Fréttablaðið - 11.02.2005, Síða 12
12 11. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR
Kjarnavopn eru tromp á
hendi Norður-Kóreumanna
Norður-Kóreumenn
hafa viðurkennt að eiga
kjarnorkuvopn. Þeir
segjast eingöngu ætla
að nota vopnin í fæling-
ar- og sjálfsvarnarskyni
en engu að síður er
staðan uggvænleg.
Helst óttast menn að
norður-kóresk stjórn-
völd muni selja vopnin í
hendur öfgasamtaka
eða annarra ríkja.
Þeir sem héldu að kjarnorkuvánni
hefði verið bægt frá við endalok
kalda stríðsins þurfa að endur-
skoða afstöðu sína því blikur eru á
lofti í þessum efnum. Íranar segj-
ast ætla að halda áfram að auðga
úran sýnist þeim svo og í ljós er
komið að kjarnavopnabirgðir
Bandaríkjamanna í Evrópu eru
mun meiri en áður var talið. Al-
varlegust hlýtur þó að vera yfir-
lýsing Norður-Kóreumanna um að
þeir hafi yfir kjarnorkusprengj-
um að ráða,
Langur aðdragandi
Í gær lýstu stjórnvöld í Norður-
Kóreu því í fyrsta skipti opinber-
lega yfir að þeim hefði tekist að
smíða kjarnorkuvopn. Þau segja
slík vopn nauðsynleg til að verja
landið gegn ágangi Bandaríkja-
manna og neita að taka þátt í af-
vopnunarviðræðum um sinn. Þar
með er Norður-Kórea opinberlega
komin í hóp kjarnavopnaríkja en
auk þeirra hafa Bandaríkjamenn,
Rússar, Bretar, Frakkar, Kínverj-
ar, Indverjar, Pakistanar og Ísra-
elar yfir slíkum vopnum að ráða.
Norður-Kóreumenn hafa fram-
leitt kjarnorkueldsneyti í nokkra
áratugi en árið 1994 skrifuðu þar-
lend stjórnvöld undir samkomu-
lag við Bandaríkjastjórn um að
hætta öllum kjarnorkutilraunum.
Í staðinn skuldbundu Bandaríkja-
menn sig til að útvega Norður-
Kóreumönnum umtalsvert magn
af olíu og aðstoða þá við að byggja
upp kjarnorkuver sem ekki gætu
framleitt geislavirk efni sem nota
mætti til kjarnavopnagerðar. Árið
2002 hljóp hins vegar snurða á
þráðinn þegar upp komst að Norð-
ur-Kóreumenn hefðu haldið áfram
að reyna að koma sér upp kjarna-
vopnum og hættu þá Bandaríkja-
menn aðstoð sinni. Í kjölfarið
voru fulltrúar Alþjóðakjarnorku-
málastofnunarinnar reknir úr
landi, kommúnistastjórnin sagði
sig frá sáttmálanum um takmörk-
un við útbreiðslu kjarnorkuvopna
og hélt tilraunum áfram sem
aldrei fyrr.
Síðustu tvö ár hafa Bandaríkja-
menn, Kínverjar, Japanar, Rússar
og Suður-Kóreumenn reynt árang-
urslaust að semja við Norður-
Kóreumenn um að láta af tilraun-
um gegn efnahagsaðstoð. Í sept-
ember á síðasta ári mættu norður-
kóresk stjórnvöld ekki til við-
ræðnanna vegna þess að þau töldu
Bandaríkjastjórn sér óvinveitta.
Vonast var hins vegar til að þau
kæmu aftur að samningaborðinu
fljótlega þar sem Bush Banda-
ríkjaforseti stillti sig um að átelja
ríkið í stefnuræðu sinni á dögun-
um en fyrir þremur árum sagði
hann Norður-Kóreu vera eitt af
öxulveldum hins illa.
Með öll tromp á hendi
Ekki er talið að Norður-Kóreumenn
búi yfir mörgum kjarnorku-
sprengjum, í hæsta lagi sex talsins.
Engar tilraunir hafa farið fram
með vopnin en slíkar prófanir eru
nauðsynlegar til að hægt sé að
beita slíkum vopnum. Því telja
margir stjórnmálaskýrendur að í
yfirlýsingu norður-kóreskra
stjórnvalda felist í raun ekkert nýtt
heldur séu þau með henni að reyna
að bæta samningsstöðu sína gagn-
vart hinum ríkjunum fimm. Á þess-
um nótum töluðu til dæmis jap-
anskir ráðamenn í gær og Condo-
leezza Rice, nýskipaður utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, kvaðst
mundu „skoða málið“ og hvatti
Norður-Kóreumenn til viðræðna
enda hefðu þeir ekkert að óttast af
hendi Bandaríkjamanna.
Almenningur í Japan og Suður-
Kóreu er hins vegar ekki eins ró-
legur enda veit fólk þar sem er að
eldflaugar Norður-Kóreumanna
geta auðveldlega dregið þangað. Nú
þegar eiga þeir langdrægar flaugar
sem geta flogið allt að tvö þúsund
kílómetra en vitað er að þeir hafa
lengið unnið að þróun eldflauga
sem dregið geta allt að sex þúsund
kílómetra. Með slíkum flaugum
gætu Norður-Kóreumenn eytt borg-
um í Alaska sýndist þeim svo.
Meiri ástæða er þó til að hafa
áhyggjur af því að norður-kóresk
stjórnvöld selji kjarnavopn til
annarra ríkja eða jafnvel hryðju-
verkasamtaka enda veitir þeim
ekki af peningum. Á allra vitorði
er að Norður-Kóreumenn – svo og
mörg önnur ríki, til dæmis Banda-
ríkin – hafa selt eldflaugar víða
um heim og talið er að þeir hafi á
sínum tíma einnig selt auðgað
úran til Líbíumanna. Ráðamönn-
um á Vesturlöndum hrýs eflaust
hugur við þeirri stöðu og eru því
væntanlega til viðræðu um enn
frekari tilslakanir við samninga-
borðið. Hvernig sem á það er litið
virðast Norður-Kóreumenn því
hafa öll tromp á hendi.
sveinng@frettabladid.is
Segja má að Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra hafi í einni svipan farið úr
kufli skúrksins í hetju almúgans þegar
hann tilkynnti flestum á óvart í vikunni
að haldið yrði áfram með tvöföldun
Reykjanesbrautarinnar strax á þessu ári.
Hver er þörfin? Það þarf enginn sem
ekur reglulega um Reykjanesbrautina að
velkjast í vafa um að tvöföld Reykjanes-
braut er bæði öruggari og fljótfarnari en
ella. Hin síðari ár hefur umferð um hana
aukist jafnt og þétt bæði með fjölgun
íbúa á Reykjanessvæðinu en ekki síður
vegna þeirrar sprengingar sem orðið hef-
ur á þeim fjölda ferðamanna sem fara
um Leifsstöð ár hvert. Með tilliti til þess
að slys og umferðaróhöpp hafa þar verið
tíð má vel færa rök fyrir því að Reykjanes-
brautina átti að tvöfalda fyrir löngu síðan
eða í það minnsta klára verkið alla leið
þegar loks var hafist handa við tvöföldun
fyrsta áfanga hennar frá álverinu í
Straumsvík að Vogum á Vatnsleysuströnd.
Hversu mikil er umferðin? Um níu þús-
und bílar fara um Reykjanesbrautina á
degi hverjum. Meirihluti þeirra er íbúar
Suðurnesja sem sækja vinnu til höfuð-
borgarsvæðisins dag hvern en einnig er
talsvert um þungaflutninga um veginn
enda hefur útflutningur afurða og vara
hvers konar með flugi aukist mikið hin
síðari ár. Þá á eftir að minnast á hinn al-
menna Íslending sem leggur í víking til
útlanda einu sinni til tvisvar á ári hverju
og aukinn fjölda erlendra ferðamanna.
Tiltölulega stór hópur þeirra sem hingað
koma stoppar stutt við og láta sér jafnvel
margir nægja að skreppa stundarkorn í
Bláa lónið áður en flogið er aftur af stað.
Af hverju Reykjanesbrautin? Það má til
sanns vegar færa að víða er meiri þörf á
samgöngubótum en á Reykjanesbraut-
inni. Umferð um Suðurlandsveg og Vest-
urlandsveg er til að mynda mun meiri en
um Reykjanesið svo ekki sé minnst á þá
staðreynd að enn eru kaflar á Hringveg-
inum ekki einu sinni bundnir slitlagi enn
sem komið er. Hins vegar er það óum-
deilt að Reykjanesbrautin er hættuleg
eins og fjöldi banaslysa og annarra alvar-
legra bílslysa sannar. Í því tilliti skiptir
ekkert meira máli en ráða bót á þeim
vanda sem fyrst.
Litið til framtíðar
FBL GREINING: REYKJANESBRAUTIN
ÁSTIN BLÓMSTRAR Í AUSTURLÖNDUM
Valentínusardagurinn nálgast í Pakistan
rétt eins og á Vesturlöndum. Þótt siðurinn
sé litinn hornauga af múslímaklerkum
hugsa þessar konur sér eflaust gott til
glóðarinnar að fá súkkulaði frá sínum
heittelskaða.
VÍTISVÉLAR SPRINGA Eldflaugar Norður-Kóreumanna geta borið kjarnorkusprengjur til
Japan og í fyllingu tímans munu þeir geta ógnað bandarískum borgum.