Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2005, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 31.01.2005, Qupperneq 71
30 31. janúar 2005 MÁNUDAGUR 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 Flugfreyjur á flótta Flýja glæpa- hverfi í Baltimore – hefur þú séð DV í dag? [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 68 1 3 2 Dettifoss 8. febrúar Frelsunar gyðinga úr útrým- ingarbúðunum í Auschwitz. Sjónvarpskonan geðþekka, Eva María Jónsdóttir, snýr aftur á skjáinn í kvöld, eftir tveggja ára fjarveru, með þáttinn Einu sinni var sem sýndur verður á Stöð 2. „Við fjöllum um mál sem gerðust á síðustu öld. Það geta verið stór fréttamál eða stór mál í lífi einstaklinga sem vöktu mikla athygli á sínum tíma,“ segir Eva María. „Við verðum með mörg mótíf, bæði sorgleg og gleðileg.“ Fyrsti þátturinn verður um Þverárundrin svokölluðu. „Þetta var draugagangur sem var umtal- aður á þessum árstíma árið 1928. Málið rataði upp á æðstu dómstig landsins. Laxness gerði þetta mál kannski hvað frægast þegar hann skrifaði senur sem voru ágætlega nákvæmar lýsingar á því sem gerð- ist. Hann gerði sér skáldamál úr þessu máli,“ segir sjónvarpskonan. Eva María segir þættina byggða á viðtölum við fólk sem hefur upplifað eitthvað eða man eitthvað af eigin raun, sem það deilir síðan með áhorfendum. „Þetta er miklu meira viðtalsþátt- ur en heimildarmynd,“ segir Eva María sem styðst samt við ýmis rit og dagblöð sem og gamalt myndefni. „Þetta blandast allt saman en munnlegar heimildir verða heldur meira í hávegum hafðar en í hefðbundnu akademísku starfi.“ Eva María hefur verið ein ást- sælasta sjónvarpskona landsins. Hún hætti í Kastljósinu fyrir um tveimur árum síðan og hefur nú ráðið sig til starfa hjá Stöð 2. Eva María segist samt lítið þekkja til fyrirtækisins. „Það er fyrirtækið Storm, sem er staðsett niðr í bæ, sem framleiðir þættina og ég hef ekki enn komið upp á Stöð 2. Það er kannski svolítið hallærislegt,“ segir Eva María hlæjandi. „En ég hef hitt yfirmenn mína og mér líst vel á hvað þeir eru metnaðarfullir í að gera íslenska dagskrá miðað við það að þetta er áskriftarsjón- varp. Þeir gætu reynt að keyra stöðina á ömurleikaþáttum frá út- löndum en þeir vita að áhorfendur vilja íslenskt efni.“ Fyrsti þátturinn af Einu sinni var hefst í kvöld klukkan 21.30. Eva María segist ekki vita hversu margir þættirnir verða en býst þó við að fyrsta þáttaröð verði fram á sumar. „Svo sjáum við til með framhaldið. Kannski verð ég þá búin að taka allt það sem finnan- legt er en kannski er þetta óþrjót- andi auðlind. Það verður bara að koma í ljós.“ ■ EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR: SNÝR AFTUR Á SKJÁINN Áhorfendur vilja íslenskt efni Óskarsverðlaunin eru jafnan umdeild og sýnist sitt hverjum um það hve vel Akademíunni í Hollywood tekst að hitta í mark í vali sínu hverju sinni. Oft hefur fjarvera sumra helstu meistara kvikmyndasögunnar á sviðinu verið meira áberandi en þeir sem fengu styttu í hendurnar, en þeim mun ánægjulegra er þegar Akademían sér að sér og bætir fyrir gamlar vanrækslusyndir. „Hin mistæka Akademía hitti vel í mark þegar hún bætti ráð sitt og veitti heiðursviðurkenningar þremur leikstjórum sem aldrei höfðu fengið Óskar,“ segir Ólafur H. Torfason, sem hefur um langa hríð fylgst grannt með Óskarsveitingum og þeim umræðum sem fylgt hafa þeim. Hann á þar við meistarana Alfred Hitchcock, Orson Welles og Charlie Chaplin sem af einhverjum ástæðum höfðu alltaf orðið útundan þrátt fyrir að hafa búið til mörg af stórbrotnustu meistaraverkum kvikmyndasögunnar. Árið 1967 veitti Akademían Alfred Hitchcock viður- kenningu sína. „Þetta var eina viðurkenningin frá Akademíunni til snillingsins og var hún reyndar fyrir framleiðslu en ekki leikstjórn.“ Árið 1970 var röðin komin að Orson Welles, sem fékk engin verðlaun árið 1941 þegar hann gerði hina frægu mynd sína Citizen Kane, og árið eftir fékk Charlie Chaplin loks viðurkenningu Akademíunnar fyrir ómetanlegt ævistarf sitt í þágu kvikmyndanna. Hann hafði þá verið í útlegð frá Bandaríkjunum í tvo áratugi. „Einnig telst til hápunkta þegar Aka- demían áttaði sig loks eftir 20 ár á tveimur guttum: Steven Spielberg þegar hann fékk fyrsta Óskarinn árið 1993, fyrir Schindler’s List, tæpum 20 árum eftir að hann byrjaði að sýna meistara- verkin; og svo Al Pacino þegar hann fékk fyrst Óskar árið 1992 fyrir leik sinn í Scent of a Woman, um 20 árum eftir að hann byrjaði ferilinn fína.“ Ólafur H. Torfason segir Akademíunni hafa tekist best upp þegar hún veitti helstu snillingum kvikmyndasögunnar viðurkenningu sína ÓSKARSVERÐLAUNIN Síðbúnu stytturnar kærkomnastar … fær handboltalandsliðið fyrir að ljúka þátttöku sinni á heims- meistaramótinu í handbolta með stæl og valta yfir Alsír með 34 mörkum gegn 25. HRÓSIÐ Bláa lónið varð fyrir valinu sem besta náttúrulega heilsulind í heimi af lesendum breska ferða- tímaritsins Condé Nast Traveller. Þetta er í annað skipti sem verð- launin eru veitt en í fyrra varð Bláa lónið í áttunda sæti. Í öðru sæti varð hið virta og fræga spa- hótel, Perme Di Saturnia Spa Resort, í Toscana héraði á Ítalíu. „Þetta er í annað skipti sem blaðið biður lesendur sína að velja áhugaverðustu heilsulind í heimi og við lentum í fyrsta sæti meðal þeirra heilsulinda sem byggja á heitu vatni. Við erum þarna í góðum félagsskap og efst í okkar flokki. Þetta sýnir hvað útlendingum þykir Ísland vera áhugaverður staður að heim- sækja,“ sagði Anna G. Sverris- dóttir aðstoðarframkvæmda- stjóri Bláa lónsins. Bláa lónið er sífellt að bæta við starfsemi sína og í vor verður opnuð ný húðlækningastöð. „Við erum líka að byggja yfir vöru- framleiðsluna okkar og sífellt að bæta við nýjum vörum. Það besta við lónið er hin einstaka samsetn- ing af blágræna þörungnum, kísilnum og saltinu í vatninu sem er svo gott fyrir líkama og sál.“ Það er greinilegt að Bláa lónið hefur unnið sér sess sem einstök heilsulind á heimsmælikvarða. Anna segir þó að lesendurnir sem settu Bláa lónið í fyrsta sæti hafi ekki endilega sjálfir komið þang- að. „Nei það þarf ekki að vera. Það er frekar þannig að þetta er staður sem fólki langar til að heimsækja og vonandi munu sem flestir láta verða af því.“ ■ Besta náttúrulega heilsulind í heimi BLÁA LÓNIÐ Vermdi fyrsta sæti í kosningu ferðatímaritsins Condé Nast Traveller um bestu náttúrulegu heilsulind í heimi. Lárétt: 1 þekk,5inn,6sa,7nn,8tau,9 rump,10má,12gum,13eld,15rá,16 naum,18góði. Lóðrétt: 1þingmenn,2enn,3kn,4kaup- máli,6samur, 8tug,11ála,14dug,17mó. Lárétt: 1 þæg, 5 að utan, 6 átt, 7 ónefndur, 8 fataefni, 9 rass, 10 leyfist, 12 mont, 13 loga, 15 slá, 16 tæp, 18 elskulegi. Lóðrétt: 1 starfa við Austurvöll, 2 ennþá, 3 skáld, 4 samningur, 6 eins, 8 tíu, 11 spíra, 14 kraft, 17 eldsneyti. Lausn: CHARLIE CHAPLIN Einn af hápunktunum í sögu Óskarsins var þegar Chaplin sneri aftur til Hollywood árið 1971 til þess að taka við heiðursverðlaunum Akademíunnar. UNNIÐ AÐ ÞÆTTINUM Eva María Jónsdóttir og samstarfsfólk hennar á Storm hefur síðustu daga unnið hörðum höndum við að gera þættina klára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.