Fréttablaðið - 11.02.2005, Síða 10

Fréttablaðið - 11.02.2005, Síða 10
10 11. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Pressuball á morgun Blaðamannaverðlaunin 2004 verða afhent á Pressuballi Blaðamanna- félags Íslands á Hótel Borg á morgun. Verð- laununum var komið á fót á síðasta ári og um leið var lífi blásið í Pressuböllin sem þóttu með fínustu böllum bæj- arins í eina tíð. Blaðamenn og makar þeirra hafa verið tíðir gestir í fatahreinsunum bæjarins í vikunni enda áhersla lögð á snyrtilegan klæðnað á Pressuballinu. Menn vilja vita- skuld vera sjálfum sér og miðli sín- um til sóma og gamall sósublettur getur auðveldlega spillt fyrir. Með- al blaðamanna er Pressuballið aug- lýst sem „ball ársins“ og segir það sitt um væntingarnar. Þó að fátt sé til sparað í veislu- höldunum nú er annar blær yfir Pressuballinu en var á sjöunda ára- tugnum. Þá voru forsetar og ráð- herrar meðal gesta og ræðumenn kvöldsins komu jafnan úr hópi stjórnmálamanna eða skálda. Nú er öldin önnur og blaðamenn sækja ekki vatnið yfir lækinn. Ræðumaður kvöldsins verður Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgun- blaðsins, sem þykir ræðumaður góður. Matseðillinn er glæsilegur, parmaskinka með gæsalifur og olíuediki verður í forrétt, heilsteikt nautalund með sveppum, kartöfl- um og sósu verður í aðalrétt og að lokum sporðrenna gestir ísþrennu með volgum jarðaberjum og steikt- um ananas. Þó að ekki sé gert lítið úr ræðu- manni kvöldsins, matseðlinum eða dansleiknum á eftir er afhending blaðamannaverðlaunanna hápunkt- ur kvöldsins. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum, fyrir rannsóknar- blaðamennsku ársins, bestu um- fjöllun ársins og loks blaðamanna- verðlaun ársins. Í fyrra hlutu Agnes Bragadóttir, Brynhildur Ólafsdóttir og Reynir Traustason verðlaunin. Að borðhaldi loknu fá gestir sér snúning. Hljómsveitin Vax leikur fyrir dansi en hún hefur gert það gott á dansiböllum að undanförnu. „Dómsmálagiggið gekk vel og Bjössi Bjarna var ánægður,“ stendur á heimasíðu sveitarinnar. bjorn@frettabladid.is ÍSLENSKA VÍSITÖLUHEIMILIÐ VER ÁRLEGA 32.258 KRÓNUM TIL SKÓKAUPA. Höfuðborgarbúar eru örlátari á fé til skókaupa en íbúar landsbyggðarinnar. Heimild: Hagstofa Íslands. SVONA ERUM VIÐ Verslun Nóatúns í JL-húsinu við Hringbraut brann til kaldra kola 13. desember síðastliðinn. Verslunin var mannlaus þegar eldurinn kom upp og urðu engin slys á fólki. Allt inn- viði búðarinnar varð þó eldinum að bráð en talið var að eldurinn hefði kviknað við kjötborð verslunarinnar. Verslun Nóatúns var eina svæði byggingarinnar sem skemmdist í eldinum. Hundruð milljóna tjón Að sögn Kristins Skúlasonar, mark- aðsstjóra Nóatúns, var tjónið í elds- voðanum heilmikið og nemur nokk- ur hundruð milljónum króna. Hann segir að allt gólfið hafi skemmst sem og loftið og hafi þurft að hreinsa allt út úr versluninni. Því starfi verði hins vegar ekki lokið fyrr en eftir nokkra daga eða vikur og þá verði húsnæðið afhent til uppbygg- ingar. Til allrar lukku hefur starfs- fólkið ekki þurft að vera án atvinnu á meðan, því hægt er að færa það á milli verslana. Ný og betri verslun Kristinn segir að enn sé ekki komin tímasetning á hvenær verslun Nóa- túns í JL-húsinu opnar; gerð verði áætlun um það þegar Kaupás, sem á verslanir Nóatúns, fær húsnæðið afhent. „Við ætlum bara að gera betur og opnum nýja og enn þá betri verslun einhvern tímann á næstu vikum,“ segir Kristinn. Reisa nýja og betri verslun EFTIRMÁL: NÓATÚN BRENNUR 2 fyrir 1 í Bláa Lónið - heilsulind. Gildir einungis gegn framvísun miðans. Gildir dagana 12. – 14. febrúar 2005. www.bluelagoon.is • bluelagoon@bluelagoon.is • 420 8800 Valentínusarhelgi Ly kil l 1 56 1 Dekur fyrir Valentínusardaginn Dekuraskja sem inniheldur body lotion, sturtugel, kornagel, baðsalt, baðtöflu og ilmkerti. Einstakt dekur fyrir elskuna þína. Verð 3.490 kr. Dekuraskjan er fáanleg í verslunum Bláa Lónsins í heilsulind, að Aðalstræti 2 í Reykjavík, í netverslun og í Lyf og heilsu Kringlunni. Eldaskálinn við Mjölnisholt lokaður vegna veikinda: Egill, Erlingur og Eyjólfur í rúminu „Þetta er helvítis pest,“ segir Er- lingur Friðriksson í innréttinga- fyrirtækinu Eldaskálanum, sem lagðist veikur í rúmið í fyrradag. „Þessu fylgja beinverkir, kvef og hiti og almenn vanlíðan.“ Samstarfsmenn Erlings, sölu- maðurinn Egill og smiðurinn Eyjólfur, lágu báðir veikir heima þegar hann sjálfur fór að kenna sér meins. Hann harkaði af sér í fyrstu en síðdegis á miðvikudag þoldi hann ekki meir. Var þá ekki annað að gera en að skella í lás og auglýsa: Lokað vegna veikinda. „Það þýddi ekkert að standa í þessu með fljótandi augu, hóstandi og snörlandi,“ segir Er- lingur, sem veit sem er að sumir hafa legið veikir í þrjár vikur. „Ég vona að við lendum ekki í því og getum opnað aftur á mánudaginn. Maður má ekkert vera að því að vera veikur.“ Erlingur hefur rekið Eldaskálann í 24 ár og aldrei þurft að loka fyrr. „Það er náttúrlega ekki gott að þurfa að loka en ég vona að okkur verði fyrirgefið,“ segir hann og sýgur upp í nefið. Er honum, Agli og Eyjólfi hér með óskað góðs bata. Einnig öðrum sem liggja veikir heima. - bþs LOKAÐ VEGNA VEIKINDA „Það þýddi ekkert að standa í þessu með fljótandi augu, hóstandi og snörlandi.“ Rannsóknarblaðamennska ársins 2004 Kristinn Hrafnsson, DV. Fyrir upplýsandi fréttir af örlögum íslensks drengs, Arons Pálma Ágústssonar, í fangelsi í Texas. Ómar Þ. Ragnarsson, RÚV – Fréttastofu Sjónvarps. Fyrir að draga fram ný og óvænt sjónarhorn um umhverfisáhrif stórvirkjunar við Kárahnjúka. Páll Benediktsson, RÚV – Í brennidepli. Fyrir umfjöllun um samfélag dósasafn- ara í Reykjavík. Besta umfjöllun ársins 2004 Bergljót Baldursdóttir, RÚV – Frétta- stofu útvarpsins, Morgunvaktinni. Fyrir ít- arlega og fróðlega úttekt á stöðu og vel- ferð aldraðra. Davíð Logi Sigurðsson, Morgunblaðinu. Fyrir skrif sín af vettvangi stríðsátaka í Írak og innsýn í daglegt líf fólksins þar. Þórhallur Jósepsson, RÚV – Fréttastofu útvarpsins. Fyrir umfjöllun um Impregilo og starfsmannamál þess við Kárahnjúka. Blaðamannaverðlaun ársins 2004 Árni Þórarinsson, Morgunblaðinu. Fyrir ítarlega og greinargóða fréttaskýringu um forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar í að- draganda forsetakosninganna sl. sumar. Gunnar Hersveinn, Morgunblaðinu/19. júní. Fyrir athyglisverð skrif um mannlíf á sviði jafnréttis-, uppeldis- og menntamála. Sigríður D. Auðunsdóttir, Fréttablaðinu. Fyrir vandaðar og ítarlegar úttektir sem sett- ar eru fram á myndrænan og skýran hátt. VERÐLAUNAHAFAR 2003 Reynir Traustason, Brynhildur Ólafsdóttir og börn Agnesar Bragadóttur, þau Sunna og Sindri Viðarsbörn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T TILNEFNINGAR TIL BLAÐAMANNAVERÐLAUNANNA 2004 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.