Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 11.02.2005, Qupperneq 16
Á morgun verður mikil upp- skeruhátíð hjá íslenskum blaða- mönnum, en þá verða veitt Blaða- mannaverðlaun Íslands og líka Blaðaljósmyndaverðlaunin. Ljós- myndaverðlaunin eru orðin vel þekkt í landinu enda eiga þau sér nú áralanga sögu, og virðist það samdóma álit ljósmyndara sem starfa við fjölmiðla að þessi verð- launaveiting hafi verið mönnum mikil fagleg hvatnig. Blaða- mannaverðlaunin eru hins vegar nýrri af nálinni, en þau voru veitt í fyrsta sinn í fyrra. Blaðamanna- verðlaunin á Íslandi taka mið af sambærilegum verðlaunum sem veitt eru víða um heim og eiga að efla blaðamennsku almennt. Að þessu leyti eru þau því af sama toga og t.d. Calvling-verðlaunin dönsku eða Pulitzer-verðlaunin í Bandaríkjunum. Raunar er til í heiminum gríðarlegur fjöldi blaðamannaverðlauna, sem eru misjaflega þekkt og misjafnlega mikið er látið með. Þó má í gróf- um dráttum skipta þeim í tvo hópa. Annars vegar eru það verð- laun sem eiga að efla umfjöllun um tiltekna málaflokka, s.s. mannréttindi, jafnrétti eða fíkni- efnavarnir. Eru þá verðlaunuð skrif sem þykja hafa skarað framúr á þessum afmörkuðu sviðum. Hins vegar eru það al- menn verðlaun, verðlaun sem horfa til blaðamennskunnar sem slíkrar sem sérstaks fags. Í þann flokk falla þau verðlaun sem nefnd eru hér að framan og raun- ar flest frægustu blaðamanna- verðlaun heimsis. Ef horft er til Pulitzer-verðlaunanna sérstak- lega, sem að öðrum verðlaunum ólöstuðum eru trúlega þekktustu verðlaun heims, má sjá þær áherslur sem einkenna almenn blaðamannaverðlaun. Þar er mest áhersla lögð á verðlaun fyr- ir framúrskarandi framlag eða umfjöllun þar sem tæki og að- ferðir góðrar blaðamennsku gagnast og bæta umfjöllun um al- mannaheill (public interest). Þannig er veitt sérstök gull- medalía auk peningaverðlauna í þessum flokki, sem ekki er gert í öðrum flokkum, og ætti það að undirstika þær áherslur sem þarna er verið að leggja. Pulitz- erverðlaunin eru einmitt dæmi- gerð fyrir flest kunnari blaða- mannaverðlaun hvað varðar áhersluna á almannahagsmuni eða almannaheill. Íslensku blaðamannaverð- launin fylgja þessu fordæmi og leggja höfuðáherslu á atriði sem tengjast almannaheill eða fjöl- miðlaumfjöllun sem skiptir máli fyrir samfélagslega umræðu og almannahagsmuni. Samhliða er þó verið að skoða tæknilegar að- ferðir og fagleg vinnubrögð. Mikilvægi verðlaunanna felst einmitt í því að þau hvetja ís- lenskt fjölmiðlafólk til þess að hugsa um og leita uppi almanna- hagsmuni umfram sérhagsmuni og vanda um leið vinnubrögðin. Þó vissulega hafi alla tíð verið mikil þörf á því að fjölmiðlafólk hafi almannahagsmuni að leiðar- ljósi (þótt vissulega kunni ekki alltaf að vera augljóst í hverju þeir felast) og ástundi fagleg vinnubrögð, þá má segja að sú þörf hafi sjaldan verið meiri en einmitt í dag. Hlutverk fjölmiðla- fólks – m.a. sem varðhunda al- mennings – verður sífellt mikil- vægara á sama tíma og ýmsar kröfur eða tilhneigingar eru uppi sem vinna gegn því að fjölmiðlar standi sig sem slíkir. Þar má nefna hagræðingar- og arðsemis- kröfur í fjölmiðlafyrirtækjunum sjálfum, sem hætt er við að bitni á gæðum þess fjölmiðlaefnis sem framleitt er. Þetta er ekki sér- íslenskt mál, enda hafa alþjóða- samtök blaðamanna farið út í sér- stakt átak sem miðar að því að synda gegn þessum straumi og halda uppi gæðum í blaða- mennsku. Það má líka nefna að sérhagsmunir hvers konar hafa komið sér upp fagfólki á sviði al- mannatengsla og markaðs- og kynningarmála, fagfólki sem margt er gríðarlega hæft í sínum störfum. Eðli málsins samkvæmt er brýnt að þeir sem eiga að gæta almannahagsmuna umfram ann- að reyni að efla og þróa fag- mennsku í sínum röðum líka. Loks má einfaldlega benda á að í sífellt flóknara samfélagi verður að gera kröfu til fjölmiðlanna um faglega starfshætti. Það er því full ástæða til að staldra við á morgun og veita verðlaunum blaðamannastéttar- innar athygli. Þetta er ekki sér- mál blaðamanna, þetta varðar allt samfélagið. Árið 2004 var af- skaplega mikið og fjölbreytt fréttaár og fjölmiðlarnir á Ís- landi hafa legið undir mikilli gagnrýni frá ólíklegustu aðilum. Vissulega er einhver hluti þeirrar gagnrýni verðskuldaður, en í heildina virðist fjölmiðlaum- fjöllunin vera í góðu lagi. Sumt af því sem vel var gert hefur ratað inn í tilnefningar dómnefndar og á endanum verður einn sigur- vegari valinn úr hverjum flokk- anna þriggja sem verðlaunað er fyrir: blaðamannaverðlaun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins, og bestu umfjöllun ársins. Eðlilegt er að skoðanir séu skiptar um hvort vel hafi tekist til um valið eða ekki, og vonandi mun sá skoðanamismunur leiða til umræðna. Náist slík umræða fram er sigur unninn – kastljós- inu er beint að vinnubrögðum og það sem vel er gert verður að viðmiði í íslenskri fjölmiðlun. ■ Tímamótasamningur var í gær undirritaður milli HáskólaÍslands og Burðaráss um Háskólasjóð Eimskipafélags Íslands. Fram til þessa hefur þessi sjóður ekki komið Háskóla Íslands að miklu gagni, heldur hefur hann oft á tíðum verið notaður af stjórnendum Eimskipafélags Íslands til að styðja við einstaka hluthafa í baráttu um völd og yfirráð í félag- inu. Háskólamenn hafa oft á tíðum vakið máls á þessu, en það er ekki fyrr en nú að veruleg breyting verður á. Það er ánægju- legt að nú skuli eiga að nota sjóðinn í þágu Háskóla Íslands og efla þar rannsóknatengt framhaldsnám, einkum doktorsnám. Þetta mun efla Háskólann mikið sem rannsóknaháskóla, enda verður hann að standa undir nafni sem slíkur. Þá mun sjóðurinn leggja sitt af mörkum við að koma upp svokölluðu Háskóla- torgi, sem er tvö hús á suðurhluta lóðar Háskólans. Þar er ætl- unin að verði til húsa ýmsar þjónustubyggingar skólans sem og kennslustofur og skrifstofur kennara og sérfræðinga. Fram til þessa hefur Happdrætti Háskóla Íslands að miklu leyti staðið undir nýbyggingum og viðhaldi húsa á lóð Háskóla Íslands en ríkið hefur ekki mikið komið þar nærri. Það mun vera einstakt að happdrætti standi undir uppbyggingu ríkisháskóla en ekki ríkið sjálft. Það er að vísu þekkt víða erlendis, einkum í Bandaríkjunum, að auðmenn hafa lagt fram mikið fé til upp- byggingar háskóla, og eru þá einstakar deildir tengdar nafni þeirra sem leggja til fjármuni. Samkvæmt þessu ættu nýju húsin á lóð háskólans að bera nöfn Eimskips og Burðaráss!. Háskóli Íslands er óumdeilanlega fremsti háskóli landsins. Þar eru flestir nemendur, hann hefur mest fjármagn til umráða og skólinn hefur notið virðingar í gegnum árin. Það verður líka að gera ríkar kröfur til skólans, ekki síst prófessora og annarra kennara. Þeir hljóta líka að gera kröfur á móti um að þannig sé að þeim búið að þeir geti jafnhliða kennslu stundað rannsóknir, hver á sínu sérsviði, eins og gert er um allan heim. Helsti vaxtarbroddur skólans er rannsóknatengt framhalds- nám, bæði meistara- og doktorsnám. Á síðustu árum hefur mátt merkja fjölgun meistara- og doktorsnema við skólann. Þannig eru nú 137 nemar þar í doktorsnámi og á síðasta ári fóru þar fram 11 doktorsvarnir. Sífellt fleiri konur stunda nám við Háskóla Íslands og endurspeglast það í því að sex af hverjum tíu sem eru nú í doktorsnámi eru konur. Þetta á vonandi eftir að koma fram í því að konum í áhrifastöðum hér á landi á eftir að fjölga. Sú þróun hefur tekið allt of langan tíma, en nú þegar vel menntaðar konur fara að flykkjast út á vinnumarkaðinn ætti að verða breyting á. ■ 11. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Háskólasjóðurinn styður rannsóknatengt framhaldsnám og uppbyggingu á Háskólalóðinni. Samningur HÍ og Eimskips FRÁ DEGI TIL DAGS Að verðlauna fjölmiðlafólk Ágiskanir Það þykir tíðindum sæta að leynileg fyrirspurn íslenskra stjórnvalda á sjötta áratugnum um tekjur og skattgreiðslur Halldórs Laxness í Bandaríkjunum skuli hafa ratað á borð sjálfs J. Edgars Hoover, þáverandi yfirmanns bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Hoover hefur ekki hlotið góð eftirmæli í sögunni; er talinn ofstækisfullur og sagður hafa farið frjáls- lega með heimildir sínar til eftirlits með borgur- unum. Í fjölmiðlum eru menn að velta því fyrir sér hvort sú staðreynd að mál Halldórs komst á borð Hoovers geti skýrt hvers vegna út- gáfu á bókum Halldórs vestanhafs var ekki haldið áfram þrátt fyrir sigurgöngu Sjálfstæðs fólks, sem sagt er að hafi selst í um 400 þúsund eintökum. En skjöl FBI, sem hafa verið opinberuð, sýna ekkert í þá veru þannig að hugleið- ingarnar eru hreinar ágiskanir. Hins vegar munu vera fleiri gögn um Halldór í skjalasafni FBI og þegar þau verða birt kemur kannski eitthvað nýtt fram. Hnýsni Menn eru að vonum hneykslaðir yfir hnýsni íslenskra stjórnvalda í garð Halldórs. Finnst þetta bera keim af per- sónulegum ofsóknum í anda pólitísks rétttrúnaðar kaldastríðsáranna. Og auð- vitað er það grafalvarlegt mál ef póli- tískur þrýstingur hefur valdið því að Bandaríkjamenn þorðu ekki að gefa út bækur Halldórs Laxness. Þáttur Halldórs En í þessu sambandi ætti hitt ekki að gleymast, sem rækilega kemur fram í ævisögum skáldsins eftir Halldór Guð- mundsson og Hannes Hólmstein Gissur- arson, að Halldór Laxness var á þessum tíma áhrifamikill málsvari alræðisstjórnar kommúnista á alþjóðavettvangi og var tortryggður sem slíkur. Halldór hafði fyrr á árum ekki hikað við að réttlæta frelsis- skerðingu almennings jafnt sem skálda og listamanna í ríkjum kommúnista, sýndarréttarhöld og ritskoðun í þágu málstaðarins. Það er dapurlegur þáttur í sögu einhvers mikilhæfasta skálds Íslendinga á tuttugustu öld. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Fram til þessa hefur þessi sjóður ekki komið Háskóla Íslands að miklu gagni, heldur hefur hann oft á tíðum verið notaður af stjórnendum Eimskipafélags Íslands til að styðja við einstaka hluthafa í baráttu um völd og yfirráð í félaginu. ,, Í DAG BLAÐAMANNAVERÐLAUN BIRGIR GUÐMUNDSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.