliða“ aðstoðarmann? Kannski
vegna þess að hann á einn slíkan
fyrir, og það sem meira er – hann
er inni á vellinum. Sá maður er
Dagur Sigurðsson.
vignir@frettabladid.is
Hver er dagsskipunin?
Hvert er hlutverk Dags Sigurðssonar í íslenska landsliðinu í handbolta? Er hann frekar þjálfari en leik-
maður? Vignir Guðjónsson íþróttafréttamaður veltir fyrir sér hlutverki Dags í landsliði Viggós.
■ ■ LEIKIR
19.15 Keflavík og ÍR mætast í
Keflavík í 1. deild kvenna í
körfuknattleik.
19.30 ÍS og Grindavík mætast í
Kennaraháskólanum í 1. deild
kvenna í körfuknattleik.
■ ■ SJÓNVARP
16.40 Helgarsportið á Rúv.
17.30 Þrumuskot – ensku mörkin
á Skjá 1.
18.30 NBA-boltinn á Sýn.
Útsending frá leik Miami Heat og
Houston Rockets í NBA-deildinni í
körfubolta.
20.30 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn.
22.00 Olíssport á Sýn.
23.15 Boltinn með Guðna Bergs
(e) á Sýn.
Intersportdeildin
GRINDAVÍK–FJÖLNIR 98–102
Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 25, Terrel Taylor
19, Páll Axel Vilbergsson 17, Morten Szmiedowicz
16.
Stig Fjölnis: Jeb Ivey 35, Nemanja Sovic 25,
Darrell Flake 23.
HAMAR/SELFOSS–NJARÐVÍK 78–79
Stig Hamars/Selfoss: Damon Bailey 23, Chris
Woods 16 (11 frák.), Sævar Pálsson 10.
Stig Njarðvíkur: Brenton Birmingham 27, Friðrik
Stefánsson 16, Páll Kristinsson 15, Matt Sayman
10.
KFÍ–HAUKAR 95–101
Stig KFÍ: Joshua Helm 35, Pétur Már Sigurðsson
32, Baldur Ingi Jónasson 12, Sigurður G.
Þorsteinsson 10.
Stig Hauka: Michael Manciel 27, Sævar Ingi
Haraldsson 23, Kristinn Jónasson 16, Mirko
Virijevic 14.
KR–TINDASTÓLL 114–82
Stig KR: Cameron Echols 28 (27 fráköst), Aaron
Harper 27, Jón Ólafur Jónsson 12, Brynjar Þór
Björnsson 12, Steinar Kaldal 11, Níels Dungal 9,
Lárus Jónsson 8 (15 stoðs.), Ólafur Már Ægisson
3, Ellert Arnarson 2, Sindri Sigurðsson 2.
Stig Tindastóls: Brian Thompson 31 (12 frák.),
Bethuel Fletcher 16 (10 frák., 9 stoðs.), Kristinn
Friðriksson 10, Björn Einarsson 9, Ísak Einarsson
8, Axel Kárason 6, Andri Þ. Árnason 2.
ÍR–KEFLAVÍK 93–101
Stig ÍR: Grant Davis 22 (14 frák.), Theo Dixon 19,
Ólafur Sigurðsson 18 (8 stoðs.), Eiríkur
Önundarson 16, Ólafur Þórisson 11.
Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson 26, Magnús
Gunnarsson 19, Anthony Glover 19 (10 frák.),
Nick Bradford 13,
SNÆFELL–SKALLAGRÍMUR 77–73
Stig Snæfells: Calvin Clemmons 22 (10 frák.),
Hlynur Bæringsson 7, Michael Aimes 12, Helgi
Reynir Guðmundsson 10 (8 frák.), Magni
Hafsteinsson 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5,
Sigurður Þorvaldsson 5.
Stig Skallagríms: Clifton Cook 24, Jovan
Zdravesvki 17, George Byrd 12 (19 frák.), Ragnar
Steinsson 7, Pálmi Sævarsson 6.
STAÐAN
KEFLAVÍK 15 12 3 1364–1186 24
SNÆFELL 16 12 4 1403–1296 24
NJARÐVÍK 16 11 5 1465–1284 22
FJÖLNIR 16 11 5 1510–1445 22
ÍR 16 9 7 1462–1429 18
SKALLAGR. 16 9 7 1348–1318 18
KR 16 8 8 1436–1388 16
GRINDAVÍK 16 7 9 1456–1484 14
HAM./SELF. 16 6 10 1431–1488 12
HAUKAR 15 5 10 1277–1301 10
TINDAST. 16 4 12 1327–1511 8
KFÍ 16 1 15 1332–1685 2
1. deild kvenna í körfu
HAUKAR–NJARÐVÍK 57–59
Stig Hauka: Ebony Shaw 22 (10 frák.), Helena
Sverrisdóttir 19 (9 frák.), Pálína Guðlaugsdóttir
11, Ösp Jóhannsdóttir 3, Hanna Hálfdánardóttir
2.
Stig Njarðvíkur: Jaime Woudstra 26 (11 frák.),
Vera Janjic 22 (10 frák.), Sigurlaug Guðmunds-
dóttir 5, Ingibjörg Vilbergsdóttir 4.
STAÐAN
KEFLAVÍK 13 12 1 1073–776 24
GRINDAVÍK 14 9 5 858–832 18
ÍS 13 8 5 831–773 16
HAUKAR 15 7 8 984–1035 14
NJARÐVÍK 15 5 10 893–966 10
KR 14 1 13 763–1016 2
VIGNIR GUÐJÓNSSON
ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR
ÍÞRÓTTASKÝRING
HVERT ER HLUTVERK DAGS
SIGURÐSSONAR HJÁ
ÍSLENSKA LANDSLIÐINU Í
HANDKNATTLEIK?
Í þeim leikhléum ís-
lenska liðsins sem nást hafa
í sjónvarpsútsendingunum
byrjar Viggó oftast á því að
stappa stálinu í sína menn á
klisjukenndan hátt; segir
þeim að gefast ekki upp og
halda áfram að berjast. Að
því loknu tekur Dagur við
og það er hann sem segir
mönnum til, hvað sé já-
kvætt og hvað það er sem
betur megi fara.“
,,
HVERT ER HLUTVERK DAGS SIGURÐSSONAR? Dagur Sigurðsson sést hér reyna að komast framhjá einum varnarmanna Slóveníu í
leik liðanna í HM í Túnis á þriðjudaginn. Spurningin sem menn spyrja sig að núna er að hversu miklu leyti Dagur Sigurðsson stýrir
íslenska landsliðinu í handknattleik. Fréttablaðið/Uros Hrocvar
VIGGÓ SIG-
URÐSSON
Treystir mikið á
Dag Sigurðs-
son og lét
hann stýra
flestum leik-
hléum í HM í
handbolta í
Túnis.