Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2005, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 11.02.2005, Qupperneq 44
11. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Ég elska Michael Jackson. Ókei, þá er ég búinn að segja það, og það verður ekki tekið til baka. Ég er þess vegna í smá klípu. Ef hann verður fundinn sekur, verð ég þá að hætta að hlusta á tónlistina hans? Er það ósiðlegt að hlusta á tónlist, ef hún er búin til af barnaníðingi? Fá setningar eins og „The kid is not my son... híhí“ aðra meiningu? Michael Jackson er í vondum málum, sama hvernig þessi réttar- höld fara. Hvort sem hann er sekur eða saklaus er hann líklega óham- ingjusamasti maður í heimi. Annað hvort vegna þess að hann hefur eytt allri sinni orku síðustu árin í að reyna að breiða yfir lygi, eða þá að hann álitur heiminn vera kominn upp á móti sér. Ég veit ekki hvað ég á að halda í þessu máli. Annað hvort verður sak- lausasti maður heims krossfestur síðan Jesú Kristur fékk að blæða, eða þá að maðurinn brotnar loksins undan eigin lygum. Ef hann er sak- laus mun þetta líklegast alltaf loða við hann áfram og það mun hafa áhrif á tónlistarsköpun hans. Ég vil trúa því að hann sé sak- laus, en hluti af mér er byrjaður að óttast annað. Ég reyni þó að muna að það var Michael sjálfur sem greindi frá því í heimildarmynd Martin Bashir að krabbameinssjúki drengurinn svæfi stundum í rúmi sínu. Maður sem hefur eitthvað að fela hefði líklegast ekki verið það vitlaus að gefa öðrum einhverja ástæðu til þess að vekja athygli á því. En kannski hefur Michael reynt að segja okkur þetta allan tímann? Söng hann ekki „I’m bad, you know it?“ fyrir tæpum tuttugu árum síð- an? Og á sömu plötu „You’ve been hit by... a smooth criminal!“. Ég ætla ekki að gera upp hug minn í þessu máli, leyfa þessu að gerast og sjá hver niðurstaðan verð- ur. Ef hann verður sekur efast ég um að ég hætti að hlusta á tónlistina hans. Jafnvel veikir menn geta líka verið góðir tónlistarmenn, sjáið bara James Brown! ■ STUÐ MILLI STRÍÐA BIRGIR ÖRN STEINARSSON ER AÐ FYLGJAST MEÐ MÁLI MICHAEL JACKSON Bít itt! M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Shit! Þvílíkir timbur- menni! Ég verð að fá vatn. Ég get hvorki hreyft legg né lið. Mamma! Mamma verður að koma með vatn! Fjandinn! Tungan er föst við góminn. Palli, þar sem þú veist ekki hvað mig langar í í afmælisgjöf er best að ég bendi þér á nýja diskinn með Bjögga Halldórs. Allt í lagi. Ég skal láta pabba vita af því. Ég var bara að spá, þar sem við erum hérna.... Mamma,settu hann aftur á hilluna. Það má enginn sjá mig kaupa hann. Snati og Mjási! Ég hef ákveðið að bjarga tígris- dýrunum. Þú!?! Einhver verður að gera það. SVONA ER FYRSTI DAGURINN Í FORSKÓLANUM. Hvers vegna?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.