Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2005, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 20.02.2005, Qupperneq 1
NÝR FOR- MAÐUR Fjögur at- kvæði skildu menn að í kosningu um formanns- embætti í Fé- lagi grunnskólakennara. Ólafur Loftsson tek- ur við af Finnboga Sigurðssyni. Sjá síðu 2 SKILYRÐI UPPFYLLT Öll skilyrði sem sjávarútvegsráðuneytið setur um byggða- kvóta eru uppfyllt af bæjarstjórn Sandgerð- is, að sögn Árna M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra. Sjá síðu 2 MANNSKÆÐAR ÁRÁSIR Að minnsta kosti 50 manns létust í sprengjuárásum uppreisnarmanna í Írak í gær þegar As- houra, trúarhátíð sjía-múslíma, náði há- marki. Sjá síðu 4 FRAM ÚR BJÖRTUSTU VONUM Lokakeppni Food and Fun hátíðarinnar var haldin í gær í Hafnarhúsinu í Reykjavík og sótti mikill mannfjöldi keppnina. Hátíðin gekk framar vonum. Sjá síðu 4 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 20. febrúar 2005 – 48. tölublað – 5. árgangur DÁLÍTIL SÚLD VESTAN TIL og þung- búið. Bjartviðri um austanvert landið. Milt í veðri og hiti víðast 3-8 stig. Sjá síðu 4 NJARÐVÍK Í GRAFARVOGI Fimm leikir verða í Intersport-deild karla í körfu- bolta klukkan 19.15. Fjölnir tekur á móti Njarðvík, KR sækir KFÍ heim, Keflavík og Hamar/Selfoss mætast, Tindastóll tekur á móti Skallagrími og Snæfell sækir ÍR heim. Dagblaðalestur á sunnudögum* 63% 50% *Landið allt skv. fjölmiðlakönnun Gallups, nóv. 2004. SMÁBÁTAÚTGERÐ Dragnótaveiðar eru að öllu jöfnu bannaðar innan við Hríseyjarvita. Brim fiskeldi hefur fengið tímabundna undanþágu þar til veiða á 100 tonnum af þorski til áframeldis, segir Þórður Eyþórs- son, deildarstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu. Undanþágan er bundin við Sólborgu ÞH og tíma- bilinu 15. febrúar til 8. apríl. „Við erum að liðka fyrir með þessu og reyna að gera þeim kleift að ná fiskinum sem næst kvíunum. Þannig er hugsanlega hægt að koma í veg fyrir óþarfa afföll. Sólborg getur hins vegar veitt 100 tonnin hvar sem er og því óvíst hversu mikið veiðist á svæð- inu,“ segir Þórður. Pétur Sigurðsson, formaður Kletts, félags smábátaeigenda á Norðurlandi eystra, segir mjög al- menna óánægju meðal smábátaeig- enda í Eyjafirði með undanþáguna. „Veiðar með dragnót og veiðar smábáta fara ekki saman og hætta er á að dragnótin skemmi veiðar- færi smábáta. Undanþágan getur kostað að við getum ekki stundað veiðar innst í Eyjafirði á meðan undanþágan er í gildi og það sættum við okkur ekki við. Einnig höfum við áhyggjur af hafsbotninum en veiðar með dragnót innst í Eyjafirði geta raskað lífríki svæðisins og skemmt ómetanlegar náttúruminjar eins og hverastrýtur sem þar eru,“ segir Pétur. Eftir að smábátasjómenn í Eyja- firði höfðu samband við ráðuneytið tilkynnti Brim að Sólborg myndi ekki stunda veiðar innan við Hrísey- jarvita frá mánudeginum en Pétur segir að yfirlýsingin nægi ekki. „Málið snýst ekki um að við séum reiðir út í Brim heldur erum við illir út í ráðuneytið. Við viljum að undanþágan verði afturkölluð strax.“ - kk Vinur Dóra fékk Grammy-verðlaunin: Blúspíanóleikarinn Pinetop Perkins, sem tók upp sína fyrstu sólóplötu með hljómsveitinni Vinum Dóra árið 1992, fékk heiðursverðlaun fyrir æviframlag sitt til tónlistar á nýafstaðinni Grammy-verðlaunahátíð. Komin á toppinn í flugheiminum SÍÐA 12 Dýrkar æsku og heilbrigði SÍÐA 18 Nýr forstjóri Flugleiða: Ingólfur Guðbrandsson: SÍÐA 34 Menn vopnaðir hnífum rændu lyfjum í apóteki: Of miklir klaufar til að ná peningum KONUDAGURINN ER Í DAG Hjartadeildin var opnuð yfir helgina í Blómabúðinni Blómálfinum í tilefni konudagsins og gat þar að líta hjörtu af öllum stærðum og gerðum. Blómabændur hafa frá því á sjötta áratug síðustu aldar hvatt karlmenn til að gleðja konu sína með blómum á konudaginn og hafa þeir brugðist vel við þeim tilmælum. Búast má við að örtröð verði í blómabúðum landsins í dag og opnuðu þær margar snemma. LÖGREGLUMÁL Tveir menn ógnuðu starfsfólki með hnífum í Árbæjar- apóteki í hádeginu í gær og höfðu á brott með sér talsvert magn að örvandi lyfjum. „Þeir reyndu að opna peninga- hirslur en báru sig svo klaufalega að þeir brutu þær bara en náðu eng- um peningum,“ sagði Kristján S t e i n g r í m s s o n apótekari. Mennirnir sem taldir eru vera um tvítugt voru klæddir í sam- festing og með grímu. Eftir að þeir höfðu látið greipar sópa hlupu þeir og hurfu sjónum starfsfólksins. Ekki sáust þeir fara inn í bíl eða hvort þeir notuðu annað farartæki. Engin myndavél er í apótekinu en úr því verður bætt hið fyrsta eftir þennan at- burð, sagði Krist- ján. Myndavél hefði þó litlu breytt í þessu til- felli þar sem þeir voru með öllu óþekkjanlegir. Lögreglan hefur því engar grun- semdir um hverj- ir þjófarnir eru. Tvær stúlkur voru við af- greiðslu og voru þær að vonum skelkaðar en apótekinu var lokað skömmu síðar og þær fengu að fara heim að jafna sig. Ekki var búið að finna ræningj- ana þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. - jón ÁRBÆJARAPÓTEK Tveir grímuklæddir menn ógnuðu starfsfólki með hnífum og hurfu á brott með örvandi lyf. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ÞORSKUR SETTUR Í FISKELDISKVÍAR BRIMS Í EYJAFIRÐI Sólborg ÞH-270 er 116 brúttótonna stálbátur, smíðaður í Kína árið 2001. Pétur Sigurðsson, talsmaður smábátasjómanna, er á innfelldu myndinni. Ósáttir með leyfi Brims til veiða Smábátasjómenn eru ævareiðir vegna leyfis til dragnótaveiða í innan- verðum Eyjafirði. Ráðuneytið vildi koma til móts við fiskeldi Brims en smábátasjómenn segja afkomu sinni ógnað og lífríki sé í hættu. SKAUTADANS Börn sýndu listir sínar í Skautahöllinni á Vetrarhátíð í gær. Vetrarhátíð: Síðasta andvarpið HÁTÍÐ Vetrarhátíð í Reykjavík lýk- ur í dag og hefur dagskráin verið afar fjölbreytt og skemmtileg. Opið hús verður víða í dag í tengslum við hátíðina og verður meðal annars opið hús hjá Slökkviliði Reykjavíkur, Land- helgisgæslunni og hjá Söngskól- anum í Reykjavík. Hátíðinni lýkur svo í kvöld í Perlunni með verkinu Síðasta andvarpið, þar sem Sig- tryggur Baldursson og fleiri trommuleikarar munu flytja verk fyrir endurvarpsparabolur og brotajárn sem tvinnast við leik Ghostigital. Brot úr myndinni Sumarsólstöður eftir Emiliano Monaco verður ennfremur sýnt. Sjá síðu 31 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.