Fréttablaðið - 20.02.2005, Síða 23

Fréttablaðið - 20.02.2005, Síða 23
5 ATVINNA Holtasmára 1, 201 Kópavogi, sími 545 3000, fax 545 3001TM Softwarewww.t.is TM Software er eitt af framsæknustu fyrirtækjum í upplýsingatækni hér á landi. Fyrirtækið rekur starfsstöðvar í 12 löndum og þjónar rúmlega 1.500 viðskiptavinum um allan heim. Hjá TM Software starfa um 400 manns og meðal þeirra eru fremstu sérfræðingar í sínu fagi. TM Software er í fremstu röð við ráðgjöf, þróun og rekstur hugbúnaðar og býður fjölbreyttar lausnir í nánu samstarfi við virtustu upplýsingatæknifyrirtæki heims, svo sem Microsoft, IBM, Oracle, CA og Swisslog. Á undanförnum árum hefur TM Software fjórum sinnum hlotið viðurkenningu sem eitt af 500 framsæknustu fyrirtækjum Evrópu. Hægt er a› bí›a eftir réttum einstaklingum. Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir og fyrirspurnir. Allar nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon, starfsmannastjóri. Umsóknir og fyrirspurnir óskast sendar til starfsmannastjóra, torfi@t.is, merktar viðkomandi störfum fyrir 1. mars nk. Við leggjum áherslu á: • Frábæran starfsanda og liðsheild • Metnaðarfullt og árangursdrifið starfsumhverfi • Fjölbreytt, spennandi og krefjandi verkefni fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins auk verkefna erlendis • Góða starfsaðstöðu • Símenntun í starfi • Víðtæka möguleika á að þróast í starfi hérlendis sem erlendis Í forystu me› TM Software M IX A • fít • 0 4 8 5 5 Viðskiptastjórar Starfið felst í umsjón og þróun viðskiptatengsla hjá stærri viðskiptavinum. Viðskiptastjórar annast ráðgjöf, sölu, samningagerð og samskipti við viðskiptavini. Hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði verkfræði, viðskiptafræði, upplýsingatækni eða sambærileg menntun er skilyrði • Góð þekking og brennandi áhugi á upplýsingatækni • Góð íslensku- og enskukunnátta • Haldgóð reynsla af samningagerð á fyrirtækjamarkaði • Einungis koma til greina einstaklingar sem hafa náð góðum árangri í samskonar starfi Prófanastjóri Libra fjármálahugbúna›ur Prófanastjóri ber ábyrgð á hugbúnaðarprófunum við þróun Libra hugbúnaðar. Viðkomandi annast bæði skipulagningu kerfisprófa og þróun á sjálfvirkum prófunum. Hann vinnur einnig að þróun prófanatilvika og hefur umsjón með þróun á prófanakerfi ásamt virkri þátttöku í prófunum. Hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða sambærileg menntun • Þekking og reynsla á .NET, SQL og Visual Basic æskileg • Brennandi áhugi á gæðum hugbúnaðar • Skipulagshæfileikar, nákvæmni og vönduð vinnubrögð • Þekking og/eða reynsla af hugbúnaðargerð fyrir fjármálamarkað er kostur • Þarf að geta unnið sjálfstætt og leitt þróun nýs starfs Hæfniskröfur í hugbúna›arflróun • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, kerfisfræði eða sambærileg menntun • Haldgóð starfsreynsla af þróun hugbúnaðarkerfa • Reynsla af vinnu eftir skjöluðum verkferlum æskileg • Samstarfshæfni, sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Metnaður og vilji til að ná árangri í starfi • Oracle og/eða MS SQL gagnagrunnsþekking Hugbúnaðarþróun í Java Origo hugbúna›arlausnir Starfið felur í sér greiningu, hönnun, forritun og samþættingu upplýsingakerfa fyrir kröfuharða viðskiptavini. Unnið er eftir viðurkenndum stöðlum í upplýsingatækni og rafrænum viðskiptum. Leitað er eftir einstaklingum sem hafa víðtæka reynslu af þróun í Java/J2EE, góða þekkingu á helstu gagnagrunnum og samskiptastöðlum, og áhuga á þróun tæknilega flókinna verkefna. Hugbúnaðarþróun í .NET Libra fjármálahugbúna›ur Starfið felst í greiningu, hönnun og forritun Libra hugbúnaðar, sem skiptist í verðbréfaumsýslu, lána- og skuldabréfaumsýslu og iðgjalda- og réttindaumsýslu fyrir lífeyrissjóði. Leitað er að einstaklingum með áhuga, þekkingu og/eða reynslu af hugbúnaðargerð fyrir fjármálamarkað. Theriak hugbúna›arlausnir Starfið felur í sér smíði og samþættingu hugbúnaðarkerfa fyrir heilbrigðisstofnanir. Leitað er að einstaklingum í öflugt og framsækið teymi, sem þróar hugbúnað fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir. Origo hugbúna›arlausnir Starfið felur í sér greiningu, hönnun, forritun og samþættingu upplýsingakerfa fyrir mörg af helstu fyrirtækjum landsins. Leitað er eftir einstaklingum sem hafa reynslu af þróun hugbúnaðarlausna fyrir Internetið og áhuga á að vinna að úrlausn verkefna með Microsoft þróunartólum s.s .NET, BizTalk og SharePoint. Það er kostur ef umsækjendur hafa MCP eða MCAD gráðu frá Microsoft. Hugbúnaðarþróun í Delphi Theriak hugbúna›arlausnir Starfið felur í sér smíði og samþættingu hugbúnaðarkerfa fyrir heilbrigðisstofnanir. Leitað er að einstaklingum í öflugt og framsækið teymi sem þróar hugbúnað fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir. Verkefnastjóri Libra fjármálahugbúna›ur Verkefnastjóri ber ábyrgð á stjórn stærri sem smærri verkefna við þróun Libra hugbúnaðar. Hann annast undirbúning, skipulagningu og áætlanagerð við upphaf verkefna, hefur forystu við framkvæmd þeirra og framfylgir verkáætlun. Þá annast hann uppgjör verkefna í samvinnu við verkefnahópa. Hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði viðskipta og/eða upplýsingatækni • Menntun og/eða reynsla af verkefnastjórnun • Hæfni í mannlegum samskiptum, stuðlar að jákvæðum liðsanda og er hvetjandi Þjónusta og ráðgjöf Libra fjármálahugbúna›ur Starfið felur í sér almenna þjónustu við notendur Libra hugbúnaðar auk ráðgjafar og greiningu verkefna fyrir viðskiptavini. Einnig er unnið að prófunum á hugbúnaði, handbókagerð og námskeiðahaldi ásamt innleiðingum hugbúnaðarkerfa. Hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði viðskipta og/eða upplýsingatækni • Starfsreynsla á fjármálamarkaði • Reynsla af þjónustu og/eða ráðgjöf • Áhugi á því að starfa í nánum tengslum við fjármálamarkaðinn • Góð tök á ritaðri íslensku og ensku • Fagmennska, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.