Fréttablaðið - 11.02.2005, Side 22

Fréttablaðið - 11.02.2005, Side 22
Kínverskur matur Nú eru áramót samkvæmt kínversku dagatali og ár hanans að hefjast. Í Kína er áramótunum fagnað í tvær vikur og á þeim tíma er mikið borðað af hefðbundnum mat og jafnvel útbúinn matur fyrir látna ástvini. Á nýársdag borðar kínverska fjölskyldan grænmetisrétt sem kallast jai.[ ] Réttir kvöldsins Fordrykkur í boði hússins M/ þriggja rétta seðlinum Canasta Cream Forréttur verð f/ einrétta verð f/ þriggja rétta máltíð Humarsúpa kr. 850 m/ rjómatoppi og hvítlauksbrauði Aðalréttir Smjörsteiktur skötuselur kr. 2.950 kr. 3.890 m/ hvítvínssósu , grænmeti og bakaðri kartöflu Lambafillet kr. 2.980 kr. 3.890 m/ sherrybættri sveppasósu, grænmeti og bakaðri kartöflu Nautalundir kr. 3.150 kr. 3.990 m/chateaubriandsósu, grænmeti og bakaðri kartöflu Eftirréttur Súkkulaðifrauð kr. 690 Borðapantanir í síma 562 1988 Veitingahúsið Madonna Rauðarárstíg 27 www.madonna.is Bragðgóðar og frískandi mintur sem minnka matarlyst og auka brennslu. Þú færð Slim Mints í verslunum um land allt MEGRUNARMINTUR sími 568 6440 Allt í eldhúsið 100% ÁVEXTIR 1 flaska = tveir ávextir Engin aukaefni Enginn viðbættur sykur Máltíð í flösku! Arka • sími 899-2363 Smoothies drykkirnir eru: Ástríðumaður selur ekta franskt bakkelsi Kaffihúsið Moulin Rouge á Skólavörðustígnum býður upp á franskt bakkelsi. Skólavörðustíginn mætti orðið kalla sælkerastíg þar sem hver sælkerabúðin tekur við af annarri. Nýjasta viðbótin er notalega franska kaffihúsið Moulin Rouge sem er í eigu Azis Mihoubi. Moulin Rouge er nýtt kaffihús á Skólavörðustígnum og eins og nafnið gefur til kynna er það franskt. Eigandi kaffihússins er fransmaðurinn Azis Mihoubi sem kom hingað til lands fyrir níu árum til að leika handbolta með Val. Ástæða þess að hann opnaði kaffihúsið segir hann vera ein- falda. Hann saknaði hins franska croissant sem hann er vanur að fá sér á morgnana í París. Azis segist ekki hafa sett kaffihúsið upp sérstaklega með gróða í huga heldur hafi ástríðan ráðið ferðinni. Azis er afar afslappaður og af- greiðir viðskiptavini sína með kurteisi og hægir eilítið á tíman- um með látlausu yfirbragði sínu. Rólegheit og þægileg tónlist ræður ríkjum og býður staðurinn upp á góðar samræður þar sem tíminn skiptir ekki sköpum. Að sjálfsögðu ber að minnast á hið ekta franska bakkelsi sem er á boðstólum eins og croissant, pain au chocolat og baguette. Það gerist ekki franskara, nema þó kannski hin franska hugsun Azis um kaffihús þar sem fólk getur setið og fylgst með fólkinu úti götu, og á Moulin Rouge eru stórir gluggar sem gefa gestum staðarins tækifæri til að halla sér aftur og horfa á heiminn líða hjá. Trés bien! ■ Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur sett á markað Egils páska- bjór, Egils malt páskabjór og Tuborg påskebryg, nýjar bjór- tegundir sem eru til sölu í Vín- búðunum. Egils páskabjór er bragð- mikill 5% lagerbjór sem minnir á þýskan bjór og býr yfir miklu jafnvægi og fyllingu. Egils páskabjór kom fyrst á markað um síðustu páska og kostar 33cl flaska nú 169 krónur. Egils malt páskabjór er sætur og dökkur maltbjór, 5,6%, með mikilli fyllingu og góðu eftir- bragði. Egils malt páskabjór er til í 33cl flöskum og kostar flaskan 179 krónur. Tuborg påskebryg er bjór sem Tuborg-verksmiðjurnar hafa sett á markað fyrir páska í áratugi og er fjölmörgum Íslendingum að góðu kunnur. Þetta er lagerbjór, 5,7%, fallega gylltur með keim af karamellueftirbragði. Kostar 33 cl flaska 187 krónur. Páskabjór frá Ölgerðinni verður til sölu í Vínbúðunum fram yfir páska. Einnig mun Ölgerðin selja páskabjór til veit- ingastaða og veislusala. EGILS OG TUBORG: Páskabjórarnir komnir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Baguettes og pain au chocolat sem þeir sem dvalist hafa í Frakklandi ættu að þekkja. » FA S T U R » PUNKTUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.